Morgunblaðið - 12.11.1988, Page 25

Morgunblaðið - 12.11.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 25 Þjóðviljinn: Mörður og Silja ráðin ritstjórar í 6 mánuði Nefiid skipuð til að skoða rekstur blaðsins ÚTGÁFUSTJÓRN ÞjóðvHjans samþykkti á fundi á fúnmtudags- kvöld tillögu um að ráða Mörð Ámason og Silju Aðalsteinsdóttur ritstjóra blaðsins timabundið, eða til 31. maí. Jafnframt var skipuð nefiid sem fara á í saumana á rekstri blaðsins og á hún að skila tilögum fyrir 1. mars. Úlfar Þor- móðsson formaður útgáfustjórn- arinnar vildi ekki endurráða Mörð Arnason en starfstimi núverandi útgáfústjómar rennur út á sama tíma og ráðningartími ritsfjó- ranna tveggja. Tillagan kom frá Siguijóni Péturs- syni formanni framkvæmdastjómar Alþýðubandalagsins og var samin í samvinnu við Olaf Ragnar Grímsson formann flokksins. Endurskoðunar- nefndin er skipuð Helga Guðmunds- syni, sem er formaður og launaður starfsmaður nefndarinnar. Aðrir í nefiidinni eru Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri SAL og Halldór Guðmundsson útgáfustjóra Máls og menningar, en þeir sitja allir jafn- framt í útgáfustjóminni. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. mars og breytingar sem lagðar verða til eiga að koma til framkvæmda eigi síðar en 1. júní. Langfur skuldahali Þegar Mörður Ámason var spurð- ur hvort hann væri sáttur við að fá einungis tímabundna ráðningu, sagð- ist hann hafa sagt, þegar þetta mál hófst, að hann væri ekki á fdrum, og það hefði staðist. „Það er auðvit- að ekki mitt mál hvemig stjóm Þjóð- viljans stendur að ráðningum í tíma. í gamla daga tíðkaðist það að menn væru aðeins ráðnir einn dag í einu, og það væri kannski athugandi fyrir aðstandendur dagblaða að taka upp þann sið.“ Þjóðviljamenn hafa túlkað rit- stjóraátökin sem anga af innan- flokksátökum í Alþýðubandalaginu, en formaður ÚtgáJEufélags Þjóðvilj- ans hefur lýst því yfir að blaðið gangi hreinlega ekki nægilega vel undir núverandi stjóm. Mörður sagði um þetta, að staða blaðsins væri mjög erfið og þegar þeir Óttar Proppé tóku Mörður Arnason við sem ritstjórar og Hallur Páll Jóns- son sem framkvæmdastjóri, fyrir ári, hefðu þeir fengið í arf langan skuldahala. „Hvorki okkur né stjóm Þjóðvilj- ans hefur tekist að vinna mjög á honum. Þessi rekstrarskilyrði hafa torveldað mér mjög mína vinnu og ég hefði þegið það með þökkum ef forustumenn í stjóm Þjóðviljans hefðu gefið þessu betri gaum á und- anfömum missemm og ámm,“ sagði Mörður. Hann bætti við að á þessum tima væri við hæfi að lýsa þeim tilfinning- um á Þjóðviljanum, að Óttars Proppé yrði saknað, en einnig væri tilhlökk- un að vinna með nýjum ritstjóra, sem fyrir utan að vera mjög hæfur mað- ur, fengi það hlutverk að vera fyrsta konan sem ritstýrir íslensku dag- blaði. Fyrst kvenna til að ritstýra ís- lensku dagblaði Deildar meiningar hafa verið um Silju Aðalsteinsdóttur sem ritstjóra, og töldu sumir að ráðning hennar, samfara brottrekstri Marðar, hefði átt að greiða götu nýs þriðja rit- stjóra til að móta pólitísk skrif blaðs- ins. Þegar Morgunblaðið bar þetta Silja Aðalsteinsdóttir undir Silju sagðist hún hafa sótt um tvö störf á æfinni, hjá Háskóla ís- lands og Ríkisútvarpinu, og var hafn- að í bæði skiptin vegna þess að hún þótti of pólitísk. „í dómnefndaráliti í háskólanum var sagt beinum orðum að ég væri of einsýnn marxisti til að háskólinn gæti ráðið mig. Samt hafði ég kennt þar stundakennslu. Síðan fór ég að vinna við bókaútgáfu og þar kom allt annað upp á borðið til manns, og þá þurfti ég að taka tillit til ýmissa sjónarmiða. Þama var ég í sex ár og kannski hef ég setið þar of lengi á friðarstóli, ef marka má umræðumar um mig núna,“ sagði Silja. —Þú er fyrsti kvenritsjtóri íslensks dagblaðs. Er þetta hluti af kven- væðingu Alþýðubandalagsins þessa dagana? „Það er kannski bara hroki í mér, en ég ritstýrði tímariti Máls og menn- ingar í sex ár, þar til ég hætti á síðasta ári. Auðvitað er talsvert ann- að að ritstýra dagblaði, en ég hélt samt að mér hefði tekist svo vel til með tímaritið að blaðstjóm Þjóðvilj- ans hefði séð að þama væri dýrmæt- ur vinnukraftur sem sæti bara við tölvuna sína en væri ekki að stýra fólki," sagði Silja Aðalsteinsdóttir. GSH Við endurtökum okkar vinsælu villibráðarveislu í kvöld í Blómasal HótelsLoftleiða. Villibráðarhlaðborð: Villibráðarseyði, hreindýrapaté, sjávarréttap- até, grafinn silungur. Heilsteiktur hreindýravöðvi, ofnsteikt villigæs, pönnusteikt lundabringa, smjörsteikt ijúpu- bringa, ofnsteikt önd, hreindýrapottréttur. Heit eplakaka með vanilluís og ferskum ávextum. Og að sjálfsögðu okkar rómaöi sérrétta matseðill. HOTEL LOFTLEIÐiR FLUCUZIDA HÓTEL Borðapantanir í síma 22322 og 22321. - ^ Þú bakar ekki úr betra hveiti! 5 stjömu Kornax hveitiö inniheldur meira af eggjahvítuefni en nokkurt annað hveiti á markaðinum. Innihald eggjahvítuefna í 100 g: 5 stjörnu Kornax 13,5 g Rauður Kornax 12,0 g Gluten Blue Star 12,0 g Robin Hood 11,0 g Pillsbury's Best 10,0 g McDougalls 9,4 g Juvel 9,0 g Finax 9,0 g Hærra hlutfall eggjahvítuefna og mikil sterkja tryggir framiir- skarandi eiginleika 5 stjömu hveitisins. Deigið lyftir sér sér- lega vel og bakstur vandasömustu uppskrifta verður leikur einn. Veldu 5 stjörnu hveiti frá Kornax þegar mikið liggur við. Þú getur treyst Kornax hveiti því það er ávallt nýmalað og ferskt. Ferskt alla leið í ofninn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.