Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 17 Falskt öryggi eftirÞórhall Ottesen Það var ekki ætlun mín að fara að skrifa reglulega greinar um sjálf- virkan sleppibúnað, hvorki í Morg- unblaðinu né öðrum blöðum, en eft- ir að hafa lesið grein Friðriks Ás- mundssonar, skólastjóra Stýri- mannaskólans í Vestmannaeyjum, þar sem hann segir fyrri grein mína falsaða að ýmsu leyti og ég sé að læðupokast eitthvað um þennan búnað, ákvað ég að stinga niður penna. í fyrsta lagi kemur fram i grein Friðriks það nákvæmlega sama og í fyrri grein minni, að þessir gálg- ar, þ.e.a.s. færslutæki eða skotgálg- ar eða hvað sem menn vilja kalla þá, hafa ekki virkað, hvetju sem það er um að kenna. Ég var að reyna að koma því sama á fram- færi við sjómenn og aðra að þetta væru tæki sem ekkert væri treyst- andi á, eða menn ættu síðast af öllu að reyna. í öðru lagi finnst mér það furðu- legt sem Friðrik er að reyna að læða að í grein sinni, það er þáttur Siglingamálastofnunar ríkisins, þ.e.a.s. að þeir hafí krafist þess að breytingar yrðu gerðar á Sigmund- argálga sem orsökuðu það vitandi ^ð hann yrði ónothæfur á eftir, þ.e.a.s. ef ég skil greinina rétt. Einnig fínnst mér furðuleg þessi skrif um rannsóknamefnd sjóslysa og þeirra skýrslu, því ég man eftir því úr Stýrimannaskólanum (að vísu í Rvík), að sjómenn ættu að bera virðingu fyrir þessari nefnd og störfum hennar og vera henni ávallt til samstarfs reiðubúnir og af heil- um hug. Einnig skrifar Friðrik rétt í grein sinni um þátt Áma Johnsen í þessu máli, þ.e.a.s. hann tekur það sérstaklega fram í greininni að Slysavamafélag íslands sæmdi Áma Johnsen gullmerki félagsins, ekki í sambandi við skrifæfíngar á sjálfvirkum sjósetningarbúnaði gúmmíbjörgunarbáta, heldur fyrir kaup félagsins á Þór, (nú Sæ- björg), og öðrum margvíslegum störfum sem mér fínnst vanta hjá greinarhöfundi að skýra betur. Ekki ætla ég að hirða meira úr þessari grein sem skólastjórinn skrifar annað en eitt atriði. Hann talar um fullkominn og ófullkominn búnað. Ég tel að það sé engin heil- ög fullkomnun á siglingabúnaði þó allur floti Vestmanneyja noti hann, heldur held ég mig við mína skoðun að þessi sjálfvirki sleppibúnaður sé drasl. Einnig ætla ég mér ekki að fara út í þessi flóknu reiknisdæmi sem Friðrik setur svo skemmtilega upp í grein sinni hvað varðar metra Vitni vantar Slysarannsóknadeild lögregl- íimnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að ákeyrslu við Kaupstað í Mjódd milli klukkan 13.30 og 15.30 þriðjudaginn 15. nóvem- ber. Þar var ekið á kyrrstæðan og mannlausan Plymouth skutbíl, dökkbrúnan að lit. Tjónvaldur gerði ekki vart um óhappið en fór af vett- vangi. Þórhallur Ottesen og þyngd til að þessi tæki komi að notum eða ekki. I lokin langar mig að taka fram að þessi litla grein sem ég skrifaði á sínum tíma virðist hafa komið við marga. Allskyns fólk hefur þakkað mér fyrir að opna þetta svo Ieynda mál, mál sem flestir landsmenn héldu að mundu breyta öllu í sam- bandi við björgun mannslífa í sjáv- arháska. Þó hafa sumir tekið þessu afar illa og kallað mig ósanninda- mann og falsara og fleira í þeim dúr, en samt þurft að hringja á öllum tímum sólarhrings og verið með hótanir og fleira skemmtilegt til að þakka mér fyrir greinina. Ef ég hefði vitað þetta áður en ég óskaði birtingar á þessari fyrri grein minni hefði ég aldrei skrifað hana. Mér fannst mér bera skylda til að láta alla mína starfsbræður vita um þessi misheppnuðu tæki. „Því miður." Höfundur er stýrimaður. Verð kr. U.H43ffe\\ KRINOWN Domu. MMtka. KBIHeNM S. 689212 Inniskór úr ekta skinni Teg. Rabeca. Litir: Hvítt og svart. Stærðir: 36-42. EL 5030 EL 2626 CS 1635 EL 556 - kr. 5.464.- - kr. 4.774- - kr. 8.437.- - kr. 1.895.- Sýnum í Kringlunni í dag kl. 13-20 og á morgun kl. 10-16 ýmsar nýjungar í skrifstofuvélum frá SHARP Kringlunni Askriftarsíminn er 83033 85 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.