Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 AS-TENGI Allar gerðir Tengið aldrei stál - í - stál lt_L SlSuBtaiygBfflr <J&(ra©©®ir8 <S VESTURGOTU 1(. SIMAR 14680 ?1480 lyfH- vngmir ( m Eigum ávallt fyrirliggjandi |f'/ hina velþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 nn 1 ^nn kílna Iv/ftinptn UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SiMI: 6724 44 ESAB RAFSUÐU- TÆKI,VÍR OG FYLGI- HLUTIR FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆÐUM OG ÞJÓNUSTU = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER ESAB Ibúðir fyrir aldr- aða að Vesturgötu 7 Reykjavíkurborg hefiir auglýst til sölu 26 íbúðir fyrir aldr- aða i húsi sem nú er risið að Vesturgötu 7, á horni Vesturgötu og Garðastrætis. í húsinu verður einnig rekin heilsugæslustöð °g þjónustumiðstöð fyrir aldraða, svo og bifreiðageymsla í kjall- ara. íbúðirnar verða seldar á föstu verði, frá rúmum 4 milljón- um til tæpra 8 milljóna eftir stærð þeirra og gerð, og með ákveðnum greiðsluskilmálum. Þær verða afhentar fúllfrá- gengnar í ágúst 1989. Rétt til kaupa hafa þeir sem eru orðnir 67 ára og hafa búið í Reykjavík í a.m.k. 7 ár. Minnstu íbúðimar eru 36 fer- metrar að innanmáli, tveggja herbergja, og kosta 4 milljónir og 60 þúsund, en þær stærstu eru 80.3 fermetrar að innan- máli, þriggja herbergja og kosta 7 milljónir og 950 þúsund. íbúð- unum tilheyra geymslur og í verði þeirra reiknast einnig hlut- deild í sameign hússins. Sameign verður fullfrágengin við afhend- ingu, en lóð síðar á sama ári. íbúðir hússins teljast ekki full- komnar þjónustuíbúðir, heldur söluíbúðir fyrir aldraða tengdar þjónustumiðstöð. Söluskilmálar og tilboðsgögn eru afhent í skrifstofu borgarinn- ar Austurstræti 16, en frestur til að skila tilboðum rennur út 9. desember nk. Anægður með afstöðu Islands - segir sendiherra fsraels á íslandi Jón Baldvinsson við eitt verka sinna á sýningunni, „Maður andagift- arinnar". Sýnir á Kjarvalsstöðum JÓN Baldvinsson opnar sýningu á verkum sínum í Kjarvalssal Kjarvalsstaða Iaugardaginn 19. nóvember kl. 14.00. Á sýningunni eru 59 málverk máluð á síðustu þremur árum, aðal- lega í Kalifomíu. Jón hefur haldið ótal sýningar hér heima, meðal annars á Kjarvals- stöðum 1975 og seinna í Norræna húsinu, Bogasal Þjóðminjasafnsins og fleiri stöðum. „ÞETTA voru góðar og vinsam- legar viðræður. Við ræddum um málefhi Miðausturlanda og meðal annars um fund PLO í Algeirs- borg,“ sagði Yehiel Yativ, sendi- herra ísraels á íslandi, en hann ræddi við Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra á mánu- daginn. Yativ lýsti yfir ánægju sinni með ákvörðun utanríkisráð- herra að sifja hjá við atkvæða- greiðslu í Sameinuðu þjóðunum þar sem framferði ísraela á herte- knu svæðunum var fordæmt. „Þessi ályktun var einhliða og tók ekki báðar hliðar málsins til greina. Ég er mjög ánægður með að ísland tók málefnalega afstöðu." Yativ var spurður hvort væntanleg yfirlýsing Frelsissamtaka Palestínu, PLO, um stofnun sjálfstæðs ríkis á herteknu svæðunum hefði borið á góma. Hann sagði að alls ekki mætti styðja ein- hliða „lausnir" á vandamálum Mið- austurlanda, hvorki að hálfu ísraela eða Palestínumanna. Engin lausn væri hugsanleg nema að undan- gengnum samningaviðræðum á milli hinna stríðandi aðila. • Sendiherrann hefur aðsetur í Ósló en kemur hingað til lands tvisvar á ári. Nefiid sem endurskoðar húsnæðiskerfíð: Aliti nefiidarinnar fi*est- að fram yfir ASI þingið FRESTAÐ hefúr verið að leggja frarn niðurstöður nefndar, sem endurskoðar húsnæðiskerfið, en boðað hafði verið að hún skilaði lokaáliti í þessari viku. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var óskað eftir því að nefndin frestaði því að leggja fram álit sitt fram yfir þing Alþýðusambands íslands, sém verður á mánu- dag, svo þingið gæti fjallað um málið. Félagsmálaráðherra skipaði sem nú er eftir húsnæðislánum. þessa nefnd í vor, og eru í henni fulltrúar allra þingflokka, auk full- trúa Alþýðusambandsms og Vinnuveitendasambands íslands. Kjaminn í niðurstöðum nefnd- arinnar er sá að tekin verði upp svokölluð húsbréf, þannig að íbúð- arkaupendur geti gefíð út skulda- bréf við afsal, fyrir allt að 65% af andvirði eignar. Seljendur geta síðan innleyst skuldabréfið hjá Húsnæðisstofnun og fengið hús- bréfin í staðinn, og þau bréf er hægt að selja á verðbréfamarkaði eða nota við fasteignakaup. Fyrirhugað er að þetta kerfi verði samhliða núverandi kerfi, og er tilgangurinn sá að draga úr fjár- mögnunarþörf Húsnæðisstofnun- ar, og minnka um leið biðröðina (W INNL,ENT Gert er ráð fyrir að í Húsnæðis- stofnun verði komið upp sérstakri húsbréfadeild, sem gefi út hús- bréfin, en afgreiðsla til lántakenda geti geti farið inn í banka, þannig að fólk þurfi ekki að eiga bein viðskipti við Húsnæðisstofnun. Ifyrirhugað er að húsbréfin verði á markaðsvöxtum, til að þau verði seljanleg á almennum mark- aði, en jafnframt mun vera gert ráð fyrir því, að á móti komi ákveð- inn vaxtaafsláttur gegnum stað- greiðslukerfi skatta. Einnig mun gert ráð fyrir að endurskoðað verði núverandi kerfi um húsnæðis- bætur og vaxtaafslátt, og mun meira verði miðað við vaxtabyrði einstaklinga þegar slíkar bætur eru greiddar út gegnum skatta- kerfið. Spurningakeppni grunnskóla: Úrslit í Tónabæ í kvöld Spurningakeppni grunn- skólanna, Þrautalending 1988, hefúr staðið yfir undan- famar vikur. Allir grunnskól- amir í Reykjavík tóku þátt í keppninni, eða samtals 18 skólar. Markmiðið með Þrautalend- ingu er að gefa unglingum kost á að taka þátt í skemmtilegri og spennandi keppni. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sér um framkvæmd keppninnar þriðja árið í röð. í hveiju liði eru 3 fulltrúar úr hveijum skóla. Sá skóli sem ber sigur úr býtum hlýtur titilinn vitrasti grunnskólinn í Reykjavík. Föstudagskvöldið 18. nóvem- ber verður úrslitakeppnin haldin í félagsmiðstöðinni Tónabæ og hefst keppnin kl. 20.30. Til úrslita keppa lið úr Hlíða- skóla og Hólabrekkuskóla. Allir sem eru 13 ára eða eldri eru velkomnir í Tónabæ. Að- gangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) Málþing um mál og málfræði íslenska málfræðifélagið efú- ir til málþings laugardaginn 19. nóvember sem ber yfirskriftina Mál og málfræði. Á þinginu verða flutt eftirtalin ellefu erindi: Eiríkur Rögnvalds- son: Um merkingu, notkun og tíðni nokkurra viðskeyta. Sigurður Konráðsson: Er unnt að hafa áhrif á íslenskt mál með lögum og regl- um? Guðni Olgeirsson: Að því skal stefnt.. . Verður ný aðalnámskrá grunnskóla þróunartæki eða mátt- laust plagg? Ásta Svavarsdóttir: Opnir og lokaðir beygingarflokkar nafnorða. Beygingarleg aðlögun tökuorða. Halldór Ármann Sig- urðsson: Mörk orðmyndunar og setningafræði; lýsingarhættir og þolmynd. Margrét Jónsdóttir: Um e-sagnir. Frá fomgermönskum tíma til íslensku. Jörundur Hilm- arsson: Hugleiðingar um Són. Orð- sifjar og tengsl. Pétur Knútsson: íðorð og alþýðuskýring. Nýyrð- asmíði frá sjónarhóli þýðingar- fræðinnar. Björn Þór Svavarsson: Vélræn kyngreining nafnorða. Um möguleika á að greina kyn nafn- orða með aðstoð tölvu. Kristján Ámason: Um afkringingu í íslensku. Sigríður Magnúsdottir og Höskuldur Þráinsson: Málstol og málfræðistol. Um heilastöðvar, máltruflanir og málfræði. Málþingið fer fram í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla íslands, og hefst kl. 9.10. Það er opið öllum þeim sem áhuga hafa á íslensku máli. — (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.