Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 „Allir réttsýnir menn hljóta að hugsa sinn gang áður en þeir slá á út- rétta sáttahönd Palestínumanna“ Rætt við utanríkisráðherra Jórd- aníu, Taher Masri, og vangaveltur um ástandið í Miðausturlöndum nú SAMÞYKKT þings Palestínumanna í Algeirsborg á dögunum, þar sem lýst var yfir stofhun sjálfstæðs Palestínuríkis, er að mati Bandarikjamanna fuil óljóst orðuð til þess að Bandaríkjamenn geti fallið frá þeirri meginreglu sinni að hefja viðræður við PLO. Þessi afstaða verður harla óskiljanleg þegar yfirlýsingin er grannt skoðuð, því að í henni koma skýrt fram þau atriði, sem hingað til hafa verið sett á oddinn, í orði að minnsta kosti, til þess að Bandaríkjamenn og síðan ísraelar gætu fallist á að ræða við PLO. Viðurkenning þingsins á sam- þykkt 242 sem Sameinuðu þjóð- imar gerðu 1967, svo og fleiri þar sem kveðið er á um jafnan rétt allra ríkja í Miðausturlöndum kemur skilmerkilega fram. í yfír- lýsingunni hafnar þingið ofbeldi og hvetur til að öll mál verði leyst með samningum og eftir friðsam- legum leiðum. í þriðja lagi leggur þingið til — og kannski það eina sem má kalla óljóst orðað — að Sameinuðu þjóðimar taki að sér eftirlit í hinu nýstofnaða ríki. Það verður því ekki annað séð en PLO hafí með þessu uppfyllt þau margítrekuðu skilyrði sem sett hafa verið fyrir því að viðræður yrðu teknar upp við þau. Viðbrögð Israela hafa verið mjög harkaleg og þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Á það má benda að forystumenn ríkisins hafa hvað eftir annað lýst þessum sömu skilyrðum sem forsendu fyr- ir að þeir geti talað við forsvars- menn PLO. í viðtali Morgunblaðs- ins við sendiherra ísraels á ís- landi, Yehiel Yativ, á sl. vori ítrek- aði hann þetta og sagði að PLO þyrfti aðeins að gera tvennt til að ísraelar ræddu við þá. Sam- þykkja Israelsríki og afneita of- beldi og valdbeitingu hvers konar. Nú hefur sendiherrann hins vegar og eins og eðlilegt verður að telj- ast tekið undir þá opinberu skoðun stjómar ísraels, að yfirlýsing þingsins sé markleysa og áróðurs- bragð. I viðtali sem ég átti við Taher Masri, utanríkisráðherra Jórd- aníu, á heimili hans í Amman, nokkrum dögum áður en þingið hófst í Algeirsborg, kom skýrt fram að ekki var búist við að þing- fulltrúar myndu ganga jafn langt í viðurkenningu á Israelsríki og raunin varð. Masri sagðist búast við að þingfulltrúar myndu naum- ast í þessari lotu ná lengra en að fallast á samþykkt 181 frá 1947, þar sem kveðið er á um tvö ríki gyðinga og araba. Masri sagði að ekkert réttlæti væri í því, að hafnað yrði að tala við PLO, svo fremi þingið „kæm- ist að réttri niðurstöðu", og átti þar við fordæmingu á valdbeit- ingu og að eining næðist um grein 181. Hann sagðist trúa því, að þar með hefði Palestínumönnum tekist að bijóta niður þann höfn- unarmúr sem Bandaríkjamenn hefðu reist um þá. Síðan kæmi röðin að Israelum að endurskoða sína afstöðu, en það myndi vafa- laust taka lengri tíma hvað sem samþykkt þingsins liði. „Það er nokkum veginn augljóst, að Pa- lestínumenn munu teygja sig eins langt og þeir geta,“ sagði Masri. „Með því að nefna ísrael á nafn nokkrum sinnum í yfirlýsingu og með því að fresta að koma á fót útlagastjóm, sýna þeir ótvíræðan vilja til að leiða þetta mál til lykta.“ Masri sagði að nýafstaðinn fundur í Jórdaníu milli Husseins konungs, Mubaraks, Egypta- landsforseta, og Arafats, form- anns PLO hefði styrkt Árafat í sessi gagnvart öðmm forystu- mönnum araba um að vilji væri til samvinnu og að leitað yrði við- unandi lausnar. Masri sagðist auðvitað ekki þurfa að fjölyrða um að sam- skipti Jórdana og forystu PLO hefðu oft verið flókin og ásakanir gengið á báða bóga og þetta hefði valdið óróa innan PLO. Nú hefðu mál verið rædd af hófsemd og Arafat hefði verið gerð grein fyr- ir að hann nyt.i fulls stuðnings. Þetta væru einnig ákveðin skila- boð til Israela, sem hvað sem öðm liði, litu á Mubarak og Hussein sem hófsama í afstöðunni til fsra- els. „Ég vil ekki trúa því að Bandaríkjamenn tregðist lengur við að viðurkenna PLO, þegar Palestínuþingið hefur stigið þetta Reuter Taher Masri, utanríkisráðherra Jórdaníu. Myndin var tekin á heimili hans i Amman fyrir skemmstu, þegar blm. Morgunblaðs- ins ræddi við hann. Yasser Arafat, formaður PLO, vann óumdeilanlega dipló- matiskan sigur i Algeirsborg. skref, Bandaríkjamenn em þeir einu sem geta þrýst á ísraela með einhvetjum árangri,“ bætti hann við. Þegar við Masri töluðum saman vom kosningar í ísrael, en úrslit lágu ekki fyrir. Hann sagði, að í Jórdaníu vonuðu menn auðvitað, að Verkamannaflokkurinn sigr- aði, en hann vildi ekki taka undir þung orð forsætisráðherra lands- ins, að það væri stórkostlegt áfall ef Likud færi með sigur. Það færi ekki á milli mála, að allt myndi verða erfíðara viðfangs og taka langtum lengri tíma ef Likud fengi stjómina í sínar hendur, en það væri heldur ekki raunsæi í að búast við skjótum breytingum „við verðum að fara skref fyrir skref. Það er óhugsandi að ætla eða ætlast til að ísraelar kú- vendi. En það má einnig binda vonir við breytta stefnu Sovétríkj- anna í heimsmálum í þessu sam- hengi.“ Sögusagnir í Amman hafa fyrir satt að þar hafi varla nokkur maður vitað um þá ákvörðun Husseins konungs fyrirfram að segja skilið við Vesturbakkann, fyrr en hann flutti sjónvarpsræð- una um málið. Það vafðist fyrir ýmsum að skilja hvað vakti fyrir kóngi og vefst raunar enn, þótt ætla megi að sú skýring standist að hann hafí með því viljað knýja fram úrslit, meðal annars á borð við þau sem nú hafa orðið í Al- geirsborg. Skyldi utanríkisráð- herrann hafa vitað um málið? Hann brosir við, ypptir öxlum, býður meira te, segir hæglátlega að þetta hafi verið ákvörðun kon- ungsins. En hin opinbera skýring þá? „Tilgangurinn var að gera Pal- estínumenn ábyrga, láta þá Bandaríkjamenn og ísraela horf- ast í augu við virkileika. Konungi fannst rétta stundin upp runnin til áð Palestínumenn yrðu viður- kenndir og láta allan heim heyra að nú var ekki lengur um að ræða Jórdanska möguleikann", nú færðist hann á hendur Palestínu- manna í þeirri von að þeir væru menn til að ráða við hann.“ Aðspurður um hver yrðu afdrif landnemabyggða ísraela á Vest- urbakkanum eftir stofnun Pa- lestínuríkis, sagði Masri, að sig dreymdi um að þær byggðir yrðu ekki hindrun á veginum. „Ég spái því að með tímanum muni flestir flytja í burtu, allt að 80%, enda vinna langflestir landnemanna í ísrael sjálfu. Ef einhveijir vilja vera um kyrrt er það þeirra mál þótt ég sjái, að þar með er ekki sagt að það verði öldungis einf- alt, þar eð margir landnemanna eru öfgafyllri flestum." Hverja telur hann skýringu á tímasetningu uppreisnarinnar á Vesturbakkanum að liðnum öllum þessum árum undir hemámi? „Hjörtu og hugur verða að vera samstiga. Ég held einfaldlega að stundin hafi verið runnin upp. Það þarf ekki alltaf mikið til að hleypa öllu í bál og brand, við höfum dæmi um það í Líbanon, sagt er að ákveðin geijun sé í Egyptal- andi, nýaf- staðnir atburðir í Álsír og svo mætti nefna fleira. En ég skal viðurkenna að ég bjóst ekki við þessu svona langvinnu og hörðu. Ég þykist þess fullviss að ísraelar hafi ekki gert það held- ur. Enda tóku þeir þetta ekki al- varlega í fyrstu. Þeir áttuðu sig ekki á að eftir langa, langa kúgun var mælirinn fullur. Auk þess var ísraelum annt um ímynd sína á alþjóðavettvangi. En svo vöknuðu þeir upp við vondan draum, en þá var allt orðið um seinan." „Það sem mér finnst skelfi- legt,_“ hélt hann áfram, „er hvem- ig ísraelar hafa leikið araba- byggðir á Vesturbakkanum. Þeir hafa lagt íbúðarhús og verslanir í rúst, drepið fólk, þeir hafa rú- stað allt nema moskumar, sem verða þar með gróðrastíur fyrir múslímskan „fúndalisma", sem mér finnst ekki geðþekk tilhugs- un.“ Masri sagði, að það væri rétt að arabaleiðtogar hefðu lengst af brugðist þeirri skyldu að standa með Palestínumönnum, en á því yrði væntanlega breyting nú, fyrst með aðskilnaði Jórdana við Vest- urbakkann, þar sem Jórdanía hefði í reynd riðið á vaðið og viður- kennt Palestínu. Hann byggist við að flest arabaríki myndu fylgja því fordæmi og allir réttsýnir menn hlytu að hugsa vel sinn gang, áður en þeir slægju á út- rétta sáttahönd Palestínumanna. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Bítlavinafélagið. Frá vinstri: Rafii, Haraldur, Stefán, Jón og Eyjólfúr. TÓLF ÍSLENSK BÍTLALÖG MEÐ BÍTLAVINUM Hljómsveitin Bítlavinafélagið hefúr gefið út hljómplötuna „12 islensk bítlalög", en eins og nafiiið gefúr til kynna er þar að finna samansafii af íslenskum lögum, sem voru upphafiega gefin út á bítlatimabilinu svokallaða. Á hljómplötunni er að finna lögin Gvendur á Eyrinni, Glugginn, Vetr- arnótt, Miðsumarnótt, Léttur í lundu, Dimmar rósir, Það er svo undanlegt með unga menn, Ertu með?, Leyndarmál, Skuldir, Ég er fijáls og Kling Klang. í frétt frá Bítlavinafélaginu segir, að hljóm- sveitin hafí verið stofnuð vorið 1986 með það að aðalmarkmiði að spila öll þau lög sem komu út á sjöunda áratugnum. Þegar hafa komið út tvær fjög- urra laga plötur með hljómsveit- inni. Hugmyndin að plötunni „12 íslensk bítlalög" hafði blundað nokkuð lengi hjá Bítlavinafélaginu. Þegar ákveðið var, í samráði við Steina hf., að ráðast í gerð hennar, var gerður lagalisti með rúmlega 30 lögum og völdu Bítlavinir úr þeim þau tólf lög sem er að finna á plötunni. „Platan er óður til þess tíma sem yfirleitt er nefndur Bítlatími og hófst með Bítlaæði í upphafi sjöunda áratugarins, svo og þeirra íslensku frumheija er lögðu sig fram við að semja þá tón- list sem spratt upp úr þessum jarð- vegi,“ segir í fréttinni. Meðlimir Bítlavinafélagsins eru þeir Jón Ólafsson, orgel, píanó og söngur, Haraldur Þorsteinsson, bassi óg söngur, Stefán Hjörleifs- son, sólógítar og söngur, Rafn Jóns- son, trommur, slagverk og söngur og Eyjólfur Kristjánsson, rytmagít- ar og söngur. Á plötunni hafa þeir einnig fengið til liðs við sig Karl Sigtryggsson, sem leikur á Hamm- ond-orgel. Þá syngja á plötunni tveir söngvarar, sem vinsælir voru á Bítlatímabilinu þeir Jónas R. Jóns- son og Stefán Eggertsson. Reykjavík: Bíl stolið úr bílskúr Brotist var inn í bílskúr við Blönduhlíð 4 aðfaranótt miðviku- dags og stolið þaðan bíl. Um var að ræða Saab 90 fólks- bifreið, silfurgráa að lit. Skráning- amúmer eru R-22.67. Þeir sem vita um ferðir bílsins eða geta gefið aðrar upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við RLR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.