Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 Morgunblaðið/Rúnar Þór Matreiðslunemarnir að aflokinni matreiðslunni ásamt kennara sínum. Frá vinstri: Sigmar, Arnrún, Axel, Steinunn, Heiða, Hjördís, Margrét Kristinsdóttir kennari, Guðrún Kristín og' Helgi. Matartæknibraut VMA heimsótt: Strákar geta þetta al- veg eins vel og stelpur - segja strákarnir í eldhúsinu Verkmenntaskólinn á Akureyri er stærsti vinnustaðurinn þar í bæ. Skólinn býður upp á fjölda námsbrauta og ef marka má aðsókn að skólanum, kunna nemendur að meta það sem þar fer fram. Morgunblaðsmenn heimsóttu fyrir skömmu matartæknibraut VMA við Þórunnarstræti þar sem konur og menn stóðu yfir pottum, bakaraofiium og uppvaski. Okkur var að sjálfsögðu boðið að smakka afraksturinn að elda- mennskunni lokinni. Aðalréttur- inn var marineraður lambahrygg- ur með brauðmylsnu og lauk- smjöri. Með þessu var fram borinn bakaður kartöfluréttur, gulrætur, glasseraðar upp úr smjöri, sítrónu- og appelsínusafa, og nýstárlegur réttur úr grænum baunum. Baunimar voru soðnar, settar í tætara með lauk, eggi og sýrðum ijóma. Sett í mót og bak- að í ofni í vatnsbaði. „Við erum fyrst og fremst S því að prófa eitt- hvað nýtt — við erum í tilrauna- matseld. Við æfum okkur á er- lendum uppskriftum, bæði á ensku og á Norðurlandamálunum. Þá höfum við verið að prófa okk- ur áfram með gasið, sem veitinga- staðir nota mikið. Kosturinn við það er að hitinn er fljótur upp og fljótur niður. Einnig leggjum við ríka áherslu á manneldismarkmið- in og höfum í því sambandi reynt að skera niður sykur í uppskrift- um og það hefur komið á daginn að sykurinn þarf alls ekki að vera eins mikill og uppskriftirnar gefa til kynna. Við höldum það bara,“ sagði Margrét Kristinsdóttir brautarstjóri í samtali við blaða- mann. Þeir Axel Gunnarsson og Sigm- ar Ingólfsson voru í bakarahom- inu þennan miðvikudag. Þegar okkur bar að, voru þeir rétt búnir að skella kökunum sínum í ofninn og voru að taka til hendinni við uppvaskið. „Uppvaskið er það leiðinlegasta í þessu, en auðvitað má öllu illu venjast," sagði Sigm- ar, sem hafði það verkefni að baka tvær appelsínukökur þennan dag, aðra eins og uppskriftin sagði til um og hina með 30% Axel Gunnarsson og Sigmar Ingólfsson voru í bökunar- horninu þennan daginn. Þeir voru að vaska upp eftir sig á meðan kökurnar voru að bak- ast, en uppvaskið fannst þeim ekki það skemmtilegasta í mat- reiðslutímunum. Hinsvegar fylgdi uppvask matreiðslu og því væri engin undankomuleið með það. Steinunn Þorbergsdóttir og Helgi Tryggvason voru að út- búa marineraðan lambahrygg í ofiii með „brauðmylsnulauk- smjörþaki". Margrét kenndi nemendum sínum að marinera lax. minna sykurmagni. Síðan áttu nemendur að meta hvor kakan væri betri og bar flestum þeirra saman um að sú sykurminni væri mun ljúffengari. Axel var að baka rúgmjölshring. „Baksturinn mis- tekst stundum, en kennarinn reddar því þá alltaf,“ sagði Axel. Þeir félagamir voru sammála um að karlmenn gætu alveg eins sinnt eldhússtörfunum eins og kven- mennirnir. Þeir væru síst verri og stundum tækju þeir að sér elda- mennskuna heima fyrir við góðan orðstír. „Við höfum ekkert ákveð- ið hvort við leggjum kokkastarfið fyrir okkur í framtíðinni, en nám- ið hér í Verkmenntaskólanum styttir óneitanlega fyrir okkur Hótel- og veitingaskólann og veit- ir okkur jafnframt ákveðin rétt- indi.“ _ Morgunblaðið/Rúnar Þór Iðunn Ágústsdóttir (sitjandi lengst til hægri) ásamt nokkrum nemend- um sínum í postulínsmálun. Postulín á sýningu í blómaskálanum Vín Verk Iðunnar Agústsdóttur og nemenda HALDIN verður sýning á handmáluðu og handunnu postulíni í blómaskálanum Vín í Eyjafirði um helgina, laugardag og sunnudag. Það er Iðunn Agústsdóttir og nokkrir nemenda hennar sem sýna þar verk sín, en Iðunn hefúr haldið sjálfstæð námskeið í postulínsvinnu. Iðunn er svo gott sem sjálf- menntuð, en hún hefur sótt nám- skeið í postulínsmálun hjá Sæ- mundi Sigurðssyni og Inger Frið- riksson. Hún hefur undanfarin ell- efu ár haldið námskeið heima hjá sér auk þess sem hún kenndi postulínsmálun í húsi aldraðra í fyrravetur. Sýningin í Vín um helgina verður að hluta til sölusýn- ing. Opið verður frá kl. 13.00 til 19.00. Millilandaflug frá Akureyrarvelli: Norðlendingar hópast í dagsferðir til Glasgow Sana-bjór seldur á Akureyri við heimkomu Norðlendingar munu fjölmenna í verslunarhverfi Glasgow á morgun, laugardag, en þá verður farin fyrri dagsferð Ferðaskrif- stofú Akureyrar. Farið verður með Boing 727 vél Flugleiða frá Akureyrarflugvelli klukkan 7.00 í fyrramálið og þar síðan lent aftur klukkan 23.00 um kvöldið. Ferðir þessar voru auglýstar þann 15. október og seldist upp í fyrri ferðina á tveimur dögum og aðeins tíu sæti eru laus í seinni ferðina, sem farin verður að viku liðinni, laugardaginn 26. nóvember. Lent er í Glasgow klukkan 9.00. og frá flugvelli verður hópnum ekið í bæinn, sem er rúmlega hálftíma leið. Hópurinn mun hafa aðsetur á Central hóteli. Þar hefur verið leigð- ur salur, þar sem hægt er að geyma töskur og annað slíkt. Verslunar- hverfin í Glasgow eru tvö, Sauchie- hall Street og Argyle Street, bæði nálæg Central hóteli, að sögn Önnu Guðmundsdóttur í söludeild Ferða- skrifstofu Akureyrar. í fyrri ferðina á morgun fara 164 farþegar af Norðurlandi, allt frá Skagafirði austur á firði, og í síðari ferðina er rými fyrir 126 manns 0g eru aðeins tíu sæti laus í þá ferð. Tölu- vert af farþegunum er úr sveitunum auk þess sem stór hópur frá Dalvík fer til Glasgow á morgun. Anna sagði að verslanirnar í Glasgow lok- uðu kl. 17.30 á laugardögum. Dags- ferðin kostar 12.800 krónur með flugvallarskatti. Samningur hefur verið gerður við fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli og Sana um að fá að afgreiða á Akureyrarflugvelli íslenska Vik- ing-bjórinn til þess að farþegar þurfi ekki að fara að burðast með bjórkassa með sér frá Glasgow þeg- ar bjórframleiðslan er rétt við bæj- ardyrnar. „Farþegar þurfa að kaupa bjórinn áður en þeir fara úr landi, fá beiðni fyrir bjórkassanum og framvísa henni við heimkomu. Það er engin fríhafnaraðstaða á vellinum svo það verður aðeins komið með þann kassaQölda, sem pantaður hefur verið. Ef farþegar ætluðu allir að kaupa sér bjór við brottför frá Glasgow, þyrftu þeir að taka kassana með sér sem hand- farangur þar sem hann er afgreidd- ur eftir að fólkið hefur tékkað sig inn. Það yrði ansi mikið að hafa um borð í flugvélinni 164 bjór- kassa," sagði Anna. Hún sagði að undirtektir hefðu verið ótrúlega góðar. Fólk sparaði sér með því að fljúga beint frá Akureyri, uppihald í Reykjavík auk fargjaldsins innanlands til og frá Reykjavík. Ný verslun Ný blóma- og gjafavöruverslun hefur opnað að Glerárgötu 28 á Akureyri og hefur hún hlotið nafnið Blómahúsið. I versluninni er hægt að fá afskorin blóm, pottablóm og flest það sem þeim tilheyrir. Auk þess tekur verslunin að sér alla skreytingarþjónustu. Þá verður fyr- irtækjum veitt sérstök þjónusta viðvíkjandi pottablómum og verður m.a. boðið upp á eftirlit, umsjón og ráðgjöf með þeim. Blómahúsið er opið daglega frá kl. 10.00 til 21.00 nema sunnudaga, en þá opn- ar verslunin kl. 13.00 og er opin til 21.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.