Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 23 Hólmfríður Karlsdóttir: Gamalkunnar til- finningar vöknuðu HÓLMFRÍDUR Karlsdóttir, sem kjörin var ungfrú heimur árið 1985, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hjá sér hefðu vaknað gamalkunnar tilfinningar, þegar hún fylgdist með Lindu vinna hinn eftirsótta titil. „Besta vega- nestið sem ég get gefið henni fyrir komandi ár er að vera stolt af að vera íslendingur og að vera hún sjálf,“ sagði Hólmfríð- ur. Hólmfríður, eða Hófi eins og flestir munu kalla hana, sagðist hafa fylgst spennt með keppninni. „Ég var alveg með hjartað í buxun- um fyrir Lindu hönd og titraði og skalf," sagði hún. Hún sagðist alveg eins hafa átt von á því að Linda myndi feta í fótspor sín, enda væri hún glæsilegur fúlltrúi íslands. „Mín reynsla af árinu sem ungfrú heimur var stórkostleg, meirihátt- ar,“ sagði Hólmfríður og óskaði Lindu alls hins besta. Viðurkenning fyrir okkur - segir Ólafur Laufdal, formaður dómnefhdar „ÞAÐ er mikil hamingja með þennan sigur,“ sagði Ólafur Laufdal veitingamaður, sem ver- ið hefur formaður dómnefhdar í Fegurðarsamkeppni íslands um árabil. „Það er með ólíkindum að þetta skuli gerast aftur með svona stuttu millibili. Við vorum alltaf með það á hreinu að Linda passaði mjög vel inn í þessa keppni, þótt það hafi auðvitað verið ómögulegt að spá því að hún lenti í fyrsta sætinu. Við eig- um heimsins fallegustu konur enda standa þær sig best allra á alþjóðavettvangi." Olafur sagðist telja þessi úrslit mikla viðurkenningu fyrir íslensku dómnefndina. „Ég ætla að vona að gagnrýnisraddir á dómnefndina þagni núna. Það hefur sýnt sig undanfarin ár að dómnefndin hefur staðið sig mjög vel í stykkinu." Ólafur sagði að mjög mikið starf væri unnið í sambandi við keppn- ina. „Segja má að þetta sé starf allt árið. Fljótlega verður byijað að leita að stúlkum til að taka þátt í undankeppni um allt land. Síðan verður úrslitakeppnin næsta vor. Fram að keppninni verða stúlkumar í strangri þjálfun, sem hefur sýnt sig að skila mjög góðum árangri, enda færasta fólkið á landinu sem annast hefur þjálfunina." Ólafur sagði að Hótel ísland myndi bjóða öllum landsmönnum til móttöku þegar Linda kæmi heim til fósturjarðarinnar. „Við viljum bjóða þjóðinni að gleðjast með okk- ur,“ sagði Ólafur. „Áttum ekki von á þessu“ „Þetta voru stórskemmtileg úr- slit en sannast sagna átti ég ekki von á þessu,“ sagði Hilma Sveins- dóttir. „Þegar búið var að til- kynna hveijar yrðu í öðru og þriðja sæti bjóst ég við þvf að ungfrú Venesúela yrði lýstur sig- urvegari. Það er gaman að þessu og þetta lyftir okkur vonandi upp úr barlómnum sem virðist hrjá alla,“ sagði Hilma. „Þetta var alveg frábært. Ég hafði spáð Lindu öðru sæti en þeg- ar tilkynnt hafði verið um annað og þriðja sæti missti ég nú alla von. Þetta kemur mér því alveg á óvart. Hún er hins vegar vel að sigr- inum komin,“ sagði Helga Jóna Sveinsdóttir. „Ég var næstum viss um að sigurlíkur Lindu væru sama Helga Jóna Sveinsdóttir og Hilma Sveinsdóttir. og engar því það er svo stutt síðan Hófi vann. Ég hélt það kæmi ekki til greina að Island ynni aftur. Úr- slitin skipta örugglega máli fyrir íslendinga, þetta hlýtur að vera mikil landkynning," sagði Helga Jóna. „Fólk dansaði um allt“ „Ég var að vinna þegar úrslitin voru kynnt og það leyndi sér ekki hér inni hver úrslitin urðu. Það var stappað og klappað og dansað um allt,“ sagði Þorsteinn Órn Guðmundsson þjónn á veit- ingastaðnum Fógetanum. Fólk streymdi inn á staðinn eftir að úrslitin lágu fyrir og óskaði okk- ur starfsfólkinu til hamingju. Það var alveg einstök stemning og ekki talað um annað en Lindu Péturs- dóttur," sagði Þorsteinn. „Mér fannst Linda alveg eiga þetta skilið. Hún stóð sig stórvel. Hún kom vel fram og var vel að sigrinum komin. Ég hef ferðast töluvert erlendis og ég hef orðið var við það að margir kannast við Hófí. Margir vita ekkert um ísland annað en að Hófí var alheimsfeg- urðardrottning Þetta er mikil land- kjmning og að við eignumst aðra drottningu að þremur árum liðnum Þorsteinn Orn Guðmundsson er alveg stórkostlegt," sagði Þor- steinn Om Guðmundsson. Linda Pétursdóttir krýnd Fegurðardrottning íslands á Hótel íslandi sl. vor. Mörg stórblöð ætla að senda blaðamenn hingað næsta vor til að fylgjast með keppninni. Baldvin Jónsson: Allir spyrja hvernig þessi litla þjóð nær þessum árangri „Það rignir hamingjuóskum yfir okkur íslendingana og allir spyija hvernig við fórum að því að ná þessum árangri. Og ég svara ætíð að íslending- ar leggi sig alla fram við allt sem þeir gera og stundum dugi það til að vera beztur í heimi.“ Þetta sagði Baldvin Jónsson, umboðsmaður Miss World á íslandi, en hann hefúr staðið að keppninni Fegurðar- drottning íslands undanfarin tæpan áratug, hin síðari ár í samvinnu við Ólaf Laufdal. Baldvin Jónsson er staddur í London. í samtali í gærkvöldi sagði Baldvin að mörg stórblöð hefðu boðað komu sína til lands- ins næsta vor, þegar valin verður Fegurðardrottning íslands 1989. „Það vilja allir vita hvemig þessi litla þjóð fer að þvi að velja feg- urðardrottningar sínar, stúlkur sem staðið hafa sig betur í keppninni Ungfrú Heimur er nokkrar aðrar. Milljónaþjóðir komast ekki með tæmar þar sem við höfum hælana," sagði Bald- vin og bætti því við að hina góða frammistaða íslenzku stúlkn- anna væri einhver bezta land- k}mning, sem ísland gæti fengið. Stórgflæsilegur árangur Árangur íslenzku stúlknanna í keppninni Ungfrú heimur und- anfarin ár hefur verið stórglæsi- legur og sá bezti sem nokkur þjóð getur státað af. Hann er sem hér segin 1983: Unnur Steinsson, 4. sæti 1984: Berglind Johansen, 6. sæti 1985: Hólmfríður Karlsdóttir, 1. sæti 1987: Anna Margrét Jónsdóttir, 3. sæti 1988: Linda Pétursdóttir, 1. sæti Áhorfendur fögnuðu sigri Lindu gífurlega Lundúnum, frá Andrési Magnússyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Áður en tilkynnt var um sigurveg- arana voru fiilltrúar hinna fimm heimsálfana kynntir. Þegar í ljós kom að Linda þótti kvenna fegurst frá Evrópu voru menn flestir á einu máli um að hún ætti sigurinn vísan, því þá var ljóst að hún hefði skotið fulltrúum Bretlands og Spánar ref fyrir rass. Hvað sem þessum hug- leiðingum líður, rann stóra stundin upp áður en varði og í ljós kom að ungfrú Bretland var í þriðja sæti. Leyndist þá engum hvert stefndi og mátti heyra stöku íslending þegar „Sérlega góð landkyniimg“ fagna sigri Lindu. í öðru sæti var svo ungfrú Kórea og loks kom að því: „Ungfrú heimur árið 1988 er ungftú ísland, Linda Pétursdóttir!" Upphófúst þá gífurleg fagnaðar- læti í salnum og Linda gekk að há- sæti sínu til þess að þiggja kórónuna úr hendi síðasta handhafa hennar. Linda fær á þriðju milljón króna í verðlaun, en auk þess felast í titlin- um gífurleg ferðaiög, fláröflunar- starfsemi til góðgerðarmála og hugsanlegar tekjur af ýmiss konar auglýsingastarfsemi. GÍFURLEG fagnaðarlæti brutust út í Royal Albert Hall í gær- kvöldi, þegar Ijóst var að Linda Pétursdóttir hefði unnið keppn- ina um titilinn eftir sóknarverða, ungfrú heimur. Mikil spenna hafði legið í loftinu, enda úrslit ekki í fúllu samræmi við það, sem almennt hafði verið búist við. Eigi að síður var það mál manna að dómneftidin hefði sinnt starfi sínu vel og ekki hægt að efast um ágæti úrskurðarins. Mest kom á óvart að ungfrú Venezúela skyldi ekki verða í þremur efstu sætun- um og hafá margir eflaust orðið af dágóðum skildingi, þvi hún naut mestra vinsælda { veðbönk- um hér í Bretlandi. Athyglisvert er að í þeim hópi 10 efstu stúlkna voru fulltrúar þriggja Norðurlanda: íslands, Noregs og Svíþjóðar. Sögðu kunnugir í blaða- mannastúlkunni í Albert Hall, að öldungis glögglegt mætti telja hvaða stúlkur væru vinsælastar; ljóshærð- ar, bláeygðar og hávaxnar. Bentu þeir á, að fulltrúi Venezúela hefði t.a.m. aldrei þessu vant heyrt til þessa flokks, enda hefði hún verið talin mjög sigurstrangleg. Spenningurinn jókst þó fyrst að ráði þegar fimm stúlkna úrslit voru kynnt. I þeim fríða flokki voru auk Lindu, ungfrú Kórea, ungfrú Bret- land, ungfrú Venezúela og ungfrú Spánn. Þótti þá ljóst að keppnin yrði að líkindum hörðust milli Lindu, ungftú Venezúela og ungfrú Bret- lands. „Mér líst ákaflega vel á úrslitin og er ánægður með frammistöðu Lindu. Þetta er sérlega góð land- kynning fyrir 240.000 manna þjóð. Okkur keppandi lenti í þriðja sæti í fyrra og i fyrsta sæti árið 1985 og svo aftur núna. Það hlýtur að teljast stórkostleg- ur árangur hjá ekki stærri þjóð. Ertu ekki sammála því?“ spurði Björgvin Pálmason sem greini- lega var enn hrærður yfir þess- um óvæntu úrslitum. „Ég er ákafiega ánægður með úrslitin og andaði léttar þegar ég sá að hún minntist ekkert á hvala- málið þegar talað var við hana,“ sagði Friðrik Vigfússon. „Mér fannst keppendur frá hinum þjóð- unum ekki tiltakanlega fallegir og fulltrúar annarra Norðurlandaþjóða Björgvin Pálmason og Friðrik Vigfússon. kannski sístir," sagði Friðrik. „Ekki ungfrú Svfþjóð," greip Björgvin fram í. „En hún var dauðadæmd frá upphafi," sagði hann og var greinilegt að þeir félagar höfðu fylgst spenntir með útsendingunni eins og flestir íslendingar gerðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.