Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 41 Minning: Jóna Gunnlaug Ingimarsdóttir í dag verður borin til moldar Jóna Gunnlaug Ingimarsdóttir. Hún var fædd á Þórshöfn á Langanesi, 23. nóvember 1923, dóttir hjónanna Oddnýjar Árnadóttur og Ingimars Baldvinssonar, sem þar bjuggu langa ævi og ólu upp ellefu börn af miklum myndarskap. Jóna var yngst þeirra átta systra og mun snemma hafa farið orð af glæsileik systkinanna og gjörvileik á marga vegu. Þau ólust upp við öll störf sem til féllu við sjávarafla og bú- skap, sem faðir þeirra stundaði af harðfylgi og dugnaði og við frábær- an myndarskap húsfreyjunnar inn- anhúss. Þessa bera börnin vitni og hefur dugnaði þeirra verið við- brugðið, þar sem þau hafa lagt hönd að verki á lífsleiðinni. Bömum þeirra Ingimars og Oddnýjar var haldið til lærdóms og sett til mennta svo sem unnt var. Jóna gekk í Laugarvatnsskólann að loknu skólanámi í heimabyggð sinni, en hún var aðeins 20 ára er hún gekk að eiga Davíð Sigurðsson leikfimikennara frá Hvammstanga. Þau hjón eignuðust þijá syni, Sig- urð, sem kvæntist Jórunni Elías- dóttur, Ingimar, hann kvæntist Sigríði Guðmundsdóttur og Karl, sem er giftur Margréti Eyfells. Hann er sjóntækjafræðingur. Árið 1949 fór svo að leiðir þeirra Davíðs og Jónu skildi. Fjórða soninn eignaðist Jóna árið 1956. Hann heitir Ásgeir Sverrisson og er tæknifræðingur, kvæntur Helgu Sigurðardóttur. Bamaböm Jónu em nú átta og eitt barnabamabam. Við Jóna hittumst fyrst um hálf- þrítugt og vomm vinkonur sfðan. Ég minnist hennar helst eins og hún var þá, glöð og lagleg, hnyttn- ust allra í svömm, eldsnör í við- brögðum og hvers manns hugljúfi. Á góðri stund settist hún við hljóð- færið og lék og söng. Engin vai' betri að hugga bam og fá það til að gleyma sínum smáu sorgum og gleðjast á ný. Litlu fallegu drengirn- ir hennar ljómuðu ætíð af hreinlæti og lífið virtist brosa við. Jóna var ekki einsömul með drengina sína, hin samhenta fjöl- skylda frá Þórshöfn veitti mikla aðstoð við uppeldi þeirra. Hjónin Þórdís Ingimarsdóttir og Karl Hjálmarsson kaupfélagsstjóri á Hvammstanga tóku Karl í fóstur og ólu upp og Halldóra Ingimars- dóttir og Jóhann Gunnar Benedikts- son tannlæknir á Akureyri em fóst- urforeldrar Ásgeirs, yngsta sonar Jónu. Allir urðu synimir myndar- legir og mætir menn. En svo dundi ógæfan yfir, er elstu synirnir tveir, þeir Sigurður Már og Ingimar Öm fómst í flug- slysi ásamt konum sínum og verður engum orðum komið að þeim harmi, sem að fjölskyldu Jónu var kveðinn á þeim sumardögum. Þetta kröft- uga fólk bar þó harm sinn vel en þungt varð Jónu um sporin eftir þann atburð. Jóna vann við skrifstofustörf bæði hjá Mjólkursamsölunni og í Gjaldheimtunni í Reykjavík og var hennar getið fyrir dugnað og gott samstarf á vinnustöðum. Fyrir um fimm ámm fékk Jóna erfiðan sjúkdóm og þurfti að gang- ast undir margar sársaukafullar aðgerðir og dveljast langa tíma á sjúkrahúsi. Undmðust bæði starfs- fólk sjúkrahússins og vinir Jónu það ótrúlega þrek og viðnám, sem þessi smávaxna kona veitti sjúkdómnum, enda virtist hann nú yfirunninn, þegar kallið kom skyndilega og leysti hana til betra lífs. Við biðjum þess að bróðirinn besti leyfi henni nú að njóta þeirra orða, sem hann sjálfur mælti um vini sína: Enginn mun framar slíta þá úr hendi mér. Guðrún B. Sigurðardóttir I dag mun móðursystir mín, Jóna Ingimarsdóttir, verða borin til mold- ar. Frá því ég man eftir mér var Jóna frænka tíður gestur á heimili foreldra minna og var hún eiginlega hluti af fjölskyldunni. Þessi leiftr- andi, hvika kona færði ætíð líf er hana bar að garði, hún hafði sér- stakt lag á að segja frá fólki og atburðum, var snögg í tilsvörum og með ríka kímnigáfu er gaf manni ástæðu til að kætast yfir hvers- dagslegustu hlutum. Jóna var fædd árið 1923 á Þórs- höfn á Langanesi, dóttir hjónanna Blomberq eldavélar - úrvals vestur-þýskt merki. 5 gerðir — 5 litir. Hagstættverð. Góð greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hff. BORQARTÚNI28, SÍM116996. LalA 4 stoppar viA dymar Þu sparar með = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER ar l'. Arnadóttur, áttunda í röðinni af ellefu systkinum og sú yngsta af þeim systrum. Hún nam við Héraðsskólann á Laugarvatni og Fæddur 5. ágúst 1901 Dáinn 23. október 1988 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Hann kvaddi þennan heim er hausta tók, hann elsku langafi, árið 1943 giftist hún Davíð heitnum Sigurðssyni, forstjóra og eignuðust þau þtjá syni, þá Sigurð, Ingimar og Karl. Árið 1951 slitu þau sam- vistum. Árið 1956 eignaðist Jóna Ásgeir með Sverri Haraldssyni, lækni. Ég hygg að það hafi verið þung- bært fyrir unga konu sem Jóna var þá að skija og vera svo allt í einu orðin einstæð þriggja bama móðir, enda reyndist svo að visst rótleysi og beiskja fylgdi henni eftir að fjöl- skyldan leystist upp. Hún bjó lengst af í leiguhúsnæði og þurfti oft að flytja eins og er með leigjendur. En það var alveg sama hvar Jóna kom sér fyrir, alltaf tókst henni að útbúa hlýlegt og fallegt heimili. Hún var listræn í sér og átti auð- velt með að skreyta umhverfi sitt, stundum nánast úr engu. Jóna stundaði almenn skrifstofustörf í Reykjavík og var vinsæl hvort sem var meðal starfsfólks eða yfirboðara enda var hún að eðlisfari félagslynd og hamhleypa til vinnu. Bak við hið líflega og hressa yfir- bragð Jónu var þó stutt í sorgina. Ágúst Indriðason. Hann var mér svo góður og mun ég sárt sakna hans. Það sest stundum að okkur sorg, en þakklætið fyrir samfylgdina og trú mín á hið góða, sem í fari hans afa var, mun lýsa mér inn í fram- tíðina um ókomin ár. Ég kveð elsku afa minn. Blessuð sé minning hans. Rakel Hrund Ágústsdóttir Það var einsog einhver örlög hafí elt hana og stóra áfallið var þegar hún missti tvo syni sína, þá Sigurð og Ingimar, ásamt tengdadætrum sínum, þeim Jórunni og Sigríði, í flugslysi árið 1973. Þeir bræður höfðu verið henni sú stoð og stytta sem hún gat ætíð leitað til og því var missirinn mikill. Seinustu árin barðist Jóna við krabbamein í vélinda af slíkum hetjuskap að það var nánast krafta- verk að hún hafí komist yfír þau veikindi og byijað aftur að stunda vinnu. Af skiljanlegum ástæðum hafði þó dregið úr þeim lífskrafti sem hún bjó áður yfír. Jóna andað- ist á heimili sínu þann ellefta þessa mánaðar. I raun og veru var Jóna ein af þessum hvunndagshetjum sem barðist meir í stormi en í logni. Það brá af henni einhveijum sérstökum bjarma, einsog af eldingu sem kem- ur og fer. Ég vott þeim Karli og Ásgeiri mína dýpstu samúð. Megi hún hvíla í friði. Halldór Ásgeirsson Agúst Indriða- son - Kveðja PARKETFRÉTTIR PARKETFRÉTTIR PARKETgólf sf. flvtur í nvtt húsnæði bann 19. nóvember að Skútuvogi 11. Af því tilefni höfum við opið alla helgina og kynnum vörur okkar og þjónustu. Við bjóðum: • Yfir 60 tegundir af gegnheilu parketi. • Yfir 20 tegundir af fijótandi parketi. • Gegnheilir gólflistar í ýmsum viðartegundum. • Parketlökk. • Parket-slípivélar til leigu og sölu. • Parketlím fyrir allar gerðir parkets. • Lagningu og viðhald parketgólfa. VERIÐ VELKOMIN OPIÐ ALLA HELGINA! PARKETFRÉTTIR PARKETFRÉTTIR PABICETgóLtSf. /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.