Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER. 1988 7 Búið að veiða um 82 þús. tonn af loðnu TILKYNNT hafði verið um veið- ar á 82.240 tonnum af loðnu síðdegis í gær, fimmtudag. Lítið fannst af loðnu aðfaranótt fimmtudagsins og bræla var á miðunum aðfaranótt miðviku- dagsins. A þriðjudaginn tilkynnti Dagfari ÞH um 270 tonn til Siglufjarðar, Huginn VE 100 tonn til Krossa- ness, Fífill GK 240 tonn til Siglu- fjarðar, Húnaröst ÁR 500 tonn til Þórshafnar og Keflvíkingur KE 230 tonn til Siglufjarðar. Þjóðleikhúsið: Frumsýn- ingu frestað FRUMSÝNINGU á leikritinu „Stór og smár“ sem vera átti í Þjóðleikhúsinu á laugardags- kvöld heftir verið frestað. Verkið verður frumsýnt miðviku- daginn 23. nóvember, önnur sýning verður fimmtudaginn 24. nóvember og þriðja sýning þriðjudaginn 29. nóvember. Að sögn Signýjar Pálsdóttur hjá Þjóðleikhúsinu gilda frumsýningar- miðar, sem gilda áttu á laugardag, á miðvikudaginn. Kort á aðra sýn- ingu gilda á fimmtudaginn. Uppistöður: Króm, svart, hvítt Hillur, skápar, skúffur: Svart, hvftt og beyki Hélstu kannski að við hefðum einungis gæða leðursófasett á boðstólum? Full búð af húsgögnum og gjafavörum. SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI, S: 45670 - 44544 Hafnasamband sveitarfélaga: Fjárveitangum til hafiia- framkvæmda mótmælt STJÓRN Haftiasambands sveit- arfélaga hefiir mótmælt harð- lega fjárveitingum til haftia- framkvæmda samkvæmt fyrir- liggjandi Qárlagaftmmvarpi fyr- ir næsta ár. Telur stjórnin að þær 400 milljónir sem ætlað er í þess- ar framkvæmdir séu ófúllnægj- Bylgjan á Suðureyri: 150tonn afkúfíski seld í beitu SALA á kúfiski í beitu hefúr verið talsverð að undanförnu. Síðustu fimm vikur hefúr Bylgj- an á Suðureyri selt 150 tonn alls, þar af 22 tonn til Hríseyjar. Kostnaður við beitingu með kú- fiski er nálægt 65 aurum á krók. Sæmundur Jóhannesson, fram- leiðslustjóri Bylgjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, salan hefði farið mjög vaxandi. Vonandi gerði þessi aukning fyrirtækinu kleift að þrauka þar til markaðir fyndust erleúdis. Samkeppnin í beitusölunni væri talsverð, meðal annars vegna þess að verð á inn- fluttum smokkfiski til beitu hefði ekkert hækkað síðan í janúar. Veru- legur gjaldeyrisspamaður fengist með því að beita innlendum kú- fiski, en óhemju mikið virtist vera af þessu kvikindi í sjónum. Til dæm- is hefðu þeir tekið 5.000 tonn úr Önundarfírði einum og ekkert lát virtist á veiðinni. Áhöfninni á skipi fyrirtækisins, Villa Magg, hefur verið sagt upp frá og með næstu áramótum, en Sæmundur sagði að uppsagnimar yrðu endurskoðaðar síðar. andi og bendir á að hafnastjórn- irnar hafi óskað eftir 1200 millj- óna króna Qárveitingu. Stjóm Hafnasambandsins bendir á að í fjögurra ára áætlun Hafna- málastofnunar er gert ráð fyrir 769 milljóna kr. fjárveitingu á næsta ári. Stjómin krefst þess að fjárveit- ingar til hafnaframkvæmda á árinu 1989 verði hækkaðar frá því sem gert er ráð fyrir, jafnframt því sem nauðsynlegt sé að hækka framlög til Hafnabótasjóðs í samræmi við gildandi lög. Ályktun Hafnasambandsins hef- ur verið send til samgöngu- og fjár- málaráðherra, Qárveitinganefnd og þingmönnum. Halldór Kristjánsson í sam- gönguráðuneytinu segir að ályktun- in sé til athugunar í ráðuneytinu. Of snemmt sé að tjá sig um hana því málefni hafnanna verði til um- fjöllunar í fjárveitinganefnd í næstu viku. LYGILEGA ÓDÝRT Morgunblaðið/Sverrir Gatnamót Hverfisgötu og Rauðarárstígs, þar sem umferðarljós verða tekin í notkun á morgun. Tvenn ný umferðarljós TVENN ný umferðarljós verða tekin I notkun laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00. Önnur ljósin eru á mótum Hverfisgötu og Rauðarárstígs en hin ljósin eru á mótum Eiríksgötu og Barónsstígs. Um leið og ljósin á mótum Hverfis- götu og Rauðarárstígs verða tekin í notkun verða afnumin þau beygju- bönn, sem hingað til hafa gilt á þeim gatnamótum. Þó verður áfram bönn- uð vinstri beygja af Hverfisgötu suð- ur Rauðarárstíg. Sérstök ljós verða fyrir akstur strætisvagna frá Hlemmi austur Hverfisgötu, þannig að stræt- isvagnar fá grænt ljós í nokkrar sek- úndur áður en kviknar grænt fyrir almenna umferð um Hverfísgötu. Ljósin á mótum Eiríksgötu og Barónsstígs verða alumferðarstýrð. Sérstakir skynjarar mæla umferðina og stjóma því hve lengi græna ljósið logar. Fótgangandi er ætlað að ýta á hnappa til að flýta því að fá grænt ljós fyrir viðkomandi stefnu. Til að minna vegfarendur á hin nýju umferðarljós eru þau látin blikka gulu ljósi í nokkra daga áður en þau verða endanlega tekin í notkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.