Morgunblaðið - 18.11.1988, Page 7

Morgunblaðið - 18.11.1988, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER. 1988 7 Búið að veiða um 82 þús. tonn af loðnu TILKYNNT hafði verið um veið- ar á 82.240 tonnum af loðnu síðdegis í gær, fimmtudag. Lítið fannst af loðnu aðfaranótt fimmtudagsins og bræla var á miðunum aðfaranótt miðviku- dagsins. A þriðjudaginn tilkynnti Dagfari ÞH um 270 tonn til Siglufjarðar, Huginn VE 100 tonn til Krossa- ness, Fífill GK 240 tonn til Siglu- fjarðar, Húnaröst ÁR 500 tonn til Þórshafnar og Keflvíkingur KE 230 tonn til Siglufjarðar. Þjóðleikhúsið: Frumsýn- ingu frestað FRUMSÝNINGU á leikritinu „Stór og smár“ sem vera átti í Þjóðleikhúsinu á laugardags- kvöld heftir verið frestað. Verkið verður frumsýnt miðviku- daginn 23. nóvember, önnur sýning verður fimmtudaginn 24. nóvember og þriðja sýning þriðjudaginn 29. nóvember. Að sögn Signýjar Pálsdóttur hjá Þjóðleikhúsinu gilda frumsýningar- miðar, sem gilda áttu á laugardag, á miðvikudaginn. Kort á aðra sýn- ingu gilda á fimmtudaginn. Uppistöður: Króm, svart, hvítt Hillur, skápar, skúffur: Svart, hvftt og beyki Hélstu kannski að við hefðum einungis gæða leðursófasett á boðstólum? Full búð af húsgögnum og gjafavörum. SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI, S: 45670 - 44544 Hafnasamband sveitarfélaga: Fjárveitangum til hafiia- framkvæmda mótmælt STJÓRN Haftiasambands sveit- arfélaga hefiir mótmælt harð- lega fjárveitingum til haftia- framkvæmda samkvæmt fyrir- liggjandi Qárlagaftmmvarpi fyr- ir næsta ár. Telur stjórnin að þær 400 milljónir sem ætlað er í þess- ar framkvæmdir séu ófúllnægj- Bylgjan á Suðureyri: 150tonn afkúfíski seld í beitu SALA á kúfiski í beitu hefúr verið talsverð að undanförnu. Síðustu fimm vikur hefúr Bylgj- an á Suðureyri selt 150 tonn alls, þar af 22 tonn til Hríseyjar. Kostnaður við beitingu með kú- fiski er nálægt 65 aurum á krók. Sæmundur Jóhannesson, fram- leiðslustjóri Bylgjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, salan hefði farið mjög vaxandi. Vonandi gerði þessi aukning fyrirtækinu kleift að þrauka þar til markaðir fyndust erleúdis. Samkeppnin í beitusölunni væri talsverð, meðal annars vegna þess að verð á inn- fluttum smokkfiski til beitu hefði ekkert hækkað síðan í janúar. Veru- legur gjaldeyrisspamaður fengist með því að beita innlendum kú- fiski, en óhemju mikið virtist vera af þessu kvikindi í sjónum. Til dæm- is hefðu þeir tekið 5.000 tonn úr Önundarfírði einum og ekkert lát virtist á veiðinni. Áhöfninni á skipi fyrirtækisins, Villa Magg, hefur verið sagt upp frá og með næstu áramótum, en Sæmundur sagði að uppsagnimar yrðu endurskoðaðar síðar. andi og bendir á að hafnastjórn- irnar hafi óskað eftir 1200 millj- óna króna Qárveitingu. Stjóm Hafnasambandsins bendir á að í fjögurra ára áætlun Hafna- málastofnunar er gert ráð fyrir 769 milljóna kr. fjárveitingu á næsta ári. Stjómin krefst þess að fjárveit- ingar til hafnaframkvæmda á árinu 1989 verði hækkaðar frá því sem gert er ráð fyrir, jafnframt því sem nauðsynlegt sé að hækka framlög til Hafnabótasjóðs í samræmi við gildandi lög. Ályktun Hafnasambandsins hef- ur verið send til samgöngu- og fjár- málaráðherra, Qárveitinganefnd og þingmönnum. Halldór Kristjánsson í sam- gönguráðuneytinu segir að ályktun- in sé til athugunar í ráðuneytinu. Of snemmt sé að tjá sig um hana því málefni hafnanna verði til um- fjöllunar í fjárveitinganefnd í næstu viku. LYGILEGA ÓDÝRT Morgunblaðið/Sverrir Gatnamót Hverfisgötu og Rauðarárstígs, þar sem umferðarljós verða tekin í notkun á morgun. Tvenn ný umferðarljós TVENN ný umferðarljós verða tekin I notkun laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00. Önnur ljósin eru á mótum Hverfisgötu og Rauðarárstígs en hin ljósin eru á mótum Eiríksgötu og Barónsstígs. Um leið og ljósin á mótum Hverfis- götu og Rauðarárstígs verða tekin í notkun verða afnumin þau beygju- bönn, sem hingað til hafa gilt á þeim gatnamótum. Þó verður áfram bönn- uð vinstri beygja af Hverfisgötu suð- ur Rauðarárstíg. Sérstök ljós verða fyrir akstur strætisvagna frá Hlemmi austur Hverfisgötu, þannig að stræt- isvagnar fá grænt ljós í nokkrar sek- úndur áður en kviknar grænt fyrir almenna umferð um Hverfísgötu. Ljósin á mótum Eiríksgötu og Barónsstígs verða alumferðarstýrð. Sérstakir skynjarar mæla umferðina og stjóma því hve lengi græna ljósið logar. Fótgangandi er ætlað að ýta á hnappa til að flýta því að fá grænt ljós fyrir viðkomandi stefnu. Til að minna vegfarendur á hin nýju umferðarljós eru þau látin blikka gulu ljósi í nokkra daga áður en þau verða endanlega tekin í notkun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.