Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 FASTEIGNASALAR UMBOÐSMENN Viö óskum að ráða fasteignasala eða umboðs- mann til að selja úrvalshús staðsett á Costa Blanca. Fyrirtæki okkar er norskt, talið eitt virtasta fyrirtæk- ið á þessu sviði, og hefur um 20 ára skeið byggt byggðakjarna á Costa Blanca. Vinsamlegast skrifið á ensku eða skandinavísku til: I.E.S.S.A. Apartado 5, San Miguel de Salinas (Alicante), Spania Súdan: Innbyrðis deilur stríðs- aðila ógna friðargjörð Thatcher kveður Reagan í Hvíta húsinu: Eitt merkasta túnabilið í sögu Bandaríkjanna Washington. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, kvaddi Ron- ald Reagan, Bandaríkjaforseta, við hátíðlega athöfii i Hvíta hús- inu í Washington á miðvikudags- kvöld. Thatcher, sem var fyrsti opinberi gestur Reagans og einn- ig sá síðasti, sagði að valdatími Reagans væri eitt merkasta tíma- bilið í sögú Bandaríkjanna. í ræðu, sem Reagan flutti, sagði hann að bandaríska þjóðin ætti eftir að njóta góðs af „víðsýni hennar og staðfestu" þegar for- setaskipti ættu sér stað í Banda- ríkjunum. Bandarísku forsetahjónin tóku innilega á móti Thatcher þegar hún kom í kvöldverðarboðið í Hvíta hús- inu. Ronald Reagan sagði að forsæt- isráðherrann væri „heimsleiðtogi í víðustu merkingu þess orðs.“ Hann sagði að Thatcher hefði gengið á undan með góðu fordæmi með stað- föstum stuðningi sínum við vestræna samvinnu og efnahagslegum ávinn- ingum heima fyrir. „Þegar ég und- irbý brottför mína úr Hvita húsinu í janúar er mér það mikils virði að vita af því að Margaret Thatcher verður áfram I Downing-stræti 10 til að bjóða Bush forseta vináttu sína, samvinnu og ráðgjöf," sagði Reagan. Thatcher svaraði með því að minnast þeirra átta ára sem liðið hafa síðan Reagan var kjörinn for- seti. „Hvað er minnisstæðast?" spurði hún. „Ég minnist þeirra myrku daga í byijun áratugarins þegar Bandaríkin og Bretland áttu við verðbólgu og samdrátt að stríða. Ég man ánægjutilfinninguna þegar þú varst kjörinn forseti fyrir átta árum. Þú hefur verið meira en stað- fastur bandamaður og vitur ráð- gjafi. Þú hefur einnig verið dásam- legur vinur," sagði Thatcher við Reagan. Hún sneri sér síðan að Nancy forsetafrú og sagði: „Þú hef- ur átt iífsförunaut sem sigrað hefur hjörtu milljóna manna með persónu- töfrum sínum, reisn og hugrekki." Thatcher sagði að bandaríska for- setaembættið væri „mikilvægasta embætti heims" og að þau tvö kjörtímabil sem Reagan hefði gegnt því væru eitt af merkustu tímabilun- um í sögu Bandaríkjanna. „Þær kynslóðir sem á eftir koma munu líta á þennan áratug sem tímamót í mannkynssögunni," sagði Thatcher ennfremur. Rúmlega hundrað gestir voru við athöfnina, meðal annars listamenn, íþróttamenn, stjórnarerindrekar og stjómmálamenn. Þeirra á meðal var George Bush, verðandi Bandaríkja- forseti, en athygli vakti að Dan Quayle, verðandi varaforseta, var ekki boðið í kvöldverðinn. Thatcher ræddi í gær við George Bush og sagði, áður en viðræður þeirra hófust, að rætt yrði um sam- skipti austurs og vesturs, Miðaust- urlönd, og viðskipta- og efnahags- mál. Fundur OPEC í Vín á toiánudag: Afstaða Irans og Iraks enn óbreytt Vín. Reuter. SENDINEFNDIR OPEC-ríkjanna eru á leið til Vínar en fundur samtakanna, þar sem reynt verð- ur að komast að samkomulagi um olíuframleiðslukvóta aðildarríkj- anna, hefst næstkomandi mánu- dag. íranir og írakar hafa staðið í vegi fyrir samkomulagi en írak- ar krefjast þess að £á að fram- leiða jafii mikið magn og íranir. Það geta þeir síðarnefhdu ekki fallist á. Aður en íranski olíumálaráðherr- ann, Gholamreza Aqazadeh, hélt frá Teheran til Vínar sagði hann í við- tali við írönsku fréttastofuna IRNA að hann myndi aldrei sætta sig við að írakar fengju sama framleiðslu- kvóta og íranir. Afstaða írakska ráherrans, Abdul-Rahim al-Chalabi, virðist óbreytt. Hann krefst þess að jafnræði ríki í olíuframleiðslu ríkjanna tveggja. Talið er að lítill árangur af viðræðum ríkjanna um frið í Persaflóastríðinu, sem haldnar eru í Genf að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna, standi viðræðunum í Vín fyrir þrifum. írakar hafa hunsað samkomulag OPEC-ríkjanna um framleiðslukvóta undanfarin. tvö ár vegna afstöðu írana og það hefur leitt til þess að olíuverð í heiminum hefur farið hríðfallandi. Olíumálaráðherra Indónesíu, Gin- anjar Kartasasmita, sem fyrr í þess- ari viku fór til Baghdad og Teheran, sagði að för sín myndi ef til vill auka líkumar á samkomulagi, altént væru íranir og írakar reiðubúnir að taka þátt í fundinum. Gjaldeyrismarkaðir: Dollarinn í mikillilægð London. Reuter. SEÐLABANKAR víds vegfar um heim hófu í gær aðgerðir til hjálp- ar dollaranum en um tíma var talin hætta á mestu lækkun hans gagnvart japönsku yeni frá upp- hafi. Með sameinuðu átaki tókst seðla- bönkunum að hækka dollarann úr tæpum 122 yenum og 1,72 vestur- þýskum mörkum í 122,75 yen og 1,739 vestur-þýsk mörk. Gengi dollara gagnvart öðrum mikilvægum gjaldmiðlum hefur lækkað um 10% frá því í sumar og hefur það lækkað enn hraðar síðast- liðna viku. Lækkun dollarans endur- speglar ótta manna við mikinn við- skipta- og fjárlagahalla í Banda- ríkjunum. Karthoum. Reuter. FRIÐARSAMNINGUR, sem gerður var á miðvikudag milli eins ríkis- stjórnarflokkanna í Súdan og skæruliðahreyfingar kristinna manna í suðurhluta landsins, virðist ótraustur vegna innbyrðis deilna samnings- aðila. Þriðji stærsti flokkur samsteypustjórnarinnar segir samninginn uppgjöf fyrir skæruliðum en þar að auki munu sumir ættflokkar skæruliðahreyfingarinnar vera óánægðir með sáttargjörðina. Þjóðlega íslamsfylkingin, einn heiðri í Iandinu og hefur hótað að stjómarflokkanna, hefur barist fyrir ijúfa stjómarsamstarfíð verði kröf- því að íslömsk lög verði haldin í um þeirra ekki sinnt Sadeq al Reuter Sjálfstæðisyfirlýsingu fagnað Á myndinni sést palestinskur unglingur með kyndil þegar nokkur hundruð Palestínumanna fögnuðu sjálfstæðisyfirlýsingu Þjóðar- ráðs Palestínumanna í nágrenni Jerúsalem í gær. Israelska landa- mæralögreglan dreifði hópnum með táragasi. I Jnglingurinn heldur á fiösku af ilmvatni sem hann notaði til að verjast táragasinu. Fulltrúi Frelsissamtaka Palestínumanna í Bonn sagði í gær að sam- tökin gætu fallist á að Jerúsalemborg, sem leiðtogar samtakanna hafa valið sem höfuðborg Palestínu, yrði skipt og að Palestínu- menn vildu lifa í sátt og samlyndi í sjálfstæðu ríki Palestínu við hlið Ísraelsríkis. 27 riki hafa viðurkennt stofnun ríkis Palestínu- manna, aðallega arabalönd. Auk þess hafa nokkur lönd stutt yfir- Iýsingu Þjóðarráðsins án þess að viðurkenna rikið formlega: Sov- étríkin, Grikkland, Katar, Austur-Þýskaland, Sýrland, Pólland, Malta, Kýpur og Oman. Mahdi, forsætisráðherra og leiðtogi svonefnds Umma-flokks, styður hins vegar framtak Lýðræðislega sam- bandsflokksins, er samdi við skæru- liðana um að tafarlaust yrði komið á vopnahléi, neyðarlögum aflétt og kölluð saman ráðstefna um nýja stjómarskrá í árslok. Erlendir stjóm- arerindrekar sögðu stjómina geta fallið á hverri stundu vegna inn- byrðis deilna. John Garang, leiðtogi skæruliðahreyfingarinnar SPLA, sagði á miðvikudag að vopnahléi yrði ekki komið á strax; fyrst þyrftu ríkisstjóro og þing að samþykkja samninginn. Borgarastríð hófst í landinu 1983 og átökin, ásamt hungursneyð er fylgdi í kjölfarið, ollu því að þtjár milljónir manna flýðu heimili sín, ekki síst til höfuðborgarinnar, Karthoum. Kristnir menn kvarta undan ofríki múslima sem eru í meirihluta meðal þjóðarinnar. I lönd- um kristinna em miklar olíulindir sem ekki hefur verið hægt að nýta vegna stríðsins en auk þess hafa áveituframkvæmdir tafíst af sömu völdum. Reuter Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, við móttökuathöfii fyrir framan Hvíta húsið í Washington á miðvikudag. Til hægri er eiginmaður forsætisráð- herrans, Denis Thatcher. SotAvs Snyrtivörukynning í dag frá kl. 13-18. APÓTEKA USTURBÆJAR V________ _________J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.