Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LÁUGARDAGUR 'Ýl. JÚNÍ I989 Vilt tiu verða skiptinemi í Ástralíu eða á Nýja-Sjálandi skólaárið 1990 ASSE á íslandi hefur fengið leyfi til að senda örfáa skiptinema til viðbótar til Astralíu og Nýja- Sjálands skólaárið 1990. Farið verður út um miðjan janúar og komið heim aftur rétt fyrir jólin. Þeir, sem eru fæddir eftir 1. júní 1971, 1972 og 1973, geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 26. júní. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu ASSE frá kl. 13-17 alla virka daga. Helen Caldicott Helen Caldicott, kona með köllun Innkaupastjórar - verslunarstjorar Einar Pétursson, heildverslun, er flutt í Sundaborg 9 Nýtt símanúmer 678020 Schwarzkopf umboðið Fiskibátar 9.9-20 brúttórúmlestir ★ Afhendist á því byggingarstigi sem kaupandi óskar. ★ Frábær sjóhæfni. ★ Gott verð. ★ Ganggóðir, hefðbundnir fiskibátar. ★ Þrautreyndir við erfiðustu aðstæður. Stenersen bát a s Frekari upplysingar í síma 91-45454. eftir Guðrúnu Agnarsdóttur í næstu viku, dagana 18. til 24. juní, mun góður gestur dvelja á íslandi, Helen Caldicott, sem kemur hingað í boði allra þeirra kvenna- samtaka sem stóðu að ferð íslenskra kvenna á Nordisk Forum, norrænu kvennaráðstefnuna í Ósló, sl. sumar. Helen Caldicott er ástralskur bamalæknir og starfaði um margra ára skeið við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum við lækningar og kennslu. Hún er þriggja bama móð- ir, gift William Caldicott sem einnig er læknir. Meðan hún dvaldi í Bandaríkjun- um árið 1978 varð hún virk í bar- áttu gegn kjarnorkuvopnum, og hélt fyrirlestra víða einkum til að vekja lækna til vitundar um kjam- orkuvá. ' hoteiock GARÐÚÐARAR ÚÐUNARKÚTAR SLÖNGUSTATÍV SLÖNGUTENGI GARÐVERKFÆRAÚRVAL HEKKKLIPPUR GREINAKLIPPUR GRASKLIPPUR SLÁTTUORF SMÁVERKFÆRI # BLACK&DEGKERtm RAFMAGNSSLÁTTUVÉLAR VERÐ FRÁ KR. 7.950 ÞÖRf ÁRMÚLA11 GARÐEIGENDUR - TRJÁRÆKTARFÓLK Ný trjáplöntustöð Yfir 100 tegundir trjáa og runna, ennfremur garðskálaplöntur. Afar hagstætt verð og greiðslukjör. Ennfremur sumarblóm og garðskálaplöntur. Trjáplöntusalan Núpum Ölfusi, Opið um helgar frá kl. 10-20, við Hveragerði. virka daga frá kl. 8-19, símar: 985-20388 og 98-34388. Guðrún Agnarsdóttir „Helen Caldicott er kona sem liggur mikið á hjarta, erindi hennar er brýnt og hún flytur það af þekkingu og sannfæringu. Islending- um gefst einstakt tæki- færi til að hlusta á hana tala í Þjóðleikhúsinu 19. júní nk. kl. 20.30.“ Samtök lækna gegn kjarnorkuvá Þessi barátta leiddi til þess að gömul félagssamtök lækna: Lækn- ar sem vilja axla félagslega ábyrgð (Physicians for social responsibility) vom endurlífguð að fmmkvæði Helen Caldicott í samvinnu við aðra lækna. Þau urðu á stuttum tíma geysifjölmenn og megintilgangur þeirra og viðfangsefni var og er að fræða og vekja fólk til meðvitundar um og varnar gegn kjarnorkuvá. Alþjóðleg samtök lækna gegn kjamorkuvá vom síðan stofnuð fljótlega eða 1980 á táknrænan hátt af tveimur hjartalæknum, bandarískum og sovéskum. Sam- tökin eru mjög fjölmenn og teljast um 150 þúsund læknar frá um 50 þjóðlöndum félagar þeirra. Samtök íslenskra lækna gegn kjamorkuvá voru stofnuð í septem- ber 1983 og hafa haldið tengslum og samstarfí við alþjóðasamtökin. Tilgangur alþjóðasamtakanna og aðildarfélaga þeirra er að fræða og dreifa upplýsingum til heilbrigðis- stétta, almennings og stjórnmála- manna um áhrif kjamorkuvár á líf, heilbrigði og heilbrigðisþjónustu. Þau veita faglegar, læknisfræðileg- ar upplýsingar og eru með öllu óháð stjórnmálahreyfingum. Rödd samtakanna hefur verið þróttmikil og traustvelqandi og þau hafa leitast við að hafa áhrif á ráða- menn stórveldanna með ályktunum og áskorunum en einnig með per- sónulegum samtölum og fundum. Margir trúa því að samtök lækna gegn kjamorkuvá hafí átt sinn þátt í því að stuðla að þíðu í samskiptum stórveldanna, en árið 1985 vora samtökunum veitt friðarverðlaun Nóbels. Mælsk og hrífandi ræðukona Helen Caldicott er nú flutt frá Bandaríkjunum til Ástralíu en hefur ekki stundað lækningar síðan 1980. Hún hefur hins vegar helgað barátt- unni gegn kjarnorkuvá og hemað- arhyggju alla krafta sína og heldur fyrirlestra víða um heim. Helen átti fmmkvæði að stofnun samtakanna sem kallast „Átak kvenna til eyð- ingar kjarnorkuvopna" og hún hef- ur skrifað tvær bækur, Kjamorku- vitfírring (Nuclear Madness) og Eldflaugaöfund (Missile Envy). Kvennakvikmyndaverið Studio D sem er deild innan kanadísku kvik- myndastofnunarinnar (National Film Board of Canada) gerði heim- ildamynd með fyrirlestri Helen Caldicott „Ef þú elskar þessa jörð“ og hlaut hún Óskarsverðlaun sem besta heimildamynd ársins. Þessi mynd ertil í eigu Samtaka íslenskra lækna gegn kjarnorkuvá. Ég minnist þess haustið 1982 að ég sá myndband á Hótel Vík með erindi sem Helen Caldicott flutti við Oslóarháskóla og viðtali Berit Ás og Evu Nordal við hjónin Helen og William Caldicott. Málflutningur hennar og rök- semdir vöktu mig til sterkrar vit- undar um þá ábyrgð og þær skyld- ur sem hvíla á hverri einustu mann- eskju til að vinna gegn þeirri ógn sem kjarnorkuváin er. Sú vitundar- vakning varð síðan hvati þess að ég tók virkan þátt í starfí Kvenna- framboðs og síðar Kvennalista. Helen er mjög mælsk og hrífandi ræðukona. Hún býr yfir mikilli og traustri þekkingu og talar af sterkri sannfæringu og tilfínningahita. Hún er ögrandi og henni er lagið að blása í glæður, vekja fólk af andvaraleysi, hrista upp í samvisku þess og hvetja það til þátttöku og ábyrgðar. Það voru margar konur sem gengu frá fyrirlestri hennar á Nor- disk Forum heitar í kinnum og svall móður í bijósti. Helen Caldicott er mikill um- hverfísverndarsinni auk þess að vera friðarsinni og hún hefur orðið afdráttarlausari og umbúðarlausari í tali með ámnum. Hún óttast mjög um framtíð mannkyns og umhverf- is og telur að' við lifum á elleftu stundu í þeim efnum, að við eigum t.d. aðeins um tíu ár til stefnu þar til ekki verði aftur snúið í umhverf- ismálum. Helen Caldicott er kona sem ligg- ur mikið á hjarta, erindi hennar er brýnt og hún flytur það af þekkingu ogsannfæringu. íslendingum gefst einstakt tæki- færi til að hlusta á hana tala í Þjóð- leikhúsinu 19. júní nk. kl. 20.30. Stofnfíindur Birtingar haldinn á Hótel Borg STOFNFUNDUR Birtingar, áhugamannafélags jaftiaðar- og lýðræðissinna, verður haldinn á Hótel Borg á morgun, sunnudag- inn 18. júni. Markmið félagsins, samkvæmt drögum að lögum þess, er að efla hreyfíngu vinstri manna í íslensku samfélagi með því að stuðla að umræðu um framtíðarverkefni þeirra, auka samstarf fijálslyndra manna og taka þátt í landstjómar- og sveitarstjómarmálum. Á fundinum verða afgreidd lög Birtingar og félaginu kosin stjórn. Guðmundur Ólafsson stæðfræðing- ur og Hrafn Jökulsson blaðamaður flytja ávörp. Fundurinn hefst klukk- an 15 og er öllum opinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.