Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1989 25 Kvennaskólinn 9 stúdentar brautskráðir NÝSTÚDENTAR voru braut- skráðir frá Kvennaskólanum í Reykjavíku laugardaginn 10. júní. Meirihluti stúdentseiha úr Kvennaskólanum mun þó ekki útskrifast fyrr en í haust. Þeir 9 stúdentar sem brautskráð- ust nú, fengu árangur sinn metinn í þremur bestu greinum sínum, en tóku próf í öðrum. 15 til viðbótar munu ganga undir próf í haust og verða þá brautskráðir. Flest verð- laun fyrir ágæta frammistöði í ein- stökum greinum fékk Björk Stein- dórsdóttir. Ríflega 50 milljónum varið til sumatráðnmga námsfólks Atvinnuleysi næstum þrefalt meira en fyrir ári ATVINNULEYSI á landinu hefur nærri þrefaldast milli ára, sé miðað við fjölda atvinnulausra í maímánuði. Rúmlega 50 milljónum króna var í gær úthlutað til ríkisstofnana, fyrirtækja og félagasamtaka í sam- ræmi við þá ákvörðun rikisstjórnarinnar að verja fé til að auka atvinnu- möguleika námsfólks i sumar. Orn Friðriksson, varaforseti ASI, segir að ekki hafí verið rætt um sérstakar aðgerðir vegna atvinnuleysis meðal ungs fólks sem ekki er í skóla. Hann kveðst þó telja að þessar fjárveitingar stjórnvalda muni hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn, vegna þeirra taki skólafólk síður heils árs störfín frá hinum sem þurfa vinnu allt árið. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum i byijun mánaðarins að bregð- ast við vanda námsfólks um að afla sér sumarstarfa. Nefnd þriggja ráðu- neyta afgreiddi í gær 36 umsóknir af 54 sem bárust um fjárveitingar til verkefna fyrir námsfólk. Verkefn- in felast einkum í fegrun og um- hverfisvernd. Laun verða greidd fyr- ir 362 störf, þar af 144 í Reykjavík, með íjárveitingu á bilinu 50 til 55 milljónir króna. Skilyrði fjárveitinganna voru að námsmenn yrðu 16 ára á árinu eða eldri, í námi næsta haust og hefðu árangurslaust sótt um störf gegnum vinnumiðlun. Að sögn Skúla Þórðar- sonar, starfsmanns nefndarinnar, er ætlunin að bíða átekta í nokkra daga og athuga hvaða áhrif þessar fjár- veitingar hafa á atvinnumál ungs fólks. Þá verði tekin ákvörðun um þær 18 umsóknir sem ekki hafa hlot- ið afgreiðslu. Atvinnulausir á landinu í maímán- uði voru 1799 talsins, en meðaltalst- alan á sama tíma í fyrra var 660 manns. Þannig voru tæpar 67 millj- ónir greiddar úr atvinnuleysistrygg- ingarsjóði í síðasta mánuði, en rúmar 28 milijónir sama mánuð síðastliðið ár. Svo virðist sem atvinnuleysi auk- ist í öllum aldurshópum launþega, en hjá VR er þetta sérstaklega áber- andi meðal fóiks á fertugsaldri. 780 á skrá hjá atvinnumiðlun stúdenta Fjölgun atvinnulausra kemur fram hjá ungu fólki eins og öðrum aldurs- hópum; 780 námsmenn hafa látið skrá sig hjá atvinnumiðlun stúdenta í vor en á sama tíma í fyrra voru þeir 705 talsins. Tæpur helmingur námsmanna sem komið hafa á skrá atvinnumiðlunarinnar frá því í apríl hefur þegar fengið vinnu, þar af um 200 manns á eigin vegum. Nemend- um sem láta skrá sig hefur fjölgað ár frá ári að undanförnu. Margrét Tómasdóttir hjá Trygg- ingastofnun ríkisins segir að mikið hafi verið spurt um rétt skólafólks til atvinnuleysisbóta, en eldri nem- endur en 16 ára sem unnið hafa meira en 425 tíma á síðasta sumri hafa bótarétt. Þorgerður Sigurðardóttir hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur segir að hjá VR fólki virðist atvinnu- leysið vera mest í 30 til 40 ára aldurs- hópnum. í byijun síðasta árs hafi 12 VR-menn verið á atvinnuleysis- bótum, þeir hafi verið 79 í árslok og í janúar síðastliðnum hafi talan verið komin upp í 116 manns. Halldór Bjömsson hjá Dagsbrún kveðst hafa talið að atvinnuleysið myndi minnka mun meira í sumar en orðið hefur. Svo virðist sem at- vinnurekendur haldi að sér höndum og ráði helst ekki afleysingafólk. Atvinnulausum Dagsbrúnarmönnum hafí aðeins fækkað um 29, þeir hafi verið 136 í vetur, nú séu þeir 107 talsins. Halldór segir ljóst að vilji hið opin- bera reyna að draga úr atvinnuleysi meðal ungs fólks sem vinnur allt árið, sé aðeins eitt ráð til: Að styðja betur við fyrirtækin í landinu svo þau sjái sér fært að ráða fólk til vinnu. Heimildamynd um Gunnar Gunnarsson skáld er á dag- skrá sjónvarps í kvöld. Sjónvarp í kvöld: Ný íslensk heimildamynd ÆVI og störf Gunnars Gunn- arssonar skálds er viðfangs- efhi heimildamyndar sem ríkissjónvarpið sýnir í kvöld kl. 21:15. Þátturinn er gerður í tilefni af því að hundrað ár eru nú lið- in frá fæðingu Gunnars. Umsjón með þættinum hafði Matthías Viðar Sæmundsson, bókmennta- fræðingur. Jón Egill Bergþórsson, dag- skrárgerðarmaður, vann að þættinum með Matthíasi Viðari Sæmundssyni. Selfoss: Lítilli flugvél hlekktist á TVEGGJA sæta flugvél af teg- undinni Skipper hlekktist á í lendingu á Selfossflugvelli síðdegis á fímmtudag. í lendingunni rann flugvélin þvert út af flugbrautinni og stakkst á nefið. Nefhjól flugvélarinnar brotnaði en flugmanninn, sem var einn í vélinni, sakaði ekki. • LJÓSMYNDASAMKEPPNI KODAK EXPRESS GÆÐAFRAMKÖLLUNAR OG VIKUNNAR • r Allir geta tekið þátt í Sumarbrosinu, hinum einfalda sumarleik. Hann felst einfaldlega í því að skila inn myndum af sumarbrosi (fólki eða dýrum) eða broslegri mynd. í hverjum mánuði verða birtar fjórar athyglisverðustu myndirnar og besta mynd sumarsins verður valin í september úr öllum innsendum myndum. Vegleg verðlaun eru í boði: utanlandsferð, 17 myndavélar o.fl. Eina skilyrðið er að notuð sé Kodak filma og framkallað hjá Kodak Express Gæðaframköllun. Hún er á eftirtöldum LATTU OKKUR FRAA/IKALLA SUA/IARBROSIÐ! • Verslanir Hans Petersen, Bankastræti, Glæsibæ, Austurveri, Kringlunni og Lynghálsi • Ljósmyndaþjónustan, Laugavegi 178 • Kaupstaður, Mjódd • Veda, Hamraborg, Kópavogi • Filmur og Framköllun, Strandgötu, Hafnarfirði ’• Ljósmyndahúsið, Dalshrauni 13, Hafnarfirði • Hljómval, Keflavík • Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Akranesi • Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísafirði • Pedrómyndir, Hafnarstræti og Hofsbót, Akureyri • Nýja Filmuhúsið, Hafnarstræti, Akureyri • Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki • Vöruhús KÁ, Selfossi. Lesið nánar um Sumarbrosið í Vikunni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.