Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 23
MQRGUNBLAÐIÐ 'LAUGARDAGUR 17.. JÚNÍ 1989 23 AMMA eftir Hallfríði G. Schneider í gær var mæðradagurinn hér í Bandaríkjunum, dagurinn minn, þegar fjölskylda mín dekraði við mig með boðum og gjöfum. Ég naut þess að skoða teikningar barnabarnanna, sem kalla mig „amma“ þó að þau séu ensku- mælandi. Eitt teiknaði konu með barn og prentaði: „Kæra amma, þakka þér fyrir að eiga mömmu mína.“ Þegar ég var á íslandi heiðruðum við ekki mömmur á þennan hátt, hvað þá ömmur. Mínar bjuggu úti á landi og nú hugsa ég til móðurömmu minnar. Hún og afi höfðu búið víða í sömu sveit á Snæfellsnesi, stundum með rausn, og eignast níu börn, en aðeins fjögur náðu fullorðins- aldri. Þegar ég, 10 ára, dvaldi hjá þeim eitt sumar, bjuggu þau á Íítilli jörð við rætur bratts trjalls með dótturinni Jönu og fóstur- dótturinni Betu. Húsið var mest úr torfi. í skuggalegu eldhús- baðstofunni með kólflaga þaki sváfu amma og Jana í öðru rúm- inu, en afi og vikadrengurinn, Stjáni frá Ólafsvík, í hinu. Við Beta sváfum í fram-stofunni, þar sem stóð rúm, kommóða með myndum, skrifborð, stóll og org- el. Lítið vissi ég um þessa ömmu, en hafði heyrt að hún hefði verið há og fallega vaxin og að hún væri af góðu fólki komin. Mér brá þegar ég sá hana, hún var svo hræðilega bogin, næstum eins og bak hennar væri brotið. Dökku grásprengdu flétturnar féllu lóðrétt niður fyrir framan samanfallinn bijóstkassann. Hún hélt í hönd Jönu, sem nálgaðist fertugt, var há og ljós, en með ólundarsvip og flóttaleg augu. Mamma hafði sagt mér sögu Jönu: Sólin skein og það var ver- ið að þvo ullina niður við ós. Fullorðna fólkið hafði farið heim í hádegismat en þær systurnar dönsuðu í gleði sinni í kringum glóðarpottinn. Jana, 9 ára, hafði þykkt hár niður í mitti og skyndi- lega festi eldtunga sig í hárinu og funaði upp bak hennar; áður en varði var hún brennd inn í mænu. í upphafi sagðist amma hafa beðið heitt að Jana fengi að lifa en seinna fyrir að hún fengi að deyja, svo mikið þjáðist hún. Síðan helgaði amma Jönu líf sitt og ég held að þær hafi hvergi farið, Jana var algjörlega kjarklaus. Aidrei sá ég mynd af ömmu eða þeim mæðgum. Afi, hár, teinréttur og ljós yfir- litum gekk þarna um fikrandi fyrir sér með stafnum, eða hann spilaði á orgelið, því að hann var enn kirkjuorganisti, þó að hann væri blindur. Ég dáði hann og fléttaði mínar hugmyndir um Guð og hann saman: Beta var krafturinn og ég fylgdi henni. Hún hugsaði um skepnurnar, eina kú, nokkra hesta og fleiri kindur, sem hún kallaði með nöfnum. Við unnum öll við heyskapinn, en á sunnu- dögum riðum við Beta og Stjáni til kirkju með afa og fórum svo seinna í útreiðatúra. Amma var fámálug og ég man ekki hvort ég talaði mikið við hana, því mér var ekkert um Jönu, sem var ergileg og nöldr- andi, en þær tvær voru eining, sem amma hélt í jafnvægi með sinni ró. Eitt sinn missti Jana hring úr eldavélinni ofan í mó- glóðina. Þá vældi hún og néri höndum: „Ég drekki mér í bæjar- læknum, ég drekki mér í bæjar- læknum.“ Amma talaði um fyrir henni með hægð, en hún róaðist ekki fyrr en Beta skammaði hana með hvössum tóni. „Þetta er bara í nösunum á henni,“ sagði Beta við mig. Mér leið alltaf vel með Betu nema daginn sem hún varð æf og flengdi mig eftir að beyja mig yfir hné sér. Kamarinn hafði fok- ið, en það var ekkert við því að gera, þetta var um miðjan slátt. Stundum þegar ég fór út í móa, fannst mér slæmt að hafa ekki pappír og fór að taka blöð úr skrifborðsskúffunni. Ég hafði tekið fjárskýrslurnar hennar. Það sem eftir var dags lá ég með gráti og ekka í rúminu. Eftir nokkurn tíma var klapp- að á öxl mér. Það tók mig nokk- urn tíma að snúa mér og líta upp. Þarna stóð amma og rétti mér skábrotinn lítinn mola af suðusúkkulaði, sem ég sé enn fyrir mér, og sagði hlýlega: „Þetta mun lagast, heillin.“ Tárin hennar hrundu beint niður eins og flétturnar. Nokkru seinna giftist Beta myndarlegum bónda og öll fluttu þau á jörð með góðum húsakynn- um. Ég sá aldrei þessa ömmu meir, en nú vildi ég, að ég hefði verið góð við hana og sent henni bréf og teikningar. Höfundur er íslensk kona, búsett í Bandaríkjunum. FUJICOLOR FOJICOUOR 498.00. ^ fiowunar- V3rL*?uiW.KaS»Uan1V IS 5ín«"Sá fUJV 92«,» ■>! MYNDAVÉL mvv GISEI A ISiAND Wsmm*. m WS \ i SUMARHÚS ER EKKI BARA FJARLÆGUR DRAUMUR - ÞAÐ SANNA OKKAR VERÐ OG GREIÐSL UKJÖR Sjón er sögu ríkarit ■ u ;"vu Úr eldhúsi 4 2-4 manna herbergi Hjónaherbergi M M Uílll SÝNING SYNING í dag og næstu daga í Trönuhrauni 8 Hafnarfiröi Okkur hjá TRANSIT hf. er sönn ánægja að tilkynna yóur að á 30 ára afmæli fyrirtækis okkar bjóóum við til sölu mjög traust, hlý og vönduð (heilsárs) sumarhús, sem við / erum afskaplega Stoltir af- TRÖNUHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI, SÍMI 652501 IRANSIT Frábært hugvit svo og alúð hefur einkennt alla hönnun og smíði á þessum húsum. Húsin eru mjög hlý vegna góðrar einangr- unar m.a. er 6 tommu einangrun í gólfi og lofti. Tvöfalt verksmiðjugler er í gluggun- um. Allir viðir húsanna eru sérstaklega traustir, svo sem gólfbitar (7,5 cm x 20 cm), þaksperrur og aðrir burðarbitar. TRANSIT hf. býður nú glæsilegt sumarhús af GISELLA ISLAND gerð, sem er 48 fm að flatarmáli auk 22 fm svefnlofts eða alls 70 fm innanhúss. Auk þess er yfirbyggð verönd 35 fm. Sam- tals eru því 105 fm undir þaki. Við hönnun húsanna hefur hver þumlungur verið skoðaður gaumgæfilega af fagmönn- um og vegna hagstæðra viðskiptasamninga okkar getum við haldið öllum kostnaði í algjöru lágmarki. Verð á GISELLA ISLAND sumarhúsi óupp- settu er frá kr. 1.250.000,- Við munum á næstu dögum bjóða nokkur hús af GISELLA ÍSLAND gerð á einstöku kynningarverði, sem er aðeins frá kr. 1.110.000,-. Greiðslukjör eru frábær og við erum mjög sveigjanlegir í samningum. DÆMl: 1) Við samning greiðist 15% af verði. 2) Við afhendingu greiðist 40% af verði. 3) Eftirstöðvar greiðast síðan á t.d. 2 árum. Ef þér viljið kynnast GISELLA ÍSLAND sum- arhúsinu nánar, þá verið velkomin íTRÖNU- HRAUN 8, HAFNARFIRÐI, skoðið sýninga- húsið og fáið nánari upplýsingar. ATH. Þeir sem þegar hafa látið skrá sig í sumar, staðfesti pöntun sem fyrst vegna mikillar eftirspurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.