Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1990 Erfiðleikarnir munu bjarga okkur eftir Gísla Sigurbjörnsson Strætisvagninn var að fara af stað og um leið og ég kvaddi, sagði hann: „Erfiðleikarnir munu bjarga okkur.“ Þessi orð vinar míns, gagn- merks bónda austan fjalls, verða mér minnisstæð og hafa orðið um- hugsunarefni. Lífsreyndur dugnaðarmaður seg- ir í einni setningu mikilsverðan sannleika, sem vert er að gefa gaum. Erfiðleikar hafa alltaf verið á ýmsum sviðum hjá okkur. Að vísu hafa síðustu áratugir verið með afbrigðum hagstæðir á ýmsan veg fyrir þjóðina, og er þar eflaust að finna skýringu á því, sem gerst hefur. Framtak og dugnaður hafa gert mikið, en ef erfiðleikarnir hefðu verið jneiri, héld ég, að betur hefði farið. Ýmislegt hefur verið svo einfalt, hefur gengið eins og í sögu, og við höfum svo mörg gleymt erfið- leikum og baráttu fyrri ára. Eldra fólkið, sem sumir nefna gamalmenni, leiðinlegt orð, sem ég hélt að hætt væri að nota, man vel tíma baráttu og erfiðleika, sigra og ósigra, það lítur yfir farinn veg. Og það var hann, sem sagði mér, hvemig þetta fer — erfiðleikarnir munu bjarga okkur. Ekki er svo að skilja, að ég haldi, að einhveijir voða tímar fari í hönd, enda þótt ég taki undirprð forsætis- ráðherra, þegar hann sagði, að við stæðum á vegamótum eða voru það tímamót, velgengni og vandræða. Ég held að bóndinn að austan hafi rétt fýrir sér með kveðju sinni. Erfiðleikar stæla viljann, auka þrótt og áræði. Nýjar leiðir, nýtt átak til framkvæmda, allt er þetta árangur, þegar snúist er gegn aðsteðjandi erfiðleikum með karlmennsku, Gísli Sigurbjörnsson bjartsýni og dugnaði. Ef til vill verð- um við um sinn að fara okkur hæg- ar, verðum að læra að sníða okkur „Við, sem horfum á þennan hrunadans og erum dæmd úr leik vegna aldurs, getum aðeins beðið góðan Guð, að sfjórnendur þjóðarinnar beri gæfii til að sameinast um núll-lausnina, þar er eina bjargarvonin.“ stakk eftir vexti. Sparnaður og hagsýni komast aftur til vegs og virðingar meðaj þjóðarinnar, og þá fer að rofa til. í stað bölsýni kemur bjartsýni — í stað úrræðaleysis kemur kjarkur og nýjar leiðir. Það er erfitt að þola góða daga, það höfum við reynt, en erfiðleikarnir munu bjarga okkur. Fyrir tuttugu og þremur árum birtist þessi grein. Síðan hafa orðið miklra breytingar á högum okkar, kynslóðabilið er alfarið að gera vart við sig. Nú er sagt: „Allt er fertug- um fært.“ Eldra fólkið er ekki talið með, þótt það hafi enn kosninga- rétt, og nú eru kosningar í nánd. íslendingar fengu þá einkunn í einni af mörgum könnunum að vera gæfusamasta og ríkasta þjóð heims. Því miður töldu of margir þetta sannleika, og þá fór margt úr bönd- um. Hvernig málum okkar er háttað og hvers vegna, verðum við aldrei sammála um, hér fer allt eftir pólitík. Og hver ber ábyrgð á, hvernig komið er, það er hinum að kenna, ekki mér. Hér eru það olnbogarnir, sem öllu skipta, en olnbogabörnin, hvað með þau? Þeirri spurningu get ég ekki svarað — og þó. Til þess þarf sameinaða þjóð, en hvenær verður það? En þess vegna verður bent á leið, sem nú er í athugun, lækka verðlag og margt fleira. Þeir nefna þetta núll-lausn. Auðvitað eru, að vanda, ekki allir á einu máli — en er nokkur önnur leið fær? Það held ég ekki, og þess vegna er vonandi, að forráðamenn þjóðar vorrar beri gæfu til að fara þessa leið. Annars er mikil hætta á, að allt fari úr böndum — verkföll go upplausn, atvinnuleysi og fátækt. Fyrir nær sextíu árum, 1931-’32, skall þessi ógæfa yfir þjóðina. Við erum líka ekki nema nokkur þúsund talsins, sem muna þá tíma. Matar- gjafir, mjólk, kol, gömul föt, notaða skó — reynt var með öllum ráðum að hjálpa. Nú eru aðrir tímar, fertugum er allt fært, er sagt. Fortíðin er gleymd, hún er afskrifuð. Nú eru það þeir, tölvur og menntun og skólar, sem öllu ráða og allt ætla að gera. Helst skulu allir í háskól- ann og stúdentsprófið er lykill að framtíðarstarfinu, núna síðast einn- ig að hjónabandinu. Þetta er allt gott og biessað, en einu má ekki gteyma, 250.000 manna þjóð getur ekki hagað sér eins og þjóðir, sem telja milljónir. „Það verður hún fröken Neyð, sem bjargar ykkur,“ sagði hann við mig, maður, sem í áratugi hafði staðið í fremstu röð í þjóðmálum Islendinga, en var nú orðinn aldrað- ur og lúinn, og fyrir nokkrum árum afskrifaður af þeim flestum. Og hann hélt áfram: „Þið verðið að lenda í alvarlegum vandræðum með atvinnu- og fjármálin. Þessar spila- borgir, sem þið hafið reist undan- farna áratugi, en höfðuð ekki ráð á, þið höfðuð ekki peninga til að framkvæma nema hluta af þessu öllu. Þið vilduð fá allt fyrir alla, helst áttu allir' að fá allt ókeypis. Ríkið átti að borga með lánum, sem þarf að endurgreiða, líka vexti, og nú súpið þið seyðið af óstjórn, van- stjóm og ofstjórn." Um þetta allt má endalaust tala og skrifa, en verður árangurslaust, að vanda. Við, sem borfum á þenn- an hrunadans og erum dæmd úr leik vegna aldurs, getum aðeins beðið góðan Guð, að stjórnendur þjóðarinnar beri gæfu til að samein- ast um núll-lausnina, þar er eina bjargarvonin. Höfundur erforstjóri Elli- og hjúkruniirheimilisins Grundnr. TOSHIBA VAl ÞHRRA VANDUmi! Gerð V39 CD: • Magnari 140 DIN wött • FM/LW/MW útvarp meö 29 stöðva minni og sjálfleitara • Tvöfalt kassettutæki með „Dolby" • Sjálfvirkur reimdrifinn plötuspil- ari • 5 banda tónjafnari • 3 geisla spilari með 32 laga minni • „surround sound system" • 2 þrefaldir hátalarar • 42 liða fjarstýring og margt fleira. Verö kr. 93.900 eða kr. 87.300 stgr. Gerð V29 CD: • Magnari 90 din wött • FM/LW/MW útvarp meö 29 stöðva minni og sjálfleitara • Tvöfalt kassettutæki með „Dolby" • Sjálfvirkur reimdrifinn plötuspil- ari • 5 banda tónjafnari • 3ja geisla spilari meö 32 laga minni • „Surround sound system" • 2 þrefaldir hátalarar • 25 liða fjarstýring og margt fleira. Fullt verð kr. ^900 Tilboðsverð kr. 69.200 eða kr. 65.700 stgr. í tilefni ferminga á næstunni bjóö- um viö nú 2 nýjustu gerðirnar af TOSHIBA hljómtækjasamstæöum á sérstöku tilboösveröi. Ýmsar aörar gerðir eru að auki fáanlegar með eða án geislaspilara. Nýju TOSHIBA hljómtækin hafa hlotið frábærar viðtökur og einróma lof fagmanna í erlendum fagtímarit- um. Betri hljómgæði en nokkur sinni fyrr, nýtt glæsilegt „professional“ útlit, og hagstætt verð gera þvf TOSHIBA að vali þeirra vandlátu í dag! Gerð SL 3149: • Magnari 40 múslkwött • FM/LW/MW útvarp með 18 stöðva minni • Tvöfalt kassettutæki • Hálfsjálfvirkur reimdrifinn plötuspilari • 3 banda tónjafnari • 3 geisla spilari meö 32 laga minni • „surround sound system" • 2 tvöfaldir há- talarar og margt fleira. Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 — “2 16995 og 622900 Fullt verö kr. 55.900 Tilboðsverð kr. 49.900 eða kr. 47.400 stgr. Án geislaspilara kr. 24.600 stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.