Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 46 Valdimar Guðmunds- son skipstjórí - Minning Fæddur 18. nóvember 1913 Dáinn 20. maí 1990 Valdimar Guðmundsson hefur lokið sinni tilveru á þessari jörð. Mér er það ljúft að minnast frænda míns sem nú er farinn yfir móðuna miklu. Valdimar frændi minn var mjög sterkur persónuleiki. Þarna fór maður sem hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum og vildi að aðrir hefðu það líka. Vildi ekki að fólk væri matað á einhvern hátt. Það áttu allir rétt á að láta sitt álit í ljós. Þegar Valdimars er minnst verður ekki hjá því komist að minn- ast á konu hans, Jóhönnu Eyjólfs- dóttur. Svo náin voru þau að þegar talað var um hann þá nefndi maður hana í sömu andrá. Hún var líka sú peróna sem lét að sér kveða. Alltaf var gott að koma á Bárugöt- una. Jóhanna er látin fyrir nokkrum árum. Þá missti Valdimar mikið. Valdimar var fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð 18. nóvember 1913. Hann var 6. af 10 systkinum sem ung fóru að heiman til að sjá sér farborða, því á þessum árum voru ekki efni til að koma öllum til mennta. En hann hugðist koma sér til mennta og búa sig undir lífið. Sjómennskan byijaði strax um fermingu. Á Þingeyri var haldið námskeið í minna-fískimannaprófí 1928. Valdimar sótti þetta nám- skeið. Var hann svo skipstjóri og stýrimaður á ýmsum bátum sunn- anlands þar til hann fór í Stýri- mannaskólann. Hann tók meira- fískimannapróf frá Stýrimanna- skólanum 1940 og byijaði þá tog- arasjómennskan sem hefur staðið æ síðan. Sjómaður og sjómannskona var uppistaðan í okkar þjóðfélagi á fýrri tímum. Menn fóru á sjó, konur hugsuðu um börn og bú og þá var ekki búið að sjómönnum eins og er í dag. Faðir minn, Jón Guðmundsson, og Valdimar voru bræður og fylgd- ust þeir að í sjómennskunni. Arið 1980 héldu þeir upp á 50 ára starfs- afmæli sitt og átti Valdimar eftir þó nokkur ár á sjó eftir það. Hann fór ekki á land fyiT en heilsan gaf sig en það er um ár síðan hann kenndi sér þess meins sem nú hefur lagt hann að velli. 18. maí 1985 var haldið ættar: mót á Hvanneyri í Borgarfirði. í framhaldi af því fór 20 manna hóp- ur 15.-17. júní sama ár á æskuslóð- ir þeirra við Dýrafjörð. Einnig var farið í Lokinhamra, en þar voru þeir bræður ungir að árum við ýmisleg störf. Þeir sem fóru í þessa ferð minnast hennar lengi því hún er ógleymanleg. Það var svo gaman að fylgjast með þeim, þarna þekktu þeir hverja þúfu og höfðu frá mörgu að segja. Nú er komið að því að kveðja og þakka fyrir allt. Ég vil senda bömum hans og tengdabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning frænda míns. Elísabet G. Jónsdóttir Tengdafaðir minn, Valdimar Guðmundsson, Bárugötu 16, Reykjavík, andaðist í Landspítalan- um sunnudaginn 20. maí sl., eftir eins og hálfs árs erfíð veikindi. Útför hans verður gerð í dag frá Dómkirkjunni. Valdimar fæddist 18. nóvember 1913 að Þingeyri við Dýrafjörð. Foreldrar hans voru Guðmundur Bjarni Jónsson frá Aðalbóli í Lokin- hamradal, Arnarfírði, og Helga Jóna Jónsdóttir frá Hrauni á In- gjaldssandi, Önundarfírði. Valdi- mar var sjötti í röðinni af tíu systk- inum og eru fimm þeirra nú á lífí. Honum var tíðrætt um æsku sína og uppvöxt. Það skiptust á skin og skúrir. Átta ára gamall fór hann í fóstur til frænku sinnar að Lokin- hömrum í Lokinhamradal. Þar var hann til tólf ára aldurs en þá fór hann aftur til foreldra sinna á Þing- eyri. í Lokinhömrum var Valdimar smali en gekk í önnur verk eftir því sem til féll. Frá árunum í þess- um dal hafði Valdimar margt að segja. Frásagnargáfa hans og minni kom þá einkar vel í ljós. Hann lýsti aldarhætti, verklagi og því mannlífí sem hann kynntist á sérstaklega lifandi hátt. Fáum hef ég kynnst sem höfðu slíka frásagnarhæfíleika sem Valdimar. Hann gat hrifíð mann með sér inn í atburðarás löngu liðins tíma og oft kom inn í frásögnina spaugilegir atburðir og þá hló Valdimar svo hátt og inni- lega. Valdimar ólst upp á þeim tíma þegar lífsbarátta fólks var oft á tíðum mikil og hörð. Hann var mjög merkur og verðugur fulltrúi sinnar kynslóðar. Valdimar var með af- brigðum ósérhlífinn og duglegur til allra starfa og gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs síns enda hafði hann vanist því frá barnæsku að leggja sig allan fram í hveiju því sem hann tók sér fyrir hendur. Valdimar átti að baki langa sjó- mannsævi. Hann starfaði á sjónum í 60 ár. Einn þeirra íslendinga sem eiga flest sjómannsár að baki. Á aðfangadag jóla 1988 var hans sér- staklega getið í fréttum Ríkisút- varpsins, en þá var hann elsti starf- andi sjómaðurinn í íslenska togara- flotanum, 75 ára gamall. Valdimar var heiðraður á Sjómannadaginn í Reykjavík árið 1981 af Sjómanna- dagsráði. Hann mat þennan heiður mikils. Valdimar fór fyrst á sjó árið 1928 á 4 lesta vélbát frá Þingeyri. Hann var á trillu frá Arnarfirði 1929. Á árunum 1930-1940 var hann ýmist á vélbátum eða línuveið- urum, fyrst frá Flateyri en síðar frá Akranesi en þar bjó hann í nokkur ár. Árið 1940 lauk Valdimar námi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík, tók Hið meira fiski- mannapróf. Það ár hóf Valdimar togaraferil sinn, fyrst á togaranum Surprise frá Hafnarfírði. Hjá útgerð Surprise starfaði hann til ársins 1953, síðustu árin sem skipstjóri. Eftir það var Valdimar lengst af hjá Júpíter og Mars hf., bæði sem skipstjóri en þó lengst af sem stýri- maður. Síðustu starfsár sín, eða frá árinu 1977, var hann netamaður á skuttogaranum Hjörleifí hjá Bæjar- útgerð Reykjavíkur, nú Granda hf., og þar starfaði hann þar til skipinu var lagt í janúar 1989. Mánuðina á undan hafði heilsu hans farið hrakandi, en Valdimar gerði lítið úr veikindum sínum. Elja og vinnu- semin var öllu yfírsterkari. Fljótlega kom þó í ljós að hann þjáðist af mjög alvarlegum sjúkdómi og eftir mikla aðgerð var einsýnt að hveiju stefndi. Ástci Jenný Sigurð- ardóttír - Minning Fædd 14. október 1914 Dáin 22. maí 1990 Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú í þína hönd siðast þegar ég sofna fer sitji Guðs engiar yfir mér. (Sálmur.) Það fer vel á að kveðja elsku ömmu, Ástu Jenný Sigurðardóttur, með einni af mörgum bænum sem hún kenndi okkur í æsku. Hún hélt áfram að kenna bamabamabörnum sínum bænir og fyrir nokkmm ámm skrifaði hún bænimar niður í litla bók sem hún gaf þeim og er þessi litla bænabók þeim mikill dýrgripur. Hún amma var alla tíð boðberi hins góða og mikla umhyggju bar hún fyrir mönnum og dýmm. Hún átti alltaf stund til að hugga og hughreysta og leiðbeint gat hún af mikilli visku og lífsreynslu. Það var sannarlega ástæða til að taka þessa góðu konu sér til fyrirmyndar, bæði hvað varðar handbragð og lífsvið- horf. Það fetar enginn í hennar fótspor, en margt lærðum við af henni og lífsskoðanir hennar fylgja okkur. Líf okkar er uppfullt af minning- um af Bústaðaveginum hjá ömmu og afa. Þar vomm við fiestum stundum, enda alltaf svo innilega velkomin. Aldrei var amma ánægð- ari en þegar hún hafði allan hópinn sinn hjá sér. Úr því var alltaf veisla og glatt á hjalla. Ekki varð upp- þvotturinn vandamál. Við ijöi- menntum gjaman í eldhúsið því þar var oft mesta ijörið. Þá gat hún amma, þessi prúða, kvenlega kona, komið okkur á óvart með sprelli sínu og kímni. Amma var alltaf svo ung í anda. Fyrir nokkmm ámm komum við systurnar við hjá ömmu og afa og vomm á leið á dansleik. Þá sagðist hún svo vel geta hugsað sér að bregða sér í sparikjólinn, háhæluðu skóna og komið með okkur. í hug- anum gæti hún dansað alla nóttina, en hins vegar ætti hún í vandræðum með líkamann, hann væri orðinn svo gamall og þreyttur. En hana munaði ekki um að gefa einni kyn- slóðinni enn af elsku sinni og um- hyggju og því fengu synir okkar að kynnast eins og við systurnar. Við erum sannariega betri mann- eskjur að hafa kynnst elsku ömmu og vitum við að hún heldur áfram að sinna sínu hlutverki í öðrum heimkynnum. Guð geymi ömmu okkar alltaf. Hafí elsku amma þökk fyrir allt. Elsku afí, Guð gefí þér styrk við þinn mikla missi. Ásta Hulda, Áslaug Adda, Helga Hanna. í dag kveðjum við frændurnir elsku langömmu okkar, Ástu Jenný Sigurðardóttur. Langamma bar hag okkar alltaf fyrir bijósti, eins og reyndar allrar fjölskyldunnar. Þó hún hafi átt við vanheilsu að stríða í langan tíma, en þó mest síðasta árið, fengum við alitaf að borða hjá henni og langafa að loknum skóladegi í há- deginu, meðan foreldrar okkar voru að vinna. Þegar langamma iagðist síðustu leguna tók langafi við að sjá um okkur. Á því heimiii var ekki nóg að gefa okkur að borða, heldur var líka séð um að við lærðum fyrir næsta skóladag, og fengum góða tilsögn við það, langamma hafði fallega rithönd og lagði mikla áherslu á að við skiluðum verkefn- um okkar með snyrtimennsku. Hún og langafí pössuðu okkur oft í gegn um árin, og hjá þeim fengum við að sofa um helgar, og stundum af því að okkur langaði að vera hjá þeim, þá var ýmislegt gert til þess að gleðja okkur. Mæður okkar hafa sagt okkur frá mörgum skemmtilegum ferða- lögum sem þær fengu að fara í með langömmu og langafa, þegar þær voru litlar, þau kölluðu það litla ferðafélagið, þá leið langömmu vel, hún vildi hafa sem flesta í kring um sig, og oft var farið vestur í Dali, en hún unni sveitinni sinni. Á jólunum var langamma alltaf glöð, þó oft væri heilsan hennar slæm, en þá hafði hún alla fjölskyld- una í kring um sig, og hélt fast í gamla, góða siði. Hún hafði undanfarin ár, áður en sjónin fór að bila, skrifað í bæk- ur handa okkur fallegar bænir og vers sem hún kunni, en langamma var trúuð kona, og setti allt sitt traust á guð, við vitum líka að hún trúði á annað líf eftir þessa jarð- vist, sem létti henni margar erfiðar stundir í gegn um lífið. Það verður tómlegt að koma á Bústaðaveginn þegar hún er farin, en við vitum að hún mun vaka yfir langafa og okkur öilum. Við biðjum algóðan guð að blessa langafa við þennan missi, en við vitum núna að henni líður, og eins að það hefur verið vel tekið á móti henni af fólkinu hennar sem farið var á undan, og eins af guði. Við þökkum góðum guði fyrir að hafa fengið að kynnast henni svona vel, og hafa haft hana hjá okkur, og geymum minninguna um allt það góða sem hún gaf okkur í veganesti fyrir framtíðina. Hvíl þú í friði elsku langamma, við bjóðum þér góða nótt með einni bæninni sem að þú kenndir okkur. Kristur minn ég'kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakk þú inn og geymdu mig, guð í skauti þínu. Svenni og Gaui 22. maí síðastliðinn lést í Borg- arspítalanum Ásta Jenný Sigurðar- dóttir, hárgreiðslumeistari, eftir erfið veikindi sem hafa staðið með stuttum hléum nú síðustu árin. Ásta Jenný var fædd á Fellsenda í Miðdölum 14. október 1914 en ólst upp á bænum Melum í sömu sveit. Átta ára gömul fluttist hún til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum, Sigurði Guðmundssyni, söðlasmiði, og konu hans, Jóhönnu Amgrímsdóttur og bjó hún í Reykjavík allar götur síðan. Hún lærði hárgreiðslu á hárgreiðslustof- unni Carmen sem var til húsa á Laugavegi 64 hér í borg og starf- aði að iðn sinni um tuttugu ára skeið. Ásta Jenný giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Sveini H.M. Ólafs- syni, þáverandi útvarpsvirkja hjá Ríkisútvarpinu og síðar aðalvarð- stjóra hjá Slökkviliði Reykjavíkur, þann 2. nóvember 1935 og hefðu þau því verið gift í 55 ár á hausti komanda. Ásta og Sveinn eignuðust eina dóttur, Theódóm, sem gift er Sig- urði Sveinssyni, brunaverði, og eiga þaó tvær dætur saman. Ásta Jenný átti eina systur, Margréti, sem gift var Karli Ó. Runólfssyni, tónskáldi, og áttu þau eina dóttur, Lilý. Margrét lést ung Sjómannsferill Valdimars er einkar farsæll,- Sjómennskan var honum annað og meira en venjulegt lífsstarf. Fyrir utan fjölskyldu og heimili var hún honum allt enda stundaði hann sjómennskuna með- an kraftar leyfðu. Valdimar kvæntist Jóhönnu Eyj- ólfsdóttur frá Laugardal í Vest- mannaeyjum 8. ágúst 1946. For- eldrar hennar voru Eyjólfur Sig- urðsson frá Syðstu-Grund, V-Eyja- fjöllum og Nikólína Eyjólfsdóttir frá Mið-Grund, V-Eyjafjöllum. Jóhanna lést eftir stutt en erfíð veikindi 9. desember 1984. Valdimar og Jóhanna keyptu af stórhug húsið við Bárugötu 16, strax við upphaf hjúskapar en það varð heimili þeirra æ síðan. Þau voru ákaflega samhent um að hlúa að öllu á heimilinu á sem myndar- legastan hátt. Heimili þeirra var annálað fyrir snyrtimennsku og gestrisni og var þeim til mikils sóma. Valdimar var virðulegur hús- bóndi og þau hjón veittu gestum sínum af rausn og kvöddu þá með hlýhug og elskusemi. Börn þeirra hjóna urðu þijú. Elst- ur er Valdimar, kvæntur Þorgerði Einarsdóttur, þau eiga þrjú böm. Næstelstur er Eyjólfur, kvæntur undirritaðri, þau eiga tvö börn. Yngst er Helga, gift Oskari Alfreðs- syni, þau eiga þijú börn. Eftir að Valdimar var orðinn einn naut hann þess að hafa samband við börn sín og fjölskyldur þeirra og kom oft í heimsókn. Bamaböm- um sínum var hann jafnan aufúsu- gestur. Hann kom jafnan færandi hendi, oft var það harðfískur eða sælgæti í poka að ógleymdu „kaup- inu“ sem öll barnabörnin fengu frá afa eftir hveija sjóferð. Alltaf var hátíðlegt og ánægjulegt að fá Valdi- mar í heimsókn, ætíð mikil reisn yfír honum. Síðasta árið dvaldi Valdimar á Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra sjómanna, fyrst á hjúkrunardeild og síðar á vistdeild. Áthvarf hafði hann þó ætíð hjá Valdimar, eldri og kom það í hlut Ástu og Sveins að ala Lilý upp. Eiginmaður Lilýjar var Geir Halldórsson, flugumferðar- stjóri, en hann lést árið 1972. Nú- verandi sambýlismaður hennar er Garðar Þorfínnsson. Einnig ólu þau upp dótturdóttur sína, Ástu Huldu, frá sjö ára aldri en hún er gift undirrituðum. Ásta Jenný var ekki heilsuhraust kona síðustu árin og dvaldist marg- sinnis á sjúkrahúsum. En dugnaður og fádæma kjarkur kom henni ávallt heim á Bústaðaveginn á ný. Ofan á þessi veikindi versnaði sjón- in mikið og átti hún í erfiðleikum með að lesa og ég veit að það átti hún erfitt með að sætta sig við. Ég kynntist Ástu Jenný fyrst þegar ég ungur kom á heimili þeirra, feiminn og óframfærinn með Ástujluldu. Mér var tekið ákaflega vel og minnist þess ætíð með þakk- læti. Á Bústaðaveginum var gaman að vera og minnist ég margra góðra stunda við eldhúsborðið, þar sem rætt var um allt milli himins og jarðar. Við Ásta Hulda bjuggum fyrstu árin okkar ásamt syni okkar Sveini Kristni á Bústaðaveginum og hlýjan og vinsemdin sem okkur var sýnd þar var einstök. Ásta Jenný var mikil félagsvera og ef hún hefði fengið að ráða þá hefði hún sjálfsagt kosið að hafa sem flesta í kringum sig öllum stundum, enda undi hún sér best með „hópnum" sínum en þannig nefndi hún yfirleitt nánustu fjöl- skyldu sína. Það var ýmislegt sem við áttum eftir að gera saman, en það býður ef til vill betri tíma. Ég mun geyma minninguna um þessa góðu konu í huga mér alla tíð og vona að hún sé búin að fá hvíldina sína í faðmi guðs almáttugs. Elsku Svenni minn, ég vona að góður guð styrki þig á þessum erf- iðu tímum. Sérstakar þakkir færi ég öllu starfsfólki á deild A-7 Borgarspítal- ans fyrir sérstaklega góða umönnun og gott vjðmót. Það var ómetanlegt. Ögmundur Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.