Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 Bretland: EB lögsækir brezk sljórn- völd vegna strandmengunar St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins hefur ákveðið að lög- sækja brezk stjórnvöld vegna meng-unar á þremur brezkum bað- rtröndum. Árið 1975 setti EB reglugerð um 'ágmarksmengun í sjó við bað- itrendur. Aðildarríkjum voru gefin 10 ár til að lagfæra og bæta með- cerð skolps til að mæta þessum kröf- um. Sjórinn við Blackpool og í tveimur nærliggjandi bæjum á norðvestur- strönd Englands er mjög mengaður. Þetta eru einhveijir vinsælustu strandbaðstaðir í Bretlandi. 22 af 33 baðströndum í Norðvestur-Eng- landi, sem voru prófaðar, stóðust ekki lágmarkskröfur EB. Kosningabaráttan í Perú: Forsetaframbj óðandi sakaður um skattsvik Lima. Reuter. AUKIN harka hefur færst í bar- inga en Vargas Llosa. Kosið verður íttuna fyrir seinni umferð for- 10- júní nk. jetakosninganna í Perú. Alberto Fiyimori, sem óvænt fékk nær jafh mikið fylgi og rithöfundur- inn Mario Vargas Llosa í fyrri umferðinni, hefur verið sakaður um að draga hagnað af fast- aignasölu undan skatti. Einnig hefur kaþólska kirkjan gagn- rýnt stuðning ýmissa mótmæ- lendasaftiaða við frambjóðand- m Þolinmæði framkvæmdastjórnar- innar er nú á þrotum og hún hefur ákveðið að draga brezk stjórnvöld fyrir dómstól EB. Á síðasta ári hóf hún mál gegn brezkum stjórnvöld- um vegna mengunar í drykkjar- vatni. Á hveijum degi fara yfir 1.300 milljónir lítra af skólpi í sjóinn frá Bretlandi. Dijúgur hluti þessa skólps fær enga meðferð, áður en það fer í sjóinn. í mars sl. lýstu brezk stjórnvöld því yfir að skólp frá bæjum með yfir 10 þúsund íbúa fengi lágmarksmeðferð, áður en því yrði hleypt í sjóinn. EB hefur nú til athugunar að allt slíkt skolp fái efnameðferð, áður en það fer í sjó- Þaðeru ekki aðeins óþrif af þessu skólpi, heldur stafar heiisu manna hætta af að baða sig í mjög meng- uðum sjó. Reuter Nicu fyrir rétti 'Nicu Ceausescu, sonur einræðisherrans sem tekinn var af lífi í Rúm- eníu, kom fyrir rétt í borginni Sibiu á laugardag, sakaður um þjóðar- morð. Nicu var nánast einráður í Sibiu á valdatíma föðurins og alræmd- ur fyrir ýmiss konar fantaskap. Eitt af vitnum málsins, Aurel Dragom- ir hershöfðingi, segir Nicu bera ábyrgð á drápi 89 manna í desember- byltingunni sem batt enda á alræði Ceausescu-fjölskyldunnar. Franska leyniþj ónustan njósnaði hjá bandarískum tölvufyrirtækjum Talið hafa verið gert að skipun ráðherra til að styrkja franskan tölvuiðnað Um hríð var Fujimori með mun meira fylgi en Vargas Llosa í skoð- anakönnunum en dregið hefur saman með þeim á ný. Yfírmenn kaþólsku kirkjunnar hafa varað fólk við „andstyggilegri herferð sem hrundið hefur verið af stokk- unum gegn trú okkar af svonefnd- um mótmælendasöfnuðum." Meðal þessar hópa eru Vottar Jehóva og aðventistar. Um 90%o Perúmanna eru ka- þólskir en Vargas Llosa er á hinn bóginn yfirlýstur efasemdamaður í trúmálum. Sumir stuðningsmenn hins síðarnefnda hafa reynt að gera Fujimori tortryggilegan með því að benda á japanskan uppruna hans. Foreldrar hans eru japanskir innflytjendur en sjálfur er hann háskólarektor. Stefnuskrá hans fyrir kosningarnar þótti óljós en hann þykir höfða meira til fátækl- Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni fréttaritara Morgunblaðsins. SAMSKIPTI öll eru nú með minnsta móti og andrúmsloftið mjög stirt milli fi-önsku leyniþjónustunnar (DGSE) og þeirrar bandarísku (CIA) efltir að upp komst að Frakkar hafa stundað víðtækar iðnaðarn- jósnir á hendur Bandarikjamönnum. Samkvæmt frétt í franska tíma- ritinu l’Express beindust pjósnir þessar fyrst og fremst gegn banda- rískum tölvufyrirtækjum og þá aðallega IBM og Texas Instruments. Mál þetta er talið þeim mun alvarlegra þar sem ekki er um að ræða njósnir eins einkafyrirtækis á hendur öðru heldur pólitíska ákvörðun um ryósnir gagnvart vinveittu ríki og þar að auki bandamanni. Skipt- ast leyniþjónusturnar eins og sakir standa ekki lengur á viðkvæmum upplýsingum. í frétt l’Express kemur fram að njósnir þessar hafí farið fram um að /ninnsta kosti tveggja ára skeið. Ákvörðun um þær hafi ver- ið tekin á æðstu stöðum (af ráð- herra) og var markmiðið að styrkja stöðu fransks tölvuiðnaðar á heimsmarkaðinum. Samkeppnin í tölvuiðnaðinum er gifurlega hörð og við það bæt- ist að samdráttur hefur orðið á heimsmarkaðinum að undanfömu. Franska ríkið á og rekur tölvufyr- irtækið Bull en hallinn á rekstri þess var 267 milljónir franka á síðasta ári eða sem nemur tæplega þremur milljörðum íslenskra króna, þrátt fyrir ríkisstyrk upp á um 60 milljarða króna á síðustu fimm árum. Franska ríkinu var mikið í mun að bæta stöðu Bull og ákvað því að Ieika sama leik og Sovétríkin og ríki Austur-Evr- ópu hafa leikið til þessa, þ.e.a.s. að krækja í hátæknileyndarmálin þar sem þau er að finna, nefnilega í Bandaríkjunum. Aðferðin sem DGSE notaði var að fá til liðs við sig starfsmenn í útibúum bandarísku fyrirtækjanna í Frakklandi. Voru liðsmenn leyni- þjónustunnar valdir úr æðstu röð- um starfsmanna og er jafnvel tal- að um að næstæðsti maður eins fyrirtækisins hafí verið á mála hjá frönsku leyniþjónustunni. Fram til loka síðasta árs voru því Frakkar vel upplýstir um helstu vandamál bandarísku fyrirtækjanna, til dæmis hvaða rannsóknir væru í gangi. Óljóst virðist vera hvemig Bandaríkjamenn komust á snoðir um þessa svikamyllu en það mun hafa verið einhvern tíma á síðasta ári. Liðsmenn DGSE þurftu allir að fara reglulega í viðskiptaferðir til Bandaríkjanna og voru þeir einn á fætur öðrum teknir til yfir- heyrslu hjá bandarísku alríkislög- reglunni, FBI, í fyrra. Þótt þeir neituðu öllum sakargiftum hafði það lítil áhrif. FBI var kunnugt um allt, hver væri tengiliður þeirra hjá DGSE, hvaða leyndarmál þeir hefðu látið af hendi og jafnvel hvar og hvenær. Mál þetta þykir hið neyðarleg- asta fyrir frönsk stjórnvöld. Kannski ekki fyrst og fremst vegna verknaðarins sjálfs, talið et víst að nánast allar vestrænar leyniþjónustur stundi svipaða upp- lýsingaöflun, heldur vegna þess að DGSE er sú eina sem hefur verið staðin að verki. Lýst úrslitakostum Molotovs og innlimuu með aðstoð Hitlers Fyrrum utanríkisráðherra Lithaens: Washington. Fra ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SOVÉSK sagnfiræðirit lýsa innlimun Eystrasaltsríkjanna þriggja í Sovétríkin á þá Ieið að þessi ríki hafí verið „meðal fyrstu sjálf- stæðu ríkja heims sem völdu sósialískt sljórnarfar með samþykki meirihluta fúlltrúaþings“ sem kosið hafi verið til í „ftjálsum kosn- ingum“. Milljónir manna í Eystrasaltslöndunum vita, að þetta er íolsk sagnfræði, en enginn veit það betur en Juozas Urbsys, sem var utanríkisráðherra Litháens 1940, er honum voru afhentir eftir- farandi úrslitakostir frá Vjatsjeslav Molotov utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, þann 14. júní 1940: „Leyfið tafarlaust ótakmörkuðum fjölda sovéskra hermanna að setjast að í Litháen frá klukkan 10 í fyrramálið. Að öðrum kosti munum við hernema landið með valdi.“ Háttsettir nasistaleiðtogar taka á móti Juozas Urbsys, þáverandi utanrikisráðherra Litháens, á Tempelhof-flugvelli í Berlín árið 1939. Urbsys er nú 94 ára og býr í Litháen. Hann sat í eins manns fangaklefa í Sovétríkjunum í 11 ár. Hann hefur ekki sagt frá þessu fyrr en nú af ótta við hefndarað- gerðir Sovétmanna. Og hann hafði góðar ástæður fyrir að liggja á leyndarmálum sínum. Fjölmargir háttsettir samverkamenn hans í ríkisstjóm Litháa voru skotnir eða dóu í sovéskum fangelsum. Fimm nánir ættingjar hans, þar á meðal faðir hans, móðir og elsti bróðir, létust í útlegð í Síberíu. Yngsti bróðir hans var skotinn til bana af sovésku lögreglunni, sem til- kynnti að hann hefði verið „skemmdarverkamaður", skotinn á flótta. Það er ekki fyrr en nýlega, er sjálfstæðisbarátta Litháa hefír eflst, að Urbsys hefir talið óhætt að segja sannleikann opinberlega. Hann hefir ritað ævisögu sína á rússnesku og ensku, og kom hún út í fyrra. Nú hefir hann talið sér óhætt, að skýra blaðamönnum á Vesturlöndum frá því hvað raun- verulega átti sér stað í stjórnartíð hans og síðar. Samningur Molotovs og Ribbentrops Einhveijar gagnmerkustu upp- lýsingar Urbsys eru um hinn ill- ræmda samning þeirra Molotovs og Ribbentrops, utanríkisráðherra nasistastjórnarinnar þýsku, þar sem gerð var áætlun um áhrifa- svæði Þýskalands og Sovétríkj- anna í Austur-Evrópu, ef til styij- aldar kæmi. Allt fram á sl. ár hafa Sovétmenn neitað að slíkur samn- ingur hafi nokkru sinni verið gerð- ur og hafa haldið því fram, að afrit af samningnum, sem fannst í þýskum skjalasöfnum eftir seinni heimsstyijöldina, hafi verið fölsun. Með samningnum, sem gekk í gildi þann 23. ágúst 1939, var ákveðið að Þjóðveijar gætu lagt undir sig meirihluta Póllands; Sov- étríkjunum voru hins vegar ætluð yfírráð í Eistlandi, Lettlandi, Finn- landi, Vestur-Úkraínu og Hvíta- Rússlandi. Litháen var uppruna- lega ætlað Þjóðveijum, en því var síðar breytt gegn því, að Þýskaland fengi meira landsvæði í Póllandi og 7.600.000 gulldollara. Vill fara varlega Það er skoðun blaðamanna, sem hafa átt tal við Urbsys, að hann sé einlægur ættjarðarvinur og styðji sjálfstæði Litháens af heilum hug, en áralöng fangelsun hans í Sovétríkjunum og útlegð í Síberíu hefir orðið til þess, að hann telur, að best sé að fara varlega. Honum hættir til að spyija sjálfan sig aft- •ur og aftur: „Hvað myndu Sovét- menn gera, ef ...?“ Utanríkisráðherrann fyrrver- andi virðist þeirrar skoðunar, að samningurinn, sem hann gerði við Stalín og Molotov 1939 gæti orðið grundvöllurinn að lausn fyrir Lit- háen. Samkvæmt þeim samningi myndu Sovétríkin viðurkenna sjálfstæði Litháens, en fá um leið rétt til að hafa her í landinu. Til þessa hefir ekki verið neinn áhugi fyrir þessum tillögum Urbsys. Gorbatsjov virðist staðráðinn í að þvinga fram lagasetningu, sem myndi leiða til atkvæðagreiðslu og fímm ára umhugsunarfrests. Vy- tautas Landsbergis, forseti Lithá- ens, telur að slíkum „vináttusamn- ingi“ væri þrengt uþp á Litháen gegn vilja þjóðarinnar. Urbsys tel- ur, að Landsbergis sé „einlægur ættjarðarvinur“, en hann óttast, að samningar við Moskvu gætu svo auðveldlega farið úr skorðum, ef fyllstu varfærni verði ekki gætt í hvívetna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.