Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 51 vilja og baráttu. Hún átti mikið skap sem var vel agað og kunni hún að beita því sem og öðrum hæfileikum sínum. Hún gat verið ráðrík og skapbráð en kærleikur hennar og umhyggjusemi stóð ávallt djúpum rótum. Hun hafði ríka réttlætiskennd ásamt heiðarleika og áreiðanleika sem einkenndi far hennar. Það fór enginn í grafgötur um hvar hann hafði hana og stóð hún fast á sínu enda sterk og ákveð- in og bugaðist aldrei. Þó kynntist hún hinum ýmsu hliðum mannlegs lífs og víst er að hún lifði bæði mótvind og meðbyr í dvöl sinni hér á meðal okkar. Hún var vel látin og virk í þeim félagsmálum sem hún starfaði í enda dugleg og íjölhæf þar sem og annars staðar. I september 1988 áttum við því láni að fagna að fá þau hjón út í Hrísey og fagna sex- tugs afmæli móður minnar. Það var eftirminnileg og yndisleg stund. Þar léku allir á als oddi og ekki vantaði skagfirska gleði og hlýju sem fýlgdi þeim hjónum ávallt sem og virðing og væntumþykja. Engan grunaði þá að elsku Edda gengi ekki heil til skógar og að þetta væri í síðasta skiptið sem við hittum hana heila heilsu, enda var hún að venju ekki að kvarta eða ræða, sem hún kallaði lítilræði. Hún bar frekar hag og heilsu annarra fyrir brjósti heldur en að bera byrð- ir sínar á torg. En raunin var önnur. Fljótlega kom í ljós sá sjúkdómur sem lagði hina sterku og miklu konu að velli. í langri baráttu sinni við erfiðan sjúkdóm sýndi hún slíkan dugnað og sjálfsaga að engin orð fá lýst. í þeirri baráttu átti ekki síður eftir að koma í ljós hvaða kostum og dugnaði hún var gædd. Erfiði, þunga og áhyggjur sam- fara veikindum sínum kaus hún að mestu ein að bera fremur en að valda öðrum kvíða og áhyggjum. Aldrei brást von hennar og kjarkur í langri og strangri sjúkdómslegu. Aldrei lét hún sína tryggu og um- hyggjusömu ástvini finna á sér bil- bug né uppgjöf. Að vera samtíða og fá að kynn- ast konu sem henni var lær- dómsríkt hveijum og einum, þar fór kona sem mikið gaf og mikið mátti af læra enda er margt sem sýnir það og sannar eftir dvöl hennar hér með okkur á jarðríki. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka henni allar góðar stundir. Ég er sannfærð um að hún fær góða heimkomu og henni líður vel núna. Ég bið guð að blessa minningu um góða konu og varð- veita sálu hennar. Elsku Valli, böm, tengdabörn, barnaböm og aðrir ástvinir, ykkar missir er mikill. Megi algóður guð styrkja ykkur og varðveita. Svava Víglundsdóttir, Vopnafirði. + Ástkær móðir mín, amma og langamma, GÍSLÍNA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR frá Baldurshaga, Vestan tanneyjum, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 30. maí kl. 13.30. Sesselja Andrésdóttir, Arndís Friðriksdóttir, Ingimundur Helgason, Andrés Haukur Friðriksson, Helga Pétursdóttir og barnabarnabörn. Hinar innilegustu þakkir færum við öll- um þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug og vottuöu okkur samúð, við óvænt andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóð- Hafsteinn Auðunn Hafsteinsson, Hjördfs Magnea Guðmundsdóttir, Halldór Ágústsson, Sigurður Hafsteinsson, Maríanna Björg Arnardóttir, Arnar Hafsteinsson, Eva Hrönn Hafsteinsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR, Tómasarhaga 46, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 30. maí kl. 13.30. Guðrún Egilsdóttir, Björn Björnsson Sigurður Egilsson, Guðbjörg Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HELGA KRISTÍN BJARNADÓTTIR, Vesturgötu 141, Akranesi, sem andaðist aðfaranótt 27. maí, verður jarðsett frá Akranes- kirkju föstudaginn 1. júní kl. 11.00 fyrir hádegi. Snorri Hjartarsson Ásthildur Bjarney Snorradóttir.Þorsteinn Sigurjónsson, Hjörtur Snorrason, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Margrét Snorradóttir, Ármann Hauksson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, FREYSTEINS ÁSTVALDAR JÓNSSONAR, Efstasundi 48. Guð blessi ykkur öll. Hrefna Valdemarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, og Marín Jónsdóttir. t Þökkum öllum þeim, sem sendu okkur kveðjur og sýndu okkur mikla vinsemd, vegna andláts okkar hjartkæru móður, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalangömmu, PETREU IIMGIMARSDÓTTUR HOFFMANN. Inga Harðardóttir, Hermann Pétursson, Sveinbjörg Pétursdóttir, Gunnar Pétursson, Sigurdís Pétursdóttir, Sigfús Þorgrímsson, Pétur Jónsson, Selma Eyjólfsdóttir, dætur og aðrir aðstandendur. t Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur sam- úð og vináttu og veittu okkur hjálp við skyndilegt fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HELGA ÁRNASONAR vélstjóra, Æsufelli 6. Þorbjörg Kjartansdóttir, Helga B. Helgadóttir, Smári J. Friðriksson, Lilja Helgadóttir, Björn Björnsson, Fjóla Helgadóttir, Sigurður H. Jónsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURJÓNS ÞÓRÐARSSONAR, Æsufelli 6. Sigrún Sigurðardóttir, Þórður Sigurjónsson, Þórhildur Hinriksdóttir, Auður Björg Sigurjónsdóttir, Kristinn Gísiason og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför VILBERGS ÞORLÁKSSONAR, Hávegi 15, Siglufirði. Rósa Jónsdóttir, Jóhann Vilbergsson, Þóra Vilbergsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað vegna jarðarfarar MAGNEU ALDÍSAR DAVÍÐSDÓTTUR. Gullsmiður Jóhannes Leifsson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON fyrrverandi verkstjóri, Langholtsvegi 96, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 31. maí kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Skjól. Ástríður Guðmundsdóttir, Guðrún Ingimundardóttir, Guðni Ingimundarson, Kristín Sigmundsdóttir, Guðmundur Ingimundarson, Jóhanna M. Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. BRÉFA- S BINDIN j frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. s Múlalundur SÍMI: 62 84 50 Tölvusumarskóli Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga 10-16 ára i Tölvusumarskólanum. Einstakt tækifæri til aö fá á 2. eða 3. vikna námskeiði þjálfun í öllum grunnatriðum tölvunotkunar i starfi og leik. Börn og unglingar hafa gaman af tölvum, því tölvur efla sköpunargleði, heilbrigöa og rökrétta hugsun. Oftar en ekki hafa börn og unglingar ekki tækifæri til að nálgast þá þekkingu sem þarf til að nota tölvur. Til að koma til móts kröfur þeirra höfum viö komið á fót námskeiöi sem sniðiö er að þörfum þeirra. Dagskrá: • Ritvinnsla og vélritun • Tölvuteiknun og myndgerð S3> e& % % • Almenn tölvufræði og umgengni við tölvur • Leikjaforrit • Gagnagrunnar og töflureiknar • Tölvusamskipti og gagnabankar • Heimsókn í tölvufyrirtæki Við bjóöum upp á 45 eða 67 kennslustunda hagnýtt nám með úrvalskennurum. í hverjum hóp eru 10 nemendur. Hægt er að velja um hóp kl. 9-12 eða kl. 13-16. Námsgögn og hressing á námskeiði innifalin í verði. Kennt er á Macintosh tölvur. Námskeið byrja 5. júnf, 11. júní, 25. júní, 16. júlí, 7. ágúst, 13. ágúst og 20. ágúst. Tolvu- og verkfrœðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar Skráning og allar frekari upplýsingar I sfma 688090 eða á Grensásvegi 16 Hringdu og fáðu bækling sendann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.