Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1990 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Stórsigur Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Reykjavík síðastliðinn laugardag, undir forystu Davíðs Oddssonar, borgarstjóra. Þar unnu sjálf- stæðismenn sinn stærsta sigur í borgarstjórnárkosningum frá upphafi. Raunar er sá sigur einsdæmi_ í íslenzkum stjóm- málum. Úrslit sveitarstjóma- kosninganna í heild voru sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en áfall fyrir ríkisstjómina, vinstri flokkana og sameining- aráform þeirra. Sjálfstæðismenn fagna stór- sigri víðar en í Reykjavík. Á Seltjarnarnesi sameinuðust andstæðingar flokksins líkt og reynt var í Reykjavík. Þar höfðu þeir ekki erindi sem erf- iði og Sjálfstæðismenn styrktu stöðu sína. Sömu sögu er að segja um Mosfellsbæ, Garðabæ Stykkishólm og Ólafsfjörð. í Vestmannaeyjum var sigur Sjálfstæðisflokksins ótvíræður, en þar fékk flokk- urinn tæplega 54% atkvæða og hreinan meirihluta. Og í Keflavík vann Sjálfstæðis- flokkurinn sigur og á Selfossi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þessi kosningaúrslit eru fyrir Sjálfstæðisflokkinn á margan hátt áþekk úrslitum kosning- anna 1958 og 1974. Úrslitin nú veita Sjálfstæðisflokknum sterka viðspyrnu til þess að hefja sókn gegn vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar og raunar óvíst, hvort henni tekst að sitja út kjörtímabilið, m.a. vegna átaka og uppgjörs innan sumra stjórnarflokkanna. Úrslitin á laugardag eru á margan hátt forvitnileg. Fram- sóknarflokkurinn getur unað sæmilega við sitt á Norður- og Austurlandi, en þar var frammistaða sjálfstæðis- manna einna slökust. Hins vegar er staða Framsóknar- flokksins veik í þéttbýlinu á suðvesturhorni landsins, sér- staklega þó í Reykjaneskjör- dæmi. í þessu sambandi vakn- ar sú spurning, hvort opinber aðstoð og fyrirgreiðsla til fyrir- tækja og þá einkum sjávarút- vegs í dreifbýli ráði mjög um styrka stöðu Framsóknar- flokksins, en veiki um leið Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur gagnrýnt mjög hið opinbera sjóðakerfi, sem byggt hefur verið upp í kringum sjávarút- veginn. Alþýðuflokkurinn bauð ekki fram í Reykjavík, og taldi fylg- ishrun blasa við. Nýr vettvang- ur sem ætlaði sér stóran hlut, með alþýðuflokksmenn, flokksbrot alþýðubandalags- manna og aðra vinstrimenn í broddi fylkingar, náði litlum árangri miðað við væntingar. Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra og fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, sendi eftirmanni sínum, Ólafi Ragnari Grímssyni, kaldar kveðjur, þegar fyrstu tölur úr Reykjavík voru birtar á laugar- dagskvöld. Af þeim orðum er augljóst, að staða Ólafs Ragn- ars innan flokksins er mjög veik og líklegt, að þar komi til uppgjörs á næstu vikum og mánuðum. Það uppgjör getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir núverandi ríkisstjóm. Kosningaúrslitin í Reykja- vík eru áfall fyrir þá Jón Bald- vin Hannibalsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Nýr vett- vangur átti að vísa veginn til frekara samstarfs á vinstra væng stjórnmálanna í næstu þingkosningum. Sú samfylk- ingartilraun mistókst, þótt hins vegar hafi tekizt að fela fylgishrun Alþýðuflokksins i Reykjavík. Árangur Alþýðu- flokksins í nokkrum kaupstöð- um, þar sem ekki var um sam- starf við aðra að ræða, veldur því, að innan flokksins hljóta að hefjast umræður um gildi þeirra samfylkingarhug- mynda, sem formaður flokks- ins hefur barizt fyrir. Einn helzti sigurvegari Alþýðu- flokksins í þessum kosningum, Guðmundur Árni Stefánsson, hefur lýst því yfir, að sam- bræðingur eins og Nýr vett- vangur gangi ekki. Slakur árangur Kvennalist- ans vekur athygli og gæti ver- ið vísbending um, að þau fram- boð séu að renna sitt skeið á enda. Ferskleikinn virðist a.m.k. ekki sá sami og áður. Eosningarnar á laugardag sýna, að ný framboð njóta tak- markaðs trausts. Þá er einnig ljóst, að kjósendur virðast hafa tilhneigingu til að kalla einn flokk til ábyrgðar og ber að fagna því. Hrossakaupum fylgir spilling og ábyrgðarleysi eins og þjóðin hefur mátt horfa upp á í landsstjórninni, þar sem Borgaraflokkurinn er lífakkeri en færa má að því rök, að ráðherrar hans séu flokkslausir menn. Lilja Gissurardóttir gróðursetur og hlúir að einni birkiplöntunni með dætrum sínum tveimur, Völu 2ja ára og Áróru, eins árs. Kópavogsbúar önnum kafnir við gróðursetningu. Morgunblaðið/Einar Falur UNGIR SEM ALDNIR VINNA VIÐ L ANDGRÆÐSLU SKÓGA VINNA við gróðursetningu og landbætur á vegum „Átaks um Land- græðsluskóga“ er nú óðum að hefjast. Sunnanlands er starfíð víða haf- ið en beðið eftir hlýnandi veðri fyrir norðan. Þátttaka hefur hvarvetna Iverið mjög góð og láta ungir jafnt sem aldnir til sín taka, eins og sést á þessum myndum, sem voru teknar fyrsta gróðursetningardagurinn í Mosfellsbæ, Kópavogi og Hafnarfirði var 19. maí síðastliðinn. Þórdís Geirsdóttir mokar hrossataði í fijtur. Hafhfirðingar stinga niður rofabarð. 85% vilja kirkju á gamla staðnum SÓKNARNEFND ísaflarðar- prestakalls stóð fyrir atkvæða- greiðslu samhliða bæjarstjórn- arkosningunum um það hvar reisa eigi nýja kirkju á Isafirði. 85% þeirra sem atkvæði greiddu vildu að ný kirkja yrði reist á gamla kirkjustaðnum, en 13% vildu að hún yrði reist við Tunguárós í botni Skutulsfjarð- ar. Að sögn Björns Teitssonar, for- manns sóknarnefndar, kusu 1.215 að kirkjan yrði reist á gömlu kirkjulóðinni á horni Sólgötu og Hafnarstrætis, en 185 vildu að kirkjan yrði reist við Tunguárós. Auðir og ógildir seðlar voru 26 talsins, en alls kusu 1.426 af 2.111 sem voru á kjörskrá, eða 67,6%. Kirkjan á Isafirði eyðilagðist í eldsvoða fyrir tæpum þremur árum, og sagði Björn að hugsan- legt væri að hún yrði tekin niður og endurreist á öðrum stað ef húsafriðunarnefnd - ríkisins vildi gera það. Fyrir einu ári síðan var at- kvæðagreiðsla í söfnuðinum um kirkju, sem hafði verið hönnuð og til stóð að reisa á uppfyllingu framan við nýja sjúkrahúsið á ísafirði. Mikil mótmæli voru gegn því að kirkja yrði reist á þeim stað, og í atkvæðagreiðslunni greiddu 75% atkvæði á móti því. Ibúar Kefla- víkur vilja sam- einast öðrum sveitarfélögum MIKILL meirihluti íbúa Keflavík- ur vill sameinast öðrum sveitar- félögum á Suðurnesjum, en naumur meirihluti íbúa Njarðvíkur er andvígur samein- ingu. Kom þetta fram í skoðana- könnun, sem gerð var á þessum stöðum samhliða bæjar- og sveit- arstjórnakosningunum. í Keflavík tóku 4.097 þátt í könn- uninni, og reyndust 3.310 vera fylgjandi sameiningu við önnur r sveitarfélög. Á móti voru 476, en auðir og ógildir seðlar voru 311 talsins. I Njarðvík voru 583 fylgj- andi sameiningu, en 591 var á móti. Auðir og ógildir seðlar voru 124 talsins. Hreppar sunnan Skarðsheiðar: Leirár- og Melahreppur vill sameiningu en hinir ekki * EFNT var til skoðanakönnunar í hreppunum sunnan Skarðsheiðar samhliða sveitastjórnarkosningunum um það hvort íbúar þeirra vildu sameiningu hreppanna i eitt sveitarfélag. Ibúar Leirár- og Melahrepps voru fylgjandi sameiningu, en íbúar Saurbæjar- hrepps, Skilmannahrepps og Innri-Akraneshrepps voru því andvíg- ir. í Leirár- og Melahrepp voru 52 fylgjandi sameiningunni, en 12 voru á móti. í Saurbæjarhreppi voru 53 andvígir sameiningu, en 34 voru henni fylgjandi. I Skil- mannahreppi voru 40 andvígir og 25 fylgjandi, og í Innri-Akranes- hreppi voru 40 andvígir samein- ingu hreppanna, en 27 voru henni fylgjandi. Miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins: Frjálslynd umbótasleíha Sjálfstæðisflokksins fái notið sín í landssljórninni MIÐSTJÓRN og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins héldu annan af tveimur sumarfundum sínum á Flughótelinu í Keflavík í gær. Þar var rætt um stjórnmálaviðhorfin að loknum sveitarstjórnarkosning- um og eftirfarandi ályktun var samþykkt: Úrslit sveitarstjórnarkosning- anna 26. maí eru rriikill sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Víðast hvar á landinu hefur fylgi flokksins aukist verulega miðað við síðustu sveitar- stjórnarkosningar og á fjölmörgum stöðum náði flokkurinn betri ár- angri en nokkru fyrr í 60 ára sögu sinni. Árangur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þar sem hann fékk rúm- lega 60% atkvæða og 10 borgarfull- trúa kjörna, er einstakur. Þessi sig- ur er ótvíræð viðurkenning á rétt- mæti þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið í höfuðborginni undanfarin ár. Sjálfstæðisflokkurinn bætti einn- ig víðast hvar stöðu sína og hefur nú hreinan meirihluta í bæjarstjórn- un í 7 af þeim 10 kaupstöðum þar sem einn flokkur eða listi er í meiri- hluta. Fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu er rúmlega 48% að lokn- um þessurn kosningum. Það sýnir að flokkurinn hefur ekki aðeins endurheimt styrk sinn frá þingkosn- ingunum 1987 heldur styrkst veru- lega. Afhroð Nýs vettvangs í Reykjavík og sambærilegra fram- boða annars staðar sýnir að tilraun- in til að sameina vinstri- og félags- hyggjuflokka hefur mistekist. Al- þýðubandalagið virðist vera að fá svipuð örlög og sambærilegir flokk- ar erlendis. Viðleitni Alþýðuflokks- ins til að ganga á móti straumnum og í fang Alþýðubandalagsins hefur ekki gengið upp. í fyrsta sinn í marga áratugi á flokkurinn ekki fulltrúa í stjórn sjálfrar höfuðborg- arinnar. Einn ríkisstjórnarflokk- anna, Borgaraflokkurinn, hverfur í þessum kosningum. Allt þetta er skýr vísbending um að undirstöður ríkisstjórnarsamstarfsins hafa veikst verulega. Krafa kjósenda er augljóslega sú að fallið verði frá núverandi stjórnarstefnu þannig að frjálslynd umbótastefna Sjálfstæð- isflokksins fái notið sín í lands- stjórninrii.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.