Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 138. tbl. 78. árg.___________________________________FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Stokkhólmi. Frá Claes von llofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. í SKÝRSLU sænskrar þingnefndar sem birt var í gær er lagt til að öryggislögreglunni verði heimilt að brjótast inn í híbýli þeirra sem grunaðir eru um hryðjuverk eða annars konar starfsemi er ógnar ör- yggi ríkisins til að koma þar fyrir hljóðnemum. Fulltrúar borgaraflokk- anna lýstu sig andvíga tillögum nefndarinnar. í Svíþjóð hefur ákaft verið deilt um réttmæti þess að hlera samtöl manna en við rannsókn morðsins á Olof Palme, þáverandi forsætisráð- herra landsins, kom í ljós að þeirri aðferð hafði verið beitt án þess að tilskilinna heimilda hefði verið aflað. Lars Erik Lövdén, talsmaður full- trúa Jafnaðarmannaflokksins í nefndinni, sagði að tryggja þyrfti rétt sænsku öryggislögreglunnar, Sápo, til að grípa til viðeigandi að- gerða til að hefta starfsemi hættu- legra glæpamanna. Jafnframt þyrfti að færa starfshætti öryggissveitanna til samræmis við það sem tíðkaðist erlendis. i í tillögum nefndarinnar er ekki gert ráð fyrir að öryggislögreglan geti komið fyrir hlerunarbúnaði eins og henni þykir henta. Leita þarf til ákæruvaldsins sem síðar vísar beiðn- inni til dómara. Leyfi til hlerana verða aðeins veitt í tvær vikur í senn og óski öryggislögreglan eftir því að það verði framlengt þarf aftur að leita til ákæruvaldsins. Nefndin legg- ur einnig til að Sapo verði heimilað að taka fjarstýrðar myndavélar í þjónustu sína. Lögreglumönnum er nú heimilt að mynda án launungar afbrotamenn og aðra þá sem liggja undir grun og eru rök nefndarinnar þau að með þessu skapist oft óþarfa hætta fyrir lögregluna. „Ég hygg að sem félagi í stjórn- málaráðinu hafi ég vanmetið þá hættu sem af perestrojku gæti stafað — skipulögðu og vaxandi starfi andsósíalískra afla með það að mark- miði að veikja og að síðustu tortíma kommúnistaflokknum og Sovétríkj- unum innan frá,“ sagði Lígatsjov á undirbúningsfundi rússneskra kommúnista vegna fyrirhugaðs þings sovéska kommúnistaflokksins í byij- un næsta mánaðar. Hann átaldi Gorbatsjov fyrir of mikla eftirgjöf í málefnum Eystrasaltsríkjanna og sjálfstæðissinna í öðrum lýðveldum Sovétríkjanna. Er Gorbatsjov ávarpaði fundar- menn varaði hann við órökstuddri gagnrýni fulltrúa er haft gæti glund- roða í för með sér. „Persóna mín er ekki aðalatriðið í þessu samhengi. Svo gæti farið að á morgun eða eft- ir 10—12 daga verði nýr flokksleið- togi tekinn við völdum." Samþykkt Úzbekanna, þriðju fjöl- Stefha að hraðametí yGr Atlantshafíð Great Britain, stærsta svifnökkvafeija heims, sigldi úr höfninni í New York í gær og vonast skipveijar til að komast yfír Atlantshafið til suð- vesturstrandar Englands á nýju hraðameti. Þeir ætla að sigla yfir hafið á þremur dögum og sex klukkustundum og slá þar með met farþega- skipsins United States, sem fór þessa leið á þremur dögum, tíu klukku- stundum og 40 mínútum árið 1952. Ef allt gengur að óskum nær svif- nökkvinn 37 hnúta meðalhraða. Feijan getur flutt 450 farþega og 84 bifreiðar. Jarðskjálfti við Kaspíahaf London. Reuter. GEYSIHARÐUR jarðskjálfti varð við Kaspíahaf í Mið-Asíu í gærkvöldi en ekki höfðu borist fréttir af manntjóni þegar blaðið fór í prentun. Skjálftinn mældist 7,7 stig á Richter-kvarða. Upptökin voru á botni Kaspía- hafs, um 320 km norðaustur af Teheran, höfuðborg Írans og 250 km suður af Bakú í Sovét-Azerbajd- zhan. íbúar Teheran þustu felmtri slegnir út á göturnar að sögn írönsku fréttastofunnar IRNA. Skjálftinn varði í 13 sekúndur. Álandseyjar: Áhug’i á sérsamn- ingi við EB Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. YFIRVÖLD á Álandseyjum, sem lúta Finnum en hafa sína eigin heimastjórn, hafa áhuga á að tengjast Evrópubanda- laginu (EB) með sama hætti og bresku Ermarsundseyjarn- ar. Þótt Bretland sé eitt af aðild- arríkjum EB eru Ermarsundsey- jarnar ekki í bandalaginu. Þær tengjast því hins vegar með sér- stökum samningi, sem leyfir þeim að fara að eigin lögum í vinnumarkaðsmálum og hvað varðar kaup og sölu fasteigna. Guernsey og Jersey búa auk þess að eigin skattalögum og á því atriði hafa Álendingar mest- an áhuga. Vilja Álendingar laða stórfyrirtæki til eyjanna með hagstæðum skattareglum. Bush frest- ar viðræð- um við PLO Huntsville. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hefúr ákveðið að fresta fyrirhug- uðum viðræðum Bandaríkja- manna og Frelsisamtaka Pal- estínu, PLO, vegna þess að Yasser Arafat, leiðtogi samtakanna, hefúr neitað að fordæma strandhögg palestínski’a skæruliða í Israel nýlega. Bush sagði á blaðamannafundi í gær að nauðsynlegt væri að Pal- estínumenn ættu aðild að samning- um um frið fyrir botni Miðjarðarhafs en hann setti hins vegar skilyrði fyr- ir tvíhliða viðræðum Bandaríkja- mgnna og PLO. Hann kvaðst leggja mesta áherslu á að PLO fordæmdi árás palestínskra skæruliða á bað- strönd skammt frá Tel Aviv 30. maí. Israelsstjórn fagnaði þessari ákvörðun Bandaríkjaforseta en for- ystumenn PLO sögðu hana ögrun við samtökin. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi ræðir við fúlltrúa á fundi rússneskra kommúnista sem haldinn er til undirbúnings þingi sovéska kommúnistaflokksins 2. júlí nk. Gorbatsjov hefur verið harðlega gagnrýnd- ur á fundinum og m.a. hefúr hann verið sakaður um að stuðla að persónudýrkun á sjálfúm sér. Jegor Lígatsjov harðorður á fundi rússneskra kommúnista í Moskvu: Gíorbatsjov hefur ekki bol- niagn til að leiða flokkinn Þingið í Uzbekístan lýsir yfir fiillveldi lýðveldisins Moskvu. Reuter, dpa, Daily Telegraph. JEGOR Lígatsjov, sem lengi hefur verið í fararbroddi sovéskra harðlínuafla, sakaði í gær Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga um óbilgirni og einræðistilburði; tekn- ar væru ákvarðanir um mikilvæg mál án þess að þau kæmu til um- ræðu í stjórnmálaráðinu eða mið- Þingnefiid í Svíþjóð: Lögreglan megi stunda hleranir stjórn flokksins. Lígatsjov ncfndi sem dæmi breytingar í átt til markaðskerfis, viðbrögð við um- byltingunni í Austur-Evrópuríkj- unum og stefnuna í máleftium Þýskalands. Hann taldi Gorbatsj- ov ekki hafa bolmagn til að veita jafnt ríkinu sem kommúnista- flokknum skelegga forystu samtímis, að sögn TASS-frétta- stofúnuar, og áleit ferðalög Sovét- leiðtogans torvelda honum flokks- störfin. Nýkjörið þing sovéska Mið-Asiulýðveldisins Úzbekistans lýsti á fyrsta fundi sínum í gær yfir fúllveldi landsins innan Sov- étríkjanna og segir í yfirlýsing- unni að stangist sovésk lög á við lög Úzbekístans skuli innlend gilda. mennustu þjóðar Sovétríkjanna, er enn eitt áfallið fyrir Gorbatsjov sem sætir æ harðari gagnrýni fyrir stefnu sína. Áður hafa Rússland og nokkur önnur lýðveldi samþykkt svipaðar yfirlýsingar; Litháar gengu lengst með því að lýsa yfir fullu sjálfstæði 11. mars sl. Þing Georgíu ákvað í gær að stefna að beinum efnahags- og stjórnmálalegum tengslum við Eystrasaltslöndin, þ. á m. Litháen. Samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða fulltrúanna 2.744 að endurreisa Kommúnista- flokk Rússlands sem látinn var renna saman við sovéska móðurflokkinn árið 1925. Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, segir að hann muni e.t.v. segja sig úr flokknum þar sem hann hefði verið kjörinn til að gæta hagsmuna allra, jafnt kommúnista sem annarra. Sjá ennfremur: „Flokkurinn Ijötur fyrir leiðtoga ... “ á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.