Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1990 29 „Raunir Wilts“ í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýn- inga kvikmyndina „Raunir Wilts“ (Wilt) með Griff Rhys Jones og Mel Smith í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Michael Tuchner. í frétt frá kvikmyndahúsinu segir að Henry Wilt sé kennari við tækni- skóla. Hann fær aldrei stöðuhækkun og á kvöldin veltir hann því fyrir sér hvernig hann geti myrt eiginkonu ■ FERÐAFÉLAG íslands fer í tvær sólstöðuferðir í kvöld, fimmtu- dag. Sólstöðuferð á Esju verður farin kl. 20. Ógleymanlegt er að vera á Esju um miðnætti á lengsta degi ársins. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni austanmegin klukkan 20. Sólstöðuferð í Viðey verður farin kl. 20.30. Þetta er létt ganga um eyna. Hugað verður að örnefn- um og gömlum minjum. M.a.^geng- ið í Vesturey og listaverkið Áfang- ar skoðað. Brottför er frá Viðeyjar- bryggju í Sundahöfn kl. 20.30. sína, Evu. Hún hefur mikið sam- neyti við fyrrum skólasystur sína og manninn hennar. í samkvæmi á sveitasetri þeirra fær Wilt sér um of í staupinu og lendir í kasti við plast- dúkku sem honum gengur illa að losna við. Að lokum tekst honum þó að koma dúkkunni fyrir í holu nokk- urri. Daginn eftir er Evu saknað og verður það til þess að Flint lögreglu- fulltrúi hefur að rannsaka málið. Raunar hafði Eva lent í klónum á alræmdum kvennamorðingja. Eva hringir í eiginmanninn og biður hann að sækja sig en eins og vænta má er lögreglufulltrúinn ekki fjarri. Sextugsafinæli í dag, 21. júní, er sextugur Bjarni G. Gunnarsson, eftirlits- maður hjá Síldarútvegsnefnd, Arnarhrauni 10, Grindavík. Hann og kona hans, frú Jenný S. Þor- steinsdóttir, eru nú erlendis. ■ EDWIN Kaaber hefur opnað málverkasýningu í Þrastalundi, Þrastaskógi. Myndirnar eru flestar unnar úr akrýl og gvass. Þetta er ijórða einkasýning Edwins og stendur hún til 7. júlí. ■ BL ÚSHLJÓMSVEITIN Cent- aur kemur saman eftir rúmlega eins árs hlé fimmtudagskvöldið 21. júní og spilar í hinum nýja sal Tveggja vina á homi Laugavegs og Frakkastígs. ■ GUÐSÞJÓNUSTUTÍMINN í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti breytist í sumar. Guðsþjónustur verða á hveijum sunnudegi klukkan 20.30. Guðsþjónustur með léttum söng í umsjá Þorvaldar Halldórs- sonar og félaga verða 24. júní, 22. og 29. júlí og 26. ágúst. Fyrsta guðsþjónustan með léttum söng og altarisgöngu verður næsta sunnu- dag, 24. júní, klukkan 20.30. (Fréttatilkynning) FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 20. júní. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur/st. 99,00 ' 99,00 99,00 0,499 44.451 Smáþorskur 71,00 71,00 71,00 0,730 51.830 Þorskur 100,00 84,00 91,26 12,347 1.126.836 Ýsa 122,00 74,00 112,82 5,148 580.739 Karfi 57,00 20,00 21,07 0,798 16.811 Ufsi 43,00 43,00 43,00 0,035 1.484 Smáufsi 44,00 43,00 43,14 2,668 115.101 Steinbítur 71,00 71,00 71,00 1,502 106.642 Langa 56,00 56,00 56,00 0,173 9.688 Lúða 370,00 180,00 309,40 0,100 30.940 Koli 76,00 69,00 75,26 0,066 4.967 Keila 34,00 34,00 34,00 0,014 476 Skata 52,00 52,00 52,00 0,035 1.820 Tindaskata 5,00 5,00 5,00 0,274 1.370 Skötuselur 385,00 385,00 385,00 0,010 3.850 Blandaður 19,00 19,00 19,00 0,024 456 Samtals 86,06 24,372 2.097.461 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur/sl. 98,00 82,00 933,68 75,604 7.082.372 Ýsa/sl. 112,00 94,00 104,24 33,345 3.475.948 Karfi 42,00 29,00 36,31 23,062 837.379 Ufsi 52,00 49,00 50,72 127,708 6.477.750 Steinbítur 67,00 67,00 67,00 1,572 105.324 Langa 56,00 56,00 56,00 1,091 61.096 Lúða 345,00 220,00 271,80 0,259 70.395 Skarkoli 53,00 45,00 49,55 1,536 76.102 Keila 40,00 40,00 40,00 0,523 20.920 Rauðmagi 50,00 20,00 36,52 0,256 9.350 Skata 20,00 20,00 20,00 0,010 200 Skötuselur 160,00 160,00 160,00 0,069 11.040 Lýsa 19,00 19,00 19,00 0,014 266 Undirmálsfiskur 72,00 47,00 51,28 0,846 43.387 Blandaður 99,00 60,00 77,33 0,054 4.176 Samtals 68,72 265,949 18.275.705 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 108,00 65,00 89,35 57,391 5.128.055 Ýsa 126,00 70,00 106,52 19,052 2.029.489 Karfi 48,00 15,00 42,14 0,575 24.231 Ufsi 47,00 40,00 45,01 41,865 1.884.317 Steinbítur 66,00 50,00 61,19 0,534 32.678 Keila 43,00 28,00 38,43 1,642 63.106 Langa 45,00 15,00 35,68 0,454 16.200 Lúða 270,00 255,00 257,81 0,032 8.250 Skarkoli 50,00 46,00 49,46 2,054 101.596 Sólkoli 70,00 70,00 70,00 0,115 8.050 Háfur 10,00 10,00 10,00 0,032 320 Skata 77,00 62,00 73,67 1,256 96.302 Skötuselur 385,00 135,00 288,85 0,026 7.510 Blandaður 20,00 20,00 20,00 0,241 4.820 Undirmál . 68,00 20,00 53,10 0,290 15.400 Samtals 75,03 125,559 9.420.324 BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Síðustu fcrðina" (Joe versus the Volcano) með Tom Hanks, Meg Ryan, Lloyd Bridges, Robert Stack og Ossie Davies í aðalhlutverkum. Leikstjóri er John Patrick Shanley. Myndin fjallar um Joe Banks sem fær að vita að hann sé með svokall- að „heilaský" og eigi skammt eftir ólifað. Hann segir upp starfi sínu því hann ætlar að taka sér frí síðustu mánuðina. Þá fær hann Graynamore nokkurn í heimsókn sem vill að hann stökkvi ofan í eldfjallagíg á eyju í Suður-Kyrrahafi til að friðþægja guði fjallsins. Joe telur sig ekki hafa neinu að tapa svo hann fellst á að taka förina og fórnina að sér. Á leið- inni kynnist hann tveimur dætrum Graynamores. Önnur þeirra játar honum ást sína og segist vilja ganga í dauðann með honum. Að lokum fer svo að „eldfjallið fúlsar við þeim og síðan bjarga ferðatöskur hans þeim öðru sinni,“ segir í frétt frá Bíóhöll- inni. Sænskur djass- kvartett á Sögu GÖRAN Palms kvartett lcikur á Mímisbar á Hótel Sögu annað kvöld, föstudaginn 22. júní. „Hljómsveitin hefur spilað frá ár- inu 1980 og leikur að mestu leyti hefðbundinn djass frá árunum 1950- 1960. Sérstakt við tónlist þeirra er harmonikkuspilið sem er óvenjulegt í djasshljómsveit. Tónlistin er með léttri sveiflu undir áhrifum frá suður-amerískri tónlist," segir í frétt frá Hótel Sögu. Kvartettinn skipa Göran Palm, sem leikur á harmonikku, Anders Skogh á gítar, Bengt Engkvist á bassa og Leif „Gus“ Dahlberg á trommur. BÍÓBORGIN hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Uppgjörið" (Inco- untry) með Bruce Willis, Emily Lloyd, Joan Allen, Kevin Anderson, John Terry, Peggy Rea og Judith Ivey í aðalhlutverkum. Leiksljóri er Norman Jewison. Tom Hanks og Meg Ryan í hlutverkum sínum í kvikmyndinni „Síðustu ferðinni“ sem sýnd er í Bíóhöllinni. Bíóhöllin: „Síðasta ferðin“ sýnd Leiðrétting I frétt um ferð eldri borgara um eyjarnar á Breiðafirði í þættinum „Fólki í fréttum“ í blaðinu á þriðju- dag, var rangur myndatexti undir annarri myndinni. Þar voru sagðir vera Brokeyjarbræður, þeir Vilhjálm- ur og Jón Vigfússynir Hjaltalín, en á myndinni voru (f.v.) Jón Jónsson frá Kóngsbakka og Valtýr Guð- mundsson frá Stykkishólmi, sem voru þátttakendur í ferðinni. Bro- keyjarbræður eru hér á meðfylgjandi mynd, Jón til vinstri, og Vilhjálmur . Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Emily Lloyd og Bruce Willis í hlutverkum sínum í kvikmyndinni „Uppgjörinu" sem sýnd er í Bíóborginni. Bíóborgin: „Uppgjörið“ frumsýnt Göran Palms kvartett leikur á Mímisbar á Hótel Sögu á föstu- dagskvöld. Myndin fjallar um Sam sem býr hjá föðurforeldrum sínum og föður- bróður, sem er fyrrverandi Víetnam- hermaður. Faðir hennar fórst í Víet- nam og móðir hennar fiuttist til stærri borgar þegar hún var orðin ekkja. Sam hefur áhuga á að kynn- ast ýmsu um stríðið en enginn virð- ist vilja tala um það. Hún kemst yfir bréf, sem faðir hennar skrifaði móður hennar meðan hann var i Víetnam, og fær við það nokkra inn- sýn í sálarlíf ungs manns, sem send- ur er um hálfan hnöttinn til að drepa eða vera drepinn. Fjölskyldan fer til Washington til að skoða minnismerki sem reist var þeim til heiðurs sem féllu í Víetnam. „Þegar Sam hefur tekist að finna nafn föður síns á minnismerkinu, þá er leitin að fort- iðinni lokið og hún getur farið að horfa fram á veginn,“ segir í frétt frá kvikmyndahúsinu. Lokaðir fjallvegir 21. júní 1990 AKVEGlft bár svm hér tru spittir eru mmgk rtmtraöit vwrhtwmurltm, firífi&i tðlu vrgír sva ti£ fjaltvcgir mefi í- ttúnwtuni Vegagerð ríkisns og Náttúruvemdarráð hafa sent frá sér upplýsingar um hvaða svæði á hálendinu eru lokuð allri umferð vegna snjóa og/eða aurbleytu. Upplýsingamar, sem miðast við stöðuna í dag, em færðar inn á meðfylgj- andi kort Morgunblaðsins. Vegir á skyggðu svæðunum em lokaðir allri umferð þar til annað verður auglýst. Áætlaður opnunartími helstu fjallvega er eftirfarandi: F22, Fjallabaksleið nyrðri, 11. júlí, Fjallabaksleið syðri, 13. júlí, Landmannaleið (Dómadalur), 1. júlí, Kjalvegur, 28. júní, F28, Sprengisandsleið, 7. júlí, F72, Skagafjarðarleið, 13. júlí, F82, Eyjafjarðarleið, 22. júlí, Uxahryggjavegur, 23. júní og Kaldadalsvegur, 2. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.