Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.06.1990, Blaðsíða 52
SAGA CLASS Ferðafrelsi FLUGLEIDIR OTginfiM&Wfr MERKI UM GÓEAN ÚTBÚNAÐ Eterfdw Trilene NIÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA FIMMTUDAGUR 21. JUNI 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR: Innbrotafarald- ur í Breiðholti MJÖG hefur borið á innbrotum í geymslur í flölbýlishúsum í i-'f?reiðholti undanfarið, einkum í Bakkahverfi, þar sem brotist hefur verið inn í 5 geymslur frá því um helgina. Þjófar hafa rótað og haft á brott með sér áfengi, matvæli, hljóm- flutningstæki og ýmis önnur verð- mæti. Lögreglan vinnur að rann- sókn málsins, en hvetur fólk til þess að hafa læstar dyr og glugga að geymslum og göngum. Kagnar Sólarmegin ílífínu Landinn tekur snarlega við sér þegar sólin sýnir sig og þá bregst það ekki að blómlegt er um að litast á bökkum sundlauganna. Stefiiir í stöðvun nýrra lána Byggingarsjóðs á næsta ári Vantar tveggja milljarða ríkisframlag til að halda áfram lánveitingrim Endurtrygginga- félag Samvinnu- ^trygginga: Helmingur kröfuhafa samdi um 20% af kröfum FRAMREIKNAÐAR til núvirðis '’íiema samþykktar kröfur í þrotabú Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga hf. um 710 milljónum króna, en vegna samninga sem Eiríkur Tómas- son, skiptastjóri þrotabúsins, heftir gert við um helming 162 kröfuhafa nálgast samþykktar kröfiir nú um 250 milljónir króna á núvirði. Eiríkur telur að enn muni líða nokkur ár, þar til skiptameðferð- inni verði lokið. Kröfurnar í þrotabúið námu lið- lega 236 milljónum króna, miðað við gengi í nóvember 1984, og samkvæmt gengisþróun og eða -^•þróun lánskjaravísitölu undanfarin sex ár, mun óhætt að þrefalda þá upphæð til þess að fá út núvirði. Eignir þrotabúsins á gengi í nóvember 1984 námu um 65 millj- ónum króna, sem á núvirði, væri samkvæmt ofangreindu um 185 milljónir króna. Sjá nánar bls. 20: Upphafleg- ar kröfur nema um 710 millj- ónum króna á núvirði. Undanfarin þrjú ár hefur mikiu meira verið veitt úr grálúðustofnin- um, en Hafrannsóknastofnun hefur gert tillögur um. Mest var það á síðasta ári þegar veidd voru tæp 60 þúsund tonn eða helmingi meirá en Itofnunin telur óhætt. Hún gerði til- lögu um 30 þúsund tonna kvóta í ár, en að teknu tilliti til sóknar-' TVEGGJA milljarða króna ríkis- framlag þarf til að Byggingarsjóð- ur ríkisins geti staðið undir áætl- unum húsnæðismálastjórnar um húsnæðislán á næsta ári. Framlag ríkisins á þessu ári til sjóðsins er 50 milljónir króna. Húsnæðismála- stjórn áætlar að lánveitingar á næsta ári verði 6,5 milljarðar, þar af hefiir þegar verið ráðstafað 3,8 milljörðum með útgefhum lánslof- marks má gera ráð fyrir að að sá afli sem heimilaður var hefði getað orðið um 45 þúsund tonn. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísienskra útvegs- manna, sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta væru mjög alvarleg tíðindi, þar sem þetta væri orðinn einn verðmætasti fískurinn og ígildi orðum. Fáist ekki umbeðið ríkis- firamlag, verður einungis hægt að bæta 600 milljóna króna lánveit- ingum við þegar útgefín lánslof- orð. Um áttaþúsund umsækjendur bíða afgreiðslu Húsnæðisstofnun- ar og er biðtími þeirra eftir láni allt að 38 mánuðir, en af þessum átta þúsund eru 5.700 sem hafa ekki fengið lánsloforð ennþá. Þetta kemur fram í bréfi sem hús- þorsks hvað það snerti. Menn hefðu ætlað að bæta sér annað upp með að nýta grálúðuna vel, þrátt fyrir minni kvóta en í fyrra. Kristján sagðist óttast að stofnin- um hefði verið ofgert, það væri eigin- lega eina ályktunin sem hægt væri að draga. Að vísu væri þetta lítið rannsakaður stofn, það væri almennt viðurkennt. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að und- anfarin þijú ár hafi verið farið langt fram úr þeim tillögum sem stofnun- in hafi gert um hámarksveiðar. „Samkvæmt þeirri úttekt sem við höfum verið að gera á stofninn að minnka við þessar miklu veiðar, en ekki að hrynja, þannig að líklegt er að það séu fleiri ástæður fyrir afla- næðismálastjórn hefur sent forsætis- I ráðherra. Bent er á að lánsíjármagn frá lífeyrissjóðunum til Byggingar- sjóðs ríkisins verði um tveimur mill- jörðum króna minna á næsta ári en nú, þar sem nú er heimilt að þeir veiji 10% ráðstöfunarfjár síns til að kaupa húsbréf, en næsta ár verði hlutfallið allt að 18%. Þá segir í bréfinu, að í áætlun húsnæðismálastjórnar sé gert ráð brestinum, en að það hafi verið veitt meira en við höfum gert tillögur um. Vissulega er útlitið dökkt, en maður vonar i lengstu Iög að þetta sé ekki bara ofveiði," sagði Jakob. Hann sagði að þetta væri hæg- vaxta stofn og ætti ekki að hrynja á einu ári. Hugsanlegt væri að grá- lúðan hefði dreift sér og fyndist ekki. Þó væri búið að leita mjög víða annars staðar en á hefðbundnum miðum, en án árangurs. í undirbún- ingi væru auknar grálúðurannsókn- ir, þó þær hefðu ekki verið settar inn á síðustu áætlun. Jafnvel hefði komið til tals að láta „togararallið" svokallaða ná yfir grálúðumiðin einnig. Hinn möguleikinn væri að taka togara á leigu og iáta hann kanna grálúðumiðin sérstaklega. fyrir að ríkisframlagið verði rúmir tveir milljarðar króna og til ráðstöf- unar í útlán tæpir 6,5 milljarðar, þar af hafi 3,8 milljörðum þegar verið ráðstafað. „Ef þetta framlag verður skorið alveg niður hefði sjóðurinn aðeins rúmar 600 milljónir til ráð- stöfunar í ný útlán á árinu 1991, sem dugar skammt miðað við þær þús- undir umsókna, er enga afgreiðslu hafa hlotið. Ríkisframlag er því al- gjört skilyrði fyrir áframhaldandi lánastarfsemi úr kerfinu frá 1986. Ef ekki verður um slíkt að ræða á árinu 1991 blasir við að húsnæðis- málastjórn verður að tilkynna um- sækjendum að ekki verði frekari lán- veitingar á árinu 1991 og algjör óvissa um framhaldið á árinu 1992. Það er því afar mikilvægt að ríkis- stjórnin geri ljóst hið fyrsta hvert framlag ríkissjóðs verðurtil bygging- arsjóðsins á árinu 1991,“ segir síðan. Fram kemur að 600 milljónirnar sem þegar eru til ráðstöfunar dygðu til að afgreiða lánsumsóknir for- gangshóps, sem bárust í júlí og fyrstu tvær vikurnar í ágúst 1988. Áætlaður rekstrarkostnaður Hús- næðisstofnunar á þessu ári er 444 milljónir króna, þar af eru 320 millj- ónir rekstrarkostnaður Byggingar- sjóðs ríkisins. Þá kemur fram að mikill halli er á vaxtagreiðslum sjóðs- ins. „Áætlað er að vaxtahalli bygg- ingarsjóðsins verði á þessu ári um 600-700 milljónir og 800-1.000 millj- ónir á árinu 1991. Þessi vaxtamunur er meiri en svo að sjóðurinn standi undir honum til langframa," segir í bréfinu. Bent er á að annað hvort verði að hækka vexti'na af húsnæðis- lánunum, eða ríkissjóður verði að leggja til fé, til að- koma jafnvægi á rekstur sjóðsins. Grálúðuafli hefur minnkað um helming frá því í fyrra: Tap útgerðar um milljarður miðað við áætlaðan afla í ár GRÁLÚÐUAFLI hefur minnkað um helming það sem af er þessu ári. Þannig hafa aðeins veiðst tæpar 19 þúsund lestir fyrstu fimm mánuði ársins eða fram til maíloka, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags- ins, en á sama tíma í fyrra var aílinn orðinn tæp 40 þúsund tonn og í lok júní rúm 50 þúsund tonn. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði að miðað við það að aílinn í ár yrði 30 þúsund tonn þegar upp væri staðið væri þetta tveggja milljarða tap fyrir útgerð og sjómenn saman- borið við síðasta ár þegar aflinn hefði orðið tæp 60 þúsund tonn. Ef ^iins vegar væri miðað við áætlaðan afla í ársbyijun væri tapið um einn milljarður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.