Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2: SEPTEMBER 1990 eftir Kristjón Þorvaldsson FORSVARSMENN einkareknu ljósvakamiðlanna segjast ekki keppa á jafnréttisgrundvelli við Ríkisútvarpið. Það hafí lögverndaða yfirburði. Aðstöðumunurinn birtist í ýms- um myndum, m.a. í bágri fjárhagsstöðu einkastöðvanna og minni getu þeirra til að sinna vandaðri dagskrárgerð. Forsvarsmenn RÚV vísa slíkum ummælum á bug, minna á kröfur og ábyrgð sem á Ríkisútvarpið eru lagðar og svara um hæl: Þetta er það sem þið vilduð. Ríkisútvarpið missti einkaleyfi til útvarps- og sjónvarpsreksturs á árinu 1986. Lögin sem Alþingi samþykkti árið 1985 byggðu á pófitískri málamiðlun um að standa áfram vörð um Ríkisútvarpið. í gegnum tíðina hefur RÚV notið velvildar þjóðarinnar, einkum eldri kynslóð- arinnar, sem er enn í fersku minni sú mikla bylting sem varð með til- komu Ríkisútvarpsins. Helstu rök gegn algjöru frelsi til reksturs ljós- vakamiðla eru því oft tilfinninga- legs eðlis. Auk þess telja margir að ekki verði með einkarekstri hægt að tryggja menningarlegt og þjón- ustulegt gildi, né heldur það öryggi sem RÚV veitir sjófarendum og íbúum um hinar dreifðu byggðir landsins. Þessu vísa stuðningsmenn einkarekstursins á bug, og segja að vel megi gera samkomulag um þessi atriði. Þeir segja að nú sé til- rauninni lokið. Draga verði lærdóm af þeirri reynslu sem komin er á einkarekstur ljósvakamiðla og stíga verði næstu skref, jafna aðstöðu- muninn og afnema forréttindi Ríkisútvarpsins. Stöð 2 styrkir innheimtu RÚV Lögum samkvæmt ber öllum sem eiga útvarps- og sjónvarpstæki, að greiða afnotagjöld til RÚV. Ef menn standa ekki í skilum eiga þeir á hættu að missa tækin sín. Þeir sem einungis vilja greiða áskrift að Stöð 2, verða því að greiða afnotagjöld RÚV. „Með þessu móti er Stöð 2 einn öflugasti innheimtuaðilinn fyrir Ríkisútvarp- ið. Auk þess hefur RUV getað not- að tekjumar af endalausum hækk- unum afnotagjalda, með því t.d. að undirbjóða fijálsu stöðvarnar á aug- lýsingamarkaði," segir Páll Magn- ússon, framkvæmdastjóri fram- leiðslusviðs Stöðvar 2. „Segja má, að menn hafi mátt vita samkeppnis- skilyrðin áður en þeir hófu rekstur. Hins vegar bjuggust menn ekki við því að RÚV myndi höggva ná-- kvæmlega í þennan knémnn, að keppa með þeim ófyrirleitna hætti sem það hefur gert. Það er dálítið hjákátlegt að sjá ríkisútvarpsstjór- ann halda því fram í blöðum, að svona sé málum háttað alls staðar í kringum okkur. Honum tekst nú svo klaufalega til, að hann nefnir sem dæmi BBC í Bretlandi. Þar er Stöð 2 hefði mátt reka sem blóm- legt fyrirtæki, segir Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri RÚV Flokkspólitík réð úthlutun sjón- varpsrásar til Sýnar, segir Páll Magnússon, framkvæmda- stjóri framleiðslu- sviðs Stöðvar 2 Einkastöðvar ásaka RÚV um stórfelld undirboð á auglýsinga- markaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.