Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 31 Háskaleg aðför að menntun EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi Skólamála- nefndar Hins íslenska kennarafé- lags á fundi hennar hinn 28. ágúst sl.: Skólamálanefnd HÍK harmar háskalega aðför ríkisstjórnar- innar að menntun í landinu. Á und- anförnum árum hefur hún jafnt og þétt unnið að niðurrifsstarfsemi í skólum landsins og þar með vegið að virðingu þeirra og stöðu í samfé- laginu. Nefndin lýsir áhyggjum sínum af framtíð menntunar ungs fólks á íslandi. Með bráðabirgðalög- um hefur grundvellinum verið kippt undan samstarfi okkar við ráðu- neyti menntamála." ■ HIN árlega haustferð Jökla- rannsóknafélags íslands verður farin helgina 7.-9. september nk. Lagt verður af stað á föstudags- kvöld kl. 20.00 frá Guðmundi Jón- assyni hf. við Borgartún., Komið verður aftur í bæinn á sunnudags- kvöldi. Skólamálanefnd HÍK: H UGM YNDA SA MKEPPNI HÓTEL GEYSI SKIPHOLTI27 105 REYKJAVÍK Hugmyndir skulu merktar dulnefni, en mebfylgjandi í lokubu umslagi merktu dulnefni skal vera fullt nafn, heimilisfang ogsímanúmer vibkomandi. Hótel Geysir er lítib, en afar heimilislegt og rólegt hótel á góbum stab, þar sem abaláhersla er lögb á hlýlegt vibmót oggóba þjónustu vibgesti á sanngjömu verbi. Naubsynlegt er ab hib nýja nafn sé tungutamt jafnt fyrir útlendinga sem Islendinga. Hugmyndirab nafni skulu berastfyrir sunnudagjnn 9. september merktar. Glcesileg verblaun eru í bobi - þriggja vikna ferð til Majorka fyrir tvo - meb Mustang í ferjuflugi GÖMUL orrustuflugvél frá dögum síðari heimsstyrjaldar af gerðinni North American P-51D Mustang lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir skemmstu. Mustang-flugvélar vekja gjarnan mikla athygli hvar sem þær koma, því þæ eru í miklu uppáhaldi meðal flestra flugáhuga- manna. Vélin, sem var í ferjuflugi frá Bandaríkjunum til Sviss, hafði hér tæplega sólarhrings viðdvöl og var múgur og margmenni á flug- vellinum við brottför hennar héðan. Flugmaður Mustang-vélarinnar var hinn þekkti svissneski list- flugmaður Christian Schweizer, en hann er meðal fremstu listflug- manna í heiminum, og hefur verið það um margra ára skeið. Christian Schweizer er góður kunningi íslenskra listflugmanna og dvaldi hér um hálfsmánaðar skeið við list- flugsæfingar á frönsku Cap. 10-list- flugvélinni TF-UFO árið 1981. Fyr- ir tilstilli vinar síns, Magnúsar Norðdahls flugstjóra, sýndi hann listfiug á flugdegi sem haldinn var á Sauðárkróki það sumar og mun sú sýning seint hverfa úr minni þeirra sem á horfðu. Þegar Christian Schweizer er ekki að æfa sig eða keppa í list- flugi er hann við stjórn Learjet eða Challenger-þotu svissneska sjúkra- flugfélagsins Swiss Air Ambulance. Með Christian Schweizer í ferðinni var kaupandi vélarinnar, Max Vog- elsang, og sat hann í aukasæti sem komið hafði verið fyrir bak við flug- manninn, en þröngt hefur verið á þingi því þessi flugvélategund var hönnuð aðeins fyrir einn flugmann. Mustang Svisslendingsins Vog- elsangs var smíðuð árið 1944, en alls voru smíðaðar tæplega 15.700 P-51 Mustang-flugvélar á árunum 1941 til 1945 og var yfir helmingur þeirra véla af gerðinni P-51D sem var knúin 1.700 ha. Rolls- Royce/Packard Merlin-hreyfil og gat flogið yfir 700 km/klst. Must- ang-flugvélar eru afar vinsælar á flugsýningum víða um heim. Þær eru þá oftast málaðar til að líkjast flugvélum sigursælla orustuflug- manna úr síðari heimsstyrjöldinni. Þeim sem leið eiga til Orlando á Florida í Bandaríkjanum gefst nú tækifæri til að prófa Mustang af eigin raun. Þar er nýtekið til starfa fyrirtæki sem býður mönnum upp á hálftíma flugferð í Mustang fyrir aðeins fimmtíu þúsund krónur. Vilji flugmaður fá fullkomin réttindi til þess að fljúga slíkri vél þá kostar það aðeins meira eða um 1.350 þúsund krónur. Hafi einhvern les- andinn áhuga á að kaupa slíka flug- vél, þá skal þess getið að kaupverð meðalgóðrar Mustang-vélar er um þrjátíu og sex milljónir. - PPJ Mustang-flugvélin á Reykjavíkurflugvelli. Morgunblaðið/PPJ HUGM YNDASAMKEPPNI MNÝTTNAFN Akvebib hefur verib ab skipta um nafn á Hótel Geysi í Reykjavík og afþví tilefni verbur efnt til hugmyndasamkeppni um hib nýja nafn. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.