Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SECTEMBER 1990 20 DREPIÐ A YMSAR AFDRIFARÍKUSTU UPPGÖTV- ANIR í HEIMI BAKTERÍU- OG VEIRUFRÆÐI eftir GuÓrúnu Guólaugsdóttur. ALLIJR heimurinn bíð- ur í ofvæni eftir að fínn- ist lyf sem læknar al- næmi eða bóluefni sem kemur í veg fyrir það. Sá sem finnur slíkt verður án vafa blessað- ur sem velgerðarmaður mannkynsins. En með- an við bíðum skulum við huga að þeim rann- sóknum og uppgötvun- um, sem gera þessar væntingar okkar í dag raunhæfar. Emil Behring Elie Metchnikoff Paul Erlich Antoni Van Leeuwenhoek Robert Koch Louis Pasteur ullöld veirurann- sókna rann upp um 1950. Þá var búið að finna upp sýklalyf eins og t.d. penicillin og þau gerðu mögu- legt að rækta veir- ur í frumugróðri á rannsþknarstof- um. Aður sýktust öll sýni af bakteríum, en nú var hægt að setja sýklalyf út í sýnin og þá drápust bakteríurnar, en veir- urnar lifðu áfram. Menn reyndu áður að rækta veirur í eggjum og dýrum. Það var Sir Alexander Fleming sem fann upp ppnicillinið og ruddi þar með brautina fýrir veirurannsóknir. Hann fékk Nób- elsverðlaun árið 1945 fyrir þessa tímamótauppgötvun sína. Verð- laununum deildi hann með þeim Ernst Borsi Chain og Howard Walt- er Florey sem þróuðu uppgötvun hans áfram. Eftir að sýklalyfin komu til sögunnar gátu vísinda- menn verið með sýnin í tilrauna- glösum inni í hitaskáp, sem var mikill munur frá því að vera með mýs, eða önnur dýr, í þúsundatali inni á rannsóknarstofunum. Veirum var fyrst lýst skömmu eftir alda- mót. Þær eru ólíkar bakteríum, sem þá höfðu verið þekktar um alllangt skeið. Bakteríur eru frumur, en veirur eru eins konar smitandi efni, sem sest að í frumum og not- ar þær til að fjölga sér. Fyrir tæpum Ijörutíu árum tókst þremur visindamönnum, Enders, Weller og Robbins, að rækta mænu- veikiveiruna og fengu þeir Nóbels- verðlaun fyrir vikið árið 1954. Um svipað leyti var vísindamönnunum Salk og Sabin fengið það verkefni að fínna bóluefni við mænuveiki. Salk átti að búa til dautt bóluefni, en Sabin átti að búa til lifandi bólu- efni. Þeim tókst báðum ætlunarverk sitt og mænuveiki hefur verið út- rýmt úr hinum vestræna heimi. Salk var á undan með sitt efni, sem Islendingar eru bólusettir með enn þann dag í dag. En flestir aðrir nota Sabin-bóluefnið. Það er ein- faldara í notkun, er etið en ekki sprautað, en hefur þær aukaverk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.