Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 17
Þórshöfn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAjGUR 2. SEPTEMBER 199,0 . 17 Brauðgerð sett á laggirnar Þjónar svæðinu frá Vopnafirði til Raufarhafnar Þórshöfn. NÆG ATVINNA hefur verið á Þórshöfn í sumar og enginn á atvinnuleysisskrá, utan einn í júlí. Töluvert hefur verið um gatnaframkvæmdir og er því víða sundurgrafið og ýmsar krókaleiðir farnar til að kom- ast leiðar sinnar. Skipt var um símastrengi, vatnsleiðslur, ljósleiðari lagður upp á Gunn- ólfsvíkurijall og skipt var um jarðveg í einni götu. kvarta yfir eyðileggingu á bflum sínum og er ljóst að þarna er úr- bóta þörf. Búast menn hér við því, að tímabundinn mjólkurskortur geti orðið í vetur vegna lélegs vegakerf- is og snjóa. Reynslan mun leiða það Töluvert hefur verið um gatnaframkvæmdir og því viða sundurgrafið. Unnið er af fullum krafti við nýbyggingu flugvallar við Syðra-Lón á Þórshöfn og mun sú vinna standa eitthvað fram á haust. Hreinsunarátak hefur verið í þorp- inu og hafa gömul hús verið rifin og hreinsað mikið til við höfnina og er umhverfi þar hið snyrtileg- asta. Töluverð ferðamannaumferð hef- ur .verið hér í sumar og fer vaxandi ár frá ári. Þjónusta við ferðamenn er hér allgóð; tjaldstæði með hrein- lætisaðstöðu, ágæt sundlaug og söluskálar, sem bjóða upp á ýmis- legt matarkyns. Einnig er Hótel Jórvík starfrækt allt árið og er þar boðið upp á mat og gistingu. Guð- björg hótelstýra lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og tók hún t.d. á móti tæpiega 30 manna hópi um daginn og voru það flugumferðar- stjórar frá hinum ýmsu löndum. Það er enginn svikinn af sjávarréttum Guðbjargar, fremur en öðrum mat. Bændur undirbúa sig nú fyrir seinni sláttinn, en það er ekki á hveiju ári, sem hægt er að slá tvisv- ar á þessum slóðum. Heyfengur hefur almennt verið góður og eru bændur nokkuð ánægðir með sumarið. Hjá Kaupfélagi Langnesinga er í undirbúningi stofnun brauðgerðar og er nú unnið að endanlegri rekstr- aráætlun þar að lútandi. Tækja- kostur í nýja bakaríið er væntanleg- ur frá Danmörku von bráðar og hefur þegar verið ráðinn bakara- meistari til starfa. Auk hans verður atvinna fyrir tvo til viðbótar. Mark- aðssvæðið fyrir nýja bakaríið verður frá Vopnafirði til Raufarhafnar. Áætlað er að bakaríið verði tilbúið til notkunar í haust og hugsa Þórs- hafnarbúar sér gott til glóðarinnar að fá nýbökuð brauð á morgnana. Húsnæði brauðgerðarinnar er í Mjólkursamlagi Kaupfélagsins en það var lagt niður í júní og eru mjólkurvörur nú keyptar frá Vopna- firði. Mjólkurvörurnar eru sóttar til Vopnafjarðar á bíl og einnig er óunnin mjólk frá tveimur mjólk- urbúum í Svalbarðs- og Sauðanes- hreppi flutt til Vopnafjarðar tvisvar í viku. Hafa heimamenn áhyggjur af því að þessir mjólkurflutningar komi til með að ganga illa í vetur ef snjóar verða miklir og vetur erfið- ur, en vegakerfið milli Þórhafnar og Vopnafjarðar er vægast sagt afleitt. Segja má að Brekknaheiðin sé ein samfelld stórgrýtisurð og er þetta mjög slæmt, þar sem íbúar hér eru mjög háðir þessum land- flutningum. Bílstjórar, sem stunda reglulegar ferðir á þessari leið, HÝTT SÍMANÚM^ blaðaafgrbðs fHsÞírgmM&fcÍfo JASSBALLETT Fyrir alla aldurshópa. Lííleg list sem er ánægjunnar virði. Hver tími er 60 mín og hefst hann á upphitun sem er mismunandi eftir ,getu hvers hóps og nauðsynleg til að styrkja líkaman og undirbúa hann undir erfið spor. Kennarar. Sóley Jóhannsdóttir Astrós Gunnarsdóttir Bryndís Einarsdóttir BaRNa Jón Egill Bragason 10-12ÁRA Tímarnir byggjast á upphitun og dansi, í lok annar er haldin danskeppni. Kennarar: Sóley Jóhannsdóttir Bryndís Einarsdóttir 5 - 6 ÁRA OC 7 - 9 ÁRA Þroskandi hreyfmg fyrir hugann og líkamann tími sem byggist upp á upphitun dansi, leikrænni tjáningu og leikjum. Kennarar: Sóley Jóhannsdóttir Bryndís Einarsdóttir NÚTÍMABALLETT Fyrir 16 ára og eldri. Bland af jass og klassískum ballett sem tengir hug og hreyfingu. Kennari: Ástrós Gunnarsdóttir KLASSÍSKUR BALLETT Ballettkennsla fyrir 13 ára og eldri - Byrjendur. - Framhald. Kennari: Örn Guðmundsson “STREET DANCING Það nýjasta frá undirheimum stórborganna fyrir unglinga á aldrinum 13 -15 og 16 og eldri. Kennari: Þórhallur Skúlason TEYGJUR OG ÞREK 60 mín tímar fyrir karlar og konur þar sem lögð er áhersla á teygjur og styrkjandi æfmgar fyrir maga rass og læri (MRL) auk þrek uppbyggingu. Kennarar: Sóley Jóhannsdóttir Emelía D. Jónsdóttir VEGGTENNIS íþRÓTT Á UPPLEIð Dansstúdíói Sóleyjar býður upp á 3 vandaða veggtennissali og hægt er að leigja bolta og spaða á staðnum. Opnunartími: Mánd - fóstudaga 11.45 - 23.00 Laugardaga 10.00 - 16.00 Sérstakur skólaafsláttur virka daga frá kl 13 -17 og á laugar-dögum. NÝ STÚDÍÓi Höfum opnað Studíó í Veitinga- salnum Lund v/Auðbrekku í Kópavogi og í Samkomusal Hauka í Hafnarfirði. Pœr viðtökúr sem að Dansstúdíó Sóleyjar hefur fengið síðastliðin 10 ár er að þakka áhugsömum og hœfileikaríkum nemendum sem ár eftir ár hafa sýnt ánœgju í verki. Dansstúdíó Sóleyjar hefur frá stofnun lagt áherslu á að veita nemendum á öllum aldri full- komna fagkennslu. Markmiðið hefur ávallt verið að bjóða það nýjasta sem er að gerast í dansheiminum hverju sinni, spor í þá átt er að fá hingað erlenda danskennara frá viðurkenndum skólum eins og Alvin Aley má þar nefna: Cornelíus Carter en hann verður gestur okkar í vetur, Happy miller, Scherin Blake og Cornel Avy. Nú fer 10 starfsárið í hönd, meðal nýjunga á því ári er undir- heimadans stórborganna ‘Street dancing” og til að mæta óskum ánægðranemenda höfum við opnað stúdíó við Auð brekku í Kópavogi og í samkomusal Hauka Hafnarfirði. Vonandi sjáumst við í vetur! Allir geta dansað ef þeir lœra það rétt! Engjateigi 1 • Reykjavík • Símar 687801 & 687701 INNRITUN E R HAFIN "Til Hamingju með t(u árin" ALKUNNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.