Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 Morgunblaðið/Sverrir Jon Voight í góðum félagsskap. Lengst til hægri skellir Árni Samú- elsson upp úr. KVIKMYNDIR Rissuðum upp Og1 undirrituðum samn ing á servíettu! Hinn heimskunni Hollywood- leikari Jon Voight var stadd ur hér á landi undir lok vikunnar ásamt kvikmyndaframleiðandan- um Steven Paul. Þeir eru á hrað- ferð um þau lönd þar sem hin nýja kvikmynd þeirra, „Eternity", verður tekin til sýningar. Hér voru þeir staddir á vegum Bíóborgar- innar, Árna Samúelssonar, og í því skyni að kynna kvikmyndina fyrir hérlendum. Voight sagði á blaðamannafundi, að það væri „meiri háttar“ að vera staddur hér á landi, það hefði staðið til tvö síðustu árin, en ekki orðið fyrr en nú og þeir Steven hefðu sannar- lega notið dvalarinnar, enda hefðu Árni Samúelsson og flestir þeir landsmenn sem á vegi þeirra urðu dekrað þá í alla staði. Hér á landi ættu allir til bros og ljóst væri á andrúmsloftinu að hér byggi þjóð sem hefði reynslu og lag á því að leysa erfið vandamál. Jon var spurður hvaða hag þeir Steven sæu í því að kynna kvik- mynd þar sem fólksfjöldi væri jafn lítill og á íslandi. Hann sagði að fólksfjöldinn hefði ekkert með málið að gera, sér og Paul væri það einstakur heiður að sækja Is- lendinga heim og ekki síst Árna Samúelsson sem hann sagði afar vinsælan mann fyrir vestan haf meðal þeirra sem vinna að mark- aðssetningu kvikmynda. „Þegar ákveðið var að koma til Islands varð uppi fótur og fit og þegar hringt er að heiman er ekki spurt um Berlín eða Kaupmannahöfn eða París, heldur: „Hvernig var á íslandi?“ eða: „Eruð þið búnir að koma til íslands?“ Svona er þetta nú,“ sagði Voight. Voight er þekktur fyrir að flana ekki að neinu í vali á hlutverkum og velur hann sér hlutverk af ein- stakri kostgæfni. Miðað við langan feril hefur hann ekki margar kvik- myndir að baki, en jafnan hefur hann slegið í,gegn og meira að segja hreppt Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni „Com- ing Home“ þar sem hann lék her- mann sem kemur heim frá Víet- nam og á vægast sagt erfitt með að fóta sig heima fyrir á ný. Hann var spurður hvernig á samvinnu þeirra Stevens stæði. Hann svar- aði og sagði að Steven væri þekkt- ur í Hollywood, en samt „lítil)“. Hann gerði vandaðar myndir fyrir lítinn pening og viðfangsefni hans hefðu áður heillað sig. Hann hefði síðan kynnst Steven og fjölskyldu hans og dag einn voru þeir stadd- ir saman á veitingahúsi að ræða hugmyndir er Steven spurði Jon hvort að hann myndi ekki vilja starfa með sér að „Eternity". „Við rissuðum upp samning á servíettu og undirrituðum hann á staðnum," segir Voight og heldur áfram: „Ég hef alltaf tekið starfið alvarlega og reynt að velja þannig hlutverk að það sem ég skila á hvíta tjald- inu nýtist ungu fólki á einhvern hátt. Heimurinn er nú einu sinni þannig í dag að hann þarfnast þess að sem flestir komi fram fýr- ir skjöldu og miðli af krafti sínum. Það er gott að miðla krafti í gegn um kvikmynd og Steven var með góðar hugmyndir og undursam- legar sögur. Maður er stundum farinn að halda að það sé ekkert nýtt undir sólinni, en svo kemur á daginn að það er rangt. En vegna þess hve hugmyndirnar í „Etern- ity“ eru ferskar og nýjar, þá er myndin umdeild. Myndin snýst um von og hið góða. Það er undirtónn- inn.“ Kvikmyndin „Eternity" hefur verið frumsýnd í Bandaríkjunum og voru þeir Voight og Paul spurð- ir um móttökurnar. Þeir sögðu: „Við erum mjög ánægðir, mynd- inni er yfirleitt vel tekið. Það virð- ist að vísu vera svo að hún sé seintekin og annaðhvort átta menn sig ekki almennilega á henni, eða þeir heillast og vilja jafnvel koma aftur og aftur. Okkur er sagt að hún verði sýnd á íslandi í október og við eigum von á því að íslend- ingar taki myndinni vel. Kynni okkar af þeim gera okkur bjart- sýna. íslendingar eru opnir og menningin í þannig jafnvægi að hún hefur tekið það besta úr menningu nágrannalanda án þess að skerða sína eigin.“ Og í lokin var Voight beðinn að rifja upp hvað væri sér efst í huga eftir þessa íslandsheimsókn. Það stóð ekki í honum. Kvöldið sem hann kom blés Árni Samúels- son til móttöku í Veitingahöllinni og var þar margt gesta úr íslenska kvikmyndaheiminum. Voight seg- ist hafa heyrt á tal manna sem hann hafði nýlega rætt við. Einn sagði: „Hann er ágætur þessi Jon Voight, hann er jarðbundinn, alveg eins og við.“ „Þetta snart mig djúpt og hafði ekki minni áhrif á mig heldur en að standa uppi á sviði og taka við Óskarnum um árið„“ sagði Jon Voight. ROKK Þarf mikla sölumennsku til að lokka hingað erlenda tónlistarmenn Nú er aðeins um vika þar til að sannkölluð þungarokksþruma ríður yfír landið, en næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld leika bresku hljómsveitirnar Whitesnake og Quireboys í Reiðhöllinni. Quire- boys eru það sem gjarnan er kallað efnilegir nýliðar, hafa vakið þó nokkra athygli og eru talsverðar vonir bundnar við þá. Whitesnake er aftur gömul í hettunni. Sú sveit )ykir í senn ein fremsta þungarokks- hljómsveit allra tíma auk þess sem margt af tónlist sveitarinnar er það sem kalla mætti „melódískt" og sveitin -er laus við alls konar „stæla“ sem einkennir fjölmargar hljómsveit- ir í þessum tónlistargeirá. Tónleik- arnir í Reiðhöllinni eru því hvalreki fyrir alla unnendur rokktónlistar á islandi. Hitt er svo annað mál, að jað hefur alltaf þótt fjárhagslegt glæfraspil að flytja inn erlenda tón- listarmenn þar sem íslenski markað- urinn fyrir slíkt er svo lítill og marg- ir hinna frægustu fá ekki nema brot af venjulegri þóknun fyrir tónleika- hald þegar þeir leika hérlendis. Sá sem ber hitann og þungann af komu Whitesnake og Quireboys er Breti, Alan Ball að nafni, og Morgunblaðið tók hann tali. Ball sagði að það þyrfti mikla sölu- mennsku til að lokka frægar hljóm- sveitir eða tónlistarmenn hingað til lands, meðlimir Whitesnake og Qu- ireboys hefðu sagt sér að þeir væru spenntir fyrir að koma, einkum vegna þess að þeir vissu varla að til væri sá staður, ísland. Það stafaði af því að þótt landið væri stórt, væru landsmenn fáir og því tiltölu- lega lítil sala á hljómplötum. „Þess vegna er ísland léttvægt í margra augum,“ segir Ball. Þetta segir hann þó vera að breytast og hann sé kom- inn í samband við umboðsmenn fyrir vest.an haf sem hafí áhuga á því að senda hingað heimsfræga tónlistar- menn á næstu misserum og má nefna Billy Joel, Bon Jovi, Billy Idol og jafnvel Dire Straits sem munu líkast til hefja samstarf á nýjan leik innan tíðar. „En það þarf að selja þeim hugmyndina, ég komst snemma á borð til skipuleggjanda heimsreisu Whitesnake og eftir því sem ég sagði þeim meira frá landi og þjóð þeim mun spenntari voru þeir. Það er til dæmis verið að skipuleggja laxveiði- túr og golfvallarferð fyrir þá meðan á hinum stutta stans stendur," segir Ball. En hversu stór uppákoma er þetta og hvað kostar hún? Ball segist ekki vera yfir sig spenntur að ræða fjár- málin á þessari stundu, en fæst þó til að segja að Whitesnake tekur í sinn hlut 150.000 dollara fyrir bæði kvöldin. Það er nálægt 8,5 milljónum króna. Það er bara þóknunin, enginn aukakostnaður er þar inni, né þóknun Quireboys. Hann segir þó að sveitim- ar hafí lækkað taxta sinn verulega vegna mannfæðarinnar. „Þetta er óheyrilega dýrt og enginn endir á aukakostnaði, en maður vonar það besta,“ segir ofurhuginn. Hvað stærð uppákomunnar varðar segir Ball: „Hljóðmaðurinn minn, Bjarni Frið- riksson, tjáði mér að þetta yrði meiri styrkur heldur en hjá Kiss, Aha, Europe, Meatloaf og páfanum til samans. Þetta verður langstærsta dæmið sem lagt hefur verið upp á íslandi. Ég var á Doningtonhátíðinni um daginn. Ég er ekki mikið fyrir svona tónlist, en Whitesnake grípa hvern sem er, þeir eru frábærir, mikl- ir karakterar og stórkostlegir tónlist- armenn, sérstaklega gítarleikaramir Steve Vai og Adrian Vandenbergh." En hvað um samgöngur og örygg- isvörslu? „Háaum fjárhæðum verður varið í ókeypis strætisvagnaþjónustu. Vagnarnir munu ganga frá Hlemmi, Austurstræti og Mjóddinni. Þá verða 140 manns við öryggisvörslu, m.a. í strætisvögnunum. Það urðu einhver vandræði eftir Meatloaf-tónleikana um árið. Það mun ekki endurtaka sig. Til að koma í veg fyrir örtröð verður húsið opnað klukkan 20.00, eða klukkustund áður en Quireboys taka að leika. Samkvæmt áætluninni eiga Whitesnake að hefja leik klukk- an hálfellefu og með uppklappi leika þeir til um það bil klukkan tólf á' miðnætti," segir Alan Ball. Og í lok- in, hvað hefur selst? Það er uppselt á föstudagstónleikanna, rúmlega • 5.000 miðar famir. Síðdegis á fímmtudag voru auk þess þegar seld- ir 3.700 miðar á laugardagskvöldið. Það stefnir því allt í að uppselt verði þá einnig. Morgunblaðið/Þorkell Pappírs Pési á s1já á ný Barna- og fjölskyldumyndin Pappírs Pési var frumsýnd í gær, en það er Hrif hf. sem fram- leiðir myndina. Pappírs Pési er teikning sem lifnaði við. í mynd- inni segir frá nýjum uppátækjum krakkanna og Pésa. Meðal annars óvæntri flugferð Pésa, hörku- spennandi kassabílaralli, prakk- arastrikum í stórmarkaði, útistöð- um við geðstirðan nágranna og geimfari sem lendir í garðinum hjá honum. Kvikmyndin var tekin upp í Hafnarfirði sumrin 1989 og 1990. Leikarar eru flestir börn og má sjá þau hér samankomin á myndunum sem teknar voru á forsýningu á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.