Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 Norræna ráðherranefndin óskar eftir að ráða skrifstofustjóra (sekretariatschef) við Norræna vísindaháskólann (Nordisk Forskerudd- annelsesakademi), sem nú hefur verið stofnaður. Starfsemi Norræna vísindaháskólans hefst 1. 1. 1991. Tilgangurinn með rekstri stofnunarinnar er sá að koma á fót sam- norrænu styrkjakerfí til handa nemend- um, er vinna að rannsóknum og rann- sóknamönnum á Norðurlöndum. Rekstur stofnunarinnar og stuðningur sá, sem hún mun veita, miðast jafnt við samnorræn verkefni sem og verkefni, sem unnið er að í einstökum löndum. Háskólanum er m.a. ætlað að koma á fót nýjum námskeiðum og styrkjakerfí fyrir þá, sem vinna að rannsóknum, auk þess sem stofnunin mun taka við yfirstjórn núverandi styrkjakerfis og hafa umsjón með mörgum þeirra námskeiða og ráð- stefna, sem nú fara fram í nafni norrænn- ar vísindasamvinnu. í stjórn stofnunarinnar sitja fulltrúar frá Norðurlöndunum. Dagleg yfirstjórn verð- ur hins vegar í höndum starfsmanna skrif- stofu stofnunarinnar og verður skrifstofu- stjórinn (huvudsekreteraren) yfirmaður hennar. Skrifstofustjóranum er ætlað að eiga frumkvæði að nýjum verkefnum og vinna að skipulagningu. Skrifstofustjórinn verð- ur og ábyrgur fyrir starfseminni gagnvart stjórn háskólans. Krafist er víðtækrar reynslu af rannsókna störfum og stjórnun á þessu sviði, auk þess sem viðkomandi þarf að þekkja vel til norrænnar rannsóknastarfsemi, m.a. í háskólum á Norðurlöndum. Um fullt starf er að ræða en ákveðinn sveigjanleiki kemur þó til greina, t.a.m. ef viðkomandi vill viðhalda tengslum sínum við rannsóknastarfsemi á tilteknu sviði. Ráðning er til fjögurra árá. Ríkis- starfsmenn á Norðurlöndum eiga rétt á leyfi frá núverandi starfi. Laun miðast við reynslu og hæfni. Launakröfur fylgi umsókninni. Skattar af tekjum verða greiddir í viðkomandi landi. Æskilegt er að viðkomandi geti tekið til starfa sem fyrst, þar sem rekstur stofnunarinnar verður hafinn 1. 1. 1991. Þegar gengið hefur verið frá ráðningu skrifstofustjóra, verður jafnframt ákveðið hvar háskólinn verður staðsettur. Nánari upplýsingar veita Risto Tienari, deildarstjóri, og Peter Uffe Meier, ráðu- nautur, á skrifstofu Norrænu ráðherra- nefndarinnar í síma 45-33-1 1-47-1 1. Umsóknir skal senda Norrænu ráðherra- nefndinni, Store Strandstræde 18, DK- 1255, Köbenhavn. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 15. október 1990. Samvinna ríkisstjórna Norðurlanda fer fram á vettvangi Norrænu ráðherranefnd- arinnar. Samvinnan snertir öll meginsvið samfélagsins. HORNSOFAR s SÓFASETT Smíðum eftir máli. Mikið úrval af leðri, leðurlíki og áklæði. íslensk framleiðsla. Útsölustaðir: Bíldshöfða 8, símar 674080 og 686675 ÞANNIG KEMSTU í GEGNUM MENNTÓ! Nám í framhaldsskólum hefur aldrei verið talið til skemmtilegustu hluta, sem fólk ákveður að taka sér fyrir hendur. Sama má segja um margt annað sem haft er fyrir stafni langtímum saman og þess vegna er til komin afþreyingin. Láttu þér ekki leiðast - léttu þér lífið - leigðu myndband RETURN OF THE LIVING DEAD PART 2 Einmitt þegar allir héldu að það væri i lagi oð vera dauð- ur. Hryllilega fyndin,mynd um grafalvarlegt mál sem lifgar andann. ÚTGÁFUDAGUR 10. SEPTEMBER. NEXT OF KIN Þeir bönuðu bróður hans. Þegar Patrick Swayze lætur sjá sig er eins gott að flýja til fjalla. Þessi magnoði dreif- býlistryllir hefur að geyma bæði spennu og hraða. ÚTGÁFUDAGUR 10. SEPTEMBER. THE HOLY GRAIL Biðin er á enda. Loksins er hún fáanleg myndin sem múgur og margmenni hafa leitoð að í fjölda ára. Með íslenskum texto að sjálfsögðu færðu eina bestu grínmynd allra tíma. JABBERWOCKY Sífellt fleiri eru að uppgötva hverjir fundu upp grínið. Jabberwocky er fróbær grinmynd með Terry Gilliam og Michael Palin úr Monty Python hópnum sem gefur Holy Grail ekkert eftir. Þú tryggir þér allar bestu myndirnar, besta verðið og bestu þjónustuna á myndbandaleigum okkar. HOWIGOTINTO COLLAGE Frá framleiðendum A Fish Called Wanda kemur þessi topp grínmynd sem veldur sinadrætti í hláturtaugunum. Aðalhlutverk: Anthony Edwards (Top Gun) og Corey Parker (Biloxi Blues). ÚTGÁFUDAGUR 4. SEPTEMBER. WITHOUT HER CONCEHT Kona, sem var nauðgað af vini sínum, háir hálfvonlausa barátfu fyrir réttlæti, því yfirvöld neita að viðurkenna glæpinn. Spennandi mynd sem spyr margra áleit- inna spurninga. ÚTGÁFUDAGUR 4. SEPTEMBER Þar sem myndirnar fástí M • Y-N-D-bR myndbandaleigu r S T' E I N A R KfílNGLAN 4 SKIPHOLTI9 ÁLFABAKKA 14 fíEYKJAVÍKUfíVEGI 64 sími 679015 sími 626171 sími 79050 sími 651425

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.