Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 21 Cæti veríó hættulegt aó boróa kjöt afríóuveikum dýrum Arthur Löve veirufræðingur. Morgunblaðið/Börkur Alþjóðlegu veirufræðiþing'i lauk í gær i Berlín. Arthur Löve veirufræðingur sat þetta þing ásamt 5000 öðrum þátttakend- um. í samtali við Morgunblaðið sagði Arthur að mikið hefði verð rætt um sjúkdóm í mönn- um sem skyldur er riðu í fé.„ Sjúkdómurinn nefnist Gerst- mann Straussler og er bæði smitandi og ættgengur. Sjúk- dómur þessi er þó sjaldgæfur. Tekist hefur að taka gen úr sjúklingum og setja í mýs og eftir nokkurn tíma sýkjast mýsnar. Afkomendur sýktu músanna fá sjúkdóminn einnig og bera hann áfram til sinna afkomenda. Þetta hefur vakið töluverða athygli og verið mikið athugað. Smitefnið er ekki venj- uleg veira heldur virðist þarna vera um að ræða samspil veiru og erfðaefnis hýsilsins. Ekki kvaðst Arthur vita til að þessum sjúkdómi hefði verið lýst á íslandi. „Þessar til- raun ir eru merkilegar vegna þess að þær eru taldar lík- legar tii að leysa þann leyndardóm sem riðuveikin er. Hún hefur lengi verið stór spuming í veirufræð- inni,“ sagði Arthur ennfremur. Hann sagði einnig að á þinginu hafi verið talað mikið um riðu sem borist hefur í nautgripi á Bret- landi. „Æ fleiri nautgripir þar hafa fengið riðuveiki og einnig er vitað um klaufdýr í dýragörðum sem fengið hafa riðuveiki. Það er jafnvel vitað um kött sem hefur fengið þennan sjúkdóm. Sumir telja hættulaust að borða kjöt af riðuveikum dýrum en aðrir hafa grunsemdir um að það sé hættu- legt. Arthur sagðist sjálfur ekki myndu taka neina áhættu í því sambandi. „Ég myndi ekki gefa börnum mínum slíkt kjöt því eng- in vissa er fyrir því að kjöt af riðu- þeirra. Það virðist því geta skipt sköpum hve mikið magn af smit- efni berst í einstakling. Ekkert nýtt hefur komið fram um bólu- efni fyrir menn á þinginu í Berlín. Kettir geta líka fengið einskonar alnæmi. Kattaalnæmisveira virð- ist til í köttum út um allan heim og því telur Arthur sennilegt að kettir með alnæmi séu líka til á íslandi. Ketti er einnig hægt að veikum dýrum beri ekki smit,“ sagði Arthur. Rætt var einnig um tilraunir með bóluefni við Alnæmi. Sérs- taklega var rætt um tilraunir með apa. Komið hefur í ljós að apar sýktir af alnæmisapaveiru geta varið sig að vissu marki ef þeir eru bólusettir. En ef smitefni fer yfir ákveðið mark bilar vöm verja gegn alnæmi að ákveðnu marki. Umræður um lifrarbólgur hafa einnig verið talsverðar á veiru- fræðiþinginu. Að sögn Arthurs Löve er nú vitað að það eru eink- um tvær veirur sem valda nýlega uppgötvuðum lifrarbólgu sýking- um sem nefndar eru C og E lifrar- bólgur. Lifrarbólga C veldur lang- varandi lifrarbólgum og getur fólk orðið mikið veikt. Sjúkdómurinn getur með tíð og tíma eyðilagt lifur í fólki. Smitleiðir þessarar veiru eru með öllu óþekktar. Um eitt til tvö prósent af fólki er sýkt af lifrarbólgu C, hér á landi hafa verið teknar upp mælingar á þess- ari tegund lifrarbólgu. „ Með erfð- atækni er veiran framleidd og notuð til mælinga á smitefnum í blóði fólks. Hlns vegar er vitað að lifrarbólga E smitast með fæðu og hafa komið upp slíkir faraldrar erlendis. Lifrarbólga E er tiltölu- lega meinlaus og gengur yfir. Ekki er vitað til þess að fólk'hafi látist af lifrarbólgu E og afleiðing- ar hennar eru ekki taldar alvarleg- ar,“ sagði Arthur að lokum. Arthur Löve veirufræðingur segir tíðindi frá nýafstöðnu þingi veirufræðinga í Berlín anir að einstaka barn lamast af því. En enginn lamast af Salk-bólu- efninu. Nú er vísindamaðurinn Salk kominn til sögunnar á nýjan leik. Hann er í fararbroddi í tilraunum til að gera bóluefni gegn alnæmi. Hann notar mjög ámóta aðferðir nú og hann notaði við gerð bóluefn- isins við mænuveiki. Langflestir reikna með að til verði bóluefni gegn alnæmi um ald- amót. Jafnvel er talið hugsanlegt að hægt verði að bólusetja áhættu- hópa eftir fímm ár. Þegar hefur verið sýnt fram á í tilraunum með apa, að hægt er að framleiða bólu- efni, sem ver þá alnæmissýkingu, en AIDS-veiran sem sýkir apa er náskyld þeirri AIDS-veiru, sem sýk- ir menn. Bóluefni gegn alnæmi virðist að því best verður séð næsta stórvirki í veirufræði. Menn telja að erfíðara verði að finna gott lyf til að lækna þá sem þegar eru sýkt- ir. Öll lyfjameðferð gengur út á að fínna lyf sem drepur veiru, eða hemur hana, án þess að drepa manninn. Þetta er erfitt, því ensím- kerfí veira er tiltölulega líkt ensím- kerfí mannsins, öfugt við það sem gerist með bakteríur. Ef bóluefni gegn alnæmi kemur fram, væri hægt að útrýma veirunni, fræðilega séð. Það myndi þó verða erfiðara en með marga aðra sjúkdóma, því alnæmisveiran er oft í fólki, sem illa gengur að fara eftir reglum, t.d. eiturlyfjaneytendum. Sumum sjúkdómum hefur verið útrýmt í hinum vestræna heimi, t.d. misling- um, og bólusótt hefur verið útrýmt í öllum heiminum. Maðurinn, sem fann bóluefnið gegn bólusótt, hét William Jenner og var læknir sjálfr- ar Viktoríu Englandsdrottningar. Hann er úr hópi hinna gömlu land- vinningamanna í heimi bakter- íanna, birti athuganir sínar á bólu- sótt um miðja síðustu öld. Hann var því aðeins fyrr á ferðinni en þeir menn sem stunduðu bakteríu- veiðar af hvað ástríðuþrungnustum ákafa undir síðustu aldamót. Þá var mikil rómantík í kringum bakteríu- rannsóknir. Allur hinn upplýsti heimur beið þá milli vonar og ótta meðan úttaugaðir vísindamenn lögðu nótt við dag til að fínna orsak- ir og lækningu við ýmsum þeim sjúkdómum, sem nú heyra nánast sögunni til. Svo vel tókst að uppr- æta bólusóttina að bólusóttarsýkil- inn er nú hvergi að finna nema á rannsóknarstofum. Um þessar mundir ræða vísindamenn í fullri alvöru um að eyðileggja þá sýkla, sem til eru, til þess að tryggja að óvandaðir menn taki ekki upp á að nota bólusóttarsýkilinn í efnastríði þegar þær kynslóðir, sem síðastar voru bólusettar, eru dánar úr elli. Um það leyti sem baráttan við bólu- sóttina var komin í algleyming, voru menn að gera ótrúlega merki- legar og afdrifaríkar uppgötvanir í sambandi við sýkla. Smásjáin Forsendan fyrir athugunum manna á bakteríum og veirum er smásjáin og hún stökk ekki alsköp- uð fram á sjðnarsviðið fremur en aðrar uppfyndingar mannanna. Antonius Leeuwenhoek hét maður sem fæddist í Delft í Hollandi árið 1632. Hann var af körfugerðar- mönnum og bruggurum kominn en sjálfur setti hann á stofn klæða- verslun sem hann rak í marga ára- tugi. Hann kunni ekki önnur tungu- mál en sitt móðurmál og hann átti ekki aðrar bækur en biblíuna. En fáfræði hans reyndist honum ekki ijötur um fót heldur miklu fremur mikið happ því hún olli því að hann varð að treysta á dómgreind sjálfs sín og sá ekki né heyrði það sem lærðir menn höfðu til málanna að leggja í þann tíð, sem sumt hvert hefði fremur torveldað honum þetta starf fremur en hitt. Leeuwenhoek ól snemma í bijósti mikla löngun til þess að slípa sjóngler. I tuttugu ár heimsótti hann gleraugnasmiði reglulega til þess að læra af þeim hvernig gler væru slípuð og hann snuðraði í dollum gullgerðarmanna og lyfja- fræðinga til þess að komast að því hvernig þeir ynnu málma úr málm- grýti. Svo fór hann að slípa gler og beitti allri sinni vandvirkni við það verk. Því næst festi hann gler- in í hólka úr silfri eða gulli sem hann hafði sjálfur brætt úr málm- grýti. Honum tókst að slípa sjón- gler sem var að þvermáli minna en einn sentímetri að þvermáli og svo nákvæmlega tvíhverft að í því urðu smáir hlutir alveg furðulega stórir og skýrir. Hann fór nú að beina gleijum sínum að því sem á vegi hans varð. Aldrei skrifaði hann staf eða gerði teikningu að neinu fyrr en hann hafði athugað það mÖrg hundruð sinnum og séð að það væri alltaf óbreytt við sömu skil- yrði. Einn daginn skoðaði hann dropa af ringingarvatni og þá sá hann örsmá kvikindi sem þó reynd- ust hræðilegri en eldspúandi drekar eða marghöfða ófreskjur. Fyrstur allra manna sá Leeuwenhoek morð- vargana sem myrtu smáböm í vöggum og konunga í víggirtum borgum og vegna þessarar uppgötv- unar er nafn hans skráð stóru letri í mannkynssöguna. Við athugun á piparkornum datt Leeuwenhoek niður á aðferð til þess að ala upp bakteríur og eftir það skrifaði hann Konunglega vís- indafélaginu í London og sagði frá uppgötvun sinni. Smám saman varð Leeuwenhoek kunnur um alla Evr- ópu og meira að segja Pétur mikli Rússakeisari og Englandsdrottning lögðu leið sína til Delft til að heilsa uppá hann. Ásamt Isaac Newton og Robert Boyle var hann frægasti meðlimur Konunglega félagsins um sína daga. En þó Leeuwenhoek sæi fyrstu manna bakteríur og áttaði sig á að þær dæju í miklum hita þá gerði hann sér samt ekki grein fyrir að bakteríurnar yllu sjúkdóm- um í mönnum. Einn af höfuðkostum Leeuwenhoek var einmitt sá hve laus hann var við hugmyndaflug auknecht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI wm \ \ i | KÆLISKÁPAR FRYSTISKÁPAR 0G MARGT FLEIRA ELDAVELAR 0G OFNAR UPPÞVOTTAVÉLAR ÞVOTTAVELAR ÞURRKARAR KAUPFELOGIN UM LAND ALLT SAMBANDSINS HÓLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.