Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 2
I FRÉTHR/INNLENT 06GÍ H39M382CI .2 HU0AQUVÍKU8 QIQAJ8VÍIJOíiOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 11/ra Fullveldi ogfána ogfagnað Á hádegi í gær var skotið 21 fallbyssuskoti um borð í varðskipinu Tý við Ingólfsgarð til að minnast 1. desember 1918. Útgjöld ríkissjóðs vegna endurnýjunar kjarasamnínga: Ekki sérstaklega útreiknað Guðmundur H. Garðarsson um bráðabirgðalögin; Þarf að kynna mér málið áður en ég tek ákvörðun GUÐMUNDUR H. Garðarsson, alþingismaður, sat ekki þing- flokksfund sjálfstæðismanna þegar ákvörðun var tekin um að greiða atkvæði gegn bráða- birgðalögunum. Guðmundur er staddur í London á fundi Þing- mannasambands Atlantshafs- bandalagsins. „Ég mun setja mig inn i málið þegar ég kem heim og taka mínar ákvarðanir út frá því,“ segir Guðmundur. A Eg þarf að ræða við samþing- menn mína í Sjálfstæðis flokknum og auk þess vil ég kynna mér málið betur áður en ég tek mína ákvörðun,“ segir Guðmund- ur. Hann er væntanlegur til lands- ins á miðvikudag. Lýst eftir bifreið LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir bifreiðinni Y-I7792, sem er drapplituð Toyota Corolla, ár- gerð 1982. Vinstri hurð bifreiðarinnar er nýsprautuð og litaskil skörp. Hægri.hlið er blettótt vegna undir- vinnu fyrir sprautun. Áríðandi er að þeir sem orðið hafa bifreiðarinnar varir láti lög- reglu vita. SÉRSTAKIR útreikningar hafa ekki verið gerðir á útgjöldum ríkissjóðs vegna endurnýjunar kjarasamninga fram til 1. sept- ember á næsta ári. Kostnaður ríkissjóðs vegna lækkaðs kjarn- fóðurgjalds nemur 75 milljónum. Að sögn Boila Þórs Boliasonar hjá hagdeild ijármálaráðuneytis er ekki um stórvægilegar upphæðir að ræða og bjóst hann ekki við að slíkir útreikningar yrðu gerðir. Útgjöid ríkissjóðs vegna kjarasamninganna felast einkum í helmingslækkun á kjarnfóðurgjaldi og kostnaður ríkis- ins vegna þess nemur um 75 milljón- um kr. Bolii sagði að eftir ætti að koma í ljós hvernig staðið yrði að skattamálum en viðsemjéndur ríkis- ins hefðu ekki sett það að skilyrði fyrir samningum að horfið yrði frá skattahækkunum. Ríkisvaldið hefði hins vegar lýst því yfír að tekið yrði mið af verðlagsmarkmiðum en það hefði ekki tekið á sig beinar skuld- bindingar hvað varðaði skattamál, að sögn Bolla. Frestanir á verðhækkunum á opin- berum gjaldskrám, einkum hjá Pósti og síma og Sementsverksmiðjunni, voru að sögn Bolla hins vegar sál- fræðilegt atriði. Hækkanir á opinber- Um helgina fer fram innan Kvennalistans forval um fram bjóðendur í fimm efstu sæti fram- boðslistans í Reykjavík. Tólf eru í kjöri: Guðný Guðbjömsdóttir, Guð- rún Halldórsdóttir, Hólmfríður Garð- arsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Ingi-, björg Sólrún Gísladóttir, _ ína Giss- urardóttir, Kristín Árnadóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Ein- um gjaldskrám samkvæmt íjárlaga- frumvarpinu væru það litlar að vísi- tala framfærslukostnaðar myndi lækka um 0,15% ef hækkanirnar yrðu þurrkaðar út. arsdóttir, Sigríður Lillý Baldursdótt- ir, Sigríður Stefánsdóttir og Sigrún Helgadóttir. Kjörgögn hafa verið send Kvenna- listakonum og er búist við að atkvæð- aseðlar hafi skilað sér um miðja vik- una. I forvalinu eru fimm efstu fram- bjóðendur valdir en uppstillinganefnd raðar í önnur sæti. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra: Steingrím- ur og Stef- anía í efstu sætunum Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins i Norðurlandskjördæmi- Eystra samþykkti eftirfarandi framboðslista til Alþingiskosn- inga á komandi vori á fundi í Skúlagarði á laugardag. Ifyrsta sæti er Steingrímur J. Sigfússson, landbúnaðar og samgönguráðherra, Gunnarsstöð- um í Þistilfirði. í öðru sæti Stef- anía Traustadóttir, félagsfræðing- ur og starfsmaður jafnréttisráðs, Lokastíg 7 í Reykjavík. í þriðja sæti Björn Valur Gíslason, sjómað- ur og bæjarfulltrúi, Bylgjubyggð 1 í Ólafsfirði. í fjórða sæti Orlygur Hnefill Jónsson, héraðsdómslög- maður, Laugarbrekku 16 á Húsavík. I fimmta sæti Sigrún Sveinbjömsdóttir, sálfræðingur og forstöðumaður Sólborjgar, Ham- arstíg 33 á Akureyri. I sjötta sæti Kristín Margrét Jóhannsdóttir, íslenskunemi við Háskóla íslands, Þverholti 8 á Akureyri. í sjöunda sæti Kristján Eldjám Hjartarsson bóndi á Tjörn í Svarfaðadal. í átt- unda sæti Sigrún Þorláksdóttirj húsmóðir, Sólbrekku í Grímsey. I níunda sæti Jón Geir Lútersson bóndi á Sólvangi í Fnjóskadal. í tíunda sæti Rósa Eggertsdóttirj skólastjóri, Sólgarði í Eyjafirði. I ellefta sæti Guðmundur Lúðviks- son, sjómaður, Víkurbraut 20 á Raufarhöfn. í tólfta sæti Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju, Lyngholti 1 á Akureyri. í þrettándá sæti Kristján Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Álf- hóli 1 á Húsavík og í fjórtánda sæti Jakobína Sigurðardóttir, rit- höfundur, Garði í Mývatnssveit. Við síðustu kosningar skipaði Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðar- maður fjármálaráðherra, annað sæti framboðslista Alþýðubanda- lagsins í kjördæminu. Þórhildur Þorleifsdótt- ir hættir þingrnennsku ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir, alþingismaður Kvennalista, verður ekki í framboði í komandi alþingiskosningum. Hún tilkynnti þessa ákvörðun sína innan Kvennalistans I byrjun nóvember. „Þessa ákvörðun tók ég bæði að persónulegum og pólistískum ástæðum," sagði hún. Þórhildur kvaðst áfram mundu starfa innan Kvennalistans þótt hún hyrfi af þingi. Sönglist: Tíu íslendingar fastráðn- ir við óperuhús erlendis TÍU íslenskir söngvarar eru um þessar mundir fastráðnir við óperuhús erlendis. Sjö söngvarar starfa við óperuhús í Þýska- landi en hinir hafa gert samninga við óperuhús í Noregi, Bret- landi og Vínarborg. Að minnsta kosti tveir íslendingar starfa erlendis en eru ekki samningsbundnir. Islenskum söngvurum hefur verið boðið að taka að sér verkefni erlendis í vetur. Sólrún Bragadóttir hefur gert þriggja ára samning við óper una í Hannover en áður starfaði hún í Kaiserslautern. í vetur syngur hún hlutverk Paminu í Töfraflautunni auk þess sem hún fer með stór hlutverk í tíu öðrum óperum. í Kaiserslautern söng Sólrún meðal annars greif- ynjuna í Fíg- aró, Donnu Önnu í Don Giovanni og Mimi í La Bo- heme. Sólrún mun syngja í C- moll messu Mozarts með Sinfó- níuhljómsveit íslands 10. janúar. Guðbjörn Guðbjörnsson hefur gert tveggja ára samning við óperuna í Kiel en í samtali við Morgunblaðið kom fram að hon- um hefði nýlega verið boðið að framlengja samninginn um eitt ár. Sagðist Guðbjörn ekki hafa tekið ákvörðun um tilboðið og benti á að hann hefði fengið til- boð frá fleiri óperuhúsum. Um þessar mundir syngur Guðbjörn hlutverk San Lui í Franco Leoni auk þess sem hann hef- ur sungið í Ijórtán sýn- ingu á Cosi fan tutte þar sem hann fer með hlut- verk Ferrandos. Hvað nánustu framtíð varðaði sagði Guðbjörn að hann væri á leið heim til Is- lands þar sem hann heldur tón- leika ásamt Jónasi Ingimundasyni í Gerðubergi 19. janúar. Eftir tónleikana heldur Guðbjörn til Kielar þar sem_ hann æfir hlut- verk Georgs í Óperuballinu eftir Haeuberger. Óperuballið verður frumsýnt 3. mars. Eftir það taka við æfingar á Don Pasqualy sem frumsýnt verður 5. maí. í Don Pasquale fer Guðbjöm með hlut- verk Ernesto. Samningur Kristins Sigmunds- sonar við óperuna í Wiesbaden er laus næsta haust. Hann hefur að undanförnu tekið þátt í sýning- um á Don Carlo, La Boheme og Fidelio auk þess sem hann hefur sungið titilhlutverkið í Eugene Onegin í Dusseldorf. í mars syng- ur Kristinn í Jóhannesarpassíu eftir Bach í Hollandi en í vor fer hann með aðalhlutverkið í Rigo- letto í Wiesbaden. Næsta sumar býst Kristinn við að vera við Drottningholm óperuna í Svíþjóð og næsta haust taka við gesta- leikir í Hollandi og Sviss. Kristinn reiknar með að verða áfram í Wiesbaden eftir að samningur hans við óperuna rennur út. Ólafur Arni Bjamasson hefur gert tveggja ára samning við óperuhúsið í Regensburg þar sem hann hefur farið með hlutverk Don Jose í Carmen. í vetur mun Ólafur Árni fara með hlutverk Eriks í Hollendingnum flúgandi og hlutverk Macduffs í Macbeth. Erlingur Vigfússon starfar um þessar mundir við óperuhúsið í Köln þar sem hann mun í vetur fara með hlutverk Monostatosar í Töfraflautunni og unga þjónsins í Elektru. Þá starfar Bergþór Pálsson við óperuna í Kaisers- lautern í Þýskalandi. Hann sýng- ur hlutverk Doktor Maletesta í Don Pasquale en kemur til ís- lands á næstunni. Síðasttaldi söngvarinn í Þýskalandi er Viðar Gunnarsson. Hann er á föstum samning við óperuna í Wiesbaden fram til vorsins 1992. Viðar mun í vetur fara með hlutverk risa í Rínargullinu auk þess sem hann kemur fram í Undine, Don Gio- vanni og Töfraflautunni. Rannveig Fríða Bragadóttir er í vetur samningbundin við Vín- aróperuna en í samtali við hana kom fram að þar eru söngvarar aldrei ráðnir til lengri tíma en eins árs. Hún hefur farið með smærri hlutverk í ýmsum óperum í haust en mun í febrúar og mars fara með hlutverk tón- skáldsins i Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss. í febrúar tekur hún þátt í konsertupp- færslu á Elektru í tilefni af 100 ára afmæli Carnegie Hall í New York. Guðjón Óskarsson gerði tveggja ára samning við óperuna í Oslá í haust. Meðal þeirra verka, sem hann tekur þátt í nú í vet- ur, eru La Boheme, Barnæska Krists og Anna Pedersdotter. Hann mun fara með hlutverk Sparafucile í Rigoletto í íslensku óperunni um þessi jól. Gunnar Guðbjörnsson er á samning hjá National Opera Studio í London þar sem hann fer með nokkur hlutverk í vetur. Af ósamningsbundnum söngv- urum má nefna Sigríði Ellu Magnúsdóttir, sem býr í London en tekur þátt í Rigoletto um jól, og Kristján Jóhannsson sem taka mun þátt í yfir 70 sýningum víðs vegar um heiminn á næsta ári. Meðal sýninga, sem Kristján tek- ur þátt í, eru Aida í Berlín og II Trovatore í Vín. Þess má að lokum geta að Sigrúnu Hjálmtýrsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í upp- færslu á Brúðkaupi Fígarós í Þrándheimi í febrúar. BAKSVIÐ eftir Önnu G. Ólafsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.