Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 38
KARLAR Hetjur Þá rlðu hetjur um héruð, ortu menn hér fyrr á árum, þegar ljóst fór að verða að eitthvað var karlmennskan að verða elliær í mannskapnum. Það er að segja, ef maður miðar við söguöld. Og það er svosem ekki við neitt annað að miða. Og þar sem ég er alltaf með nefið oní bókum afþví það er svo fátt annað áhugavert í heiminum, er ég smátt og smátt farin að gera mér grein fyrir því að karlrithöfundar síðastliðna öld eru búnir að ganga af karlmennskunni dauðri. Það er að segja fyrir karlmenn. Byrjaði líklega með Dostojevski, þegar hann skrifaði um Raskolnikov í Glæpur og refsing - þann arma þijót sem er rignegldur inn i eina af bestu sögum aldanna. Það tók mig dálítinn tíma að meðtaka þennan Raskolnikov, eftir áralanga veru í íslendinga- sögunum. Hann er svona and- hetja og það var eins og karlkynið hefði andað léttar, kastað af sér okinu og ákveðið að verða að kveifum. Allavega eru þeir vand- fundnir karlmennirnir sem geta státað af þvi að vera hugaðir, ábyrgir, ærukærir og orðvarir - heldur er þetta síjapplandi innan- tómar tuggur, ábúðarfullt á svip. Sérstaklega stjórnmálamenn. Það held ég hann Njáll hefði ælt i fjórt- án metra boga, hefði hann þurft að hlusta á þetta nútimastjórn- málaþvaður. Svo hefði hann stungið úr sér hljóðhimnurnar - sá mikli stjórnspekingur og látið sér í léttu rúmi liggja hvort hann dó úr elli eða sárum. Hetjurnar voru útdauðar um það bil sem kvikmyndaiðnaður- inn fór að ryðja sér til rúms og nú vantaði karlímynd til að blekkja kvenfólkið. Upphófst hin rómantiska karlímynd, sem líklega á sér upphaf í Werther Göthes; fagri illi auðnuleysingi, með röku augun varð „hetjan" sem búin er að halda kvikmynda- listinni gangandi, jafnvel þegar hart er i ári. Þessar bijóstum- kennanlegu týpur. En afhveiju gekk þetta? Það er vegna þess að heimur- inn getur ekki verið án sannrar hetju. Þegar karlmennirnir afsö- luðu sér forréttindunum, hirtu konurnar karlmennskuna upp. Kvennabaráttan varð til vegna skorts á hetjum. Og svo sannar- lega hefur konum tekist vel til. Ég heyrði eitt kvöldið í fréttunum að i skólum í Danmörku væri áberandi hvað stúlkur væru miklu athafnasamari innan og utan skóla og að einnig væri áber- andi að þær stefndu að einhverri vissri menntun og atvinnu í lífinu. Drengirnir væru meira reikandi. Þetta er auðvitað einn árangur kvennabaráttunnar. Stúlkur taka mæður sínar til fyrirmyndar. Þær alast upp hjá mæðrum sem hafa aflað sér menntunar, og finnst það sjálfsögð mannréttindi að vinna utan heimilis. Svona hræðilegum „sterkum" konum. Þessar stúlkur gera sér grein fyrir þvi að eina öryggið í lífinu felst i menntun og starfsþjálfun þeirra sjálfra . . . Nei, kannski er það tóm vit- leysa. Kannski giftast þær bara einhverjum af þessum óákveðnu, sorgfullu drengjum, pumpa þá áfram í námi og starfi - verða konurnar á bak við manninn. Svo dást allir að þeim fyrir að hafa stutt svona vel við bakið á elsku- legum eiginmönnunum, sem hefðu aldrei orðið þetta eða hitt, án stuðnings HENNAR. Og eng- inn spyr hvað hún hefði getað orðið, ef hún hefði eytt öllum þess- um tima og kröftum í að koma sjálfri sér áfram. Hún verður bara hetjan hans mannsins síns. Og í minningargreininni hennar verða afrek hans í þjóðfélaginu tíunduð og eitthvað minnst á saumaskapinn hennar og ein- hverjar tertur sem hún á að hafa bakað. eftir Súsönnu Svavarsdóttur 1 i iria íNIfUD'AGtrR 2. íð!)0 MORGt.'NBIADID FOLK I TIMAMOT Gestir héldu á brott með allt að 20 metra af teppi! Skemmtistaðurinn Hollywood, sem skipar sinn sess í hug- um fjöl margra landsmanna, rann skeið sitt á enda um síðustu helgi er nýir eigendur kvöddu nafnið og gömlu innréttingarnar „almennilega“ með dúndurballi. 1.200 manns voru á svæðinu er mest var og í lok ballsins skapað- ist sérstæð stemmning er ijöl- margir höfðu á brott með sér minjagripi úr húsinu í fullri þökk nýrra eigenda. Voru brögð að því að einstakir menn héldu á brott með allt að 20 metra af gólfteppi staðarins. „Það gengu margir berserksgang og satt best að segja sparaði þetta okkur stórfé og tíma. Við vorum búnir að skera niður fullt af teppa- bútum í minjagripi, en það dugði ekki til,“ sagði Ingvar Þórðarson rekstrarstjóri staðarins í samtali við Morgunblaðið, en þessa dag- ana er unnið að því að smíða nýjar innréttingar og gera um- talsverðar breytingar aðrar, en staðurinn opnar að nýju með nýtt nafn laugardaginn 8. des- ember næstkomandi. Daglega eru 30 til 50 iðnaðarmenn og hjálparkokkar að störfum, myrkranna á milli, en Ingvar segir að það muni enginn kann- ast við sig sem áður þekkti Holly- wood. Nýju eigendurnir eru Sturla Birgisson, sem er aðaleigandi, og Axel Ólafsson. Ingvar sagði að þeir félagar hefðu í hyggju að skapa tvenns konar stemmn- ingu á hinum nýja skemmtistað sem enn hefur ekki hlotið opin- bert nafn. Niðri verður ríkjandi tónlist rokk, popp og þetta ósköp Nokkrir gesta á kveðjuballi Hollywood. venjulega. Keypt hefur verið 8.000 watta kerfi sem þar verður sett upp og býður auk þess upp á tónleikahald. Uppi verður ríkjandi tónlist, nýjustu straumar og bylgjur, „þar verður hrárri stemmning“, segir Ingvar. Og hann bætir við að lokum: „Nýi staðurinn verður engum líkur. Með Hollywood lauk ákveðnu skeiði. Þetta verður ekkert líkt því og var. Þegar Hollywood var upp á sitt besta voru engir pöb- bar, engin Sky Channel-sjón- varpsrás eða neitt þvíumlíkt. Nýi staðurinn verður í anda nýrra tíma í skemmtanalífi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Anddyrið. Þetta mikla skilti sem svo lengi hefur verið snar þáttur í næturlífi Reykjavíkur, hefur nú verið tekið niður. Amsterdam erengri lík. Þarfinnurðu örugglega eitthvað, sem lífgar upp á tilveruna. Þú átt það inni hjá sjálfum þér. Verslun hefur blómstrað í Amsterdam í mörg hundruð ár. Kaupmenn þarvita hvað kemurfólki vel þegar það ætlar að versla og veita því að sjálfsögðu góða þjónustu og mjög hagstætt verð. í Amsterdam erauðvelt að komast leiðarsinnar. Þarereinnig gott að skemmta sér; u.þ.b. 30 leikhús, 10 tónleikasalir, 50 bíó, fjöldinn allur af diskótekum, dansstöðum, djass- og næturklúbbum, 40 söfn og 60 sýningarsalir. KRASNAPOLSKY FRÁKR. 37.840,- PULITZER FRÁ KR. 37.180,- ASCOT FRÁ KR. 35.700,- Þegar ferðalögin liggja í loftinu *Miðað vís gistingu ítvibýii í4 nætur. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 690 300. Allarnánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR DE ROODE LEEUW FRÁ KR. 32.550,- SAS ROYAL FRÁ KR. 37.180,- OWL (UGLAN) FRÁ KR. 32.050,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.