Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 44
Böggtapóstur um atlt lund PÓSTUR OG SlMI MORGVNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6. 101 RKYKJA VÍK TF.LF.X 2127. PÓSTFAX 681811. PÓSTUÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Steingrímur Hermannsson: Taldi að Hjör- — leifur yrði einn á móti STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, vill ekkert segja um þau ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráð- herra, í Morgunblaðinu í gær, að verði þing rofið og boðað til kosn- inga muni ríkisstjórnin sitja áfram sem starfsstjórn og geti sett bráðabirgðalög á BHMR að nýju. Þá segist hann hafa fengið þær ' upplýsingar hjá alþýðubandalags- mönnum um stuðning þeirra við bráðabirgðalögin í sumar að Hjör- leifur Guttormsson myndi einn greiða atkvæði á móti þeim. Forsætisráðherra var spiirður hvort þau ummæli Ólafs Ragn ars Grímssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins, að alltaf hafi verið ljóst að einstakir þingmenn flokksins myndu ekki geta stutt bráðabirgða- lögin en flokkurinn stæði að þeim, ' ýæru í samræmi við þær upplýsingar sem hann hafi fengið um stuðning alþýðubandalagsmanna við iögin. Steingrímur sagðist hafa fengið þær skýringar, en jafnframt að Geir Gunnarsson myndi styðja bráða- birgðalögin. „Ég taidi að það væri eingöngu Hjörleifur Guttormsson sem væri á móti lögunum," sagði forsætisráðherra. Tíu öku- menn tekn- ir vegria gruns um ölvun við akstur 10 ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins. Lögreglan átti nokkuð annríkt í útköllum vegna ölvunar við skemmtistaði og í heimahúsum en rólegt var i miðbænum enda safn- aðist fólk þar ekki saman í votviðr- inu. Umferðin gekk slysalaust eftir því sem best var vitað. DAGAR TIL JÓLA Alþýðubandalagið á Reykjanesi: Mælt meðÓlafi Ragnari í efsta sætið ÓLAFUR Ragn- ar Grímsson, formaður Al- þýðubandalags- ins, gaf kjör- nefnd flokksins á Reykjanesi það svar í gærmorg- un að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti á framboðslista flokksins en kjörnefndin hafði farið þess á leit við hann fyrir nokkru. Ejörnefrtdin samþykkti einróma að gera tillögu um að Ólafur Ragnar skipi efsta sætið í alþingis- kosningunum. Að sögn Ásmundar Ásmundsson- ar, formanns nefndarinnar, er til- lögunni beint til kjörfundar kjör- dæmisráðs, sem ákveður framboðs- listann. fluttur til Búðardal. FIMM aðilar hér hafa keypt verksmiðjuna Magna sem var rekin í Hafnarfirði og eru vélar og áhöld nú komin á sinn stað og rekstur hafinn hér. Framleiddar verða sömu vöru- tegúndir og þær sem Magni hafði á boðstólum, sængur, koddar og vattteppi og ýmsar tegundir af hlífðarfötum. Þijár konur eru þeg- ar byrjaðar, en ef næg verkefni fást gætu unnið þarna allt að 10 konur. Framkvæmdastjóri og aðaleig- andi er Kristjana Guðmundsdóttir. - Kristjana. Fyrstu niðurstöður rannsókna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar: Kransæðastíflutilfellum fækkar á Islandi og að síðustu hefði blóðfita lækk- að hjá mönnum að meðaltali. Fleiri þættir kæmu reyndar til, til dæmis hefði bætt sjúkdóms- meðferð auðvitað í för með sér að dauðsföllum af völdum krans- æðastíflu hefði fækkað. Nikulás sagði að íslendingar stæðu sig nokkuð vel í baráttunni gegn þessum sjúkdómum miðað við aðrar þjóðir, sem tækju þátt í konnuninni. Reykingár hefðu minnkað meira en Víðast annars staðar hjá körlum, en konur reyktu ennþá nokkuð mikið. Blóðfitan hefði lækkað verulega, en væri enn nokkuð há samanborið við aðrar þjóðir. Loks væru fá lönd betur á vegi stödd hvað varðaði meðferð hás blóðþrýstings. KRANSÆÐATILFELLUM á íslandi fækkaði verulega á árunum 1981-1986. Heildartíðni tilfella á hverja 100.000 karlmenn lækk- aði úr um 750 í rúmlega 550 á þessu árabili. Jafnframt fækkaði dauðsföllum af völdum kransæðastíflu. Þetta sýna fyrstu niður- stöður svokallaðrar Monica-rannsóknar Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO), sem nær yfir allan níunda áratuginn og er framkvæmd í 28 löndum. Nikulás Sigfússon, yfirlæknir á rannsóknarstöð Hjarta vernd- ar, hefur haft umsjón með framkvæmd könnunarinnar hér á landi. Að sögn Nikulásar á ^að nota niðurstöður könnunarinnar til að sjá hvernig helztu áhættu- þáttum varðandi kransæðastíflu er háttað í þeim löndum, þar sem tíðni sjúkdómsins fer lækkandi. Þá vitneskju á svo að reyna að nota til að snúa þróuninni við þar sem kransæðatilfellum fjölgar. Nikulás sagði að niðurstöðurn- ar fyrir fyrstu sex árin, sem könn- unin tæki til, sýndu að tíðni krans- æðatilfella færi verulega Iækkandi meðal karla og sennilega einnig meðal kvenna, þótt tölur þar um væru ekki nógu stórar til að þær væru áreiðanlegar. Hann sagði að flest benti til að fækkun tilfella á íslandi væri því að þakka að þau þijú atriði, sem yllu einkum hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, hefðu breytzt til batnaðar. í fyrsta lagi hefði dregið stórlega úr reykingum. í annan stað hefði meðferð hækk- aðs blóðþrýstings batnað verulega Moriica- rannsókn WHO 1981 198219831984 19851986 Dánartíðni, nýgengi og tiðni tilfella at kransæðastiflu á 100.000 karla. Aldurs- staðlaðar tölur með 95% vikmörkum. Búðardals

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.