Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 FÉLAG ÍSUNZKRA NUÓMLISTARMANNA Fundur um málefni dans-, popp- og kráarspilara. Fundur um málefni dans- og dægurlagaspilara á veitinga- húsum og krám verður haldinn í húsakynnum FIH, Rauðagerði 27, mánudaginn 3. desember kl. 20.30. Fundurinn er opinn öllum (aeim sem hafa hagsmuna að gæta. Opnum málefnalega umræóu um starf okkar og félag. Vinnum sameinuð að því að bæta kjör hljómlistarmanna. Lifandi tónlist - lifandi fólk. PAGVI8T BARIVA Stuðningsstarf Fálkaborg Fóstra, þroskaþjálfi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun óskast í 50% stuðn- ingsstarf á Fálkaborg. Upplýsingar gefa Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur, í síma 27277 og íris Arnardótt- ir, forstöðumaður, í síma 78230. Laugavegi 41, sími 13570 Skóverslun Þórðar Kirkjustræti 8, sími 14181 Teg. 8303 Vatnsvarið leður m/innleggi. Stærðir 37-47 Verð kr. 6.420,- Gæði ofar öllu TORRENT RENNIBEKKIR Danir birta ekki útreikn- inga byggða á spánni Jafn sannfærður og áður um notagildi kerfisins, segir búnaðarmálastjóri Blup-kynbótagildisspá í hrossarækt: Á AÐALFUNDI ræktunardeildar Danska íslandshestafélagsins, DIH, siðastliðinn laugardag var ákveðið að birta ekki útreikninga byggða á svokallaðri Blup- kynbótagildisspá vegna þess hve mikið reyndist vera um villur í þeim. Um er að ræða tölvuforrit, sem Þorvaldur Árnason kynbótafræðingur í Svíþjóð hannaði á sínum tíma fyrir Búnaðarfélag ísiands. Það hefur verið notað hér á landi frá 1986 við gerð kynbótagildisspár, og segir Jónas Jónsson búnaðarmála- sljóri að hann sé jafn sannfærður og áður um notagildi þess. Birna Baldursdóttir, sem er fé- lagi í Danska íslandshestafé laginu, sagði í samtali við Morgun- blaðið að Blup-spáin hefði verið tekin í notkun í Danmörku á síðasta ári, og nú væri verið að endurskoða hvort áframhald verði á þeirri notk- un, en fyrir hana hefur félagið greitt Þorvaldi Árnasyni um 240 þúsund krónur á ári. „I dönsku ættbókina fóru 37 hross nú í ár, og af þeim voru að- eins 15-20 sem voru sýnd hérna í Danmörku, en þetta voru hross sem komu með dóma frá íslandi eða Þýskalandi þaðan sem þau voru keypt. Menn ráku strax augun í að þama voru afbrigðilega háar tölur, sem þeim þótti lítið marktækar, og við endurútreikninga fengust síðan allt aðrar niðurstöður. Það eru því mjög skiptar skoðanir um þessar kynbótagildisspár hér í Danmörku," sagði Birna. Að sögn Einars Jóhannessonar læknis, sem búsettur er í Svíþjóð og sá um árabil um ættbókarfærsl- ur íslenskra hrossa þar, er nú verið að endurskoða hvort Blup-kerfið verður notað áfram í Svíþjóð. „Þetta hefur þótt of dýrt, auk þess sem ekki hefur komið mikið út úr því. Þá hefur það verið umdeilt hér frá upphafi hvort hægt sé að leggja tölulegt mat á huglæga hluti sem þessa,“ sagði hann. Jónas Jónsson, búnaðarmála- stjóri, sagði að ástæðumar fyrir því að ekki hefði gengið nægilega vel með Blup-spárnar í Danmörku vera að skráning hrossanna hefði reynst með þeim annmörkum að ýmsar villur hefðu komið í ljós. „Við erum jafn sannfærðir og áður um nota- gildi þessa kerfis, og þetta kemur ekki neitt við áliti okkar á því að þessi aðferð er ákaflega mikils virði. Eftir því sem gagnabankinn sem þetta byggir á verður fullkomnari, þá verður spáin þeim mun ömgg- ari, og eftir því sem afkvæmum fjölgar þá verður þetta ábyggilegra sem kynbótamat á einstökum hest- um. Við höfum ekki átt við þessi vandamál að stríða sem Þorvaldur er að glíma við hjá Dönum vegna þess að okkar gagnagrunnur er meiri og sífellt hefur dregið úr sveiflum á milli mismunandi út- skrifta." Jónas sagði að Þorvaldur hefði fengið greiddar 200 þúsund krónur á ári fyrstu þrjú árin sem BI not- aði Blup-kerfið, en frá haustinu 1989 hefði Búnaðarfélagið sjálft séð um tölvuvinnsluna. „Þetta er ekki dýrt, og sérstaklega er það ódýrt núna þegar við getum gert þetta sjálfir á okkar tölvum." Neskaupstaður: Flestar verslanir á sama svæðinu Neskaupstað. NÚ ERU risin tvö hús á lóð- inni þar sem Hafnarkjör og veitingahúsið Við Höfnina stóðu áður en eins og kunngt er eyðilagðist það hús í eldi í mars síðastliðnum. * Iöðm húsinu sem að nýlega var tekið í notkun er blóma- og gjafavöruverslunin Laufskálinn sem að Kamma Andrésdóttir og Lindberg Þorsteinsson reka en í hinu húsinu verður varahlutaversl- unin Vík í eigu Ólafar Zoega og Þórarins Oddssonar. Þessi nýju hús setja talsverðan svip á miðbæinn og nú má segja að flestar verslanir bæjarins séu komnar á sama svæð- ið í bænum. _ Ágúst. f # # Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Húsin tvö sem nýrisin eru á Neskaupstað. 101 réttur á jólahlað- borði Sögu Hótel Saga verður með jóla- hlaðborð í Skrúðnum í ár sem undanfarin ár. Boðið er upp á 101 rétt á hlað- borðinu og jólalegt andrúms loft skapað með arineldi, skreyting- um og píanóleik Jónasar Þórs á kvöldin. Jólahlaðborðið er á boðstól- um í hádeginu frá kl. 12-14 og á kvöldin frá kl. 18-22. Við hlaðborð- ið á myndinni má sjá þá Sigmar B. Hauksson, Jónas Hvannberg og Sveinbjörn Friðjónssdh. Morgunblaðið/Árni Sæbcrg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.