Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 2. DESÉMBER 1990 ekki svo lítið í ferðalögum og ætti ekki að muna um að fara austur til að greiða fyrir síldarsölunni. Það verður ekki skilið örðuvísi en þá skorti skilning á hversu þýðing- armikið þetta er fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni,“ segir Hrafn- kell. 15 tíma vinnudagur Hjá Síldarvinnslunni á Norðfirði gefa fæstir sér tíma til að líta upp úr síldarfrystingunni. Þar er unnið á tvískiptum vöktum sem byija klukkan fjögur á nóttunni. Frysti- togarinn Beitir liggur við landfest- ar og fi-ysti síld um borð. Nokkrir strákar sem við rákumst á við löndun úr smábátum sögðu allt btjálað að gera. Þeir sögðust vinna í einni lotu frá fjögur á nóttunni til sjö á kvöldin. „Þegar verkfallið var yfirvofandi var allt sett á fullt í vinnslunni en það má búast við að hægist eitthvað um á næst- unni.“ Þeir kváðust komast upp í Arnar Valgeirsson og Jóhannes Larsen við matargerð í verbúðinni á Seyðisfirði. 50 þúsund króna laun á viku og voru óhressir með það. Tekjuupp- grip í síldinni freistuðu þó að- komumanna og hópur erlendra verkamanna er við vinnu hjá Síldarvinnslunni á Neskaupstað. Enginn á von á atvinnuleysi eft- ir áramót. „Það hafa allir alltaf nóg að gera á Norðfirði." En sveitar- stjórnarmenn á Austfjörðum eru svartsýnni. Þeir voru að leggja upp í árlega hópferð á fund fjárveitnganefndar Alþingis til að reyna að heija eitthvað út úr fjár- veitingavaldinu fyrir sunnan. Makar þeirra hugðust nota tæki- færið og fara með og urðum við varir við að þeir voru eitthvað að hringja sig saman við skipulagn- ingu helgarinnar. Auglýsingar sem bjóða upp á pakkaferðir og upplyftingu í höfuðstaðnum hanga uppi í fiestum söluskálum á fjörð- unum. Þær freistuðu greinilega margra enda tilbreyting eftir sex vikna linnulausa síldartörn. Svo lyftist brúnin á mönnum þegar fréttist að Pólveijar hefðu gengið að samningum um kaup á 26 þús- und síldartunnum frá Islandi og sjávarútvegsráðherra sendi frá sér tilkynningu um framlengingu síld- arvertíðarinnar fram í janúar. „Það ætti þá að vera von í einhveij- ar tunnur þar - þetta bjargast allt,“ segir einn viðmælandi okkar á Reyðarfirði. Kvenfélagiö Hringurinn JÓLAKAFFIHRINGSINS Jólakaffi Hringsins verður á Hótel íslandi í dag, sunnudag 2. desember, og hefst kl. 14.00. Þar verður að vanda boðið upp á veglegt kaffihlað- borð, happdrætti með mörgum góðum vinningum og Ijúfa tónlist. Meðal annars leikur doktor Kristj- án Þórarinsson á klassískan gítar og barnakór úr Melaskóla syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Meistarapar í dansi, 11 ára, sýnir dans. Allur ágóði rennur í Barnaspítalasjóð Hringsins. HURÐIR HF Skeifan 13 •108 Reykjavík-Sími 681655 „Gott ef við komumst í jólabaðið“ - segja bráöhressar sildarstúlkur hjá Friöþjófi hf. á Eskifiröi 30 manns vinna í síld- • inni hjá Frið- þjófi. „Hér keppast allir við sem ein fjölskylda." „HÉR er fjörið í síldinni. Góðar tekjur en við þurfum líka að leggja mikið á okkur. Við vinnum yfirleitt til tíu á kvöldin og allar helgar og höfum aðeins fengið einn frídag frá því síldarvertíðin byrjaði 12. október," segja fjórar eldhressar konur í síldarverkuninni hjá Friðþjófi hf. á Eskifirði. Þær Huld Grímsdóttir, Dóra Leifsdóttir, Jónína Jónsdóttir og Bára Hafsteinsdóttir segjast eiga von á áfram- haldandi síldarvinnu fram til jóla. „Það verður ekki bakað mikið fyrir þessi jól. Það má heita gott ef við náum að komast í jólabaðið. En það er einstaklega gott að vinna hér, allir sem ein fjölskylda," segja þær. Undir það tekur Magnús Magnússon, Reykvíkingur og nemi í óperusöng á Italíu um árabil. „Ég kom hér í fyrra og aftur í haust til að ná mér í tekjur fyrir áframhaldandi söngnám," segir hann. |já Friðþjófi er ekki unnið við síldarfrystingu heldur sérhæfa eigendumir sig í flakavinnslu í kryddsíld af ýmsu tagi, bæði bita og flök, með ágætum árangri. Þeir era. fjórir og vinna allir við fyrirtækið ásamt eiginkon- um sínum. Alls era 30 manns í vinnu hjá Friðþjófi og gerir fyrir- tækið út einn bát á síldveiðarnar. Að sögn Árna Halldórssonar, sem er einn eigendanna , hafa þeir þeg- ar flakað í um 3000 tunnur en salt- að með venjulegum aðferðum í 1200 tunnur. Framleiðslan fer aðal- lega til Svíþjóðar og Danmerkur. „Við byijuðum á þessu fyrir þremur árum og framleiðslan hefur verið vaxandi," segir Árni. Síldin er seld til Svíþjóðar og Danmerkur. „Það er ákaflega gott að vinna hérna,“ segir Magnús. „Þetta er auðvitað mikil töm en maður hefur að jafnaði um 45 þúsund krónur fyrir vikuna. Vinnunandinn er ein- stakur - þetta er rétt eins og heim- ili manns. Ég ætla til Reykjavíkur um jólin en kem örugglega aftur í janúar,“ segir hann. Það er létt yfir mannskapnum þrátt fyrir mikið vinnuálag. „Hér standa allir saman eins og ein fjöl- skylda, eigendur og starfsmenn. Það mættu fleiri taka sér þetta til fyrirmyndar," segja Huld og Dóra. „Þá færa kannski ekki öll þessi fyrirtæki á hausinn. Hér er aðeins ein manneskja á skrifstofunni." „Við höfum ekkert upp nema leggja mikið á okkur,“ segja þær aðspurðar um kaupið og segjast fara upp í 50 þúsund á viku þegar mest er að gera. „Það vantar bara kolaport hér fyrir austan," segir Huld. „Við gætum þá farið þangað og selt síldina. Þetta er svo góður matur,“ bætir Jónína við. „Annars höfum við ekki áhyggjur af að fá ekki tíma til að versla fyrir jólin. Ein okkar rekur blómabúð hér á Eskifirði og við förum bara öll þang- að á aðfangadag til að kaupa jóla- gjafirnar." Friðþjófur hf. sker sig ekki að- eins úr fyrir athyglisverða síldar- vinnslu og góðan vinnuvanda. Þar á bæ hugsa menn einnig fyrir um- hverfisvernd. Kristinn Karlsson, sem er einn eigenda fyrirtækisins, leiðir okkur í allan sannleika um það. í haust settum við niður svokall- aða fitugildru," segir hann. Um er að ræða sérhannaða gryfju fyrir neðan vinnsluhúsin, sem tekur við öllum úrgangi og skilur vatnið frá fitunni, sem áður mengaði fjörar. „Fitan situr eftir í gryijunni en vatnið rennur hreint út í sjóinn. Síðan mokum við henni upp og setj- um í bræðslu. Við höfum fengið 80 tonn úr fitugild- runni í haust. Ég held að þetta hljóti að verða gert að skyldu alls staðar því sjórinn tekur ekki endalaust við úrgangi," segir Kristinn og lítur yfir hreina og óm- engaða fjöruna. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.