Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991 15 Björn Bjarnason „EES-samningsgerðin er skipulegasta átak sem gert hefur verið til að opna Islandi og öðr- um EFTA-ríkjum leið inn í Evrópubandalag- ið. Það er ríkisstjórn undir forsæti Stein- gríms Hermannssonar með þátttöku Ólafs Ragnars Grímssonar sem hefur forystu um þetta — ríkisstjórn sem hafnaði tillögu sjálf- stæðismanna um að Al- þingi veitti umboð til samningsgerðarinnar.“ upp ísland. Áttar ráðherrann sig ekki enn á því, að um þetta atriði er samið af ríkisstjórn hans sjálfs í samningunum um evrópska efna- hagssvæðið? Sú yfirlýsing Davíðs Oddssonar á ísafirði að bera þurfi ákvörðun um aðild íslands að EB undir þjóðina er óumdeilanlega rétt, því að breyta yrði stjórnarskrá íslenska lýðveldis- ins ef til aðildar kæmi og slík breyt- ing er ekki gerð án kosninga. Einn- ig er að sjálfsögðu unnt að taka sjálf- stæða ákvörðun um þjóðaratkvæða- greiðslu um þetta rnikla mál, þegar allir þættir þess liggja ljósir fyrir um umræður hefðu farið fram um þá. Var sannarlega tímabært að Davíð benti á þessa staðreynd til að svara þeim uppspuna framsóknar- manna, að með einum eð'a öðrum hætti ætti að laumast með þjóðina inn í Evrópubandalagið. ísafjarðaryfirlýsing Davíðs var jafn tímabær og rökrétt og Akur- eyraryfírlýsing Steingríms var ótímabær og fráleit. í Tímanum á laugardaginn segir Steingrímur svo um þjóðaratkvæðagreiðsluna: „Þessi hugmynd er hins vegar ekki frá mér komin. Davíð Oddsson á hana. Að sjálfsögðu yrði ekki um þjóðarat- kvæðagreiðslu í venjulegum skiln- ingi þess orðs, að ræða.“ Hvað á nú þessi uppspuni forsætisráðherra að þýða? Hvers vegna kýs hann að láta líta þannig út eins og Davíð Oddsson hafi lagt til að þjóðarat- kvæðagreiðsla í óvenjulegum skiln- ingi yrði um EB 20. apríl 1991? Á réttum forsendum Mikill áhugi hefur komið fram í skoðanakönnunum á því að ísland verði aðili að Evrópubandalaginu. Er það ekki síst ungt fólk sem hefur lýst áhuga á því. Þeir sem ákafast hafa barist gegn aðild hafa hampað því, að í könnunum hefur einnig komið fram að stór hluti landsmanna þekkir ekki grundvallaratriði í Evr- ópusamstarfinu eða í þeim þáttum utanríkisstefnu íslands sem tengist þeim. Hefur meðal annars hlakkað í framsóknarmönnum af þessum sökum. Hvað skyldu þeir segja nú, þegar þeir standa frammi fyrir uppspunanum í formanni sínum sem vill þó, að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um EB næstkomandi laug- ardag? Framsóknartalið um EB hefur orðið til þess að hætta er á því, að kjósendur meti ekki stöðu samskipta okkar við Evrópubandalagið á rétt- um forsendum á þessum örlagatím- um. Við þessar kosningar á að beina athyglinni að samningsgerðinni um evrópska efnahagssvæðið, sem ríkis- stjórn Steinsgríms Hermannssonar hefur alfarið haft á sinni könnu og ráðherrarnir eru nú teknir til við að rífast um eins og allt annað. Þessi samningur opnar leið inn í EB ef við kjósum að fara hana. Formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Hei-mannsson forsætisráðherra, er eindreginn málsvari þessa samnings. Eg er þeirrar skoðunar að kosn- ingabaráttan hafi orðið til þess að skýra línumar í Evrópuumræðunum, því að nú er auðveldara en áður að benda á uppspunann í þeim. Með því að sneiða af honum færumst við nær ákvörðunum um þau atriði, sem mestu skipta. Höfundur skipar þriðja sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Frelsi í eftir Sigurbjörn Sveinsson Það var 19. maí 1760, að Bjarna Pálssyni, landlækni, var með kon- ungsbréfi falið að annast lyfsölu á íslandi. Þá var almenna verzlunin hér á landi undir einokun og rekin á reikning konungs. Síðan hefur í grundvallaratriðum ekkert breytzt hvað varðar fyrirkomulag lyfja- dreifingar. Að vísu hefur afgreiðslu- stöðum fjölgað og handhafar lyfsöl- uleyfa fá bréf sitt úr hendi forseta en ekki konungs, en fyrirkomulag lyfjadreifingarinnar ber enn merki þeirra sjónarmiða, sem uppi voru á 18. öld. Á okkar tímum er kostnaður við lyf sver þáttur útgjalda þjóðarinnar og umtalsvert hærri en t.d. kostnað- ur við læknisþjónustu utan sjúkra- húsa. Ríkissjóður er stærsti kaup- andi lyfja í landinu og greiðir u.þ.b. 85% lyfjaverðs. Er því að vonum, að stjórnmálamönnum þyki þessi kostnaður öðrum þræði búsifjar frá ríkissjóði og vilji mikið til vinna til að lækka útgjöld vegna þesa. Til- burði í þá átt hefur mátt sjá bæði hjá núverandi heilbrigðismálaráð- herra og fyrirrennurum hans. Einokun áfram? Ein og áður hefur verið bent á beita núverandi stjórnarherrar gjaman þeirri aðferð til lausnar verkefnum í heilbrigðisþjónustunni að safna til sín valdi. Því hafa þeir lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lyfjadreifíngunni, sem miðar í þá átt. Hugmyndir þeirra eru að moka lyfjadreifingunni allri í einn hlutafélagsflór og setja síðan e-a allsheijar ríkisrekna lyfjamála- stoÁiun yfir jukkið. Svörin eru sem sagt ætíð á þá lund, að ríkið hljóti að geta leyst málin betur en ein- staklingarnir. Ef Hörmangararnir standa sig ekki, þá er sjálfsagt, að konungsverzlunin taki við. En við, sem höfum lesið íslendingasöguna heima, vitum, að konungsverzlunin lafði aðeins í 5 ár. Og er það 200 ára gömul reynzla. Stefna Sjálfstæðisflokksins Svör Sjálfstæðisflokksins eru auðvitað frelsi, frelsi og aftur frelsi. Það eru líka 200 ára gömul sann- indi, hvað varðar verzlun á íslandi, og raunar miklu eldri. Við sjálf- stæðismenn segjum svo: Almenna lyfjadreifingu reglan í þjóðfélaginu er sú, að fullt atvinnufrelsi ríki. Hver sem er, get- ur tekið þátt í hvaða atvinnurekstri sem er. Um þetta er lítill ágreining- ur. Þannig getur hver sem er átt flugfélag, þótt sérstök réttindi þurfi til að fljúga vélunum. Við getum öll átt hótel, þó matreiðslumeistar- inn stýri eldhúsverkunum. Þannig er skipstjórinn herra á sínu skipi, þó útgerðin sé í eigu þeirra, sem lítið eða ekkert þekkja til sjó- mennsku. Læknar eiga fæstir heil- brigðisstofnanir, þó að þeim séu falin læknisverkin. Og þykir öllum eðlilegt. Því er sú ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins að gefa alla lyfsölu fijálsa, bæði í rökréttu sam- hengi við sjálfstæðisstefnuna sjálfa og almenna þróun atvinnulífsins í landinu. Landsfundurinn ályktaði, að allir borgarar þessa lands mættu eiga lyfsölu og að engar hömlur mætti setja á fjölda útsölustaða. Aðeins yrði að gera sömu faglegu kröfurnar og nú eru gerðar til lyfja- búða, m.a. að lyfjafræðingar væru ábyrgir fyrir þessari verzlun. Með þessu er . landsfundurinn auðvitað að láta í ljós það álit sitt, að eini grundvöllurinn fyrir heil- brigðri verðmyndun á lyfjum sé dreifingarkerfíð, sem byggir á raunverulegu einkaframtaki og möguleikum til samkeppni. Með þessu fylgir, að taka verður upp greiðslur fyrir lyf, þar sem neytand- inn finnur fyrir verði lyfjanna og getur borið saman verð mismunandi lyfja og verðlag í einstökum lyfja- búðum. Því leggur landsfundurinn til hlutfallsgreiðslur neytenda fyrir lyfseðilsskyld lyf, sem tryggingarn- ar taka þátt í greiðslum á. Ennfrem- ur er lagt til, að tryggingarnar semji við eigendur lyfjabúða um álagn- ingu á þessi lyf, og að álagning á lausasölulyf verði gefin frjáls. Með þessu móti er þeim bolta hrundið af stað, sem fullh eins getur endað inni í Hagkaupum og Bónusum þessa lands. Við þekkjum öll vel þá stað- reynd, að við getum orðið furðu sinnulaus um verðmæti þeirra hluta, sem við þurfum ekkert að hafa fyrir að eignast. Það gildir einnig um þær vörur, sem við greið- um ætíð sama verði, burt séð frá verðgildi þeirra. Því er það grund- vallaratriði til sparnaðar við lyfja- kaup, að við sjáum sjálf um það aðhald, sem nauðsynlegt er til að Sigurbjörn Sveinsson „Því er það grundvall- aratriði til sparnaðar við lyfjakaup, að við sjáum sjálf um það að- hald, sem nauðsynlegt er til að þessi sparnaður náist. Þessu markmiði má ná án þess, að fólk með langvarandi sjúk- dóma eða barnafjöl- skyldur þurfi að líða fyrir.“ þessi sparnaður náist. Þessu mark- miði má ná án þess, að fólk með langvarandi sjúkdóma eða barna- fjölskyldur þurfi að líða fyrir. Er það vilji Sjálfstæðisflokksins. Annar yrði ávinningur þessa fyr- irkomulags og ekki veigaminni en sparnaðurinn. Bæði læknar og skjólstæðingar þeirra gættu betur en nú að ítrustu ábendingum um lyfjanotkun vegna þess aðhalds, sem greiðsluformið veitti. Þar með dregur úr notkun lyfja að nauðsynj- alausu, sem öllum mætti að vera keppikefli, og þess myndi gæta í auknu heilbrigði þjóðarinnar. Höfundur er læknir í Reykja vík ogfyrrum læknir oghandhafi lyfsöluleyfis í Búðardal. Hann starfar með málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðis- og tryggingamál. Mannúð í mál- efnum geðsjúkra eftirSólveigu Pétursdóttur Sjálfstæðismenn ganga nú til alþingiskosninga undir kjörorðun- um Frelsi og Mannúð. Eitt af þeim mannúðarmálum sem við þurfum að huga vel að eru málefni geð- sjúkra. Enda þótt margt hafi áunn- ist í geðheilbrigðisþjónustunni á undanförnum árum þá eru enn eft- ir ýmsir þættir sem þarfnast úr- lausnar. Breyttar áherslur Miklar breytingar hafa orðið á meðferð, endurhæfingu og umönn- un geðsjúkra. Dregið hefur verið úr langvarandi sjúkrahúsvist og öll megináhersla er nú lögð á meðferð og umönnun í samfélaginu. Við þessa stefnubreytingu hafa komið upp ýmis vandamál spn) ríki og „Sá hópur geðsjúkra, sem hefur hvað mesta þörf fyrir úrlausn á sín- um vanda, eru þeir ein- staklingar sem eiga við langvarandi veikindi að stríða og hafa lítinn sem engan aðgang að aðstöðu eða umönnun í samfélaginu.“ sveitarfélög þurfa að finna lausn á í sameiningu. Gera þarf átak í hús- næðismálum geðsjúkra og efla verður stuðningsþjónustu. Enn- fremur þarf að athuga hvernig best verði háttað umönnun nokkurs hóps geðsjúkra einstaklinga, sem eru . i?PÍrojíis(ausir og þjurfa,, ítarjegri umönnun en almennt er hægt að veita á svokölluðum sambýlum eða áfangastöðum. Ósakhæfir einstaklingar og geð- veikir fangar hafa átt undir högg að sækja fram til þessa. Nú hyllir vonandi undir einhveija úrlausn á því sviði, jafnvel þótt ekki sé víst að stjórnvöld geri sér fyllilega grein fyrir umfangi og eðli þeirrar þjón- ustu sem þarf að veita á því sviði. Geðsjúkdómar meðal aldraðra Umönnun aldraðra með geðsjúk- dóma er mjög ábótavant. Hér á landi er enn sem komið er engin formleg öldrunargeðdeild, og er það með ólíkindum miðað við þá upp- byggingu sem orðið hefur, bæði á sjúkrahúsunum og einnig á vegum sveitarfélaganna fyrir aldraða. Öldrunargeðsjúkdómar eru mjög algengir og; örorka vegna slíkra kvíllá er klgéngari éii öVorka vegna Sólveig Pétursdóttir líkamlegra kvilla þegar komið er fram yfir áttræðisaldur. Það hlýtur að vera forgangsverkefni innan geðheilbrigðisþjónustunnar á næstu árum að mæta þessari síau- knu þjónustuþörf. Langvarandi veikindi Sá Jiópurgeðgjifea, m Jiefur hvað meSta þöri' fyrir úrlau úrláusn á sínum vanda, eru þeir einstaklingar sem eiga við langvarandi veikindi að stríða og hafa lítinn sem engan aðgang að aðstöðu eða umönnun i samfélaginu. Þeir þurfa að leggjast oft inn á viðkomandi sjúkradeildir ef nauðsynlegan aðbúnað skortir við útskrift og veldur þetta ættingj- um og viðkomandi einstaklingum oft miklum erfiðleikum. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Ríki og sveitarfélög þurfa því að endurskoða ákveðna þætti í verka- skiptingu sinni, bæði til þess að gera sveitarfélögum kleift að bæta aðstöðu og umönnun geðsjúkra í samfélaginu og eins til að auka við rúm og aðra aðstöðu til geðlækn- inga inni á sjúkrahúsunum. Átak þarf að gera í húsnæðismálum geð- sjúkra, en þar hljóta sveitarfélögin að hafa frumkvæði um uppbygg- ingu þjónustunnar. Sömuleiðis þarf að efla stuðningsþjónustu við geð- sjúka, þar með talið heimaaðhlynn- ingu, heimahjúkrun, bráðaþjónustu og hverskyns þjónustu utan spítala. Tryggja þarf að geðsjúkir búi þar við sömu aðstöðu og þeir sem þjá- ist af líkamlegum sjúkdómum. Höfundur skipar 6. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykja vík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.