Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991 íVIeleVideo T Ö L V U R Hraðvirkar. Mjög lág bilanatíðni. Framleiddar í Bandaríkjunum. SKRIFSTOFUVÉLAR sund HF NÝBÝLAVEGI16 - SiMI 641222 -la:kni og þjónuata ó trauHtum grmini Þú svalar lestrarþörf dagsins Breski íhaldsflokkurinn: Major á erfitt uppdráttar í skugganum af Thatcher London. Reuter. SAMKVÆMT síðustu skoðanakönnunum í Bretlandi hefur Verka- mannaflokkurinn fjögurra prósentustiga forskot á Ihaldsflokkinn og er að sjá sem meðbyrinn, sem flokkurinn hafði í Persaflóastyrj- öldinni, sé allur á bak og burt. Er þessi staða mörgum íhaldsmannin- um mikið áhyggjuefni og hægrimenn í flokknum skella skuldinni á John Major forsætisráðherra, sem þeir segja ekki hálfdrætting á við forvera sinn, Margaret Thatcher. Síðastliðinn miðvikudag lét Bruges-hópurinn, hægrisinnaður félagsskapur innan íhaldsflokks- ins, frá sér fara yfirlýsingu þar Major var sakaður um að „tvístíga" í málefnum kúrdískra flóttamanna og síðan var spurt: „Er það gjald- ið, sem greiða þarf fyrir brottrekst- ur Thatcher í nóvember — blóð þúsunda saklausra íraka?“ Þess má geta, að Thatcher er heiðursfé- lagi í Bruges-hópnum en hann var stofnaður 1988 til stuðnings við afstöðu hennar í Evrópumálunum. Þessi árás kemur á sama tíma og stjórnarandstaðan og margir fjölmiðlar gera harða hríð að Major vegna óljósrar afstöðu hans í mál- um Kúrda og hún kom einnig sama dag og kosningabaráttan vegna sveitarstjórnarkosninganna 2. maí var formlega hafin. Verður þá tek- ist á um 12.000 fulltrúasæti í sveit- arstjórnum og niðurstaðan getur ráðið miklu um hvenær Major boð- ar til þingkosninga en þær verða ekki síðar en í júlí að ári. Thatcher þó strax hendur sínar af yfirlýsingu Bruges-hópsins og kvaðst vera henni „algerlega ósam- mála“ og margir aðrir félagar í honum tóku undir það og hrósuðu tillögu Majors um sérstakt griðland fyrir Kúrda. John Major lítur öðrum augum á Evrópumálin en Margaret That- cher og nýlega var hann kjörinn verndari Evrópuhreyfíngarinnar, þverpólitískra samtaka, sem beij- ast fyrir sem nánastri samvinnu Evrópuríkjanna. Segir Peter Luff, formaður hennar, að Evrópumálin hafi verið undirrót átakanna um forystu Ihaldsflokksins sl. haust og í því ljósi verði að líta árás Bruges- hópsins. Það var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Johns Majors að af- nema nefskattinn umdeilda en það hefur hins vegar dregist að ákveða hvað koma eigi í staðinn. Þennan drátt hefur stjórnarandstaðan nýtt John Major forsætisráðherra. sér vel og um þessi skattamál verð- ur aðallega tekist í kosningunum 2. maí. í skoðanakönnunum kemur einnig fram, að tillaga Verkamann- aflokksins um að hverfa aftur til gamla fyrirkomulagsins, eigna- skattanna, er helmingi vinsælli en tillaga Ihaldsflokksins, sem byggir á hvoru tveggja, nefskatti og eign- askatti. BDMRG BOMAG er leiðandi framleiðandi á þjöppum og völturum. Við eigum eftirfarandi tæki á lager og til afgreiðslu STRAX: VÉLHNALLA með bensínvél, 60 og 71 kg. JARÐVEGSÞJÖPPUR með bensín- eða dieselvél, 92,137 og 168 kg. VALTARA, tveggja kefla með dieselvél, 600 kg. ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ ! Ráðgjöf - Sala - Þjónusta Skútuvogur 12A- Reykjavík - S 82530 Bretland: Tillögur um að regluleg heimavinna verði aukin St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. STÖÐUG heimavinna nemenda bætir möguleika þeirra á að stand- ast próf að því er kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vegum breska menntamálaráðuneytisins. Breska menntamálaráðuneytið lét gera könnun meðal 20 þúsund nemenda í breskum framhaldsskól- um á því, hvaða áhrif heimavinna nemenda hefði. En eins og kunnugt er hefur þeirri skoðun vaxið fylgi meðal kennara og menntafrömuða, að draga bæri úr heimavinnu nem- enda eftir mætti. Þessi könnun hefur staðið í 5 ár og niðurstöður hennar voru birtar sl. þriðjudag. í sem allra stystu máli þá eiga þeir nemendur, sem vinna reglulega heima, mun meiri möguleika á að standast próf en þeir, sem aldrei vinna heima. Jafn- vel þótt þeir vinni aðeins 10 mínút- ur á dag, þá virtist það hafa áhrif. FUNDUR SJOÐSFELAGA í ALMENNUM LÍFEYRISSJÓÐIVÍB Þriðjudaginn 16. apríl 1991, kl. 17:30" Holiday Inn, Hvammi Dagskrá: 1. Fundarsetning 2. Skýrsla stjórnar, kynning á starfsemi sjóðsins 3. Ársreikningur 1990 4. Kosning stjórnar úr hópi sjóðsfélaga 5. Tillaga um þóknun til stjórnarmanna 6. Kosning félagslegra endurskoðenda 7. Erindi um lífeyrismál Sigurdur B. Stefánsson, framkvœmdastjóri VIB 8. Önnur mál Sjóðsfélagar eru hvattir til að fjölmeuna! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25. Þeir, sem unnu heimavinnu í eina klukkustund á dag, stóðu sig að jafnaði 14% betur í sérstökum próf- um, sem beitt var í könnuninni. Þess var að sjálfsögðu gætt, að hóparnir væru að öðru leyti sam- bærilegir. Mismunandi er eftir landshlutum, hve mikil heimavinna er lögð fyrir framhajdsskólanemendur í Bret- landi. í Englandi og Wales fékk aðeins einn af hveijum sjö nemend- um 45 mínútna heimavinnu í reikn- ingi á viku. Á Norður-írlandi hins vegar fengu sex af 'hveijum tíu nemendum 45 mínútna heimavinnu eða meira í reikningi í viku hverri. Enda stóðu nemendur sig frá Norð- ur-írlandi sig að jafnaði 20% betur á sambærilegum prófum. Michael Fallon, aðstoðarmennta- málaráðherra, sagði, að foreldrar gætu hjálpað börnum sínum með því til dæmis að draga úr þeim tíma, sem þau fengju að horfa á sjónvarp á hveijum degi. Yfirvöld mennta- mála ákváðu að efna til þessarar könnunar vegna þess að þau óttuð- ust að breskir kennarar áttuðu sig ekki á gildi heimavinnu nemenda. ------------------- Heildsala — smásala RÆR, allar geröir: Tengirær, vængjarær, hetturær, lásrær, augarær, kastalarær, lágar rær, háar rær, ferkantaöar rær, suðurær og húsgagnarær. Opiö trá 8 — 18 Laugardaga 9-13 STRANDGATA 75 HAFNARFJÖRDUR •B 91-652965 • gutnnlee loi quahiy Van Gogh-safnið: Þrjú mál- verk mik- ið skemmd Amsterdam. Reuter. TUTTUGU málverk eftir hol- Ienska 19. aldar listmálarann Vincent Van Gogh, sem sem stolið var úr Van Gogh-safninu í Amsterdam aðfararnótt sunnudags, fundust seinna sama dag í yfirgefnum bíl. Þijú ver- kanna reyndust illa skemmd. Málverkaþjófarnir sem voru tveir saman létu til skarar skríða um þrjúleytið á sunnudagsmorg- uninn. Annar þeirra braust inn í safnið, miðaði byssu á vörðinn sem var á vakt og neyddi hann til að hleypa samverkamanni sínum inn. Meðal málverkanna sem þeir stálu voru „Sólblóm“ og „Sjálfsmynd". Verk Van Goghs hafa farið fyr- ir svimandi upphæðir þegar þau hafa verið seld á uppboðum, en það er sjaldan. Sjálfur seldi málar- inn aðeins eina mynd á ferli sínum. Myndirnar fundust í yfirgefnum bíl rétt hjá járnbrautarstöð í aust- urhluta borgarinnar. Ritstjórnarsíminn er 69 11 OO Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfl á © 15 klst námskeiöi fyrir byrjendurl Fáiö senda námsskrá. *o Tölvu- og verkfrœöiþjónustan Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu gt Grensasveg —------------- «í» —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.