Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 52
Stefnt að feigðarósi eftir Björn Hróarsson Um fátt er nú meira rætt meðal ráðamanna þjóðarinnar en álver nokkurt og alla þá blessun sem því á að fylgja. Og manni skilst að þar hafi allir hagsmuna að gæta, jafnt Reyknesingar, verk- takar, höfuðborgarbúar, Lands- virkjun og þjóðarbúið. Nú hefur undirritaður verulegar efasemdir um allan þennan væntanlega hagnað og fær ekki annað séð en með nýju álveri á íslandi, eða öðr- um orkufrekum iðnaði, verði landinu og þar með þjóðarbúinu endanlega steypt í glötun. Svo ekki sé nú talað um rafleiðslu sem draumóramenn telja að geti e.t.v. orðið hagkvæmt að leggja yfir Atlantshafið. Svo virðist sem gleymst hafí að taka nokkra veigamikla þætti inn í útreikninga á álvershagnaðnum. Má þar fyrst telja okkar fagra en litla land en þó ekki síður framtíð- arsýn okkar Islendinga. A hveiju eigum við að lifa næstu ár, áratugi og aldir? Hvaða atvinnuvegur skil- ar okkur þar mestum arði? Við hvað viljum við starfa? Og síðast en ekki síst hvað eigum við að selja? Hingað til höfum við átt góðan fisk ásamt þekkingu til að koma þessum sama fiski úr sjó og á markað. Fiskurinn hefur síðast- liðna áratugi skilað inn stórum hluta þeirra fjármuna sem íslenska þjóðin hefur lifað á. Þjóðin krefst hins vegar meiri lífsgæða en físk- urinn einn getur skilað og því hef- ur verið leitað ýmissa leiða til auk- inna tekna. Því miðúr án árangurs og er þar skemmst að minnast loð- dýraræktar og fiskeldis að ógleymdu álverinu í Straumsvík. Gjöld vegna raforkuframleiðslu Árið 1990 velti álverið í Straum- svík um 10 milljörðum íslenskra króna og þar af runnu um 3,5 milljarðar í íslenska þjóðarbúið. Vissulega er hér um stóra tölu að ræða. A hitt ber að líta hvað stend- ur á bak við þessa tölu. Landsvirkj- un ber stóran hluta erlendra skulda þjóðarbúsins og hefur auk þess stórspillt landinu okkar með varn- argörðum, rafmagnslínum og öðr- um mannvirkjum að ógleymdu því landi sem Landsvirkjun hefur stað- ið fyrir að sökkva. Hvers virði er íslendingum hver ferkílómetri af fögru þurrlendi sem sökkt er undir uppistöðulón? Þá er ótalin mengun sú sem frá álverinu stafar sem og sjónmengun frá þessu ljóta mann- virki. Á bak við þessa 3,5 milljarða árið 1990 eru einnig ótrúlega fá ársverk eða aðeins um 650 hjá starfsmönnum álversins og um 190 hjá íslenskum verktökum. Samtals um 840 ársverk. Með frekari álverum og öðrum orkufrekum iðnaði eykst því meng- un, það koma fleiri ljótar bygging- ar jafnt á láglendi sem hálendi, æpandi raflínur í fögrum sveitum og unaðsreitum öræfa auk þess sem miklu og fögju landi verður sökkt. Eða hafa menn ekki leitt hugann að því að Blönduvirkjun og Fljótsdalsvirkjun setja saman- lagt á annað hundrað ferkílómetra lands undir vatn? Eigum við Islend- ingar svo mikið af fögru iandi að við höfum efni á að sökkva því? Svarið hlýtur að vera neitandi — nema þá helst hjá þeim sem aldir eru upp í steinsteypukassa og aldr- ei út úr honum komið. Og hvað fáum við í staðinn fyrir allt þetta land og allan þennan ófögnuð? Einungis á annað þúsund ársverk og verksmiðju þar sem þarf að borga með raforkunni næstu tvo til þijá áratugi. Það er e.t.v. full seint í rassinn gripið en hvers vegna í ósköpunum var ráðist í Blönduvirkjun og nú síðast Fljótsdalsvirkjun? íslending- ar hafa ekkert með þessa raforku að gera. Staðreyndin er að nú þeg- ar er framleidd næg raforka handa íslendingum öllum, og meira til. Hvers vegna þá að sökkva landi og fjölga mannvirkjum? Gæti verið að þar spili inn í þörf verktaka til að nota tæki sín og tól, eða úrelt og vægast sagt undarleg byggða- stefna? Spyr sá sem ekki veit, en hitt er víst að betur værum við án þessarra virkjana komin. Raunar er enn hægt að sporna við eyði- leggingunni og hætt^ við að láta þessar virkjanir snúast, hætta við að sökkva dýrmætu landi, hætta við að reisa rafmagnsmöstur vítt og breitt um landið. Enn er ekki of seint að snúa þróuninni við. En ber íslenska þjóðin gæfu til þess? Svarið er líklega neitandi — því miður. En þjóðin mun þurfa að gjalda þess seinna og það í ríkum mæli. Afkomendur okkar munu undrast skammsýnina. Á hveiju eigum við þá að lifa spyija? e.t.v. einhveijir. Á hveiju á að ná hér upp þeim( lífsgæðum sem við sækjumst svo eftir en fisk- urinn nær ekki að færa okkur? Svarið er einfalt en þarfnast nokk- urra útskýringa — ekki síst fyrir þá sem sjá ekkert nema spúandi verksmiðjur og það þó þurfi að borga með þeim. Stærsti atvinnuvegur jarðarbúa og raunar sá langstærsti hvort sem talið er í veltu og í fjármunum eða ársverkum hefur skotið rótum á íslandi. Þessi atvinnuvegur hefur fest sig hér í sessi þrátt fyrir að stjórnvöld hafi með kjafti og klóm unnið gegn honum, tekið af hon'um lögbundna tekjustofna og þurr- Björn Hróarsson „Því miður virðist sem nú sé málum svo komið að klúðra eigi þessu stærsta tækifæri þjóð- arinnar til framfara fyrr og síðar, láta skammsýnina ráða.“ mjólkað hvern þann sem nálægt greininni kemur. Hér er að sjálf- sögðu átt við ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta Á síðasta ári skilaði ferðaþjón- ustan um 11 milljörðum íslenskra króna í gjaldeyri í þjóðarbúið eða um það bil þrisvar sinnum hærri upphæð en álverið í Straumsvík. Á hinn bóginn skilaði ferðaþjónustan um 5.500 ársverkum á síðasta ári og skapaði þannig áttfalt fleiri ís- lendingum vinnu en álverið í Straumsvík. Einnig má á það benda að störf í ferðaþjónustu eru líklega bæði heilsusamlegri og skemmtilegri en störf í stóriðju. Talan 11 milljarðar í gjaldeyri seg- ir einnig ekki alla söguna því rúm- lega helmingur ferðafólks á íslandi eru íslendingar og því má áætla að ferðaþjónustan hafi „velt“ nær 20 milljörðum króna á síðasta ári — margar krónur það. Þá er á það að líta hvað stjórn- völd gera til að hlúa að þessum mikilvæga atvinnuvegi. Svarið er einfalt, ekkert. En vinnur hins veg- ar gegn honum á nær öllum víg- stöðvum eins og áður hefur verið bent á. Hvað vöxt í greininni varðar má fullyrða að enginn atvinnuveg- ur á íslandi hefur sömu möguleika og ferðaþjónustan. Þar þarf að setja takmörk og ná þeim. Ekki einungis stórfjölga ferðafólki held- ur einnig ná hingað ferðafólki sem skilur meira eftir. Ég fullyrði að með samstylltu átaki gæti ferða- þjónustan orðið stærsti atvinnu- vegur íslendinga öllum og haldið uppi lífsgæðum sem vart ættu sér hliðstæðu annars staðar á jörðinni. Ef stjórnvöld tækju þá fjármuni sem þau taka af ferðaþjónustunni og skiluðu þeim aftur í landkynn- ingu og uppbyggingu ferðaþjón- ustunar yrði þess ekki langt að bíða að við næðum því takmarki að fá hingað milljón ferðalanga á ári og séx til áttfalda þá fjármuni sem ferðaþjónustan skilar í dag. Spyija má hvort slíkur fjöldi ferðamanna fari ekki illa með okk- ar litla en fagra land — jafnvel ekkert betur en raflínumöstur, manngerð stöðuvötn og spúandi reykháfar. Svarið er jákvætt ef ekkert er að gert en neikvætt ef rétt er að málum staðið. Vissulega þarf að gera eitt og annað til að byggja upp ferðaþjónustuna þann- ig að landið okkar geti tekið við þessum fjölda. Það þarf hins vegar ekki marga milljarða króna í upp- byggingu ferðaþjónustunnar á ári til að landinu stafi lítil sem engin hætta af miklum fjölda ferða- manna. Mörg eru dæmin erlendis. Milljarðar þeir sem settir hafa Karlar, konur og Kvernialistínn Litið svar til eftir Ragnheiði Lindu Skúladóttur Konur voru og eru kúgaðar sem kyn, um það er tæpast deilt leng- ur. Það er óhugnanlegt en engu að síður satt að karlar hafa um heim allan vald yfir konum. Þetta vald er óháð stétt og stöðu og biilist alls staðar í heiminum á svipaðan hátt; í fijálslegri, félagslegri, and- legri og líkamlegri kúgun kvenna. Við vitum af því og vitum jafnframt af biturri reynslu að þetta hverfur ekki af sjálfu sér. En samt eru sum- ir hissa á fyrirbærum eins og Kvennalistanum og sumir ganga jafnvel svo langt að líkja honum við aðskilnaðarstefnuna/apartheit í Suður-Afríku. í bréfí sínu „Um kynjamisrétti Kvennalistans" í Mbl. 10.4.’91 talar Guðmundur Tómas Ámason um: „kynjamisrétti Kvenn- alistans" og „skírlífsstefnu þeirra í stjómmálum". Karlaveldið Það hefur sýnt sig að karlar hafa almennt ekki lagt hart að sér að beijast fyrir kvenfrelsi, enda hefur karlveldið hag af því að halda kon- um niðri. Karlveldið ræður stjórn- kerfum, heijum, atvinnulífínu og verkalýðshreyfingunni. Karlar eiga landið og oftast er hagur heimil- anna undir þeim kominn. Innan karlaveldisins ríkja reglur og sam- staða. Það sér til þess að konur komast afar. hægt áfram til betri kjara og áhrifa, því atvinnulífið nærist á lágum launum þeirra. Eftir því sem ég framast get skilið af grein Guðmundar Tómasar þá fannst honum Kvennalistinn bylting, ekki fyrir það að gera neitt nýtt, stefnuskrá flokksins sé „sam- ansafn af gömlum lummum mann- gildisstefnunnar” heldur fyrir það að sýna það og sanna að gömlu fjórflokkarnir höfðu gleymt ein- hveiju, en að „kynjamisréttisstefn- an/skírlífsstefnan“ sé varta á ann- ars snotru andliti Kvennalistans“!!! Um það séu þó flestir sammála og Kvennalistinn þar ekki undanskil- inn, að hann verði ekki langlífur því veikleiki hans sé fólginn í eigin velgengni, og þar sem fjórflokkarn- ir séu farnir að sýna jafnréttismál- um meiri áhuga verði þess varla langt að bíða að Kvennalistanum verði ofaukið í íslenskum stjórnmál- um.“ „Gömlu lummurnar“ Fyrir mér er Kvennalistinn líka bylting; vegna þeirra baráttuað- ferða sem hann hefur notað og þess árangurs sem hann heíur náð. ^ Og vegna málefnanna sem hann berst fyrir. Fyrir tilkomu Kvenna- listans snerist stjórnmálaumræða á íslandi um tvo póla, hægri og vinstri. Hægri póllinn var fijáls- hyggjan og sá vinstri félagshyggjan og nú lentu margir í vondum mál- um, hvað átti að gera við Kvenna- listann? Ég hef alltaf skilið Kvenna- listann sem svo að hann taki undir hugsjónir beggja vængja: sjálf- stæði, frelsi, jafnrétti og systra- lag/bræðralag, svo lengi sem það er hugsað handa öllum — konum og körlum. Og enn er ekkert af þessu og verður vonandi aldrei að gömlum lummum í mínum huga. Og hitt er annað; að mínu viti örlar enn varla á kvennapólitískum sjón- armiðum í íslenskum stjórnmála- flokkum. Þar hefur umræðan varla náð lengra en um hlutföll karla og kvenna á framboðslistum eða í stofnunum flokkanna. Það er þö satt að Kvennalistinn kom aldrei til að vera, ekki nema rétt þangað til að markmiðum hans hefur verið náð. En ég held — og ég held því miður - að það verði ekki á morg- un, það er enn langt í land. Baráttan í fyrstu fólst vitundarvakning kvenna í lagalegri og borgaralegri jafnréttisbaráttu. Þeirri baráttu lauk með sigri í orði en ekki á borði.. Ragnheiður Linda Skúladóttir „Stefna Kvennalistans byggist hins vegar á sérstökum reynslu- heimi kvenna og tak- markið er að reynsla kvenna og karla verði metin til jafns í þjóðfé- laginu.“ réttindi voru konur áfram víðs fjarri þegar ráðum var ráðið varðandi líf og heill þjóða og mannkyns alls. Því hófst ný kvenfrelsisbarátta, sú stendur enn yfír og er ekki unnin fyrr en ákveðnar þjóðfélagsbreyt- ingar hafa átt sér stað, bæði efna- hagslegar og pólitískar en þó ekki s(st hvað, yarðar .hugarfar og lífs- itoaL ■ um þeirra, gildismat og menningu verður að koma til. Leyst úr fjötrum Ég vildi í raun svo gjarnan rétt eins og Guðmundur sjá karla gegna ábyrgðarstöðum fyrir Kvennalist- ann og sú regla er ekki til og hefur aldrei verið sem kemur í veg fyrir það, t.a.m. að karl sitji á þingi fyr- ir Kvennalistann. Stefna Kvenna- listans byggist hins vegar á sérstök- um reynsluheimi kvenna og tak- markið er að reynsla kvenna og karla verði metin til jafns í þjóðfé- laginu. Kvennalistinn vinnur fyrst og fremst að málefnum kvenna og þar með að málefnum barna. En Kvennalistinn lítur ekki svo á að með því sé verið að vinna að sérrétt- indum (kvenréttindum) heldur hljóti það sem gott er fyrir konur og gott er fyrir börn ekki síður að vera gott fyrir karla. Karlveldið er kerfí aldagamalla hugmynda og hagsmuna sem hefur ávinning af að halda konum niðri, kerfi en ekki einstaklingar, og því hljótum við öll að vera mótuð af því, konur jafnt sem karlar, og því hlýtur upp- lausn þess að leysa bæði kynin úr fjötrum. Ég bíð með óþreyju eftir þeim degi sem konur og karlar geta starfað saman í raun; karlar viðurkenni og tileinki sér reynslu- heim kvenna á sama hátt og konur tileinka sér það besta og lífvænleg- asta af viðhorfum karla. Það er dagurinn sem Kvennalistakonur leggja Kvennalistann fagnandi nið- ur. Þangað til fær sá flokkur at- kvæði mitt sem ég tel alltaf sýná samkvæmni og heilindi í starfí sínu og ekki bara fyrir kosningar: Kvennalistinn. Ilöfundur stundar nám við ai„JIAskólH íslands og sUufarsew uwðferðarfuJJtrúi..................
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.