Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRIL 1991 21 Önnur losun kolsýru frá íslandi út í andrúmsloftið vegna eldsneytis og hráefnanotkunar var um 2.492.000 tonn/ár árið 1990. Skipt- ist hún þannig að 37% eru vegna samgangna (bílar 23%), 31% er vegna almenns iðnaðar, 29% vegna fiskveiða og 3% vegna orkuvinnslu. Þannig er heildarmagn kolsýrum- engunar á íslandi um 2.673.000. tonn/ár og til viðbótar er náttúruleg mengun frá óvirkjuðum hverasvæð- um, sem er talin nema 90 þúsund tonn/ár. Álverið mun losa um 286.000 tonn/ár, þanngi að viðbótin er tæp 11%. Heildarlosun brennisteinstvíildis út í andrúmsloftið frá íslandi á ári hveiju er hins vegar sem hér segir. SO'2 losun á íslandi, innanlands, tonn/ár Gasolía 1.015 Svartolía 2.754 Kolanotkun í iðnaði 496 Alverið í Straumsvík 1.040 Járnblendiverksm. Grundartanga 1.786 Nesjavallavirkjun 7.000* Samtals 14.091 Losun frá rnillilandaskipum er talin vera 3.760. Losun frá álverinu á Keiiisnesi mun fyrst um sinn verða um 4.800 tonn/ár, sem er um 35% aukning ef millilandaskipin eru ekki talin með. Einnig á eftir að meta losun frá öðrum virkjuðum háhitasvæð- um, þannig að líkleg auknii'g á los- un brennisteinstvíildis út í andrúms- loftið vegna ný álvers gæti orðið um 20%. Hins vegar, eins og áður er getið, eru likur á því, að innan tíðar verði brennisteinstvíildis- mengun frá álverum úr sögunni með hreinsuðum skautum. Þess má svo að lokum geta, að heildarlosun á brennisteinstvíildi út í andrúms- loftið í öllum heiminum af manna völdum er talin nema 96 milljónum tonn/ár, þar af er hlutur allra ál- vera í rekstri um 200.000 tonn/ár eða um 0,2%. *) Varlega áætlað miðað við núverandi rekstur. Eftir er að meta losun frá öðrum virkjuðum háhitasvæðum, sem samtals er a.m.k. jafnmikil. Höfundur er umliverfisráðherra. rannsóknir á áhrifum súrs regns á viðkvæman hálendisgróður en áhrif- in koma fyrst þar fram eins og dæmin sanna frá Skotlandi og Nor- egi. Hollustuvernd ríkisins hefur ekki fengið fjárveitingu til mengunar- rannsókna, nema í litlum mæli, þrátt fyrir að það sé hlutverk stofnunar- innar að annast slíkar rannsóknir. Nú er svo komið, að Reykjavíkur- borg ieggur sínu eftirliti til meira fé í þessum tilgangi en ríkisvaldið sinni stofnun. Forysta Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum Stefnuskrár stjórnmálaflokkanna hafa verið furðu fáorðar um um- hverfismál eins og oft gerist þegar til umfjöllunar eru þau mál, sem stundum-eru kölluð „mjúku málin“ og menn virðast ekki sjá neinn fjár- hagslegan ávinning í heldur aðeins fjárútlát. Nú bregður hins vegar svo við að Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð samstöðu um heildstæða stefnu í málaflokknum, sem byggir á raun- sæi og aðgerðum. Flokkurinn vill nýta þá kosti sem við búum þegar yfir og vinna að framkvæmdinni í krafti þeirrar sér- fræðiþekkingar sem við höfum aflað okkur, jafnt innan stjórnsýslunnar sem og á vegum eftirlits og þeirra, sem rannsóknir stunda. Flokkurinn leggur áherslu á aukna gróðurvernd, að framlög til umhverfisrrannsókna verði aukin og að stórátak verði gert í sorp- og skolpmálum. Enn fremur að ísland taki virkan þátt í samstarfi ríkja á alþjóðavettvangi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar greinilega að hafa frumkvæði að því að horfið verði frá orðum til athafna. Höfundur er lögfræðingur. Silfurlín- an tekin til starfa SILFURLÍNAN lieitir ný þjón- usta sem Rauði krossinn, Félag eldri borgara, Soroptimistar og Bandalag kvenna í Reykjavík annast og opnuð var í gær, mánu- dag. Fyrst í stað verður aðeins um símaþjónustu að ræða og geta eldri borgarar hringt í síma 616262 og rætt það sem þeim liggur á hjarta í algjörum trún- aði við sjálfboðaliða á mánudög- um frá kl. 17 til 20. Stefnt er að því að bæta við síma- þjónustuna, viðvikaþjónustu sem felst í stuttum sendiferðum og minni háttar aðstoð við aldraða, t.d. smá viðgerðum. Hugmyndin um Silfurlínuna varð til eftir gerð var könnun meðal aldr- aðra um viðhorf þeirra til sjálfboða- liðastarfa. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar er ekki vanþörf á þjónustu af þessu tagi. Nýlegar var haldið námskeið fyr- ir væntanlega sjálfboðaliða Silf- urlínunnar. Þátttakendúr voru 50 manns af öllum aldri en þó er fyrir- séð að enn vantar sjálfboðaliða til að annast viðvik. Á námskeiðinu var fjallað um markmið Silfurlín- unnar og hlutverk sjálfboðaliðanna. (Fréttatilkynning) Fagna frelsi á útflutningi saltfisks ÚTFLUTNINGSNEFND Félags ísl. stórkaupmanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Útflutningsnefnd Félags ísl. stórkaupmanna fagnar auknu frelsi í útflutningi salfísks en undrast að utanríkisráðherra skuli ekki stíga skrefið til fulls í afnámi einokunar SIF á hinum hefðbundna saltfiski frá_ íslandi. Island er nú eina þjóðin sem framleiðir saltfisk sem ekki hefur afnumið einokun í útflutningi hans. Færeyingar og Norðmenn höfðu sama fyrirkomulagið en hafa nú getað selt og flutt út sína afurð án opinberra afskipta. Við bendum á þróun í frjálsum viðskiptum með sjávarafurðir á ís- landi þar sem framleiðandinn hefur getað keypt sitt hráefni á ftjálsum markaði og á því kröfu á að geta selt og flutt út sínar afurðir án opinberra afskipta. Útflytjendur utan sölusamtaka treysta á að ekki verði heft það frelsi er þeir nú búa við og að af- nám einokunar SÍF sé stutt undan. Ísland er nú einangrað fyrirbæri á Vesturlöndum með einokun í út- flutningsmálum. Jafnvel Pólland afnam slíka einokun fyrir nokkrum dögum. Teljum við utanríkisverslunina best setta án opinberra afskipta." Fyrirlestur um skólasöfn FYRIRLESTUR verður haldinn í Kennaraháskóla Islands stofu B-201 miðvikudaginn 17. apríl kl. 16.00 um mikilvægi skóla- safnsins í lestrarkennslu og við verkefnavinnu sem tengd er lestri og lestrarnámi. Fyrirlesari er Lisa T. Jensen, námstjóri í danska menntamála- ráðuneytinu, en hún er stödd hér á landi í boði Félags skólasafnskenn- ara. Nefnir hún fyrirlesturinn „Læsningens ár — hvert ár. Skolebiblioteket — et pædagogiskt redskab i undervisningen". Fyrirlesturinn er öllum opinn. (Fréttatilkynning) Sólstofur - Svalahýsi .. . ■ i Komió og sannfærist um gæóin íslensk framleidsla úr viðhaldsfríu PVC-efni Rennihurðir, útihurðir, fellihurðir, rennigluggar, gluggar, skjólveggir o.m.fl. ekkert viðhald^ ~aiHaf sem nýtt ^Gluggar og Gjardhús hf. Dalvegi 2A, 200 Kópavogi, sími 44300. => < meiri háttar osm TILB0Ð stendur tíl 19. aprfl á 1 kg stykkjum af brauðostinum góða. Verð áður: kr. 794/kílóið Tilboðsverð: kílóið 200 kr. afsláttur pr. kg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.