Morgunblaðið - 16.04.1991, Side 21

Morgunblaðið - 16.04.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRIL 1991 21 Önnur losun kolsýru frá íslandi út í andrúmsloftið vegna eldsneytis og hráefnanotkunar var um 2.492.000 tonn/ár árið 1990. Skipt- ist hún þannig að 37% eru vegna samgangna (bílar 23%), 31% er vegna almenns iðnaðar, 29% vegna fiskveiða og 3% vegna orkuvinnslu. Þannig er heildarmagn kolsýrum- engunar á íslandi um 2.673.000. tonn/ár og til viðbótar er náttúruleg mengun frá óvirkjuðum hverasvæð- um, sem er talin nema 90 þúsund tonn/ár. Álverið mun losa um 286.000 tonn/ár, þanngi að viðbótin er tæp 11%. Heildarlosun brennisteinstvíildis út í andrúmsloftið frá íslandi á ári hveiju er hins vegar sem hér segir. SO'2 losun á íslandi, innanlands, tonn/ár Gasolía 1.015 Svartolía 2.754 Kolanotkun í iðnaði 496 Alverið í Straumsvík 1.040 Járnblendiverksm. Grundartanga 1.786 Nesjavallavirkjun 7.000* Samtals 14.091 Losun frá rnillilandaskipum er talin vera 3.760. Losun frá álverinu á Keiiisnesi mun fyrst um sinn verða um 4.800 tonn/ár, sem er um 35% aukning ef millilandaskipin eru ekki talin með. Einnig á eftir að meta losun frá öðrum virkjuðum háhitasvæð- um, þannig að líkleg auknii'g á los- un brennisteinstvíildis út í andrúms- loftið vegna ný álvers gæti orðið um 20%. Hins vegar, eins og áður er getið, eru likur á því, að innan tíðar verði brennisteinstvíildis- mengun frá álverum úr sögunni með hreinsuðum skautum. Þess má svo að lokum geta, að heildarlosun á brennisteinstvíildi út í andrúms- loftið í öllum heiminum af manna völdum er talin nema 96 milljónum tonn/ár, þar af er hlutur allra ál- vera í rekstri um 200.000 tonn/ár eða um 0,2%. *) Varlega áætlað miðað við núverandi rekstur. Eftir er að meta losun frá öðrum virkjuðum háhitasvæðum, sem samtals er a.m.k. jafnmikil. Höfundur er umliverfisráðherra. rannsóknir á áhrifum súrs regns á viðkvæman hálendisgróður en áhrif- in koma fyrst þar fram eins og dæmin sanna frá Skotlandi og Nor- egi. Hollustuvernd ríkisins hefur ekki fengið fjárveitingu til mengunar- rannsókna, nema í litlum mæli, þrátt fyrir að það sé hlutverk stofnunar- innar að annast slíkar rannsóknir. Nú er svo komið, að Reykjavíkur- borg ieggur sínu eftirliti til meira fé í þessum tilgangi en ríkisvaldið sinni stofnun. Forysta Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum Stefnuskrár stjórnmálaflokkanna hafa verið furðu fáorðar um um- hverfismál eins og oft gerist þegar til umfjöllunar eru þau mál, sem stundum-eru kölluð „mjúku málin“ og menn virðast ekki sjá neinn fjár- hagslegan ávinning í heldur aðeins fjárútlát. Nú bregður hins vegar svo við að Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð samstöðu um heildstæða stefnu í málaflokknum, sem byggir á raun- sæi og aðgerðum. Flokkurinn vill nýta þá kosti sem við búum þegar yfir og vinna að framkvæmdinni í krafti þeirrar sér- fræðiþekkingar sem við höfum aflað okkur, jafnt innan stjórnsýslunnar sem og á vegum eftirlits og þeirra, sem rannsóknir stunda. Flokkurinn leggur áherslu á aukna gróðurvernd, að framlög til umhverfisrrannsókna verði aukin og að stórátak verði gert í sorp- og skolpmálum. Enn fremur að ísland taki virkan þátt í samstarfi ríkja á alþjóðavettvangi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar greinilega að hafa frumkvæði að því að horfið verði frá orðum til athafna. Höfundur er lögfræðingur. Silfurlín- an tekin til starfa SILFURLÍNAN lieitir ný þjón- usta sem Rauði krossinn, Félag eldri borgara, Soroptimistar og Bandalag kvenna í Reykjavík annast og opnuð var í gær, mánu- dag. Fyrst í stað verður aðeins um símaþjónustu að ræða og geta eldri borgarar hringt í síma 616262 og rætt það sem þeim liggur á hjarta í algjörum trún- aði við sjálfboðaliða á mánudög- um frá kl. 17 til 20. Stefnt er að því að bæta við síma- þjónustuna, viðvikaþjónustu sem felst í stuttum sendiferðum og minni háttar aðstoð við aldraða, t.d. smá viðgerðum. Hugmyndin um Silfurlínuna varð til eftir gerð var könnun meðal aldr- aðra um viðhorf þeirra til sjálfboða- liðastarfa. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar er ekki vanþörf á þjónustu af þessu tagi. Nýlegar var haldið námskeið fyr- ir væntanlega sjálfboðaliða Silf- urlínunnar. Þátttakendúr voru 50 manns af öllum aldri en þó er fyrir- séð að enn vantar sjálfboðaliða til að annast viðvik. Á námskeiðinu var fjallað um markmið Silfurlín- unnar og hlutverk sjálfboðaliðanna. (Fréttatilkynning) Fagna frelsi á útflutningi saltfisks ÚTFLUTNINGSNEFND Félags ísl. stórkaupmanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Útflutningsnefnd Félags ísl. stórkaupmanna fagnar auknu frelsi í útflutningi salfísks en undrast að utanríkisráðherra skuli ekki stíga skrefið til fulls í afnámi einokunar SIF á hinum hefðbundna saltfiski frá_ íslandi. Island er nú eina þjóðin sem framleiðir saltfisk sem ekki hefur afnumið einokun í útflutningi hans. Færeyingar og Norðmenn höfðu sama fyrirkomulagið en hafa nú getað selt og flutt út sína afurð án opinberra afskipta. Við bendum á þróun í frjálsum viðskiptum með sjávarafurðir á ís- landi þar sem framleiðandinn hefur getað keypt sitt hráefni á ftjálsum markaði og á því kröfu á að geta selt og flutt út sínar afurðir án opinberra afskipta. Útflytjendur utan sölusamtaka treysta á að ekki verði heft það frelsi er þeir nú búa við og að af- nám einokunar SÍF sé stutt undan. Ísland er nú einangrað fyrirbæri á Vesturlöndum með einokun í út- flutningsmálum. Jafnvel Pólland afnam slíka einokun fyrir nokkrum dögum. Teljum við utanríkisverslunina best setta án opinberra afskipta." Fyrirlestur um skólasöfn FYRIRLESTUR verður haldinn í Kennaraháskóla Islands stofu B-201 miðvikudaginn 17. apríl kl. 16.00 um mikilvægi skóla- safnsins í lestrarkennslu og við verkefnavinnu sem tengd er lestri og lestrarnámi. Fyrirlesari er Lisa T. Jensen, námstjóri í danska menntamála- ráðuneytinu, en hún er stödd hér á landi í boði Félags skólasafnskenn- ara. Nefnir hún fyrirlesturinn „Læsningens ár — hvert ár. Skolebiblioteket — et pædagogiskt redskab i undervisningen". Fyrirlesturinn er öllum opinn. (Fréttatilkynning) Sólstofur - Svalahýsi .. . ■ i Komió og sannfærist um gæóin íslensk framleidsla úr viðhaldsfríu PVC-efni Rennihurðir, útihurðir, fellihurðir, rennigluggar, gluggar, skjólveggir o.m.fl. ekkert viðhald^ ~aiHaf sem nýtt ^Gluggar og Gjardhús hf. Dalvegi 2A, 200 Kópavogi, sími 44300. => < meiri háttar osm TILB0Ð stendur tíl 19. aprfl á 1 kg stykkjum af brauðostinum góða. Verð áður: kr. 794/kílóið Tilboðsverð: kílóið 200 kr. afsláttur pr. kg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.