Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 58
^ÖhdíjÍ&LÁfelÖ ÞhlÐjtiÖkbuR116. «:M t Eiginmaður minn og faðir okkar, DIETER MAXIMILIAN LUCKAS, lést 14. apríl. Anna Luckas, Udo Luckas, Claudia Luckas og Frank Luckas. t Eiginmaður minn, GUÐLAUGUR GUÐMUNDSSON útgerðarmaður, Mýrarholti 14, Ólafsvík, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Steinþórsdóttir. t Faðir okkar HERMANN SIGURÐSSON, Þórsbergi, Hafnarfirði, lést í Landakotsspítala 15. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Böðvar Hermannsson, Ragnhelður Hermannsdóttir, Þórunn Hermannsdóttir, Lovísa Hermannsdóttir, Haraldur Hermannsson, Herdis Hermannsdóttir. Oskar Magnús- son — Kveðjuorð Fæddur 13. október 1922 Dáinn 4. apríl 1991 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. _ (Úr Hávamálum.) Nú er hann afi okkar, Óskar Magnússon, dáinn. Andlát hans bar mjög skjótt að og er erfitt að sætta sig við það að fá aldrei að sjá hann aftur. Afi var mjög kærleiksríkur maður og öllum þótti vænt um hann. Hann var alltaf hress og kátur og leit vel út. Afi var góður við barnabömin og umvafði okkur hlýju sinni. Við þökkum afa fyrir okkar ánægjulegu stundir saman, sem við komum til með að búa að allt okk- ar líf. Þó að elskulegur afi okkar sé numinn á brott skilur hann eftir sig fallegar minningar, sem varð- veitast munu í hjörtum okkar. Megi Guð varðveita elskulegan afa okkar. Guðmunda Ósk, Ásdís og Ingólfur Snorri. Sannarlega er okkur mönnum misjafnlega gefið, að kunna að gefa okkur alla í störf okkar. Það er ekki nóg að unnið sé af elju og dugnaði, því sum störf krefjast meira. Þannig er um mörg störf, sem unnin eru hljóðlega en af kær- leika innan veggja kirkjunnar. Oft eru andlit manna tengd þeirri mynd, sem fólk hefur um kirkjuna sína. Sé þar starfað af alúð og ræktarsemi eignast margir vini í þeim er þar starfa. Sá, sem hér er minnst í þessum orðum, hafði um árabil verið það andlit kirkjulegrar starfsemi í Bú- staðakirkju, sem eftir var tekið. Óskar Magnússon hafði með slíkri ræktarsemi unnið kirkjunni í störf- um sínum að fátítt er. Hann var sívakandi, sem kirkju- vörður og meðhjálpari og það var reisn yfir öllum hans störfum. Starf kirkjuvarða er erilsamt og ábyrgð- armikið og í nánum tengslum við fólkið, sem kirkjuna sækir. Það er hins vegar ekki víst, að menn geri sér grein fyrir mikilvægi meðhjálp- arans. Hann er prestinum til aðstoð- ar og gætir þess að allt sé til reiðu í ytri umgjörð helgihaldsins. í þessu starfi var Óskar Magnús- son einstakur maður. Það fylgdi starfi hans kærleikur og fegurð hugans, sem var grundvölluð á þeirri trú, sem hann treysti líf sitt á. óskar hafði um langt árabil ver- ið starfsmaður Bústaðakirkju + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRSÆLL KJARTANSSON, Háaleitisbraut 103, Reykjavík, andaðist á Vífilsstaðaspítala laugardaginn 13. apríl. Klara Vemundsdóttir, Haukur Ó. Ársælsson, Unnur S. Jónsdóttir, Hafsteinn Á. Ársælsson, Sígrún J. Jónsdóttir, Anna Ársælsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, KRISTJÁN LAURSEN, * Eyjabakka14, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 5. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Valgerður Ólafsdóttir, Niels Laursen, Óli Guðlaugur Laursen, Kristján Valur Laursen. + Faðir okkar, BJARNI LOFTSSON frá Hörgslandi á Síðu lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 13. apríl. Þorsteinn Bjarnason, Guðrún Bjarnadóttir, Ragnhildur Bjarnadóttir, Þorbjörg Bjarnadóttir, Einar Bjarnason, Anna Sigríður Bjarnadóttir, Loftur Páll Bjarnason, Hilmar Bjarnason. + Eiginmaður minn og faðir okkar, FINNUR MAGNÚSSON fyrrverandi kaupmaðurá ísafirði, sem andaðist 8. apríl sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. apríl nk. kl. 15.00. Helga Stefánsdóttir og börn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR RUNÓLFSSON, i Bólstað, Eyrarbakka, andaðist laugardaginn 13. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Lilja Sigurðardóttir, Emil Ragnarsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÚSTAF KRISTIANSEN pípulagningamaður, Stóragerði 28, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. apríl kl. 15.00. Þóra Kristiansen, Sverrir Einarsson, Svandís Kristiansen, Gylfi Birgisson og barnabörn. + Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SNORRI BRYNJÓLFSSON, Eskihlið 20A, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. apríl kl. 13.30. Blóm afþökkuð. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Krabbameinsfé- lagið njóta þess. Berta Snorradóttir Garðar Jóhannsson, Brynjar Snorrason, Hrafnhildur Karlsdóttir, Garðar Snorrason, Svala Þórhallsdóttir og barnabörn. + Bálför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR RAKELAR TRYGGVADÓTTUR, Ásgarði 31, Reykjavík, sem lést 8. apríl, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. apríl kl. 16.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti líknarstofnanir njóta þess. Þorsteinn Dagbjartsson, börn, tengdabörn og barnabörn. ásamt Sigríði eiginkonu sinni. Á síðasta ári lét hann af störfum en var áfram í nánum tengslum við kirkjuna og söfnuðinn. Þannig voru þau hjónin bæði til aðstoðar í helgihaldi og undirbún- ingi þess aðeins nokkrum dögum fyrir sviplegt fráfall Óskars. Og það var gott að hafa þau sér nærri. Af Óskari stafaði alla tíð sá bjarmi innri fegurðar, sem hann bar með sér. Hann var vandaður og heilsteyptur í öllu sínu. Samvisku- semi hans átti sér fáar hliðstæður. Hann var sviphreinn og ég vil segja fallegur maður til orðs og æðis. Dagfar hans í anda prúðmennsku og glaðværðar og hann kunni þá list að bera lof á menn og hvetja þá til starfa. Ekki síður kunni hann með hógværð sinni og hlýju að benda á það er betur mátti fara og það var ljúft að mega hlýða hans ráðum. Óskar var hagur í höndum og muna margir eftir verkum hans frá þeim árum er hann starfaði við bíla- klæðningar. En enda þótt handar- verk hans hafi öll verið á einn veg, þá trúi ég samt að sú hlýja og manngæska er ávallt mátti finna í fari hans, verði okkur samferða- mönnum hans hugstæðari. í þeim efnum var aðeins einn Óskar. Þessi þáttur í fari hans kom hvað gleggst fram í starfi hans fyrir kirkjuna. Um kirkjuna hugsaði hann, sem hún væri hans eigið barn. Hann var í senn stoltur og í anda lítillátur í því er sneri að kirkjunni. Þeir eru margir sem notið hafa leiðsagnar hans um Bústaðakirkju. Hvort heldur það voru sóknarbörn, gestir eða ferðamenn, þá gaf hann sig allan í því að þjóna og liðsinna. Bústaðakirkja og söfnuður henn- ar sér nú á eftir tryggum og einlæg- um kirkjunnar vini. Enda þótt við vitum að skilnaðar- stundin búi ætíð í framtíðinni, þá erum við henni aldrei viðbúin. Þetta finnum við nú á kveðjustundu. Óskar hafði ætlað að koma til starfa í kirkjunni á sumri komandi og leysa arftaka sína af í fríi. Tilhlökkun var í hugum okkar að fá hann aftur til starfa og veit ég að sú tiihlökkun var gagnkvæm. En för hans var önnur og meiri, því stefnir hann í hæðir, mót þeirri eilífð, sem Guð gefur okkur fyrir- heiti um. Enda þótt sárt, sem að horfa á eftir vini, þá býr einnig í huganum gleði og þakklæti yfir því að hafa fengið að eiga Óskar Magn- ússon að vini og félaga. Hann gekk öruggum skrefum mót framtíðinni, því trú hans var einlæg og sterk. Trúarljós hans hafði lýst á vegferð hans og í anda þess hafði hann sáð þeim blómum kærleika á lífsleið sinni, sem við finnum að hafa öll náð að springa út og bera ávöxt vináttunnar. Fyrir hönd safnaðar Bústaða- kirkju vil ég þakka Óskari ljúfa og gleðiríka samfylgd. Eiginkonu hans biðjum við blessunar Guðs, sem og börnum hans og þeirra fjölskyldum. Bjart er yfír minningu hans. Megi sú birta milda hugi þeirra, sem syrgja og sakna. Guð blessi minn- ingu Óskars Magnússonar. Pálmi Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.