Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRIL 1991 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRIL 1991 35 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannssori, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Fortíð sem ekki má gleymast Aþví kjörtímabili, sem senn er liðið, urðu þáttaskil á vett- vangi alþjóðamála. Þar bar hæst hrun kommúnismans í Austur-Evr- ópu. Berlínarmúrinn illræmdi var brotinn niður, Þýzkaland sameinað og kommúnistar hrökkluðust frá völdum í hvetju A-Evrópuríkinu á fætur öðru. Jafnvel Sovétríkin sjálf eru á falianda fæti. Hrun kommúnismans í Austur- Evrópu kallaði á uppgjör hér heima fyrir, uppgjör við þau stjómmálaöfl, sem áratugum saman hafa gerzt talsmenn þeirrar svívirðilegu kúg- unar, sem framkvæmd var i nafni sósíalismans í Austur-Evrópu. Og jafnframt hlaut fall kommúnismans í þessum löndum að verða til þess, að hörð krafa kom fram um, að þessi stjórnmálaöfl gerðu sjálf upp við fortíð sina. Það er Alþýðubandalagið, sem hér á hlut að máli. Fyrir sextíu árum var Kommúnistaflokkur íslands stofnaður. A grundvelli hans var Sameiningarflokkur alþýðu - Sósí- alistaflokkurinn stofnaður nokkrum árum síðar og á grundvelli hans var Alþýðubandalagið stofnað. Sá flokkur á sér því fortíð í íslenzkum stjómmálum, sem ekki hefur verið gerð upp. Forystumenn Kommúnistaflokks- ins, Sósíalistaflokksins og Alþýðu- bandalagsins voru áratugum saman talsmenn, málsvarar og erindrekar þeirra kommúnísku afla, sem kúg- uðu fólkið í Austur-Evrópu og Sov- étríkjunum. 'Þegar sovézkir skrið- drekar myrtu verkamenn á götum Austur-Berlína.r á þjóðhátíðardegi íslendinga 1953 höfðu þessir menn skýringar á reiðum höndum. Þegar sovézkir skriðdrekar brunuðu um götur Búdapest haustið 1956 var enn að finna þá menn í forystusveit Sósíalistaflokksins og Alþýðubanda- lagsins, sem töldu sig geta afsakað þá atburði. Og þegar sovézkir skrið- drekar ruddust um götur Prag í ágústmánuði 1968 endurtók sagan sig_ hér heima á íslandi. I forystusveit Alþýðubandalags- ins í dag og í framboði fyrir Alþýðu- bandalagið í þessum kosningum eru menn, sem hlutu menntun sína á vegum kommúnistaflokkanna í Austur-Evrópu. í þeim hópi eru bæði Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson. Meira og minna alla helztu höfunda Rauðu bókarinnar svonefndu, leyniskýrslna, sem þessir námsmenn í Austur-Evrópu sömdu á sínum tíma, er að finna í virku starfi í Alþýðubandalaginu í dag. Þessir menn hafa ekki gert upp við fortíð sína. Þessir menn hafa ekki beðið íslenzku þjóðina afsökun- ar á framferði-sínu á þessum árum. Þeir telja það einfaldlega sjálfsagt, nú þegar glæpir kommúnismans í Austur-Evrópu hafa verið afhjúpað- ir, að þeim sé sýndur fyllsti trúnað- ur hér heima á íslandi. Áratugum saman héldu þessir menn því fram, að fréttir Morgunblaðsins af atburð- um í ríkjum sósíalismans væru svo- ■np.fnd „Mnggalygi". Nú sbinrla þeir frammi fyrir því, að hvert orð, sem sagt var í þessu blaði áratugum saman, um grimmdarverk kommún- ismans í Austur-Evrópu, var satt og yfirleitt var of lítið sagt en að of mikið hafi verið sagt. Það skiptir verulegu máli, að þessir menn og Alþýðubandalagið sjálft fái verðuga ráðningu í kosn- ingunum, sem fram fara um næstu helgi, að íslenzka þjóðin felli sinn dóm um þá menn, sem gerðust er- indrekar erlendra kúgunarafla og telja sig nú hvergi hafa komið nærri, ganga jafnvel svo langt að viðra sig upp við þá gesti íslenzku þjóðarinnar, sem sátu árum saman í fangelsi af völdum þeirra kúgunar- afla, sem Alþýðubandalagsmennirn- ir, voru talsmenn fyrir. Þjóðin má ekki gleyma þessari sögu og þess- ari fortíð Alþýðubandalagsins. Og alveg sérstaklega má íslenzkt æsku- fólk ekki gleyma þessari fortíð. EB-aðild ekki á dag- skrá TXavíð Oddsson, formaður Sjálf- | 9 stæðisflokksins, undirstrikaði rækilega á fundi á Selfossi fyrir nokkrum dögum, að aðild íslands að Evrópubandalaginu er ekki á dagskrá, hvorki í þessum kosning- um né næstu árin. Með þessari yfir- lýsingu hefur formaður Sjálfstæðis- flokksins tekið af skarið svo ræki- lega, að enginn kjósandi þarf að velkjast í vafa um afstöðu Sjálfstæð- isflokksins til þessa máls. Aðild að Evrópubandalaginu er alls ekki á dagskrá. Af furðulegum ástæðum hefur Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins, haldið því fram, að aðild að EB væri á dagskrá. Þetta er auðvitað fráleitt eins og talsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið rækilega fram, hver á fætur öðrum að undanförnu, bæði á fundum og hér í Morgunblaðinu. Fyrir nokkrum dögum lýsti Geir H. Haarde, einn af frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, því yfir, að væri flokkurinn spurður nú um að- ild að EB yrði svarið nei. Greinar þingmanna flokksins hér í Morgun- blaðinu, eins og Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Guðmundar H. Garð- arssonar, segja það sama. Morgunblaðið hefur fyrir sitt leyti undirstrikað mánuðum og raunar misserum saman, að ekki komi til greina, að nokkru erlendu fiskiskipi verði hleypt í íslenzka fiskveiðilög- sögu og að ekki megi hleypa erlend- um stórfyrirtækjum inn í íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki. Þannig er afstaða bæði Sjálfstæð- isflokksins og Morgunblaðsins svo skýr í þessu máli, að skýrar verður tæpast talað. Ríiðstjórn í meimingarmálum eftirÞuríði Pálsdóttur Þegar rætt erum listir og menn- ingu er eins og fólk vilji oft skil- greina þessi hugtök sem eitthvað sérstætt sem bara komi listamönn- um við eða í mesta lagi vinstri pólitík. Ekkert hefur jafnlamandi og seigdrepandi áhrif á listsköpun og pólitísk einstefna í menningar- málum. Eina stjórnmálaaflið sem hefur stundað stefnu þessarar teg- undar hér á íslandi eru „vinstri" menn. Hér áður fyrr var haft á orði að ef ungir menn vildu komast til áhrifa og hreppa góðar stöður þá væri greiðfærasta leiðin að ganga í Framsóknarflokkinn. Ef menn vildu aftur á móti fá náms- styrki; þá var Sósíalistaflokkurinn kjörinn vettvangur. En ef menn höfðu hug á að fara í listnám eða verða listamenn þá gilti einn „passi“ öðrum fremur, og það var að vera kommúnisti. Ef menn tilheyrðu ekki þeirri menningarklíku, þá áttu þeir á hættu að vera frystir úti, fá enga styrki, slæma gagnrýni og vera útskúíaðir úr listasamfélaginu. Þessi menningarpólitík er mjög áberandi hér á landi enn í dag. I flestum menningar- og mennta- stofnunum, þ.e. skólum, listastofn- unum og alls kyns félagasamtökum þjappa vinstri menn sér saman og láta eins og þeir einir hafi vit og þekkingu á menningarmálum. Einkum er þetta tíðkað í ríkisrekn- um menningarstofnunum, þar sem þeir hygla sínu fólki og sölsa gjarn- an undir sig öll völd. Þessi menning- arpólitíski vinstri leikur hefur víða verið stundaður með góðum árangri fyrir þá sjálfa, en margir sjálfstæð- ir einstaklingar á menningarsviðinu hafa liðið fyrir það. Þær fréttir ber- ast frá Evrópu að það muni taka langan tíma að leiðrétta skekkjur í námsefni, sem samið var í stjórn- artíð kommúnista, einkum á sviði sagnfræði. Það skyldi þó ekki vera að þörf vaeri slíkrar endurskoðunar hér á landi? Að vera í náðinni Það er ekkert launungarmál að ungir Iistamenn vita vel hvaða stefnu þeim ber að fylgja ef þeir eiga að hljóta náð hjá gagnrýnend- um og koma til greina við úthlutun starfsstyrkja fýrir listamenn. Það var fróðlegt að sjá nafnalistann yfír þá 85 sem fengu úthlutað margra mánaða launum úr Launa- Þuríður Pálsdóttir „Ættum við ekki eftir uppskrift fjármála- ráðuneytisins að krefj- ast þess að ráðuneytið verði innsiglað uns skuldin er greidd, eða að öðrum kosti að fara í mál við ríkissjóð?“ sjóði rithöfunda á dögunum, en það væri kannski ennþá fróðlegra að sjá nöfn þeirra 114 sem sóttu einn- ig um en fengu hann ekki! Og það var kaldhæðnislegt hér í fyrra þeg- ar Havel forseti Tékkóslóvakíu kom í heimsókn til íslands til að horfa í fyrsta sinn í 20 ár á leikverk flutt eftir sig, og þá í Þjóðleikhúsi íslend- inga, að horfa á frammámenn Al- þýðubandalagsins, sem höfðu lært á styrkjum í austurevrópskum há- skólum, fagna Havel eins og vini sínum. Þeir höfðu þagað þunnu hljóði meðan hann sjálfur var útskúfaður úr háskóla af stjórnvöld- um í heimalandi sínu, fangelsaður og öll ritverk bönnuð eftir hann, af því að hann hafði það fijálsan anda að láta ekki kúga sig til kommúnisma. Auglýsingar og boðskort Furðulegar heilsíðuauglýsingar Svavars Gestssonar á kostnað menntamálaráðuneytisins um að Þjóðleikhúsið hafi verið opnað með hamingjuóskum til þjóðarinnar og mynd af honum -sjálfum, eftir að leikhúsið hafði þegar opnað og haf- ið leiksýningar með tilheyrandi umfjöllun, er enn eitt dæmið um þessa vinstri menningarpólitík. Við framkvæmd á breytingum Þjóðleik- hússins áttu fjölmargir aðilar stóran þátt í verkinu allt frá upphafi. Þá sendu þeir félagar Ólafur Ragnar og Svavar boðskort í „eigin nafni“ til listamanna til að skoða hús Slát- urfélagsins sem ríkið hafði fest kaup á til að rúma listfræðslu á háskólastigi og greitt er af skatt- borgurum, en ekki þeim sjálfum persónulega. Það hefur ekki farið fram hjá landsmönnum að ráðherr- ar Alþýðubandalagsins hafa staðið að útgáfu rándýrra auglýs- ingabæklinga á kostnað ráðuneyta sinna. Svavar þjófstartaði að vísu með því að auglýsa frumvarp um grunnskóla sem var ennþá á um- ræðustigi á Alþingi og viðurkenndi að birtingin hefði verið mistök. Þá gaf hann út bækling um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem var skraddarasaumað auglýsingaplagg, sniðið fyrir Svavar Gestsson. En það er eðlilega í verkahring LÍN að gefa út rit um starfsemi sjóðs- ins. Þá lætur menntamálaráðuneyt- ið gefa út litprentaða 12 síðna af- rekaskrá Svavars Gestssonar sem mun varlega reiknað kosta hátt á aðra milljón. Almannafé Það þarf engum að koma á óvart að ráðherrar Alþýðubandalagsins, þeir Steingrímur J., Ólafur Ragnar og Svavar láti ráðuneyti sín greiða fýrir sig kosningabaráttu sína með útgáfustarfsemi sem mun kosta skattborgara hátt á annan tug millj- óna. Þeir kunna manna best þær aðferðir sem duga til að fá styrki kostaða af almannafé. Nú vantar bara að þeir endurgreiði þeim skatt- greiðendum sem gert var að greiða Þjóðarbókhlöðuskattinn (mörg hundruð milljónir), sem var ekki notaður í bókhlöðuna. Það þýðir í raun, að þeir skattgreiðendur hafa greitt meira í samneysluna en þeim bar. Og hvernig er það? Ættum við ekki eftir uppskrift fjármálaráðu- neytisins að krefjast þess að ráðu- neytið verði innsiglað uns skuldin er greidd, eða að öðrum kosti að fara í mál við ríkissjóð? Höfundur er yfirkennnri við Söngskólann íReykjavík ogskipar 10. sætið álista Sjálfstæðisflokksins þar. Morg-unblaöið/Sigurður Jónsson Ingólfur Þorláksson bakarameistari í rústum brauðgerðarinnar. Bruninn í brauðgerð og kjötvinnslu KÁ: Tjónið nemur 40 til 50 milliónum Selfossi. UNNIÐ er að því að meta það tjón sem hlaust af eldsvoðanum í brauðgerð og kjötvinnslu Kaupfélags Árnesinga. Gert er ráð fyrir að tjónið nemi 40—50 milíjónum króna. í báðum þessum deildum kaupfélagsins unnu ríflega 20 manns. Húsið sem brann var á tveimur dag, þar sem Sigurður sagði að hæðum og er efri hæðin gjörónýt eftir brunann. Neðri hæðin slapp nánast alveg en þar voru geymsl- ur og nokkur tækjabúnaður vegna kjötvinnslunnar. Þak húss- ins féll niður yfir verulegum hluta hússins og er gjörónýtt. Svo er og um öll tæki og annað sem var á efri hæðinni. Strax eftir brunann var unnið að því að útvega störf handa fólkinu sem vann í brauðgerðinni og kjötvinnslunni. Tekist hefur að útvega stærstum hluta starfs- manna kjötvinnslunnar atvinnu, hjá Sláturfélagi Suðurlands og hluta starfsfólks brauðgerðarinn- ar hjá öðrum fyrirtækjum í sams konar rekstri. Sigurður Kristjánsson kaupfé- lagsstjóri sagði ljóst að ekki yrði unnið í þessum deildum á næst- unni. Stjómarfundur verður í kaupfélaginu á morgun, miðviku- þetta mál yrði tekið fyrir ásamt öðrum. Ekki er fulljóst hvernig elds- upptök áttu sér stað en þó er víst að þau urðu í öðrum bakar- ofninum. í honum varð sprenging og eldurinn gaus upp. Mikinn reyk lagði yfir næsta nágrenni en ekki urðu skemmdir af hans völdum í nálægum húsum. Þegar svipast var um í bruna- rústunum mátti sjá að inni í ein- um bökunarskápnum þar sem deigið var látið lyftast, voru brauð í hillum. Þau voru auðvitað svört af sóti en þegar Ingólfur Þorláksson bakarameistari braut þau í sundur kom í ljós hvítt og fullbakað brauð sem bragðaðist ágætlega enda var hitinn mikill sem lék um skápinn á meðan á brunanum stóð. — Sig. Jóns. * Greinargerð vegna undirbúnings ASI fyrir kjarasamninga: Lækkun matarskattsins betri fyrir láglaunafólk en hækkun skattleysismarka LÆKKUN virðisaukaskatts á nauðsynjum myndi í ríkari mæli auka kaupmátt lágtekjufólks en hækkun skattleysismarka sem kemur meðal- tekju- og hátekjufólki mun betur en lágtekjufólki. Þetta kemur fram í greinargerð sem gerð hefur verið fyrir nefnd Alþýðusambands Islands sem vinnur að tillögum um hækkun Iægstu launa vegna undirbúnings næstu kjarasamninga. Umræður innan ASI hafa einkennst af því að menn vilja fara blandaða leið í kjarasamningunum, það er breytingar á skattamálum og launahækkanir til þeirra lægst launuðu. Hins vegar eru skiptar skoðanir um hvaða leið eigi að fara innan þessa ramma og er tilgangur greinargerðarinnar að rekja þessi sjónarmið. Markmið skattalegu aðgerðanna sem fjallað er um í nefndinni er að lækka skattbyrði lágtekjufólks og með því móti auka ráðstöfunartekjur þeirra. Þær aðgerðir sem skoðaðar eru sérstaklega eru báðar miðaðar við óbreytta heildarskattbyrði. Ann- ars vegar er um að ræða að hækka skattleysismörk og samhliða því hækka tekjuskattsprósentuna og hins vegar að lækka virðisaukaskatt af nauðsynjum og hækka tekju- skattsprósentuna á móti. Skattleysismörk eru nú 57.379 kr. á mánuði. Ef þau yrðu hækkuð í 70 þúsund krónur myndi tekjutap ríkís- sjóðs nema 6,9 milljörðum kr. á ári. 18-20% landverkafólks innan ASÍ eru með laun innan núverandi skatt- leysismarka og myndu engan hag hafa hækkun markanna, nema mak- ar þeirra geti yfirfært ónýttan pers- ónuafslátt. Ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með laun á bilinu 57.379 til 70.000 kr. á ‘ mánuði, það er 10-12% af landverkafólki innan ASÍ, myndu aukast að meðaltali um 2.500 kr. Aftur á móti fengi fólk með 70.000 kr. tekjur og þar yfir 5.000 kr. hækkun ráðstöfunartekna á mán- uði. „Það er því ljóst að hækkun skattleysismarka kemur meðaltekju- og hátekjufólki mun betur en lág- tekjufólki." Höfundar greinargerðarinnar telja að tekjumissi ríkisins verði að mæta með einhvetjum hætti og líklegasta leiðin sé að hækka tekjuskattsprós- entuna, í 47-48% hið minnsta miðað við 70 þúsund kr. skattleysismörk á mánuði. Slík hækkun hefur þau áhrif að skattbyrði eykst á tekjum yfir 135 þúsund kr. á mánuði, þrátt fyrir hækkun skattleysismarka. Aukning ráðstöfunartekna þeirra sem eru á bilinu 70-135 þúsund minnkar veru- lega miðað við það að hækka skatt- leysismörkin án hækkunar tekju- skattanna. Ríkissjóður fær um 8 milljarða kr. í tekjur af virðisaukaskatti af mat- vælum, miðað við síðasta ár og um 4*/2-5 milljarða kr. af virðisauka- skatti af fatnaði, segir einnig í grein- argerðinni. Ef miðað er við meðal- tekjur launafólks hjá ASÍ á 3. árs- ljórðungi 1990 myndi lækkun virðis- aukaskatts af matvælum og fatnaði úr 24,5 í 14,5% minnka útgjöld launamanns um 1.560 kr. á mánuði eða 1,6% af tekjum. Ef virðisauka- skatturinn yrði lækkaður í 10% myndu útgjöldin lækka um 2.560 kr. á mánði sem er 2,7% af tekjum. Fram kemur að erlendar kannanir benda eindregið til þess að vægi matvæla sé mun meira hjá lágtekjufólki en hátekjufólki. Að teknu tilliti til þess er áætlað að áhrif þessarra tillagna til lækkunar neysluútgjalda yrði á bilinu 2,2-3,4%. Tap ríkissjóðs vegna lækkunar virðisaukaskatts vrði á bilinu 4,7 til 6 milljarðar kr. á ári. Til að brúa tekjutap ríkissjóðs yrði að hækka tekjuskatt í 45% ef matarskatturinn yrði lækkaður í 14'/2% og 46,46% ef ' hann yrði lækkaður í 10%. Miðað er við að skattleysismörk verði áfram við 57.379 kr. Við þetta myndu ráð- stöfunartekjur meðallaunþegans inn- an ASÍ minnka um 2,2-2,8%. Á móti kæmu lægri neysluútgjöld um 1,6-2,7%, þannig að nettóáhrifin yrðu lækkun kaupmáttar um 0,1-0,5%. Kaupmáttur þeirra sem hafa tekjur undir 70.000 kr. á mán- uði myndi aukast við þessa aðgerð um 1,2-3,1%, en skattbyrði þeirra sem eru með 200 þúsund á mánuði hækka um 3,7-4,8% og kaupmáttur þeirra því lækka um 2% eftir að.tek- ið hefur verið tillit til lækkunar neysluútgjalda. í samanburði við hækkun skatt- leysismarka myndi lækkun matar- skattarins í ríkari mæli auka kaup- mátt lágtekjufólks, að mati höfunda greinargerðarinnar. Hún- nær til þeirra launþega sem eru með tekjur á bilinu 42-95 þúsund kr. á mánuði, mest til þeirra sem eru lægstir. En hækkun skattleysismarka næði að- eins til þeirra sem eru með laun á bilinu 57-135 þúsund kr. á mánuði og mest til þerra sem eru með tekjur á bilinu 65-85 þúsund. Ætluðum aldrei að leggja fram tillögu á ráðherrafundi EB — segir talsmaður franska sendiráðsins ÞAÐ ER rangt sem komið hefur fram í fjölmiðlum hér að Frakkar hafi í dag, mánudag, ætlað sér að leggja fram tillögu í Evrópu- bandalaginu til málamiðlunar í deilum EB og Fríverslunarbanda- lags Evrópu (EFTA) um sjávarút- vegsmál. Málið var ekki einu sinni á dagskrá fundar utanríkisráð- herranna í Lúxemborg,“ sagði Hughes Beaudouin, blaðafulltrúi Sjómenn mótmæla ráðningu erlendra háseta: Erum að skapa atvinnu- tækifæri fyrir farmenn - segir framkvæmdastjóri Samskipa GUÐMUNDUR Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur seg- ir að félagið muni berjast af öllu afli gegn því að frystiskipið Polar Nanoq sem Samskip hf. er að kaupa verði að hluta til mannað Pólverj- um. Samskip hafa yfirtekið siglingar dansk-grænlenska skipafélagsins Polar Line a/s og hyggjast Samskip samhæfa siglingamar eigin flutn- ingaþjónustu sem hefur í för með sér að Polar Nanoq mun flytja fryst- an fisk frá Islandi til Bandarikjanna. Ómar Hl. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samskipa hf., segir að yfirtaka á flutningaþjónustu Polar Line sé liður í þeirri stefnu fyrirtæk- isins að hasla sér völl á erlendum markaði. Polar Line hefur aðallega annast flutning á frystri rækju og bolfiski frá Grænlandi og Nýfundna- landi til Danmerkur og Englands, auk fiskflutninga og almennra flutn- inga frá Norðurlöndunum og Færeyj- um til Bandaríkjanna og Nýfundna- lands. Ómar segir að með því að tengja þessa flutninga freðfiskflutn- ingum Samskipa frá íslandi til -Ranrfnríkjanna ankist nýt.ing skip- anna og þar með hagkvæmni rekstr- arins því óhagstæður munur væri nú á flutningunum Samskipa í aust- ur- og vesturveg. Með í yfirtöku Polar Line fylgir kaup á frystiskipinu m/s Polar Nanoq. Skipið átti að afhendast í aprílmánuði en vegna formsatriða hjá seljanda verður ekki af afhend- ingu fyrr en eftir rúman mánuð. Ómar segir að um tveir þriðju hlutar af flutningum skipsins verði á milli erlendra hafna en um einn þriðji frá íslandi. Þessir flutningar væru í grimmri samkeppni við erlend skipa- félöp- sem hefðu minni kostnað, með- M/s Polar Nanoq. al annars við áhafnirnar, en hægt væri að hafa með íslenskri áhöfn. Því ætlaði félagið og teldi það sann- gjarnt að vera með blandaða áhöfn á skipinu, helminginn íslendinga og helminginn Pólveija. Öðruvísi væri erfitt að standast samkeppnina. „Við erum að afla okkur nýrra verkefna og skapa atvinnutækifæri fyrir nokkra íslenska farmenn," sagði Ómar. Polar Nanoq siglir undir dönskum fána og Samskip þurfa ekki að leita leyfis hjá Sjómannafélagi Reykjavík- ur fyrir erlendum hásetum. Guð- mundur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannafélagsins, sagði að félagið skipti sér ekkert af erlendum áhöfn- um kaupskipa í eigu íslenskra fyrir- tækja ef þau sigldu eingöngu á milli hafna erlendis eins og dæmi væru um hjá Eimskip. En í þessu tilviki væri um að ræða reglubundnar sigl- ingar til og frá íslandi og því myndi félagið spyrna við fæti eins og mögu- legt væri. Sjómannafélagið auglýsti nýlega eftir því að komast í samband við farmenn sem ekki fengju vinnu við starf sitt. 28 menn hafa gefið sig fram, að sögn Guðniundur, flestir í annarri vinnu. Bresk sendinefnd til við- ræðna um Hatton-Rockall VIÐRÆÐUNEFND Breskra stjórnvalda er væntanleg hingað lil lands á morgun, miðvikudag, til að ræða við íslensk stjórnvöld um réttindi til nýtingar og eignarhalds á hafsbotninum á Hatton-Rockall svæðinu. Fyrir bresku nefndinni fer David Anderson yfirmaður hafréttardeildar breska utanríkisráðuneytisins. Auk embættismanna eru í viðræðunefnd- unum bresku og islensku vísindamenn, sem að sögn Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþingismanns bera saman bækur sínar um þetta hafsvæði. Hann segir að ætlunin sé að reyna í þessum viðræðum að komast að niðurstöðu um hafsbotnsréttindin á svæðinu. „Þetta er framhald viðræðna sem staðið hafa lengi, formlegar og óformlegar, við Breta um Hatton- Rockall svæðið," sagði Eyjólfur í samtali við Morgunblaðið, en hann tekur þátt í viðræðunum af íslands hálfu. Hann sagði að þegar Breta- drottning var hér í fyrra hafi orðið að samkomulagi milli utanríkisráð- herra íslands og varautanríkisráð- herra Breta að efna til fundar sér- fræðinga og embættismanna. Bretar hafi boðist til að heimsækja okkur og halda fund hér. Fundirnir heijast á morgun, halda áfram á fimmtudag og hugsanlega einnig á föstudag. „Það verður rætt almennt um stöðu málsins, en eins og kunnugt er gera fjórar þjóðir tilkall til rétt- inda á þessu mikla hafsvæði, íslend- ingar, Færeyingar, Bretar og írar,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði ekki vera tímabært að segja hvers mætti vænta af fundunum, en næstu skref verði væntanlega ljós á fimmtudag. „Þegar hafa um átta ára bil verið í gangi beinar viðræður milli ríkis- stjórnanna um hvernig málið skyldi leysast og auðvitað eiga svona mál, bæði samkvæmt hafréttarsáttmáian- um og almennum lögum, að leysast með viðræðum, í fyrsta umgangi í öllu falli. Síðan eru mörg úrræði ef það tekst ekki, til að byija með sátta- nefnd, eins og gerðist í síðara Jan Mayen málinu, um landgrunnið þar, þar sem Hans Andersen, Jens Evens- en og Elliot Richardson sem odda- maður, leystu það mál í raun og veru því að ríkisstjórniniar sam- þykktu þeirra tillögur og íslendingar hafa góða reynslu af því. Síðan eru auðvitað margs konar gerðardómar hugsanlegir, en íslendingar hafa allt- af frá því að fyrst var ályktað 20. desember 1978 um þetta hafsbotns- svæði óskað eftir samvinnu við ná- grannana um að leysa rnálin," sagði Eyjólfur konráð. Hann sagði Hatton-Rockall málið snúast um hafsbotninn, allt sem í honum er og á honum er, eignarrétt og yfirráðarétt á því. Þar með eru fiskveiðiréttindi ( botnvörpu og því fylgir einnig að á svæðinu má enginn fleygja neinu sem sekkur til botns, án leyfis viðkomandi stjórnvalda. franska sendiráðsins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði ekki rétt að Frakkar hefðu átt samningafundi með íslenskum sljórnvöldum vegna málsins; að- eins hefði verið aflað hér fyllri upplýsinga um kröfur íslendinga. Frakkar myndu hins vegar styðja Islendinga heils hugar og fulltrú- ar Frakka í viðræðum EB og EFTA um Evrópska efnahags- svæðið (EES) myndu ekki sætta sig við samninga er ekki tækju tillit til sérhagsmuna Islendinga. Blaðafullti-úinn sagði Frakka hafa rætt óformlega við íslensk stjórnvöld til að afla sér glöggra upplýsinga um afstöðu þeirra í sjávarútvegsmál- unum. Með þessu yrði frönskum stjórnvöldum gert auðveldara að íhuga hvernig hægt væri að finna málamiðlun; ljóst væri að t.d. Spán- veijar væru mjög ósáttir við kröfur íslendinga. Markmiðið væri að tillaga EB í EES-viðræðunum yrði með þeim hætti að Islendingar gætu vel við unað. En Beaudoin ítrekaði að alls ekki hefði verið um samningaviðræð- ur af neinu tagi að ræða. Beaudoin sagði það ekki tíðkast á reglulegum fundum utanríkisráð- herra EB að einstök aðildarríki legðu fram formlegar tillögur um afstöðu EB í samningaviðræðum á borð við EES-viðræðurnar, þótt margt væri rætt á bak við tjöldin. Það væri EB sem annaðist viðræðurnar fyrir hönd aðildarríkjanna og myndi leggja fram tillögu til lausnar ágreiningi banda- laganna tveggja á þessu sviði, líklega innan mánaðar. Einstök aðildarríki EB reyndu ekki að þvinga skoðunum sínum upp á önnur bandalagsríki eða EB í heild og ekki kæmi til mála að Frakkar hæfu samningaviðræður við íslendinga um sjávarútvegsþáttinn í EES-samningunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.