Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 5 Skipulagsstjórn ríkisins; Athugað hvar Fljóts- dalslína 1 skuli liggja SKIPULAGSSTJÓRN ríkisins og Náttúruverndarráð hafa ásamt bandarískum ráðgjöfum frá Global Environment Management Systems verið að vinna að mati á umhverfislegum áhrifum á Fljótsdalslínu 1. Vinnuhópur rannsakaði mögu- lega legu háspennuiínu frá Fljótsdalsvirkjun að Rangár- völlum við Akureyri í síðustu viku. Niðurstöður rannsókn- anna verða tilbúnar í lok þessa mánaðar og verður þá skilað til umhverfisráðherra. Skipulagsstjórn ríkisins hefur um skeið fjallað um ósk Lands- virkjunar til þess að auglýsa til- lögu um legu háspennulínu frá Fljótsdalsvirkjun að Rangárvöllum við Akureyri. Samkvæmt beiðni frá umhverfisráðuneytinu var ákveðið að fresta auglýsingu lín- unnar þar til mat á umhverfisleg- um áhrifum og samanburður fleiri kosta hefði farið fram þar sem bygging háspennulína eru fram- kvæmdir sem skilja eftir sig spor og breyta útliti umhverfisins. Ragnar Jón Gunnarsson hjá Skipulagsstjóm ríkisins sagði að í rannsóknarferðinni hefðu þær leiðir verið bornar saman sem mögulegar eru fyrir línustæði. í þessum leiðangri voru náttúruleg- ir, félagslegir og hagrænir þættir sem hafa áhrif á línulagningu at- hugaðir. Gert er ráð fyrir að skýrslu með mati og niðurstöðum verði skilað til umhverfisráðherra í lok mánaðarins. Morgunblaðið/PPJ Pétur Einarsson, flugmálastjóri, og John Karbo, framkvæmdastjóri Swedavia. * Flugmálastjórn Islands: Samningur um ráðgjafar- og þjálfunarstörf erlendis Möguleiki á 10 ársverkum sérfræðinga stofnunarinnar erlendis Leit hafin að fólki í neyð: Bóndi var að skjóta upp göml- um blysum BJÖRGUNARSVEITIR voru kallaðar út á miðvikudag er neyðarblys sást á lofti í Mý- vatnssveit. Taiið var að ein- hvers staðar væri ferðafólk í neyð og var flugvél meðal annars send til leitar. í ljós kom að bóndi nokkur var að eyða gömlum neyðarblysum með því að skjóta þeim á loft. Flugmaður leitarflugvélar- innar varð var við hvers kyns var þegar hann var kominn á þær slóðir þar sem blysið hafði sézt, þar sem annað blys sprakk þá skammt frá. Að sögn lögreglu er strang- lega bannað að skjóta upp neyðarblysum eða öðrum flug- eldum án þess að láta lögreglu vita, nema í neyðartilfellum. Á þessu er þó gerð undantekning á gamlárskvöld og þrettándan- um. Vilji menn halda flugelda- sýningu ber þeim skilyrðislaust að leita leyfis. FLUGMÁLASTJÓRN íslands hefur undirritað samstarfssamning við sænska fyrirtækið Swedavia um þátttöku íslendinga í erlendum verkefnum fyrirtækisins. Swedavia, sem er í eigu sænsku flugmála- stjórnarinnar, starfar viða um heim við ráðgjafar- og þjálfunar- verkefni. Að sögn Péturs Einarssonar flugmálasijóra getur sam- starf Flugmálastjórnar og Swedavia myndað tækifæri fyrir um 10 ársverk sérfræðinga stofnunarinnar á erlendri grundu. Sem dæmi um verkefni Sweda- via má nefna að fyrirtækið hefur nýlega gert 10 ára samning við Eistland, Lettland og Litháen um skipulag starfsemi flugmála- stjórna ríkjanna og mun m.a. að- stoða við þjálfun yfirmanna, flug- umferðarstjóra og flugvallar- starfsliðs. Pétur Einarsson, sem undirrit- aði samninginn fyrir hönd Flug- málastjórnar íslands, sagði að hann væri mjög ánægður með þennan samning. Pétur kvaðst eiga von á því að samningurinn veitti íslendingum gott tækifæri til þess að flytja út sérþekkingu sína á ýmsum sviðum flugmála. Að sögn Péturs getur samstarf Flugmálastjórnar og Swedavia veitt tækifæri fyrir um 10 ársverk sérfræðinga stofnunarinnar á er- lendri grundu. John Karbro, framkvæmda- stjóri Swedavia, sagði að fyrirtæk- ið væri að efla markaðssókn sína og væri þetta ein ástæða þess að Swedavia tekur upp samstarf við íslendinga. „Við viljum bæta við verkefnum og stækka markaðs- hlutdeild okkar. En til þess að tryggja að við höfum nægjanlegan mannafla með tilheyrandi sér- þekkingu þurfum við að leita út fyrir okkar eigin raðir.“ Karbro sagði að það hefði verið fyrirtæk- inu til trafala að hafa ekki nægi- lega marga sérfræðinga með gott vald á ensku til þess að nota í daglegu starfi. Hann sagði að þar sem enskan væri alþjóðamál í flug- heiminum væri mjög mikilvægt að hafa gott vald á henni og þar sem starfsmenn Flugmálastjórnar væru yfirleitt mjög góðir ensku- menn gætu þeir brúað bil þar sem vöntun væri hjá Swedavia. Ólafsvík: 60 atvinnulausir UM 60 manns eru nú á atvinnuleysisskrá í Ólafsvík en það er nokkru minna en fyrst eftir að vinnsla stöðvaðist hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvík- ur í júní. Búist er við að atvinnulausum fjölgi nokkuð um næstu mánaðamót vegna sumarlokana fyrirtækja, auk þess sem þá er gert ráð fyrir að um 30 unglingar missi vinnu sína hjá bæjarfélaginu. Keppnisflug dúfna: Þörffyrir sér- íslenskar reglur - segir formaður Dýravemdunarnefndar SIGURÐUR Sigurðarson, dýralæknir og formaður Dýraverndunar- nefndar ríkisins, segir að viðbúið sé að setja þurfi reglur um keppn- isflug dúfna hér á landi. Kristján Guðmundsson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Jökuls, segir að nú séu um 60 manns á atvinnu- leysisskrá og hafi sá hópur minnkað lítillega frá því Hraðfrystihúsið varð gjaldþrota snemma í júní. Hins veg- ar fjölgi atvinnulausum líklega aft- ur um næstu mánaðamót, en þá séu fyrirhugaðar sumarlokanir hjá ýms- um fiskvinnslufyrirtækjum í bæn- um. Þá sé einnig gert ráð fyrir að um 30 unglingar missi sumarvinnu sína hjá bænum. Kristján segir að menn hafi mjög miklar áhyggjur af atvinnuástand- inu á staðnum, .enda virðist ekki von til þess að vinnsla hefjist í HÓ á næstunni. „Ég trúi hins vegar ekki öðru en húsið opni aftur,“ seg- ir hann. „Ég tel að það geti til dæmis orðið í kjölfar sameiningar fyrirtækja í sjávarútvegi hér í bæn- um, sem ég tel reyndar að hefði þurft að eiga sér stað fyrr.“ Fyrstu helgina í júlí urðu mikil afföll á keppnisdúfum þegar þeim var sleppt á Þórshöfn á Langanesi og ætlað að fljúga til Reykjavíkur. Sigurður segir að fram til þessa hafi ekki verið til neinar íslenskar reglur um keppnisflug af þessu tagi, en Dýraverndunamefndin muni fjalla um málið á fundi sínum í lok mánaðarins. Sigurður segir að sér sé kunn- ugt um að dúfnaræktunarmenn hafi í keppni sem þessari tekið mið af erlendum reglum, en hér- lendis séu ýmsar séraðstæður sem kunni að þurfa að taka tillit til við samningu reglna fyrir keppnisflug Nýjung í skólastarfi á Laugarvatni: Styttri leið til stúd- ents í bekkiakerfi Laugarvatni. NÆSTA vetur verður tekin upp sú nýbreytni að menntaskólinn og héraðsskólinn á Laugarvatni standa saman að skipulagi náms og kennslu í tveimur efstu bekkjum grunnskóla og að hluta í fyrsta bekk framhaldsskóla. Ætlunin er að veita nemendum í 9. og 10. bekk möguleika á að fara hraðar í gegnu'm grunnskólann upp í fyrsta bekk menntaskóians. Einhverskonar deildaskiptingu verður þá komið á. Þeim sem van- búnir eru til að takast á við námið verður boðin aukin kennsla í þeim greinum þar sem þeir standa verst að vígi. í fijálsum valgreinum og félags- lífi liggja svo leiðir þessara nem- enda saman. Þannig verða kynni þeirra af eldri nemendum mennta- skólans einnig smám saman meiri til ávinnings fyrir báða en heima- vistir eru áfram aðskildar. - Kári. dúfna. Nefndin mun að sögn Sigurðar leita nánari upplýsinga frá stjórn Dúfnaræktunarsambandsins um framkvæmd keppninnar á dögun- um og leita skýringa á því hvers vegna 80 prósent dúfnanna týnd- ust. Halldór Guðbjörnsson með- stjórnandi í stjórn Dúfnaræktun- arsambands íslands segir að sam- bandið fari í keppni eftir alþjóðleg- um reglum um keppnisflug dúfna. Eins segir Halldór afföllin í fluginu frá Þórshöfn vera einsdæmi. Nokkrar dúfnanna sem töpuðust hafa þegar komið í leitirnar og eigendur vonast enn eftir frekari heimtum á fuglum sínum. ♦ ♦ ♦ Morgunblaðið/Kári Jónsson Skólahús Héraðsskólans að Laugarvatni sem nú verður rekinn í samstarfi við menntaskólann. Innbrotsþjóf- ur gripinn LÖGREGLA greip innbrotsþjóf, sem brotizt hafði inn í veitinga- húsið Þrjá Frakka við Baldurs- götu í fyrrinótt. íbúi í nærliggj- andi húsi hafði séð til tveggja manna skríða inn um glugga og gerði lögreglu viðvart. Er lögreglumenn komu á stað- inn forðaði annar maðurinn sér á hlaupum, en hinn fannst eftir dá- litla leit í hnipri undir borði, allöl- vaður. Mennirnir höfðu ekki haft ráðrúm til að stela neinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.