Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Dökkar hliðar og bjartar — ný heimsmynd Atlantshafsbandalagið hefur verið homsteinn friðar í Evrópu og varnarstöðin í Keflavík mikilvægur hlekkur í öryggisstefnu vestrænna þjóða meðan kalda stríðið var í al- gleymingi. Þá var oft hætta á ferðum og nauðsynlegt að halda vöku sinni. Það gerðu íslending- ar þrátt fyrir úrtölumenn sem leituðu allra ráða til að veikja þessar varnir og sýna vinum sínum í Moskvu þá tillitssemi sem til var ætlast. En þeir höfðu sem betur fer ekki erindi sem erfiði. Marxisminn er hruninn. Sovét- veldið á við mikla erfiðleika að stríða og hefur afhent Austur- Evrópu í hendur þeim sem þar eiga að ráða ríkjum, þ.e. þjóðun- um sjálfum. Gorbatsjov hefur sýnt hugrekki og átt manna mestan þátt í því að breyta heimsmyndinni, því verður ekki neitað að sú jákvæða þróun sem verið hefur í heiminum undanfar- ið er ekki síst undan hans rótum runnin. Ástæðan er auðvitað sú að kommúnisminn er gjaldþrota og Gorbatsjov tók við ónýtu búi og reynir nú að koma í veg fyrir frekari áföll. Lausnin er leið einkavæðingar og markaðs- hyggju. En þá má ekki gleyma hernum, vígbúnaði hans og harðlínumönnum. En mestar áhyggjur eru þó vegna kjam- orkubúnaðar Rauða hersins og þá ekki sízt á Kólaskaga og norð- urhöfum. Því er rétt að halda vöku sinni. Nú er annar valdamaður kom- inn til skjalanna í Rússlandi og hefur verið kosinn forseti stærsta lýðveldis Sovétríkjanna í fijáls- um kosningum, Jeltsín. Innsetn- ing hans í embætti einkenndist af uppgjöri við sovéskan komm- únisma, „var um að ræða tíma- mót í tvennum skilningi því að segja má, að á þessari sömu stundu hafi alræði sovéska kommúnistaflokksins verið borið til grafar“, segir í forsíðufrétt Morgunblaðsins fimmtudaginn 11. júlí. Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, var viðstaddur at- höfnina og einnig hundruð stjómmálamanna og trúarleið- toga, þar á meðal Alexej II patri- arki sem gerði upp sakirnar við kommúnisma í ræðu sinni, einsog enn segir í fyrrgreindri frétt. „Einkenndist raunar öll athöfnin af andúð á kommúnismanum". Sjálfur afneitaði Jeltsín kom- múnisma með þessum orðum: „Ekki er til meiri heiður en sá, sem kemur frá fólkinu, það valdi sér forseta, það kaus að fara leið lýðræðislegra umbóta, að endurvekja virðinguna fyrir manninum. Því miður skildist okkur það síðar en öðrum sið- menntuðum þjóðum, að ríkið er þá aðeins sterkt þegar þegnunum líður vel.“ Patriarkinn sagði að alræði kommúnistaflokksins í 73 ár hefði skilið Rússland eftir gjaldþrota, efnahagslega og and- lega eins og hann komst að orði. Hinn „nýi sovétmaður" sem Breshnev talaði stundum um varð aldrei að veruleika. Sovét- maðurinn er einsog við hin, hann þráir frelsi og góð kjör. Hann þráir mannúð, hann þráir öryggi og gott umhverfi; reisn einstakl- ingsins í lýðræðislegu og frjálsu umhverfi. Hann vill fá að hugsa, tala og trúa einsog honum sjáf- um sýnist og án áhættu Gúlags- ins. 011 þau gæði hafa nú fallið Austur-Evrópuþjóðunum í skaut; einnig Sovétlýðveldunum að sumu leyti þótt enn sé alllangt í land, þar til takmarkinu er að fullu náð. Það er ekki síst vegna áhrifa frá Vesturlöndum, það er ekki síst vegna mannúðarstefnu borgaralegra þjóðfélaga sem hafa verið undirstaða Atlants- hafsbandalagsins sem þessi þró- un hefur átt sér stað. Atlants- hafsbandalagið hefur verið út- vörður mannúðar og frelsis, lýð- ræðis og langrar hefðar í þjóðfé- lagslegri umsköpun og mannúð- legum afskiptum af þegnunum. Þetta er ekki síst kristin arfleifð. Og hún á sér einnig djúpar rætur í Sovetríkjunum. Menningarleg reisn Rússlands lýsir sér ekki síst í bókmenntum þessarar miklu þjóðar, tónlist hennar, dansi og listum. Og nú hefur þróunin snúið öllu við. í stað ótta og vonleysis kalda stríðsins fylgj- umst við með þróuninni í Sov- étríkjunum af tilhlökkun og bjartsýnni uppörvun. Þetta mikla ríki er í deiglu. Allir lýðræðis- sinnar hljóta að óska þess af ein- lægni að vel takist til nú þegar Sovétveldið hefur tekið nýja stefnu á fijálsan markað, lýð- ræðislegar kosningar, reisn mannsins, einkavæðingu og þá vonandi einnig umburðarlyndi sem gæti komið í veg fýrir út- þenslustefnu og átök milli ein- stakra lýðvelda. Sjálfsákvörðun- arréttur einstakra þjóða er þó enn óleyst vandamál og má nefna Eystrasaltsríkin í því sambandi. En vonandi það mál sé í réttum farvegi, a.m.k. hefur sovézka þingið Qallað um þróun einstakra lýðvelda til sjálfsákvörðunar. Áður voru allar fréttir frá Sov- étríkjunum kvíðvænlegar. Nú eru engar fréttir merkilegri en þau tíðindi að fyrstu skrefin í átt til lýðræðis hafa verið stigin þar eystra. Það er uppörvandi. Við gleðjumst yfir hruni kommúnis- mans en það er ástæðulaust að dansa á leiði hans; ástæðulaust að magna upp svo illskeyttan draug. „Þið hjálpið okkur best með því að hjálpa Sovétmönnum“ eftir VaclavHavel MIKIÐ er nú rætt á Vesturlöndum um hvernig haga skuli aðstoð við Sovétríkin og hin nýfrjálsu ríki Mið- og Austur-Evrópu. í vik- unni birtist eftirfarandi grein um þetta efni eftir forseta Tékkósló- vakíu í dagblaðinu International Herald Tribune: Þegar ég ávarpaði sameiginleg- an fund beggja deilda Bandaríkja- þings í febrúar 1990 sagði ég meðal annars: „Oft heyri ég um það spurt hvernig Bandaríkja- menn geti best hjálpað okkur og stutt. Svarið við því er jafn mót- sagnakennt og allt mitt líf: Þið hjálpið okkur best með því að hjálpa Sovétmönnum á hinni óhjá- kvæmilegu en erfiðu ferð þeirra til lýðræðis." Ég geri ekki mikið af því að vitna í sjálfan mig en að undan- fömu hafa margir viljað vita, kannski með tilliti til leiðtogafund- ar iðnríkjanna og fundarins með Míkhaíl Gorbatsjov, hvort ég stæði enn við þessi orð og við hvað ég hefði átt í raun og veru. Til að árétta svarið við fyrri spumingunni ætla ég að snúa mér fyrst að þeirri seinni. Lýðræðið er forsenda velmegunar Allt of margir töldu sjálfgefíð, að ég ætti við efnahagslega aðstoð en svo var ekki, það er að segja, ég átti ekki aðeins við hana. Ég átti við, að það væri í þágu minnar þjóðar, Evrópu og alls heimsins að ryðja frelsi og lýðræði braut í sovésku samfélagi. Reynsla eft- irstríðsáranna sýnir, að það er sama hve miklu fé er ausið í að- stoð við alræðisríkið, velmegunin vex ekki fyrr en með lýðræðinu. Við upphaf þessa áratugar vom Sovétmenn enn á báðum áttum um hvert stefna skyldi og mikil efnahagsaðstoð þá hefði horfið strax í skriffínnsku- og spillingar- hítina. Síðan hefur margt breyst. Lýðræðisöflin em að festa sig í sessi og þau vilja segja skilið við fortíðina. Edúard Shevardnadze, fyrmm utanríkisráðherra, og skoðanabræður hans fara þar fremstir í flokki. Vel hefur einnig miðað í viðræð- um um nýjan sambandslagasátt- mála og þótt hann liggi ekki fyrir enn þá er eitt alveg víst: Lýðveld- in og pólitísk og efnahagsleg um- bótastefna þeirra munu skipta æ meira máli. Það er engin hætta á, að Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti verði hér eftir að laumast út um bakdymar hjá vestrænum ríkisleiðtogum. Og, að lokum, Gorbatsjov virðist vera heilli í umbótaáhuga sínum en nokkra sinni fyrr. Hvað á að aðstoða? Að sjálfsögðu þarf að búa svo um hnúta, að ekki sæki aftur í gamla alræðisfarið, að nágrönnum Sovétmanna stafi engin ógn af þeim, en þróunin gefur okkur hugsanlega fyrirheit um lýðræðis- lega stjórnarhætti og frið um fyrir- sjáanlega framtíð. Vitanlega er alltaf hætta á afturhvarfi til fyrri hátta en með tilliti til alls þessa sést hvers eðlis aðstoðin við Sov- étríkin á að vera. Hún á vera við fólkið og lýðræðislega kjöma full- trúa þess, ekki við skriffinnana. Aðstoðina við Sovétstjórnina á að binda því skilyrði, að hún neyti ekki aflsmunar gagnvart nágrönn- um sínum og leyfí einstökum sov- étlýðveldum að ráða sér sjálf, að segja skilið við Sovétríkin. Á ég þar einkum við Eistland, Lettland og Litháen. Þessari aðstoð á að skipta upp í þúsund lítil framlög til ákveðinna þátta hins nýja mark- aðskerfís í Sovétríkjunum, ekki láta hana alla í einu í hendurnar á fulltrúum gamla kerfísins. Til gmndvallar úthlutuninni á að leggja efnahagslegt mat, ekki geð- þótta gömlu áætlanasmiðanna. Þegar hér er komið hnjótum víð um aðra þversögn. Getur það far- ið saman að koma á nauðsynlegum stöðugleika í Evrópu og Sovétríkj- unum og uppfylla um leið óskir almennings um frelsi frá miðstýr- ingarvaldinu? Er hægt að semja sátt milli gmndvallarreglunnar um sjálfstæði ríkja og hinnar um- sjálfsákvörðunarrétt þjóða? Og spyrja má þegar rætt er um að- stoð hvorri meginreglunni hún eigi að þjóna. Við þessu er ekkert einfalt svar nema kannski meira lýðræði. í lýðræðisríkjunum virðist stefna í hvorttveggja í senn, aukinn sam- mna og aukna aðgreiningu — svip- ur einstakra héraða skerpist um leið og landamærin hætta að skipta máli. Ef þetta er yfirfært á Sovétríkin sýnist vera rétt að styðja ákveðin, framfarasinnuð hémð eða „eyjar“, sem síðan gætu breiðst út yfir allt landið. Það er svo annað mál hvemig á að skil- greina þessi svæði eða hvernig best er að haga aðstoðinni. Fyrirmyndirnar Einhveijum kann að finnast þetta næstum óvinnandi vegur enda em Sovétríkin gífurlega stór og fjölmenn og menn hafa litla reynslu af því að breyta steingerðu alræðisríki í lýðræðisríki þar sem markaðurinn fær að njóta sín. Fordæmin eru þó fyrir hendi — ríkin í Mið- og Austur-Evrópu, sem nú hafa lagt inn á braut lýðræðis- legra stjórnarhátta og frelsis í efnahagsmálum. Um 40 ára skeið bjuggu þessar þjóðir við sama alræðiskerfið, sem Sovétmenn höfðu þröngvað upp á þær, og eftir að hafa varpað okinu af sér í friðsamlegum byltingum verða þær að glíma við sama vand- ann, sömu erfiðleikana við um- skiptin. Af þessum ríkjum hefur Tékkóslóvakíu, Ungveijalandi og Póllandi vegnað best og vestrænir sérfræðingar telja, að fátt geti komið í veg fyrir, að tilraunin tak- ist. Þessi þijú ríki ættu því að geta orðið fyrirmynd öðram ríkjum á þessu svæði, þar á meðal Sov- étríkjunum og þjóðunum í Júgó- slavíu, sem ganga nú í gegnum erfiða tíma. Efnahagsumbætumar í Tékkó- slóvakíu hófust 1. janúar þessa árs, ári eftir að lýðræðisöflin höfðu fengið umboð þjóðarinnar í frjáls- um kosningum. Þá voru verðlags- hömlur afnumdar, gjaldeyririnn gerður skiptanlegur og efna- hagslífíð þar með opnað markaðs- öflunum. Nokkmm vikum síðar vora þúsundir lítilla fyrirtækja og verslana boðnar hæstbjóðanda og einkavæðing stórfyrirtækja hefur verið undirbúin. Þá hafa verið sett lög, sem leyfa útlendingum að fjárfesta í landinu og tryggja rétt þeirra. Reynslan, sem fengist hefur á þessum sex mánuðum, lofar góðu um framtíðina. Fyrstu afleiðingar umbótanna vom þær, að verðlagið hækkaði mikið eins og við var að búast en nú er verðbólgan innan við 2% á mánaðargrundvelli og er á niður- leið. Þá hefur gengi gjaldmiðilsins verið stöðugt síðan það var fellt um áramótin. Líka er rétt að nefna, að áður en hafíst var handa við einkavæðinguna hafði tekist með samstarfssamningum og nýj- um hlutafélögum að laða til lands- ins erlenda íjárfestingu fyrir meira en fimm milljarða dollara. Almenningur styður umskiptin Þrátt fyrir strangt aðhald stjórnvalda í peningamálum, þar með launamálum, njóta þau mikils stuðnings almennings og ekki hef- ur komið til ókyrrðar á vinnumark- aði svo orð sé á gerandi. í viðræð- um ríkisvaldsins, vinnuveitenda og verkalýðsfélaga hefur tekist að setja niður deilurnar og mikill meirihluti þjóðarinnar styður þessa breytingu á þjóðfélaginu. Óhjákvæmilegt er, að sumum fyrirtækjum verður að loka og öðrum verður ekki bjargað nema með mikilli endurfjárfestingu. At- vinnuleysið, sem nú er 3%, á eftir að aukast og það er einmitt þá, þegar þeir erfiðu tímar ganga yf- ir, sem við þurfum mest á aðstoð vestrænna ríkja að halda. Augljóst er hvað okkur (og Ungveijum og Pólveijum) kæmi best. Það er að geta komið fram- leiðsluvöru okkar á vestrænan markað í stað þess markaðar, sem áður var í Sovétríkjunum og öðmm Comecon-ríkjum. Til að ganga ekki of nærri veikburða efna- hagslífinu og til að vega upp á móti fábreytninni í tékkneskri ut- anríkisverslun mætti þessi mark- aðsopnun þó ekki vera gagnkvæm til að byija með og við yrðum einn- ig að fá að selja á Vesturlöndum „viðkvæma" vöm eins og vefnað, stál og landbúnaðarafurðir. Keppinautunum stafar enn sem komið er lítil hætta af tékkneskri framleiðsluvöm og framleiðslu- geta okkar er takmörkuð. Útflutn- ingurinn yrði því aldrei svo mikill, að hann skipti verulegu máli á Vesturlöndum. Aðilar að EB um aldamót Við stefnum að því, að Tékkó- slóvakía verði hluti af hinni evr- ópsku þjóðafjölskyldu og vonumst til að hafa fengið fulla aðild að Evrópubandalaginu um aldamótin. Viðræðurnar, sem eiga sér stað um aukaaðild, ættu að greiða fyr- ir því og vonandi fáum við að njóta hins vestræna markaðar til að byija með án þess að opna okkar upp á gátt. Samkeppnisandinn, sem ríkir á Evrópumarkaði, mun hvetja okkur til meiri vöruvöndunar og samn- ingurinn um aukaaðild mun ryðja Madur líttu þér nær eftir Ólaf Ólafsson Margir virðast mjög tvíátta í viðhorfum sínum til geðsjúkra og ósakhæfra fanga. Sú mynd sem ýmsir lærðir og leikir draga upp í fjölmiðlum af þessu veika fólki er oft ekki í takt við raunveruleik- ann. Margir geyma í minni sér skáldsagnamynd af „geðveika morðingjanum“, sem reikar um stræti stórborganna í leit að bráð og er ekki gott að vera 'á hans leið. Raunvemleikinn er þó í mörg- um tilfellum annar. Heilsufar Sl. 18 ár hefí ég haft veraleg kynni af þessu veika fólki og get í ofanálag stuðst við greinargóð álit geðlækna og réttargeðlækna. Ástæðan er sú að landlæknisemb- ættið hefur aðstoðað dómsmála- ráðuneytið við að útvega mörgum af þessum sjúklingum vistun og meðferð á erlendum réttargeð- deildum. Ég kýs ekki að ræða um einstaka sjúklinga en í stórum dráttum er ferill níu síðustu sjúkl- inga þessi: Tveir hafa náð því að verða sjálfbjarga við verndaðar aðstæð- ur og undir læknishendi hættu- lausir eftir að hafa hlotið meðferð á almennri geðdeild. Líkur eru á því að 5 eða 6 þeirra gætu vistast á vel búinni geðdeild, en undir vemd og við læstar dyr. Batahorfur em taldar nokkuð góðar. Óvíst er um 1 eða 2 sjúklinga, en einn „gleymdist" í íslensku fangelsi í 20 ár og fékk ekki við- eigandi læknismeðferð. Búast má við að á 5-10 ára fresti fáum við 1-2 erfíða sjúklinga sem yrði þá að vista í sérstakri gæslu, sem hingað til hefur fengist erlendis. Flestir ættu því að ná góðum bata ef rétt er að málum staðið. Nú er stefnt að því að búa þeim er þurfa „miðlungs öryggisgæslu“ mannsæmandi bústað í stað fang- elsis og að jafnframt verði þar sinnt meðferð en ekki einungis gæslu. Vissulega verður þar einnig öryggisgæsla. Vona ég að þessi mannréttindabarátta fái farsælan endi. Röng mynd lærðra og leikra Hvers vegna virðast margir hafa svo ranga mynd af þessum sjúklingum ef dæma má af því sem kemur fram í fjölmiðlum? Ólafur Ólafsson Erfítt er að fullyrða um orsök þessa en því miður bendir ýmislegt til að tregða sumra sérfræðinga til að annast þessa sjúklinga eigi nokkra sök hér á. Ekki má heldui gleyma seinagangi heilbrigðisyfir- •MötóóítaLÁÐ&> ’Í^I^ÁGÍM-íð1.-jfoíÍrMÍ 23 Vaclav Havel „ Aðstoðina við Sovét- stjórnina á að binda því skilyrði, að hún neyti ekki aflsmunar gagn- vart nágrönnum sínum og leyfi einstökum sov- étlýðveldum að ráða sér sjálf, að segja skilið við Sovétríkin. Á égþar einkum við Eistland, Lettland og Litháen. brautina fyrir pólitískum viðræð- um og nánu samstarfi við EB- ríkin. Vinir okkar Ungveijar og Pólveijar fylgja þessari sömu stefnu og til að ná markinu er heillavænlegast fyrir þessar þijár þjóðir að standa saman. Um áratugaskeið vorum við mjög háðir sovéska markaðnum og því verðum við áþreifanlega varir við þær breytingar, sem nú em að eiga sér stað. Sovétmenn vilja kaupa af okkur en þeir hafa ekki peninga til þess. Þessi gífur- legi samdráttur í viðskiptum ríkjanna ógnar öllu efnahagskerf- inu og skuld Sovétmanna við okk- ur hefur vaxið enn og nemur nú um fjóram milljörðum dollara. Ungveijar og Pólveijar hafa sömu sögu að segja. Það hjálpaði okkur og það hjálp- aði Sovétmönnum ef hluti hugsan- legrar efnahagsaðstoðar við Sov- étríkin færi til að greiða skuld þeirra við okkur. Pólskir og ung- verskir utanríkismálasérfræðingar hafa einnig lýst þessari skoðun og sumir stórbankar á Vesturlöndum hafa hana nú til athugunar. Hægt væri að beita sama „Góð sérfræðiþjónusta er vissulega ein af for- sendum fyrir að hér er rekin góð læknisþjón- usta á alþjóðlegan mælikvarða, en sér- fræðingar mega ekki gleyma því að það var byggð hér á landi áður en þeir komu til starfa.“ grundvallarlögmáli á matvælaað- stoð sem Sovétríkin gætu þurft á að halda. Það gæti átt þátt í að leysa vanda offframleiðslu í land- búnaði okkar án þess að hagga jafnvægi á landbúnaðarmörkuðum í vestrísem þegar eru sneisafullir. Lönd Mið- og Austur-Evrópu ættu aldrei aftur að þurfa að þola fullveldisskerðingu en í fullveldi felst rétturinn til að ráða eigin öryggismálum. Brottflutningur sovéskra hermanna frá Þýskalandi og Póllandi er afar niikilvægur og ekki er nein nauðsyn sem hönd á festir fyrir því að fresta honum að hægja á honum. • Því miður eru enn leifar af heimsvaldahugsun í Sovétríkjun- um eins og ágreiningur um örygg- isákvæði í viðræðum um nýja tvíhliða samninga milli Sovétríkj- anna og Tékkóslóvakíu, Ungveija- lands og Póllands bar vott um og ennfremur hin svokallaða Falín- kenning sem svipar til hinnar al- ræmdu Brezhnev-kenningar um íhlutunarrétt Sovétmanna. Tímaskekkjan er þeim mun meiri vegna þess að Gorbatsjov sjálfur lítur upplýstari augum á nýju sáttmálana og hefur tekið þá afstöðu að þeir eigi að byggjast á grandvallarlögmálum Parísarsátt- málans um nýja Evrópu. Við féllumst aldrei á viðleitni sumra sovéskra stjórnmálamanna til að jafna Varsjárbandalaginu við NATO. Við lítum á NATO sem megintryggingu öryggis í Evrópu og henni til viðbótar koma aðrar stofnanir eins og Vestur-Evrópu- sambandið og Ráðstefnan um ör- yggi og samvinnu í Evrópu. Vera Bandaríkjamanna á meginlandi Evrópu hefur verið máttarstólpinn í vörnum frelsis og lýðræðis í fjöru- tíu ár og ég tel að hennar sé enn þörf. Þar er ekki um að ræða ógn- un við Sovétríkin heldur tryggingu fyrir friði og stöðugleika í allri Évrópu og Sovétmenn ættu að sættast á hana sem slíka. Ég get ekki lokið máli mínu öðm vísi en að setja fram ehn eina þverstæðu. Á sársaukafullri leið okkar til þeirra kringumstæðna sem flestir á Vesturlöndum myndu telja eðli- legar geta vestræn ríki í reynd komið okkur að mestu gagni með því að hjálpa Sovétríkjunum á leið þeirra til lýðræðis. Jafnframt geta vestræn ríki orðið Sovétríkjunum að mestu liði á hinu erfiða umbreytingaskeiði með því að aðstoða Tékkóslóvakíu og önnur ríki Mið-Evrópu — til að sýna að slíkt sé hægt og að það sé fyrirhafnarinnar virði. Lönd Mið-Evrópu geta orðið miðja stöð- ugleika og dreifistöð lýðræðisgilda og annars ávinnings í þeim heims- hluta þar sem áður ríkti kommún- ismi. Höfundur er forseti Tékkóslóvakíu. ingum. Sem dæmi má nefna, að ástand í breskum fangelsum og geðsjúkrahúsum er ekki vel sam- bærilegt við ástand hér á landi, og koma þar til m.a. gífurleg fíkni- efnaneysla og illar félagslegar aðstæður sem gera batahorfur slæmar. Þegar heim er komið tek- ur oft nokkurn tíma fyrir sérfræð- inga að átta sig á íslenskum veru- leika. Góð sérfræðiþjónusta er vissulega ein af forsendum fyrir að hér er rekin góð læknisþjónusta á alþjóðlegan mælikvarða, en sér- fræðingar mega ekki gleyma því að það var byggð hér á landi áður en þeir komu til starfa. Þáttur fjölmiðla Sumir fjölmiðlar virðast gera sér allt að fréttaefni! 111 er þeirra ganga er þeir freista þess að sá ástæðulausum ótta og fordómum í huga fólks er býr í nágrenni væntanlegs meðferðarheimilis. En skynsamt fólk mun ekki taka þátt í slíkum leik. Svo langt er gengið að fjölskyldur framangreindra sjúklinga hafa lýst fyrir mér óvæg- valda og stjórnmálamanna að sinna þessum sjúklingum á mann- sæmandi hátt — en þakka skal þá stefnubreytingu er varð í þessu máli í tíð fyrrverandi heilbrigðis- málaráðherra og dómsmálaráð- herra og aðgerðir núverandi heil- brigðismálaráðherra. Allflestir sérfræðingar okkar í læknisfræði sækja framhalds- menntun til útlanda og starfa þar oft við aðstæður framandi íslend- Morgunblaðið/PPJ Hefðbundið útlit í flugvélasmíði verður oft að víkja fyrir notagildi, en þessi Islander flugvél sem átti leið um Reykjavík fyrir skömmu er ætluð til eftirlits með eiturlyfjasmyglurum. Hún var búin fullkomn- um ratsjárbúnaði, en ratsjárskermurinn hafður í kúlunni. Islander ratsjár- flugrél notuð til eiturlyfjaeftirlits MARGIR muna eflaust eftir bresku Britten-Norman Islander flugvél- unum sem litlu flugfélögin notuðu um árabil í innanlandsflugi hér- lendis. Vélar þessar, sem taka 9 farþega, hentuðu vel íslenskum aðstæðum enda geta þær athafnað sig frá mjög stuttum flugbrautum og við léleg brautarskilyrði. Þær þóttu hinsvegar ekki nógu hag- kvæmar hér þar sem þær voru notaðar á lengri innanlandsleiðum. Eftir því sem flugbrautir urðu betri dró úr notagildi Islander vél- anna hérlendis en hraðfleygari og þægilegri vélar tóku við. Islander vélarnar komu fyrst fram árið 1965 og voru slíkar vélar í notkun hér frá 1971 til 1983. Þær eru enn í framleiðslu enda vinsælar víða um heim þar sem aðstæður eru lélegar eða þar sem „flugbraut- ir“ eru nánast frumstæðir lendinga- staðir í miðjum frumskógi, í fjöru- borði eða á fjallsbrún. Britten-Norman verksmiðjurnar, sem hafa nú um margra ára skeið verið í eigu svissneska flugvéla- framleiðandans Pilatus, halda áfram að þróa Islander vélina og eru nú komnar fram margar útgáf- ur sem þekkjast lítð hérlendis. Þar á meðal eru nýjar útgáfur knúnar skrúfuhverflum. Vélar þessar hafa frábæra hæg- flugseiginleika og koma sér vel við hverskonar eftirlitsflug yfír landi eða sjó. Verksmiðjurnar hafa þróað ýmsar útgáfur eftirlitsflugvéla, sem. hafa reynst vinsælar meðal smá- þjóða við strandgæslu og annað eftirlit. En þær hafa einnig þjónað ýmsum eftirlitshlutverkum hjá stærri þjóðum t.d. við mengunar- varnir í Bretlandi. Fyrir skömmu átti Islander vél leið um Reykjavík sem vakti óneitanlega athygli manna vegna stærðarkúlu sem var framan á nefí hennar. Var hér á ferðinni Islander eftirlitsflugvél sem var búin fullkomnum ratsjárbúnaði og ratsjárskermurinn hafður í kúl- unni. Ferð vélarinnar var heitið til Florida í Bandaríkjunum þar sem hún verður notuð til þess að fylgj- ast með ferðum eiturlyfjasmyglara í grennd við Floridaskaga. Banda- ríkjamenn hafa allar klær úti við að reyna stemma stigu við innflutn- ingi eiturlyfja frá löndum Suður- Ameríku og ætti Islander vélin að koma að góðu gagni við að fylgjast með ferðum torkennilegra báta og skipa þar um slóðir. - PPJ Laxveiðar stundað- ar í höfninni 1 Vogum Vnmim Vogum. SÍÐUSTU daga hafa veiðimenn staðið í röðum við Vogahöfn og gert tilraunir til þess að veiða lax. Eftir að laxagengd fór að aukast og fréttist af fyrsta laxin- um er veiddist við bryggjuna eru krakkarnir nánst hættir að veiða ufsa, kola og marhnút, því allir reyna að setja í þann stóra. inni aðför fjölmiðla sem jaðrar við ofsóknir, ef t.d. sjúklingur eða þroskaheftur einstaklingur í fyöl- skyldunni fremur voveiflegan verknað. Síðan er ítarlega skýrt frá verknaðinum af vandlætingu. Foreldrar, systkini og börn hinna sjúku em svipt friðhelgi og sál- arró. Börn verða fyrir smánarlegu aðkasti. Það virðist vera hægur vandi að þola þjáningar ann- arra. Fjölmiðlar hafa mikil völd — járnhönd í silkiglófa. Menn eiga að beita valdi af varkárni. Menn verða að gera sér ljóst að allir þekkja alla í fámenni þessa lands. Brot á mannréttindum Heilbrigðisyfírvöld á Norður- löndum hafa oftar en einu sinni dregið að senda ósakhæft fólk aftur til íslands að lokinni meðferð þar eð við gátum ekki boðið þeim annað en fangelsisvist. Mannrétt- indi em brotin víðar en í útlöndum — Maður líttu þér nær. IJöfundur er landlæknir. í samræmi við það hefur búnað- urinn til veiðanna breyst, sterkara girni og spúnar. Þá fóm hinir eldri að leggja leið sína á bryggjuna og stundum era veiðimennirnir taldir í tugum og er þá þétt milli þeirra. Afrakstur af veiðinni virðist þó ekki vera mikill þar sem einn lax var dreginn á land sl. sunnudag og veiðimenn margir. Veiðin er lítil, en veiðimennimir valda miklum skaða á hafbeitarlaxi sem er á leið um höfnina til hafbeit- arstöðvarinnar Vogavíkur, sem er skammt frá. Hjá Vogavík hafa að undanförnu verið að heimtast laxar, skemmdir eftir spúna og sumir hafá komið með spúnana í sér. - EG Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Ólafur Ingason með 8 punda lax er hann veiddi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.