Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 Irak: Segja allar upplýsingar um kjamorku liggja fyrir Bagdad. Reuter. ÍRAKAR afhentu í gær eftirlits- nefnd Sameinuðu þjóðanna (SÞ) formlega yfirlýsingu þess efnis að allar upplýsingar um kjarn- orkuvinnslu þeirra væru komnar fram en formaður SÞ-nefndar- innar sem umsjón hefur með eyðingu íraskra vopna hvatti til varkárni. Dimitri Perricos, ■ BELFAST - Öfgasinnaðir mótmælendur á írlandi gáfu á miðvikudag út lista með nöfnum manna sem þeir segja vera fé- laga í Irska Iýðveldishernum (IRA) og tilkynntu að þeir yrðu drepnir fljótlega. Á listanum sem kom frá Frelsissveitum Ulster (UFF), sem hafa það á stefnuskrá sinni að viðhalda breskum yfirráðum á Norður- írlandi, voru nöfn níu manna. „Þetta eru nöfn úr leyniskjölum okkar en þar er mun meiri upp- lýsingar að finna. Við ætlum að skjóta nokkra þeirra mjög bráð- lega,“ sagði í tilkynningu UFF. ■ PARIS - Lausn virðist nú vera í sjónmáli í deilu sem stað- ið hefur lengi milli Páfagarðs og gyðinga vegna veru róm- versk-kaþólskra nunna í Ausc- hwitz í Póllandi, en þar voru útrýmingabúðir nasista í síðari heimsstyijöldinni. Nunnumar tilheyra karmel-reglunni en yfirmenn hennar hafa lofað frönskum gyðingaleiðtoga að nunnumar verði famar frá Auschwitz í október á næsta ári. ■ LONDON - Bandaríski leik- arinn Sylvester Stallone hefur unnið skaðabótamál gegn breska tímaritinu Spectator. Stallone höfðaði málið vegna þess að í grein í tímaritinu, sem birt var í febrúar á þessu ári, var gefið í skyn að hann hefði komið sér hjá herþjónustu þegar Bandaríkjamenn áttu í stríði í Víetnam. Lögfræðingur Stall- one vildi ekki upplýsa hversu há fjárhæð Stallone hefði verið dæmd í skaðabætur. Lögfræð- ingurinn sagði að í greininni hefði verið gefið í skyn að Stall- one hefði komið fram af hug- leysi og hræsni en sannleikurinn væri sá að hann hefði aldrei reynt að komast hjá herkvaðn- ingu. Þá sagði hann að greinar- höfundur og ritsjóm tímaritsins hefðu nú viðurkennt þá stað- reynd. ■ KOUROU - Evrópskum rannsóknargervihnetti var skotið á loft seint á þriðjudag frá Frönsku Guiana, tveimur mánuðum á eftir áætlun. Jdver hringferð hnattarins um jörðina tekur um 100 mínútur. Hann er búinn tækjum til að taka myndir af jörðinni í gegnum ský og í myrkri og mun hann safna upplýsingum um mengun, ís- bráðnum, hitastig í höfunum og eyðingu regnskóga svo eitthvað sé nefnt. ■ BANGKOK - Mikil flóð hafa valdið tjóni í Norður-Búrma og eyðilagt um 1.200 heimili þar sem búa u.þ.b. 12.500 manns. Flóðin em á um 1.600 ferkíló- metra stóru svæði kringum bæ- inn Hkamti, nálægt indversku landamærunum. Yfirborð árinn- ar Chindwin, sem rennur um svæðið, var á sunnudag komið 4 metra upp fyrir hættumörk, að sögn ríkisútvarpsins i Búrma. Ekki var greint frá manntjóni en sagt frá því að flutningar á íbúum frá flóðasvæðinu á ör- ugga staði hefðu staðið yfír frá 7. júlí sl. formaður þriðju nefndarinnar sem fer til Iraks á vegum SÞ til að leita vísbendinga um leyni- lega kjarnorkuyopnaframleiðslu íraka, sagði að írakar hefðu lagt sig í líma við að útvega allar upplýsingar sem nefndin hefði farið fram á. Samkvæmt vopnahlésskilmálun- um sem Irökum voru settir eftir Persaflóastríðið verða þeir að eyða öllum gereyðingarvopnum sínum. Öryggisráð SÞ sem samþykkti vopnahléssamninginn 3. apríl sl. gaf írökum frest til 25. þ.m. til að upplýsa öll kjamorkuleyndarmál sín og tilkynntu þeim jafnframt að þeir yrðu að horfast í augu við al- varlegar afleiðingar ella. Banda- ríkjamenn undirbjuggu sig undir að gera árás og Bretar og Frakkar sögðust myndu styðja hernaðarað- gerðir, reyndust þær nauðsynlegar. Perricos sagði að nægar upplýs- ingar væru nú komnar fram til að hægt væri að gera sér grein fyrir kjarnorkuvinnslu í írak. írakar héldu því fram í fyrstu að öll kjam- orkuvinnsla þeirra færi fram í frið- samlegum tilgangi en viðurkenndu um síðir að í gangi væru þijár áætlanir um auðgun úrans. Johan Molander, sérstakur ráð- gjafí Rolfs Ekeus sem hefur umsjón með eyðingu íraskra vopna, sagði að taka bæri yfirlýsingum íraka með fyrirvara. Hann sagði að þótt írakar hefðu verið samvinnuþýðir þessa síðustu daga þá hefðu þeir ekki orðið það fyrr en þeir urðu uppvísir að því að leyna upplýsing- um um auðgun úrans. Hann sagði að ekki væri hægt að draga neinar ályktanir eftir að hafa skoðað örfáa staði. Nefnd Perrecos gefur örygg- isráði SÞ skýrslu í næstu viku en Johanson sagði að þá yrði fjórða eftirlitsnefndin send til íraks. Óbreyttir írakar óttast að Bandaríkjamenn geri árás á landið þegar frestur öryggisráðsins renn- ur út í næstu viku og eru byijaðir að birgja sig upp af matvöm. Að sögn fréttamanna í Bagdad hafa ýmsar nauðsynjavörur horfið af mörkuðum og aðrar tvöfaldast í verði á síðustu dögum. Reuter Togleðurstökk Frankfurt-búum gefst nú kostur á að stökkva af palli, sem er á 50 metra hæð, fyrir 150 mörk (3.200 ÍSK). Krani heldur pallinum uppi og reipi úr togleðri er bundið um ökkla þeirra sem áræða að stökkva, þannig að þeir falla ekki alveg til jarðar. Þessi stökk njóta mikilla vinsælda á meðal borgarbúa. í bakgmnni er fjarskiptaturninn í Frankf- urt. Viðbrögð við leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims: Lyktir fundarins fá dræmar undirtektir í Sovétríkiunum Moskvu, Lundúnum, Bonn, Washington. Reuter. Umbótasinnuðum hagfræðing- um og stjórnmálamönnum í Sov- étríkjunum fannst lítið koma til þeirrar aðstoðar og vilyrða sem Míkhaíl Gorbatsjov hlaut á fundi með leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims. Harðlínumenn innan kommúnistaflokksins sögðu að verjast yrði öllum „borgaralegum og frjálslynd- um“ umbótum á borð við þær sem Alþjóðagjaldeyrisstofnunin og aðrar vestrænar stofnanir legðu til. Vestrænir sérfræðing- ar eru flestir sannfærðir um vilja Gorbatsjovs til umbóta en telja að hann geri sér ekki grein fyrir umfangi verkefnisins. Á fundi með leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims fékk Gorb- atsjov loforð fyrir víðtækri tækni- Reuter Brúin yfir Stórabelti: Sovétmenn krefj- ast vindubrúar Kaupmannahöfn. Frá Nils-Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. TALSMAÐUR sovéska utanríkisráðuneytisins, Vitaly Tsjúrkín, hefur sent út tilkynningu þar sem segir að fyrirhuguð brúarsmíði Dana og Svía yfir Stórabelti tryggi ekki óhindraðan aðgang að alþjóðleg- um siglingaleiðum. Hún brjóti því gegn þjóðarétti. Krefjast Sovét- menn þess að byggð verði vindubrú. Fyrirhuguð hæð brúarinnar er 65 metrar og hafa Finnar þegar stefnt Dönum og Svíum fyrir Al- þjóða dómstólinum í Haag. Segja þeir að ekki verði hægt að flytja olíuborpalla smíðaða í Finnlandi undir brúna. Uffe Ellemann Jensen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, sagði í viðtali vjð d.agblaðið Politiken að hann liti. frémur "á "þessá" ýfirfysínSovét-" Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, ásamt Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta í Lundúnum í gær. ---------------------------------- legri aðstoð og auknum viðskipt- um við Sovétríkin en enga beina fjárhagsaðstoð eins og talið var að hann hefði vænst. Samþykkt var áætlun í sex liðum sem á að miða að því að efla efnahagslíf Sovétríkjanna. Umbótasinnaðir stjómmálamenn og hagfræðingar þar í landi sem vilja koma mark- aðskerfí á hið fyrsta sáu fátt bita- stætt í þessari áætlun. Nikolaj Shmelov, sem er umbótasinnaður hagfræðingur, sagði að Gorbatsjov hefði ekki tekist að sannfæra leið- togana um hversu alvarlegt ástandið í Sovétríkjunum væri til að fá þá aðstoð sem nauðsynleg væri. „Því miður líta leiðtogamir, eins og allt venjulegt fólk, til næstu áratuga, en nú ríður á að líta til næstu mánaða,“ sagði hann í samtali við Reuíers-fréttastof- una. Talsmaður sovéska utanríkis- ráðuneytisins, Vítalíj Tsjúrkín, sagði við sjónvarpsfréttamann að „meira hefði getað áunnist, hugur Gorbatsjovs stefnir hærra“. Sjálf- ur sagði Gorbatsjov við breska sjónvarpsmenn að hann hefði ein- sett sér að gera Sovétríkin að virk- um þátttakanda í efnahagslífi heimsins. Háttsettur breskur embættis- maður sagði að Alexander Bes- smertnykh, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hefði sagt við breska starfsbróður sinn, Douglas Hurd, að hann væri ánægður með niðurstöðu fundarins. Nicholas Brady, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í sam- tali við Reuters-fréttastofuna að Gorbatsjov hefði sannfært alla leiðtogana um að sér væri full al- vara með umbætur sínar, en lýsti yfír efasemdum um að Sovétleið- toginn vissi hvað efnahagsumbæt- umar hefðu í för með sér. Hann sagði að í máli Gorbatsjovs kæmu öll réttu orðin fram, s.s. frelsi ein- staklingsins, fijáls verslun og er- lendar fjárfestingar, en það væri ekki nóg að segja orðin. „Það væri eins og að ætla sér skyndi- lega að tala þýsku. Einstök orð gætu skilist, en heildarsamhengið og lögmál tungumálsins em lengi að lærast og þar liggur vandinn,“ sagði Brady, og margir vestrænir sérfræðingar og framkvæmda- stjórar lýstu svipuðum viðhorfum. manna sem stríðni en kröfu. Hann héldi því ró sinni. Hefðu Dönum ekki borist opinber mótmæli af hálfu Sovétmanna. Utanríkisráðherrann sagði Sov- étmenn hafa verið með í ráðum allt síðan undirbúningur hófst árið 1980 og hefði hæð brúarinnar m.a. verið hækkuð úr 60 í 65 metra að kröfu þeirra. • • * »« » ***•••*•» «■••■»-*»«»• •*•»«( ■ BRUSSEL - Einn af atkvæða- mestu stjórnmálamönnum Belgíu eftir síðari heimsstyijöldina, Andre Cools, var skotinn til bana á bíla- stæði í borginni Liege í gær. Grun- ur leikur á að tveir ungir menn hafi ráðist á Cools og lögreglan leitar þeirra enn. Cools var 63 ára að aldri þegar hann var myrtur og var aðstoðarforsætisráðherra á ár- unum 1969-1973. Hann var einn af vinsælustu stjómmálamönnun- um á meðal frönskumælandi Belga, var áður formaður sósíalistaflokks þeirra og síðustu árin yar hann bæjarstjóri I Flemaíle.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.