Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 ——-----r-r: !—■' ■ ■'— —I r- ■■ T-r K ii Hildierunnur osr Anna í Listasafni Sigurjóns _________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Sl. þriðjudagskvöld þreytti Hildi- gunnur Halldórsdóttir frumraun sína, að ég best veit, með einleikstón- leikum í Siguijónssafni. Við píanóið var Anna Guðný, sem er jú enginn nýgræðingur á þeim bekk. Hildi- gunnur var efnilegur nemandi þeirra Guðnýjar Guðmundsdóttur og Marks Reedmans í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þaðan fór hún til áfram- haldandi náms í Bandaríkjunum, hefur lokið þar BM-prófi og heldur náminu áfram, því seint verður list- náminu lokið. Nokkuð hafði maður það á tilfinningunni að Hildigunnur er enn í hefðbundnu námi, enn vant- ar á þann þroska og þá breidd sem áheyrandinn sækist eftir og ekki að furða svo ung sem Hildigunnur er. En auðheyrt er að hún hefur unnið vel, hefur þegar góða tækni, þó ekki fullunna á öllum sviðum, en músíkina hefur hún í blóðinu. Erfitt er að byija tónleika með Mozart-sónötu og bitn- aði það nokkuð á sónötunni í A-dúr KV526, fyrsti þátturinn hraður um of, þrátt fyrir „molto allegro“, í ann- an þáttinn vantaði þá breidd og að þora að syngja út, sem þroskinn gefur og Presto-kaflinn náði tæplega fluginu. í „Duo Concertante“ sýnir Stravinsky hluta af þeirri miklu tækni og þekkingu, sem hánn réði yfir og í þessum fimm þáttum leggur hann hinar ýmsu þrautir fyrir fiðlu- leikarann sem hljóta að vera hljóð- færaleikaranum mjög hollar. Hér reynir mjög á tvígripin, hrynkennd og söng. Hér sýndi Hildigunnur oft ágæta tækni og öryggi. Örlítið meira skap og skarpari mótun hendinga hefði ekki skaðað og reyndar fannst mér að Anna Guðný hefði getað stutt hana betur í því, en píanóleikur Önnu var annars áberandi nákvæmur og góður og ætti raunar skilið sérum- fjöllun. Þó fannst mér hún óþarflega hlédræg, svo ágætur sem leikur hennar var. Scherzo-Tarantelle op. 16 eftir pólska fíðlusnillinginn Wieniawski var kannski of stór biti fyrir Gunn- HEIMILISTÆKI sem hægt er ab treysta hildi í bili, en svona verk þarf að spila margsinnis á tónleikum áður en vængirnir opnast. En þetta voru mjög lofandi „deb- ut“-tónleikar og við bíðum eftir næsta skrefí. Nú hafa þrír ungir kvenfíðluleikar- ar haldið einleikstónleika með stuttu millibili, — hvar eru karimennirnir? — Er það rannsóknarefni? Hildigunnur Halldórsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir Bókmenntafræðin fær á baukinn Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson TÍMARIT MÁLS OG MENNING- AR. 2. hefti 1991. Ritstjóri Árni Sigurjónsson. „Ég reyni fyrst og fremst að vera húmoristi" nefnist viðtal Árna Sigur- jónssonar við Þórarin Eldjárn íí nýút- komnu Tímariti Máls og menningar. Lesendur Þórarins og aðrir munu í því finna svör við mörgum spurning- um sem menn hafa velt fyrir sér og löngum vakna. Hér verður lítillega vikið að viðhorfum Þórarins til bók- menntafræðinnar og umræðu um bókmenntir. „Finnst þér vit í umræðu bók- menntafræðinga hér á landi?, spyr Ámi og Þórarinn svarar: „Að sjálfsögðu er mér ekkert illa við bókmenntafræðinga eins og ég sagði áðan. En hins vegar vil ég ekki að það sé litið svo á að þeir stjórni bókmenntunum. Þeir eiga ekki að gera það og það er mjög slæmt ef þeir fara að ímynda sér að það sé þeirra hlutverk. Þeir eiga að vera eins og lítil en vel upplýst þjón- ustustétt sem er á þönum í kringum hinar risavöxnu bókmenntir og er þar að pússa glugga og dytta að ýmsu og gera við og átta sig á sam- hengi. Stundum mega þeir leggja til að eitt og eitt hús sé rifið eða endur- byggt, en þeir mega alls ekki teikna hús og enn þá síður skipuleggja ný hverfí. Þeir eiga alltaf að koma eft- irá. Þeir verða að sætta sig við þetta hlutverk." Ekki er nú víst að allir skrifí und- ir þetta, en ég býst við að hér sé á ferðinni algengt viðhorf skálda. Ég myndi aftur á móti ekki telja það skaða að við eignuðumst bókmennta- fræðinga/gagnrýnendur sem stæðu jafnfætis að minnsta kosti meðal- skáldum. Sem betur fer hafa þau teikn sést að þetta geti gerst. Þórarinn nefnir sem dæmi um annmarka bókmenntafræðinnar nok- kurra ára gamlar umræður um raun- sæi og fantasíu og kallar þær innflut- tann „debatt“. Tal manna um fylk- ingu sósíalrealista sem átti að hafa sligað allt í skandinavískum anda hófst að hans dómi áður en slík verk urðu til: „Oft höfðu þeir menn sem voru að skammast út f skandinaví- skan realisma í íslenskum bókmennt- um ekki hugmynd um hvað var að gerast í skandinavískum bókmennt- um. íslendingar ganga með þá hug- mynd alveg upp til hópa að það sé ekki til neitt leiðinlegra en sænskar bókmenntir en vita reyndar ekkert um þær“. Ég er hræddur um að sú mynd sem Þórarinn dregur upp af andófi gegn skandinavískum bókmenntum sé frekar lýsing á almennum fordóm- um en því sem fræðimenn um bók- menntir létu frá sér fara. Sænskar bókmenntir eru ekki leiðinlegri en aðrar, en á tímabili fengu íslenskir lesendur einkum að kynnast því sem ort var og skrifað í Svíþjóð í þágu einhvers konar sósíalrealisma og undir merkjum marxista. Flest helstu skáld Svía stóðu utan við þessa stefnu og uppskáru tóm- læti og jafnvel árásir eins og til dæmis Tomas Tranströmer. Allt er þetta breytt nú, einstaklingshyggjan á fáum stöðum jafn áberandi og í bókum sænskra höfunda. Það er líka tímanna tákn að Þórar- inn Eldjárn er harðorður í garð só- síalisma og sameignarhugmynda í viðtalinu, talar í því sambandi um „eintómt helvítis kjaftæði“ og aðferð sem „hefur bara gjörsamlega klikk- að“. Þórarinn segist aðhyllast þá stefnu að vera húmoristi, en húmor sé hins vegar engin teoría hjá sér. Það er reyndar ekki hættulaust að ræða húmorisma því að menn leggja svo misjafna merkingu í orðið. Orðaleikir og útúrsnúningar ná því eícki alltaf að þjóna húmorisma, en geta verið málsköpun eins og Þórarinn bendir á. Dæmi er þegar það að hafa allt til alls verður að hafa allt til einskis, samanber Hina háfleygu moldvörpu Þórarins Kaflar úr sjálfsævisögu hins mikla húmorista Þórbergs Þórðarsonar sem birtast í tímaritinu eru ekki mjög húmorískir, enda Þórbergur þar fremur í gervi bókmenntafræðings en rithöfundar. Hvernig líst mönnum til dæmis á staðhæfinguna að Bréf til Láru, íslenskur aðall og að nokkru leyti Pistilinn skrifaði sé „eina nýj- ung, sem komið hefur fram í íslensk- um bókmenntum í síðastliðin 100 ár“. VERÐ KR.STGR. KR. STGR. VR 201 Verðlaunamyndbandstækið frá Philips. Myndleitari í báðar áttir með tvöföldum hraða. Ramma fyrir ramma færsla. Heegur hraði. Leitarhnappur tengdur teljara. Fullkomin fjarstýring. Þú getur treyst Philips. VERÐ KR. 89.450. 21“ skjár, steríó: HR 6500 Philips ryksuga. Taumlétt og þægileg. Aflmikil 1100 W hljóðlátur mótor. Bráðnauðsynlegt tæki heimafyrir. KR.STGR. R.STGR STGR, Philips steríó sjónvarpstæki. Black line - betri mynd. NICAM steríó móttakari, frábær hljómgæði. Tækin eru búin Textavarpi (Teletext) en sjónvarpið byrjar útsendingar á því í september n.k. Stafrænt stýrikerfi annast öll mynd-, lit- og hljómskil. „Super VHS" inngangur. Þú getur treyst Philips. 25“ skjár, steríó 108.965 kr.stgr. 28“ skjár, steríó 119.560 kr.stgr. ARG 636 Philips Whirlpool kæli■ skápur 168 lítra kælirými og 48 lítra frystirými. Sjálfvirk afþýðing. Stórgræn- metisskúffa.Hægteraðveljaámillihægri eða vinstri opnun á hurð. Mál: HxBxD 139x55x58.5 cm. 85 RXT Philco þvottavélin sem sparar rafmagn með því að taka inn á sig heitt og kalt vatn. Vinduhraðinn er allt að 800snúningar. Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali. VERÐ KR. 31.400. KR.STGR. KR.STGR. VKR 6843 Philips myndbandsupp■ tökuvél. Veguraðe/ns 1,3 kg. Dagsetn. og klukka sjást við upptöku. Sjálfvirkur fókus og birtustillir. Vélin ermjög Ijósnæm eða 10 lux. Hægt erað tengja vélina beint við sjónvarp og nýtist hún þá sem myndband. ATH. Taskaogallirfylgihlutirinnif. í verði. AS 9510 Philips hljómtækjasam- stæða með geislaspilara og fjarstýringu. Plötuspilari. Stafrænl útvarp með minni og sjálfleitara. Magnari: 2x40 músík Wött. Tónjafnari. Tvöfalt snældutæki. Geislaspilari með 20 laga minni. AWG 210 Philips Whirlpool þurrkar- init Traustur og vandaður. Núna á einstöku verðl. Allt að 120 mínútna þurrktlmi. 2 hitastig: 1000/2000 Wött. Hægri eða vinstri opnun á hurð. Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISIMI6915 20 iscuKKÍHgunv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.