Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 35 HNEFALEIKAR Tyson tíl í tuskið Tike Tyson, fyrrurn heimsmeist- ari í þungavigt, segist stefna að því að vinna titilinn á nýjan leik. James Buster Douglas, sem vann tignina af Tyson í Tókíó-á síðasta ári, má nú fara að vara sig því að nú segist Tyson vera í vígahug. Hann sé nefnilega að berjast fyrir þrettán mánaða gaml- an son sinn, Damato Kilraine. Tyson kveðst ekki vilja að sonur- inn hljóti sama uppeldi og hann sjálfur en Tyson ólst upp í fá- tækrahverfi þar sem hnefarnir voru oft látnir skera úr um ágrein- ingsefni. Þegar Tyson var tólf ára að aldri æfði hann hnefaleika á hveijum degi og öll æskuár hans voru þrungin spennu og baráttu frá degi til dags. Tyson er á því að ögrandi aðstæður hafi knúið sig til að leggja eins hart að sér og hann gat og því hafi hann náð svo langt í þessari grein íþrótta sem reyndar er bönnuð hér á landi. Hann ætlar þó syni sínum betra uppeldi og segist munu leggja allt í sölumar til að reynast góður faðir. Mike Tyson utan hrings. COSPER Ég þoli ekki að sjá móður þína þræla svona í eldhúsinu, lokaðu dyrunum. ragðgott og brakandi U. Jonnson K K.i.thn lil „ekki bara katli HITACHI HJÓLSÖG •185mm blað • • Aðeins 4 kg • • 1.150 W mótor • • 5000 snúninga • •Verð 17.900.-» Umboðsmenn um allt land. Þátttakendur í fjöldasöngnum voru á öllum aldri. SlMI: 91 -24000 NEW YORK Vel heppnuð 17. júní hátíð Mikil starfsemi er ávallt á vegum íslendingafélagsins í New York. Félagið stendur árlega fyrir 17. júní skemmtun og nú í ár var hún haldin laugardaginn 15. júní í Rye sem er rétt fyrir norðan borg- ina. Skemmtunin hófst með því að for- maður félagsins, Edda Stefánsdótt- ir, flutti stutt ávarp en að því loknu var farið í skrúðgöngu. Einnig var farið í ýmsa leiki og féll það vel í kramið hjá yngstu kynslóðinni. Er leið á daginn var tekið til við hóp- söng og spilaði Einar Úlfsson undir á jgítar. A hátíðinni var að sjálfsögðu boð- ið upp á íslenskan fisk og pylsur sem Magnús Gústafsson hjá „Cold- water Seafood" gaf til hátíðarhald- anna af mikilli rausn. Hátíðin stóð fram á kvöld en lauk með fótbolta- leik sem bæði karlar og könur tóku þátt í. Þátttaka var góð í hátíð- arhöldunum eða um tvö hundruð manns enda var veðrið eins og best verður á kosið. Helgi Gíslason, aðalræðismað- ur í New York, ásamt Svölu Henriksen sem er í stjórn Is- lendingafé- lagsins. Tlutcincv Heílsuvörur nútímafólks í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG ÁRÁÐHÚSTORGI Hjá okkur fæst gott úrval hvers kyns veiðibúnaðar. Allt frá miklu úrvali veiðistanga og hjóla í fjölda verðflokka, til fyrirtaks veiðifatnaðar á hagstæðu verði. Við seljum aðeins viðurkennd merki. Sumarafgreiðslutími Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 9-19, föstudaga til kl. 20 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10 til 16. j^Abu Garcia m HARDY Scientific Anglers ár Barbour Hafnarstræti 5 • Símar 1 67 60 og 1 48 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.