Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 —31 Kveðja: Baldvin Axelsson Minning: Jóhanna Benedikts- dóttir, ísafirði Fæddur 24. janúar 1991 Dáinn 14. júlí 1991 Okkur langar í fáum orðum að minnast Baldvins litla sem svo snögglega var burt kallaður, í þá ferð sem við öll eigum fyrir hönd- um. En af hverju? spyijum við ráð- þrota, lítill drengur, sem átti allt lífið framundan. Við skiljum ekki alltaf tilganginn, en verðum að trúa að honum hafi verið ætlað eitthvert hlutverk, sem við mennirnir fáum ekki skilið. Afrekaskrá sex mánaða gamals barns er ekki löng, og lífs- sagan næstum óskrifað blað, samt skilur hann eftir ljúfar minningar, sem við geymum í hugum okkar. Minningar um ljúfan og góðan dreng, með blítt bros og mjúka kinn. Við kveðjum hann með söknuði og biðjum Guð að blessa hann á nýju tilverustigi. Elsku Dóra, Axel og Alli litli, góður Guð styrki ykkur og blessi í sorg ykkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson) Afi, amma og Iangamma. Hann var ljúfur og fallegur drengur hann Baldvin litli og yljaði okkur um hjartarætur með bjarta brosinu sínu. Hann var athugull og rólegur drengur. Hann horfði á það sem við vorum að gera með dökku augunum sínum, og reyndi að skilja hvað það var sem við höfðumst að, og þegar hann hafði komist að nið- urstöðu teygði hann fram litlu hend- umar sínar og prófaði sjálfur. En lífið er hverfult, og allt í einu er hann horfinn frá okkur. Við höfðum það oft á orði hvað Dóra og Axel væru heppin að eign- ast svona rólegt, nægjusamt og umfram allt heilbrigt barn, og víst voru þau heppin að fá að eyða þess- um fáu mánuðum með litla drengn- um sínum sem gaf þeim svo margt og minningin um hann er falleg. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. Vertu sæl, vor litla, ljúfan blíða, lof sé Guði búin ertu’ að stríða. Upp til sælu sala, saklaust bam án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (M. Joch.) Elsku Dóra, Axel og Alli litli, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Guð geymi ykkur. Blessuð sé minning Baldvins. Bjarai, Sirrý, Gústi, Guð- munda, Haddi, Lilja og börn. Áf hveiju þurfti hann að deyja svo ungur? Af hveiju þurfa svo lítil böm að deyja? Munum við einhvern tímann fá að vita það? Eitt vitum við þó að Baldvin á ömgglega vísan stað hjá föður sínum á himnum og það verður vel tekið á móti honum og vel um hann hugsað. Baldvin var ekki gamall þegar hann dó, tæplega 6 mánaða, en þó hafði ég kynnst honum vel þessum litla kút, sem bræddi hjartað í mér því alltaf var stutt í brosið. Ég gætti hans oft meðan mamma skrapp í búðina, hann vissi ná- kvæmlega hvemig hann gæti náð athygli minni. Pínulítið vol og ég leit á hann, þá brosti hann og vissi að hann hafði sigrað og ánægjan varð ekki síður mín. Dóttir mín 4ra ára gat setið lengi horft á hann og talað við hann, svo sagði hún stolt, mamma hann brosti til mín eða mamma hann tók í putt- ann á mér. Hún var svo hrifin af honum. Eftir að hann fæddist vildi hún einnig bróður eins og hann. Aðalsteinn bróðir Baldvins var líka mjög góður við hann og talaði oft um litla bróður sinn og var mjög stoltur af honum. Ég sakna þess að sjá ekki litla bjarta brosið hans framar er. ég mun ávallt sjá það í huganum og geyma það vel í minningunni um Baldvin. Elsku Axel, Dóra og Aðalsteinn, ég votta ykkur mína innilegustu samúð og ég bið algóðan Guð að hugga ykkur og styðja í ykkar miklu sorg. Bí bí og blaka álftimar kvaka ég læt sem ég sofi en samt mun ég vaka. Guðríður Einarsdóttir Fædd 25. febrúar 1915 Dáin 11. júlí 1991 Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga, og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilif sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi, Drottins, mín, sofðu vært. hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson) 11. júlí sl. lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði Jóhanna Bene- diktsdóttir. Jóhanna var búin að liggja á FSÍ í 13 ár þegar hún lést. Það er því okkur starfsfólki legu- deildar FSÍ ljúft að minnast hennar með nokkrum orðum. Þrettán ár eru langur tími og eflaust enn lengri að líða sé fólkið bundið við sjúkrahús allan þann tíma. Ætla má, að þá reyni á þolin- mæði sjúklingsins, og leiði jafnvel af sér þunga lund. En þannig var því ekki varið hjá Jóhönnu okkar. Hún var sérstök kona, af henni geislaði fyrst og fremst ánægja. Hun var nægjusöm og þakklát, hvað sém fyrir hana var gert. Eitt er það sem gladdi hana meira en annað, en það var að láta hafa sig til. Jóhanna hafði yndi af því að láta klæða sig upp, greiða hárið fínt og setja jafnvel smá vara- lit, til tilbreytingar. Þá fyrst var hægt að sjá hvað lítið þurfti til að gleðja hana. Jóhanna flutti með okkur af gamla sjúkrahúsinu yfír í ný og rúmbetri húsakynni á nýju FSl. Þar hélt hún upp á 75 ára afmæli sitt á síðastliðnu ári, og minnumst við þess nú er við samglöddumst henni á þeim tímamótum. Á litlum sjúkra- húsum verður jú alltaf allt miklu persónulegra en á þeim stærri. Gegnum árin sami kjarninn af starfsfólki og sami kjarninn af lang- legusjúklingum. Okkur finnst við því hafa átt töluvert í Jóhönnu Ben. Við kveðjum hana því með þökk og virðingu. Það er víst, að það eru hennar líkir sem fá mann til að hafa ánægju og gleði af starf- inu. Við vottum aðstandendum samúð okkar. Blessuð sé minning Jóhönnu Ben. Starfsfólk á langlegudeild FSÍ. Minning: PerFlygare Lulea Fæddur 24. apríl 1927 Dáinn 7. júlí 1991 í dag verður til moldar borinn í Gammelstads kirkjunni í Luleá í Norður-Svíþjóð Per Flygare fram- kvæmdarstjóri Norræna félagsins í Luleá, 64 ára að aldri. Hann lést á heimleið af Nordkalottráðstefnu í Senja í Noregi sunnudaginn 7. júlí síðastliðinn. Pelle, eins og hann var ætíð kall- aður af vinum sínum bæði hér á landi og ytra, var einn aðalburða- rásinn í norrænni samvinnu í Norð- urkollu. Hinn kunni upphafsmaður þessa samstarfs, Ragnar Lassinatti landshöfðingi, réð Pelle, þennan kraftmikla mann, í fullt starf á skrifstofu Norræna félagsins í Luleá upp úr 1970 er skrifstofan opnaði, en þá hafði Pelle starfað í Norræna félaginu þar um skeið. Pelle var kjörinn maður í starfið. Hann var fæddur og uppalinn í Tornedalnum. Hann þekkti lífskjör fólksins, menningu þess og sögu landsins. Hann talaði jöfnum hönd- um sænsku og finnsku, sem var nauðsynlegt fyrir mann sem tók að sér framkvæmdastjórastarfið fyrir Norræna félagið. Eins og flestir jafnaldrar Pelle í Norðurkollu naut hann ekki langrar skólagöngu í æsku. Hann hóf ungur störf við skógarhögg eins og alltítt var á þessum slóðum. Hann fór í lýðháskóla í Brunnsvik, sótti nám- skeið og stundaði sjálfsnám og afl- aði sér góðrar þekkingar með þeim hætti og varð vel menntaður og fróður. Um skeið starfaði hann í Kiruna en fluttist þaðan til Luleá árið 1957 og þar bjó hann og starf- aði. Starf framkvæmdastjóra Nor- ræna félagsins í Norðurkollu er margþætt og við sem kynntumst störfum Pelle undruðust atorku hans og dugnað í þessu vandasama starfi. Sá þáttur í starfí hans sem tengdi hann sterkum böndum við ísland voru tungumálanámskeiðin. arið 1974 var Islendingum boðin þátttaka í sænskunámskeiðunum í Framnas folkhögskola. Þessi tung- umálanámskeið sem voru í sænsku, norsku og fínnsku og Ragnar Lass- inantti gekkst fyrir að komið yrði á fót, voru til þess að auðvelda öll tjáskipti fólks hinna norðlægu byggða, sem talaði mismunandi tungmál. Mörg voru sameiginleg hagsmunamál og vandamál sem auðveldara var að leysa með sam- starfí á félagslegum grunni. Ragnar Lassinatti vildi tengja ísland þessu samstarfi og koma hér á íslenskun- ámskeiðum fyrir Norðurkollubúa. Þetta tókst og frá árinu 1978 hafa verið haldin hér íslenskunámskeið árlega. Toi-velt hefði verið að halda þessu starfi uppi, ef ekki hefði no- tið við atorku Pelle og brennandi áhuga hans á íslandi, íslensku mannlífí og menningu. Lífshlaup Pelle verður ekki rakið í þessum minningarorðum. Það er fyrst og fremst tengt Svíþjóð og Norðurkollu. Fyrir störf sín þar hlaut hann margvíslega viðurkenn- ingu, m.a. var hann sæmdur finnsk- um riddarakrossi af 1. gráðu og í maí sl. var honum úthlutuð viður- kenning frá sænsk-finnska menn- ingarsjóðnum og átti hann að taka á móti henni á menningarráðstefnu í Norrköping núna í haust. Þann þátt í starfí Pelle sem tengdist Islandi þekkjum við. Hátt á þriðja hundrað íslendingar hafa sótt sænskunámskeiðin og kynnst störfum Pelle í gegnum þau. Sjálf- um auðnaðist honum að heimsækja Island fjórum sinnum. Pelle verður öllum sem kynntust honum minnisstæður. Djúp og karl- mannleg rödd hans og dillandi hlát- ur gleymist engum. Hans létta lund og hæfni til að leysa hverskyns aðsteðjandi vanda verður að telja fágæta eiginleika. Stundum fór hann ekki eftir hefðbundnum leið- um hins fomifasta embættismanns heldur leystust málin að því er virt- ist af sjálfu sér. Pelle þekkti fólkið í Norðurkollu öllum öðrum betur. Hann þurfti ekki nema að Iyfta sfm- tólinu og segja hvað hann vildi þá leystust málin. Við sem störfuðum mest með honum við námskeiðin söknum hans en erum full þakklætis fyrir að hafa átt þess kost að starfa með honum um skeið og væntum þess að annar komi til að halda starfínu áfram í hans anda. Við sendum ekkju hans Elsu og börnunum Elisabet og Torbjöm ásamt fjölskyldum þeirra samúðar- kveðjur. Anna Einarsdóttir og Stefán Ólafur Jónsson Minning: Þorbjörg Ottósdóttir Fædd 23. júlí 1924 Dáin 10. júlí 1991 Þú sæla heimsins svala lind ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýta kind, og ótal læknar sár. Æ hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín, - ég trúi og huggast læt. (Kr. Jónsson) Guð geymi Þóru mína og styrki alla ástvini. Helga Nú er Þorbjörg vinkona okkar sofnuð svefninum langa. Þar er afar stórt skarð höggvið í vinahóp- inn sem erfitt verður að fylla upp i. Það voru margar ferðir sem Þor- björg átti austur að Hruna allt frá dimmum vetrum á þorrablót, til bjartra sumardaga bæði í sorg og gleði. Það var alveg sama hvar og hvenær hún kom, alltaf var sérstök reisn yfir henni. Margar voru vís- urnar sem hún gat rifjað upp og oft var tekið lagið. Það var alveg sama hvar hún kom, hún var alls staðar hrókur alls fagnaðar, þó heilsa hennar væri ekki alltaf upp á marga fiska. Þorbjörg var mjög fróð og skemmtileg manneskja og orðheppni hennar var alveg stór- kostleg. Við eigum svo margar og góðar minningar frá samverustundum við þessa traustu og góðu vinkonu að ekki verður reynt að koma þeim á blað hér. Við þökkum innilega fyrir að hafa fengið að eiga hana að vini og að hún skyldi treysta okkur fyr- ir Guðmundi syni sínum sem var hjá okkur í mörg sumur og endaði með því að ljúka grunnskóla austur á Klaustri. Börnum okkar var Þorbjörg bæði traustur vinur og leiðbeinandi. Bjarni sonur okkar var hjá henni einn vetur. Oft gistu heilu fjölskyld- urnar hjá Þorbjörgu, þar var alltaf nóg pláss þó íbúðin væri ekki stór. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Við biðjum Guð að styrkja Guð- mund, Einar og aðra vini og vanda- menn og að hann megi halda vernd- arhendi yfir öldruðum föður sem nú hefur misst svo mikið. Guð blessi minningu Þorbjargar. Svava og Andrés Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.