Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 KNATTSPYRNA Fylkismenn kæra Guðjón Knattspyrnudeild Fylkis hefur kært Guðjón Þórðarson, þjálfara Akurnesinga, fyrir að hafa komið nálægt stjórn liðs síns í viður- eigninni við Fylki í 2. deild 25. júní sl. Málið var tekið fyrir í héraði í gær, og málsaðilum veittur frestur þar til á þriðjudag til að skila grein- argerð. Guðjóni var sýnt rautt spjald í leik liðanna nokki-um dögum áður í bikarkeppninni, og var því í eins leiks banni í deildarleiknum. En Fylkismenn halda því fram að hann hafi staðsett „sig við handrið rétt við völlinn og þaðan hrópaði hann fyrirskipanir og leiðbeiningar til leikmanna ÍA,“ eins og segir i kærunni. „Þá var Guðjón inni í klefa ÍA fyrir leik og í hálfleik," sagði Ásgeir Ólafsson, einn stjórnarmanna knattspyrnudeildar Fylkis við Morgunblaðið í gærkvöldi. Gunnar Sig- urðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, vildi ekki tjá sig um málið í gærkvöldi. Guðmundur Benediktsson verð- ur yngsti atvinnumaður Islands. Ekeren og Þor buin ad semja Þór á Akureyri og belgíska 1. deildar félagið Ekeren hafa náð samkomulagi um kaupverð og fleira sem lýtur að því að Guðmund- ur Benediktsson gerist atvinnumað- ur hjá belgíska félaginu. Samningur verður undirritaður fljótlega og líkur eru á að Guðmundur fari utan í næstu viku. Hann verður fyrst undir læknishendi, vegna meiðsl- anna sem hafa htjáð hann undan- farna mánuði, en hefur síðan æfing- ar með liðinu í haust eða vetur. Guðmundur er yngsti íslendingur- inn sem gerist atvinnumaður í knattspyrnu. GOLF / OPNA BRESKA MEISTARAMOTIÐ Ballesteros með forystuna eftir fyrsta dag Reuter Seve Ballesteros fagnar hér eftir að hann setti niður langt pútt á 18. braut. Hann lék á 66 höggum, fjórum undir pari og hefur forustu. SEVE Ballesteros f rá Spáni hefur forustu eftir fyrsta dag á Opna breska meistarmótinu. Ballesteros iék á 66 höggum, fjórum höggum undir pari, og rifjaði upp góða byrjun sína frá því fyrir 15 árum þegar hann tók fyrst þátt í mótinu. Mótið er nú haldið í 120. sinn. Veðrið var ekki eins og keppend- ur hefðu helst kosið, nokkur vindur sem færðist íaukana er líða tók á daginn og rigningarsuddi. Ballesteros var einn undir pari þegar hann átti tvær holur eftir. Á 17. fékk hann öm og fugl á þeirri síðustu þannig að hann kom inn á fjórum undir pari. Spánverjar virðast kunna vel við sig í þannig veðri því Santiago Luna kom inn á 67 höggum. „Eg er ekki taugaspenntur, ég geng um í svefín. Ég veit ekkert hvaða kylf- ur ég notaði á hringnum enda vil ég ekki hugsa of mikið,“ sagði Luna eftir að hann lauk leik í gær. Luna varð að hafa fyrir því að kom- ast í mótið og tryggði sér ekki rétt til þátttöku fyrr en um síðustu helgi. Martin Gates frá Bretlandi gerði slíkt hið sama og hann lauk einnig leik á 67 höggum. Hann nýtur að- stoðar golfskóla sem David Lead- better rekur, en sá þjálfar Nick Faldo, sem á titil að veija. Faldo byijaði illa í gær en náði sér síðan á strik og kom inn á 68 höggum, en hann hefur ef til vill haft um annað að hugsa í gær því þá varð hann 34 ára. Nokkrir þekktir kylfingar voru aftarlega á merinni í gær. Greg Norman og Jose Maria Olazabal komu báðir inn á 74 höggum. Þre- faldur meistari, Gary Player lék á 75 og Tom Kite á 77 höggum. Sandy Lile lauk leik í gær á 79 og TRIMM Borgarhlaupið Borgarhlaupið verður haldið á göt- um Reykjavíkur á morgun og hefst klukkan 12. Hlaupnir verða 5 km, og er uppákoman hugsuð sem létt æfing fyrir þá sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Það eru Austurbakki og Reykjavík- urmaraþon sem standa að hlaupinu sem hefst við verslunina Frísport neðst á Laugarveginum á hádegi. Hlaupið verður um miðbæinn, síðan um Miklu- braut sem leið liggur að Kringlunni þar sem hlaupinu lýkur við Kringlu- sport. Verðlaun verða veitt. Skráning rennur út í dag og hægt er aðská sig í fyrrnefndum verslunum og í íþrótta- búðinni í Borgartúni. fyrirliði Bandaríkjanna í Rydere keppninni, Ray Floyd lék á 80 högg- um. Skor á fyrsta degi 66 Seve Ballesteros, Spáni. 67 Martin Gates, Chip Beck, Bandar., Sant- iago Luna, Spáni. 68 Nick Faldo, Barry Lane, Gary Hallberg, Mike Reid, Bandar., Constantino Rocca, Ítalíu, Mark Mouland, Michael Harwo- od, Ástralíu 69 Tom Watson, Bandar., Wayne Grady, Ástralíu, Graham Marsh, Ástralíu, Tony Johnstone, Zimbabwe, Carl Suneson, Niek Price, Zimbabwe 70 Ian Woosnam, Eduardo Romero, Ar- gengínu, Fulton Allem, S-Afríku, Peter Allan, Danny Mijovic, Kanada, Curtis Strange, Bandar., Jamie Spence, Steve Jones, Bandar., Jack Nicklaus, Bandar., Rodger Davis, Australia, Donnie Hammond, Bandar. 71 Lee Trevino, Bandar., Lanny Wadkins, Bandar., Mark Calcavecchia, Bandar., Bemhard Langer, Þýskalandi, Gordon Brand jnr., Davis Love III, Bandar., Robert Gamez, Bandar., Ricky Kawag- ishi, Japan, Gavin Levenson, S-Afríku, Jeff Sluman, Bandar., Craig Parry, Ástralíu, Richard Boxall, Colin Montgo- merie, Miguel Martin, Spáni, Michael McLean, Vijay Singh, Fijieyjum, Paul Broadhurst, Steve Elkington, Ástralíu, Andrew Magee, Bandar., Mark O’Me- ara, Bandar., Andrew Oldcorn, Henry Roblin, Des Smyth, írlandi, Ben Crens- haw, Bandar., Malcolm Mackenzie, Pet- er Teravainen, Bandar. Paul Mayo, Ian Baker-Finch, Ástralíu, John Bland, So- uth Africa, Anders Forsbrand, Svíþjóð, Massy Kuramoto, Japan, Howard Clark, Martin Poxon. 72 Sam Torrance, Jodie Mudd, Bandar., Payne Stewart, Bandar., David Gilford, Magnus Sunesson, Svíþjóð. Tim Simp- son, Bandar., Fuzzy Zoeller, Bandar., Fred Couples, Bandar., Gil Morgan, Bandar., Peter O’Malley, Ástralíu, Mark James, Brian Marchbank, Christy 0’ Connor yngri, írlandi, Yago Beamonte, Spáni, Jim Payne. 73 Andrew Coltart, Robin Mann, Rick Gib- son, Canada, Brett Ogle, Ástralíu, Mark Brooks, Bandar., Andrew Sherborne, Steve Pate, Bandar. 74 Miguel Angel Jimenez, Spáni, Johnny Miller, Bandar., Jimmy Heggarty, Jose Maria Olazabal, Spáni, Jose Rivero, Spáni, Cory Pavin, Bandar., Peter Seni- or, Ástralíu, Philip Walton, írlandi, Pet- er Hedblom, Svíþjóð, Roger Chapman, John Hoskison. 75 Rolf Muntz, Hollandi, Sahdy Stephen, Bob Tway, Bandar., David Graham, Ástraliu, Larry Mize, Bandar., Gary Player, S-Afríku, Tony Charnley, Marc Farry, Frakklandi, Lucien Tinkler, Ástr- alíu. 76 David Frost, S-Afríku, Rocco Mediate, Bandar., Mark McNulty, Zimbabwe, Jonathan Wilshire. 77 Jose Maria Canizares, Spáni, Phil Mic- kelson, Bandar., Nolan Henke, Bandar., Patrick Hall, John Hawksworth, Magn- us Persson, Svíþjóð. 78 Magnus Persson, Sviþjóð, Peter Smith, Mikael Högberg, Svíþjóð, Simon Townend. 79 Sandy Lyle, Darren Clarke, Ireland, Stephen McAIlister, Fredrik Lindgren, Svíþjóð. 80 Raymond Floyd, Bandar. ÍÞRÓmR FOLK ■ FRANSKA stórliðið Marseille bauð Liverpool fjórar milljónir punda í enska landsliðsmanninn John Barnes í gær. Enska félagið neitaði tilboðinu, en FráBob reiknað er með að Hennessy annað komi í dag — íEnglandi e;nnj miHjón punda hærra. ■ MARSEILLE bauð fyrst enska landsliðsmannnn sem hluta af kaupverðinu, en Graeme Souness, stjóri Liverpool, hafði ekki áhuga á því. ■ TEDDY Sheringham, marka- hæsti leikmaðurinn í ensku knatt- spyrnunni sl. vetur, var í gær seld- ur frá Millwall til Nottingham Forest fyrir tvær milljónir punda. Hann er 25 ára gerði alls 38 mörk fyrir Millwall á síðasta tímabili. ■ ARTUR Jorge, þjálfari franska 1. deildarljðsins París SG, lýsti því yfir í gær að hann hefði mikinn Barnes Lineker áhuga á að kaupa enska landsliðs- miðheijann Gary Lineker frá Tott- enham. Félagið er tilbúið að borga 1,8 milljón punda fyrir hann, og viðræður eru þegar hafnar. ■ TONY Cascarino, miðheiji Aston Villa, verður að öllum líkind- um seldur til skoska liðsins Celtic í dag fyrir 1,2 milljónir punda. ■ LES Sealy, markvörður Man- chester United, hefur fengið frjálsa sölu frá félaginu og skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Aston Villa. A að vera til taks ef Nigel Spink meiðist. ■ GUS Cesar, varnar- og miðju- maður hjá Arsenal, hefur verið seldur til Cambridge. toémR FOLK ■ OPNA BRESKA meistaramót- ið í golfi hófst á Birkdale golfvellin- um í Bretlandi í gær. Þar munu 156 kylfingar reyna með sér næstu daga, en þetta er eitt af stóru mót- unum í golfi. ■ JACK Nicklaus, þrefaldur meistari á Opna breska fékk fugl á 13., 15. og 17. braut í gær og dugði það honum til að leika á höggum, en það er einmitt par vall- arins. „Ég var að hugsa um að fara heim og hætta við að vera með eftir fyrri æfingahringinn. í gær lék ég heldur betur og hætti þá við að hætta við og í dag náði ég mér vel á strik, betur en ég hef gert langa lengi," sagði Nicklaus. ■ BRIAN Marchbank frá Bret- landi fór holu í höggi í keppninni í gær. Draumahögginu náði hann á 12. braut sem ertæplega 180 metra löng. ■ YAGO Beamonte frá Spáni var síðastur til að tryggja sér sæti í keppninni. Hann hafði betur í bráðabana við Jimmy Heggarty _ frá Irlandi. Þetta var lengsti bráða- bani sem leikinn hefur verið um sæti í sjálfri keppninni. Það var ekki fyrr en á 16. holu sem úrslit fengust, þá setti Beamonte niður sex metra pútt og það dugði. ■ HEGGERTY tekur samt þátt í mótinu því landi hans Ronan Raf- ferty varð að hætta við áður en hann fór á fyrsta teig í gær. Lækn- ir mótsins ráðlagði honum að sleppa því að keppa vegna krankleika í öxl. ■ RAFFERTY verður þó ekki sektaður fyrir að hætta við því ástæðan er tekin gi!d. Það var hins vegar eki gert á US Open í síðasta mánuði þegar hann hætti eftir 27 holur án skýringar. Hann fékk sekt fyrir það og í síðustu viku var hon-. um gert að greiða rúmlega 500.000 krónur vegna þessa. ■ LEE Trevino frá Banda- ríkjunum virðist svo sannarlega í góðu formi þessa dagana. Á þriðju- daginn léku kapparnir æfmgahring og þá gerði hann sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 14. braut. Síðan fékk hann fugl á næstu og líka á þeirri 17 og lauk síðan hringnum með því að fá örn á síðustu hol- unni, sem er par 4. „Ég lék eiffi og asni þar til ég náði holu í höggi,“ sagði hann eftir æfinguna og bætti við að völlurinn væri mjög góður. „Ef það verður ekki mikið rok þá vinnst mótið á 12-15 undir pari.“ ■ ROLF Muntz frá Hollandi fór einnig holu í höggi, en á 12. braut. Hann sigraði á áhugamannamótinu og fær þess vegna að taka þátt í mótinu. ■ ALLIR fremstu kylfingar heimsins er með, eða svo gott sem. Mark McCumber gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Fjórir aðrir til- kynntu forföll. Þeir eru Ken Gre- en, Jim Hallett, Andy Bean og Billy Ray Brown. ■ ÞAÐ hefur verið grunnt á því góða milli Tom Watson og Gary Player allt frá því sá fyrmefndi sakaði Player um að hafa rangt við í holukeppni árið 1983. Player var að gefa út bók sem hann nefn- ir „Að vara bestur“ og þar neitar hann þessum ásökunum og segir að þessar lygar eigi eftir að fylgja Watson alla æfi. I GREG Norman segir völlinn mjög góðan og með því betra sem hann hefur séð í mörg ár. Hanc. segir kylfínga frá Evrópu eigi meiri möguleika á að vinna „ef það verður jafn mikið rok og verið hef- ur undanfarna daga“. ■ VEÐBANKAR í Bretlandi telja Nick Faldo sigurstranglegan og veðmálin standa 6-1. Ian Woosnam er í öðru sæti með 8-1 og Seve Ballesteros er í þriðja sæti rruíT 10-1. Næstir eru Olazabal, Stewart og Langer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.