Morgunblaðið - 19.09.1991, Side 22

Morgunblaðið - 19.09.1991, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 Svíþjóð: Þjóðarflokkur reiðubú- inn til stj órnar samstarfs Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. MIÐSTJÓRN Þjóðarflokksins kom saman til fundar í gær og lýsti að honum loknum því yfir að flokkurinn væri reiðubúinn að taka þátt í borgaralegri stjórn á breiðum grundvelli. Bengt Westerberg, formaður Þjóðarflokksins, hefur fallist á að flokkurinn Nýtt lýðræði veiji stjórn- ina falli að því tilskyldu að hann fái engin áhrif innan stjómarinnar. Þá fái Nýtt lýðræði ekki fulltrúa í neinum nefndum eða vinnuhópum á vegum stjórnarinnar. Formaður Hægriflokksins, Carl Bildt, átti í gær fundi með formönn- um borgaraflokkanna, þar á meðal Ian Wachtmeister frá Nýju lýð- ræði. Eftir klukkustundar langan fund bað Bildt Wachtmeister um að yfirgefa fundinn. Skýrðu þeir blaðamönnum frá því að enginn ágreiningur væri þeirra á milli. í gær var ekki enn Ijóst hvort Kristilegi demókrataflokkurinn og Miðflokkurinn muni eiga aðild að ríkisstjóm Carl Bildts auk Þjóðar- flokksins. Fundur 24 iðnríkja heims: Albaníu veitt umfangs- mikil neyðaraðstoð Rpuccol TimocIo lloidoi’ Brussel, Trieste. Reuter. TUTTUGU og fjögur iðnríki heims lofuðu á þriðjudag á fundi í Brussel að veita Albaníu aðstoð að jafnvirði 150 milljóna dollara (9 milljarða ÍSK). Gramoz Pashko, varaforsætisráðherra Albaníu, hafði þá farið fram á það á fundi ríkjanna, sem bundist hafa samtökum um að aðstoða Austur-Evrópuþjóðir, að auðugar og iðnvæddar þjóð- ir veittu Albönum neyðaraðstoð til að koma í veg fyrir hungursneyð í þessu fátækasta landi Evrópu. „Það er óþolandi að hér í Evr- ópu, í Albaníu, séu hungruð börn - þau fara hungruð að sofa á hveiju kvöldi," sagði Gramoz á fundi iðnr- íkjanna, sem komið var á til að styðja umbætur í Austur- og Mið- Evrópu. Hann sagði að eitt af hveij- um tíu bömum í Tirana, höfuðborg Albaníu, þjáðist af næringarskorti, og þijú af hveijum tíu í nærliggj- andi héruðum. Á landsbyggðinni þjáðist annað hvert bam af hungri. Gramoz fór fram á að veitt yrði tafarlaus matvæla- og lyíjaaðstoð, og sagði jafnframt að landið þyrfti á hjálp við að greiða skuldir sínar og tæknilegri aðstoð að halda til að því verði auðveldara að koma á fijálsu markaðskerfí. í máli hans kom fram að nauðsynlegt væri að ■ STRASBOURG - Evrópu- ráðið ákvað í gær að veita Eystra- saltslöndunum rétt til þess að sitja Evrópuþingið sem gestir í viðurkenningarskyni við hið ný- fengna sjálfstæði landanna. Búist er við að Eystrasaltsríkin sæki um fulla aðild að Evrópuráðinu í vik- unni. Á þriðjudag var ríkjunum veitt aðild að Sameinuðu þjóðun- um og við það tækifæri sagði Vi- tautas Landsbergis, forseti Lithá- ens: „Það varpar skugga á gleði okkar í dag að erlendur her er enn í landinu og við óskum eftir aðstoð ykkar við að knýja á um brottflutn- ing hans.“ Forsetar Lettlands og Eistlands tóku í sama streng. bæta vega- og símkerfíð. „Við vilj- um aftur verða hluti af Evrópu," sagði Gramoz, „en við getum ekki gert það upp á eigin spýtur.“ Einn af varaforsetum fram- kvæmdastjómar Evrópubandalags- ins (EB), Frans Andriessen, sagði á fundinum að iðnríkin myndu senda Albönum yfír 250.000 tonn af matvælum í ár. EB hefur ráðstaf- að 19 milljónum ECU (1,4 milljörð- um ÍSK) til að senda 50.000 tonn af hveiti til Albaníu og til stæði að tvöfalda þessa tölu, sagði Andriess- en. Framkvæmdastjórn EB hefur áætlað að Albanir þurfi á 50.000 tonnum af hveiti á mánuði að halda til að geta brauðfættjrjóðina í vet- ur. EB hefur einnig fjármagnað svokallað þríhliða fyrirkomulag þar sem Ungveijum er greitt fyrir að flytja 45.000 tonn af hveiti til Al- baníu. Fimm hundrað óvopnaðir ítalskir hermenn fóru á þriðjudag til Al- baníu til að hafa umsjón með dreif- ingu matvæla og lyíja sem ítalir munu senda til landsins. Hermenn- irnir munu dveljast í Albaníu í a.m.k. þijá mánuði og koma upp 27 miðstöðvum þar sem matvælum og lyQum að andvirði 125 milljarða líra (5,9 milljarða ÍSK) verður dreift. Bildt hannað að hjóla CARL Bildt, formaður sænska Hægriflokksins, verður að skilja reið- hjólið sitt eftir heima vilji hann njóta öryggisgæslu meðan hann hefur stjórnarmyndunaramboðið í sínum höndum, sagði Mats Böijes- son, yfirmaður sænsku öryggislögreglunnar í viðtali við Svenska Dagbladet í gær. Böijesson sagði að það væri ómögulegt að gæta Bildts ef hann héldi áfram að hjóla til þingsins frá heimili sínu í miðborg Stokkhólms. „Það er ekki óskadraumur öryggislögreglunnar að forsætisráðherrann sé hjólandi um allan bæinn,“ sagði Böijesson og bætti við að öryggisgæsla á Bildt hefði verið efld eftir að hann fékk nafnlausa hótun. Skorturinn í Sovétríkjunum: Sílajev segir brýnt að að- stoð berist fyrir veturinn Pravda telur hlutverk Gorbatsjovs í valdaráninu enn óljóst Moskvu. Reuter. RÁÐAMENN í Sovétríkjunum hvöttu í gær til þess að Banda- ríkjamenn sendu sem fyrst ýmis hjálpargögn, einkum mat og lyf, til landsins áður en vetrarhörkur byijuðu. ívan Sílajev, sem verið hefur starfandi forsætisráðherra ríkjasambandsins og var form- lega skipaður í embættið í gær, Evrópubandalagið rann- sakar færeyska rækjusölu GRUNUR leikur á, að mikið af kanadískri og rússneskri rækju hafi verið selt undir færeyskum vörumerkjum í Evrópubandalag- slöndunum. Komu tveir menn frá EB til Þórshafnar um síðustu helgi og í tvær vikur ætla þeir að bera saman tollskýrslur, skýrslur rækjuverksmiðjanna og upplýsingar frá færeysku hag- stofunni. Munu þeir sjálfír ekki vera í neinum vafa um, að víð- tækt svindl eigi sér stað í rækjusölunni. hafa bug. Segir hún færeyska fram- Endurskoðendur EB reiknað út, að Færeyingar selji nokkrum þúsundum tonna meira af rækju en þeirra eigin skip geti veitt. í EB þarf engan toll að greiða af færeyskri rækju en 12-18% af kanadískri og rúss- neskri. Raunar hafa danskir emb- ættismenn í Brussel gert ýmsar athugasemdir við útreikninga endurskoðendanna og færeyska landsstjórnin vísar þeim alveg á leiðendur ekkert hafa að fela og því muni EB-endörskoðendunum standa allar dyr opnar. Til sams konar rannsóknar hefur komið á Grænlandi og þá var Royal Greenland, útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki lands- stjórnarinnar, fundið sekt um toll- svik og þurfti að greiða næstum 60 milljónir íslenskra króna til EB. sagðist myndu leggja þunga áherslu á óskina um allt að sjö milljarða Bandaríkjadollara að- stoð í fyrirhuguðum viðræðum við fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, Nicholas Brady, og Alan Greenspan seðlabankastjóra. Sílajev hefur ákveðið að láta af störfum sem forsætisráðherra Rússlands en í síðustu viku kynnti hann áform um að helga sig því embætti og segja af sér sovéska embættinu. „Vetur er í nánd og hann lætur ekkert bíða eftir sér,“ sagði Sflajev á fréttamannafundi áður en viðræð- uraar við Bandaríkjamennina tvo hófust. „Kornvara, sykur og matar- olía - þetta eru þær vörur sem þörf er á í öllum lýðveldunum." Hann sagðist hafa áhyggjur af því að Vesturlönd yrðu of sein að bregð- ast við vandanum og sagði að það sem helst gæti komið í veg fyrir að fólk færi að hamstra nauðsynja- vörar væri að stjómvöld gætu fyllt verslanir af vörum. Til þess þyrfti aðstoð að vestan. Forsætisráðherr- ann sagði að Sovétmenn ættu lík- lega sjálfír einhveija sök á því að hægt gengi að undirbúa aukaaðild þeirra að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Frammámenn sjóðsins hafa kvartað undan því að fá ekki nægar upplýs- ingar um efnahagsmál landsins. Þessu verður kippt í lag og ekki legið á neinum upplýsingum, að sögn ráðherrans. Æðsta stjórnkerfí Sovétríkjanna er nánast til bráðabirgða meðan verið er ákveða framtíð ríkjasam- bandsins. Að sögn Sílajevs hvöttu leiðtogar allra lýðveldanna tíu sem stefna að minnsta kosti að náinni efnahagssamvinnu og ef til vill pól- itísku samstarfi, hann til þess að halda áfram störfum „þar á meðal Borís Jeltsín [Rússlandsforseti] og það skiptir miklu máli.“ Á þriðjudag gaf einn af nánustu samstarfs- mönnum Jeltsíns í skyn að misklíð ríkti milli Sílajevs og Jeltsíns, einn- ig að ýmsir ráðherrar í rússnesku stjóminni skildu ekki að forsetinn yrði að efla framkvæmdavaldið í Rússlandi þegar svo erfiðir tímar færu í hönd. Jeltsín hefur komið á fót nýju öryggisráði sem skipað er dyggum ráðgjöfum hans og er ætl- unin að ráðið verði öflugasta stofn- un landsins. í síðustu viku gaf hann út tilskipun þar sem hann tók í sín- ar hendur æðstu völd í ríkisstjóm- inni og vék þannig í raun Sflajev til hliðar. Ýmsir leiðtogar róttækra umbótaafla hafa kvartað yfír því að Jeltsín sé að safna of miklum völdum á eigin hendur en aðrir segja að nauðsynlegt sé að fram- kvæmdavaldið sé sterkt þegar verið sé að ryðja burt harðlínuöflunum sem reyni að halda sínum hlut. „Ekkert þjóðfélag hefur nokkum tíma tekið upp algerlega nýja stjórnarhætti og jafnframt látið þingið halda fyllstu völdum," sagði Sergej Stankevítsj, aðstoðarborgar- stjóri Moskvu og einn af helstu ráðgjöfum Jeltsíns, er hann varði forsetann. Þáttur Gorbatsjovs verði kannaður Dagblaðið Pravda, sem áður var málgagn kommúnistaflokksins en er nú óháð, hvatti til þess á forsíðu í gær að fram færa opinber réttar- höld yfír valdaránsmönnum svo að tryggt væri að allur sannleikurinn kæmi í ljós. Blaðið sagði að eitt af því sem ella yrði framvegis ráðgáta væri þáttur Míkhafls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga í atburðarásinni. „Ef klíkan verður dæmd bak við luktar dyr merkir það einfaldlega að slík vinnubrögð era nauðsynleg fyrir einhvem, henta einhveijum. Hveij- um?“ spyr fréttaskýrandi blaðsins, Georgíj Ovtsjarenko. „í þessu sam- bandi verður manni fyrst hugsað til hvers kyns orðróms í blöðunum, einkum þann að stór hópur æðstu manna [aðrir en valdaránsmennirn- ir] hafí vitað um valdaránið lyrir- fram, og Gorbatsjov sé þar ekki undanskilinn". Ovtsjarenko segir þessar hugmyndir hafa fengið byr undir báða vængi vegna óákveðni klíkumanna, þeir hafí virst bíða skipana frá enn óþekktum aðila og benda megi á að þeir hafí flogið á fund Gorbatsjovs er allt var komið í óefni í staðinn fyrir að flýja ein- faldlega landið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.