Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Framsókn til Aþenu FRAM ARAR voru óheppnir að sigra ekki þegar þeir léku í gærkveldi við grísku meistar- ana Panathinaikos í Evrópu- keppni meistaraliða. Framarar réðu gangi leiksins í síðari hálf- leik en tókst ekki að skora nema tvö mörk þrátt fyrir að sækja mikið. Leikurinn var hinn fjörugasti og ber að þakka Frömurum fyrir hetjulega bar- áttu, góðan leik og skemmtun. Vonandi halda þeir Framókn- inni áfram í seinni leiknum í Aþenu eftir tvær vikur. Fyrri hálfleikurinn var fremur daufur, en engu að síður ágæt- lega leikinn. Framarar gáfu þeim gn'sku engan frið og virtust óhræddir við að sækja — en það vantaði alltaf herslumuninn að þeir næðu að skapa sér færi. Grikkirnir voru betri framan af og fengu þijú þokkaleg færi en aðalstjarna þeirra, Saravagos, skaut yfir í tvígang og annar leik- maður sá um það í þriðja færinu. Astralski landsliðmaðurinn Chris- todoulou gerði eina mark fyrri hálf- leiks með hnitmiðuðu skoti af 25 metra færi. Birkir hafði hönd .á knettinum en náði ekki að koma í veg fyrir mark. „Ég átti að hafa Evrópufréttir einnig bls. 44,45 SkúliUnnar Sveinsson skrífar þennan bolta, en náði ekki að slá hann alla leið yfir,“ sagði Birkir eftir leikinn. Fram nær undirtökunum Framarar tóku völdin á veliinura í síðari hálfleik og Jón Erling Ragn- arsson jafnaði eftir tæpan stundar- íjórðung. Tíu mínútum síðar kom Pétur Arnþórsson liði sínu yfir með glæsilegu viðstöðulausu skoti frá vítateigslínunni. Nú héldu margir að Framarar myndu gera ennbetur og bæta við fleiri mörkum. Þeir höfðu undirtök- in í leiknum og þeir fengu færin. Pétur Arnþórsson átti gott skot sem markvörður Panathinaikos varði í horn en síðan náðu gestirnir einni sókn og boltinn barst til Christodo- ulou sem afgreiddi hann með glæsi- legu skoti neðst í markhomið. Góð nýting hjá honum. Tvö skot og tvö mörk! Róðurínn erfiður í Aþenu Wandzik, hinn pólski markvörður Panathinaikos varði vel frá Þorvaldi Örlygssyni og rétt fyrir leikslok voru þrír Framarar í dauðafæri en einn grískur varnarmaður skreið á marklínunni og náði að bjarga í horn. Þar með var ljóst að Fram tækist ekki að leggja grísku meist- arana á heimavelli, en útileikurinn er eftir og ef Fram leikur eins og þeir gerðu í síðari hálfleik getur allt gerst þó eflaust verði róðurinn erfiður á Olympíuleikvanginum sér- staklega vegna þess að Panathinai- kos gerði tvö mörk á útivelli. Panathinaikos er með skemmti- Pétur Arnþórsson hefur látið skotið ríða af Morgunblaðið/Bjami knötturinn er á leið framhjá varnarmanni Panathinaikos. legt lið. Leikmenn liðsins fara vel með knöttinn, eru eldfljótir og leika boltanum vel á milli sín. Liðið skor- ar venjulega ekki mörg mörk með langskotum en í gærkvöldi var ann- Evrópukeppni meistaraliða Gautaborg (Svíþjóð) - Flamurtori (Albaníu)...0:0 Sparta Prag (Tékkósl.) - Glasgow Rangers.....1:0 Besiktas (Tyrkl.) - PSV Eindhoven (Hollandi).1:1 Mehmet Ozdilek (80.) - Juul EUerman (27.). 25.000. Bröndby (Danmörku) - Lzbin (Póllandi)........3:0 Kim Christofte (52., vsp), R. Ekelund (59.), Okechukwu (63.). 7.752. Honved (Hungary) - Dundalk (Ireland).........1:1 Adrian Negrau (82.) - Ricky McEvoy (27th). 12.000. HJK Helsinki (Finnlandi) - Dynamo Kiev (Sovétr.) ....0:1 Fram - Panathinaikos (Grikklandi)............2:2 Jón Erling Ragnarsson (58.), Pétur Amþórsson (68.) - Leonidas Christoudoulou (38., 72.). 961. Anderlecht (Belgiu) - Grasshopper (Sviss)....1:1 Marc Degryse (44.) - George Nemtsoudis (65.). 10.000. Arsenal - Austria Vin (Austurriki)...........6:1 Andy Linighan (38.), Alan Smith (50., 52., 65., 66.), Anders Limpar (79.) - Andreas Ogris (56.). 24.124. Barcelona - Hansa Rostock....................3:0 M. Laudrup 2 (24., 46.), Juan Goikoetxea (75.). 82.700. Hamrun Spartans (Maíta) - Benfica............0:6 - Antonio Pacheco (30.), Sergei Yuran 4 (32., 35., 40., 83.), Rui Aguas (75.). 6.000 Craiova (Rúmenía) - Apollon (Kýpur)..........2:1 US Luxembourg - Marseille.................. 0:5 — Jean-Pierre Papin 3 (11., 31., 85. - vítasp.), Daniel Xuereb (14.), Franck Sauzee (44.). 9.000 Evrópukeppni bikarhafa Bacau (Rúmenía) - WerderBremen.............0:6 - Wynton Rufer 3 (9., 13., 32.), Marco Bode (63.), Mirko Votava (79.), Frank Neubarth (81.). 9.000 Athinaikos (Grikkland) - Man. United........0:0 Katowice (Póliand) - Motherweli (Skotl.)..........2:0 Partizan Tírana (Albanía) - Feyemoord.............0:0 OB (Danmörku) - Ostrava (Tékkósl.)................0:2 Eisenhiittenstadt (Þýsal.) - Galatasaray (Tyrkl.).1:2 Levski (Búlgar.) - Ferenzvaros (Ungv.l.)...2:3 CSKA Moscow (Sovétr.) - AS Roma.............1:2 Omonia (Kýpur) - FC Briigge (Belgia)........0:2 Fyllingen (Noregi) - Atletico Madrid........0:1 Norrköping - Jeunesse d’Esch (Luxemb.).....4:0 Kristinn R. Jónsson lék mjög vel. Morgunblaðið/KGA að uppi á teningnum því þeir gerðu þeir tvö glæsimörk með langskot- um. Eftir að þeir komust yfir hefðu mörg lið bakkað og reynt að halda fengnum hlut, en ekki þeir grísku. Þeir héldu áfrám að leika til sigurs og fyrir bragðið var leikurinn opinn og skemmtilegur og hin besta skemmtun. Pétur geysilega sterkur Framarar léku ágætlega í fyrri hálfleik en það var eins og þá vant: aði trúna á að þeir gætu sigrað. í síðari hálfleik léku þeir mjög vel en enginn þó betur en Pétur Ormslev sem var geysilega yfirveg- aður og sterkur. Baldur Bjarnason lék einnig vel og varla hægt að sjá á honum að hann gengi ekki heill til leiks. Pétur Amþórsson var eins og vítamínssprauta þegar hann kom inná í síðari hálfleik og þeir Krist- inn R. Jónsson og Þorvaldur Örlygs- son léku einnig vel. Reyndar léku allir vel og sérstaklega í síðari hálf- leik. Leikmenn gáfust aldrei upp og ekkert fát var á leik þeirra. Ef einhver vandamál komu upp leystu leikmenn þau af mikilli yfirvegun. Ríkharður með í Aþenu? Ríkharður Daðason, miðherji Fram, sem meiddist á hné í leik gegn Eyjamönnum, segist vonast eftir því að geta leikið í gegn Panathiaikos í Aþenu. Vinstra hné Ríkharðs hefur verið speglað og hluti úr liðþófa fjar- lægður. Hann varður að taka sér hviid frá knattspyrnu í tíu daga. Vasilis Daneel, þjálfari Panathinaikos: Verðum að gera betur í Aþenu Vasilis Daneel, þjálfari Panat- hinaikos, var ekki mjög án- ægður með lið sitt, en sagðist þó vera þokkalega sáttur við úrslitin. „Við gerðum afdrifarík mistök í vörninni þegar við fengum á okk- ur þessi mörk og við verðum að koma í veg fyrir þann leka í síðari leiknum,“ sagði Daneel. Hann sagði að leikurinn hafi verið erfiður, enda aðstæður ekki eins og þeir eiga að venjast. „En það er engin afsökun því Framarar eru með gott og léttleikandi lið. Við byijuðum leikinn vel og hefð- um átt að gera fleiri mörk í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik snérist dæmið við og þegar upp er staðið tel ég úrslitin sanngjörn.1' Um síðari leikinn sem fram fer í Aþenu sagði hann: „Ef við ætlum okkur að komast áfram í Evrópu- keppninni verðum við að gera betur en í þessum leik. Þetta er allt opið enn og ég vil ekki spá um úrslit í síðari leiknum. Við skulum bara sjá til hvað setur í Aþenu eftir hálfan mánuð," sagði Daneel. Hann sagði að Pétur Amþórs- son, sem kom inná sem varamað- ur, hafi hlaypt miklu lífi í Framlið- ið og verið þeirra besti maður ásamt Pétri Ormslev, fyrirliða. Fram sTlg, Panathinaikos 2 W Laugardalsvöllur, Evrópukeppni meistaraliða - fyrri leikur - miðviku- daginn 18. september 1991. Mörk Fram: Jón Erling Ragnarsson (58.), Pétur Arnþórsson (58.) Mörk Panathinaikos: Leonidas Christodoulou (37., 75.) Gult spjald: Pétur Ormslev (78.) Dómari: Alan Snoddy frá N-írlandi og dæmdi þokkalega. Ahorfendur: 961 Lið Fram: Birkir Kristinsson, Jón Sveinsson, Pétur Ormslev, Kristján Jónsson, Kristinn R. Jónsson, Þor- valdur Orlygsson, Baldur Bjarnason, Steinar Guðgeirsson, Ásgeir Ásgeirs- son (Pétur Amþórsson 60.), Anton Bjöm Markússon (Haukur Pálmason 77.), Jón Erling Ragnarsson. Lið Panathinaikos: Wandzik, Apo- stolakis, Kaltzis, Christodoulou, Ka- litzakis, Mavridis, Saravakos, Karageorgiou, Donis (Antoniou 69.), Maragos (Georgamlis 80.), Athanas- iadis. Om 4 Pétur Ormslev varð ■ I að láta í minni pok- ann gegn Christodoulou á miðjum vallarhelmingi Fram. Grikkinn vann boltann og þrátt fyrir að færið væri langt og hann varla í neinu jafnvægi lét hann vaða og skoraði með hnitmiðuðu skoti. 1m 4 Þorvaldur Örlygsso--: ■ I komst inn í sendingu Grikkjanna á vinstri vængnum. Hann lék aðeins áfram og gaf fyrir markið. Wandzik mark- vörður skutlaði sér út í teiginn en náði ekki knettinum en það gerði hins vegar Jón Erling Ragnarsson sem renndi sér fram og jafnaði. 2m 4 Baldur Bjamason ■ I gaf fyrir markið frá vinstii og Wandzik sló knöttinn út á vítateigslínu. Þar kom Pét- ur Amþórsson á fleygiferð oe^ t sendi knöttinn með viðstöðu^1 lausu skoti í netið. 2b ^JÁstralski ■ fcimaðurinn landslið- Chris- todoulou fékk boltann rétt utan við ritateig og fullur sjálf- strausts skaut hann föstu skoti neðst í markhornið. Glæsilegt mark eins og það fyrra var z’eyndar einnig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.