Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 - 28 Kampakátir KA-menn KA-menn urðu Akureyrarmeistarar í knattspyrnu eftir að þeir sigruðu I menn þar betur. Á myndinn má sjá leikmenn KA fagna úrslitunum, Þórsara. Vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá leikinn og höfðu KA- | en aðdáendur þeirra létu líka vel í sér heyra. Biskup Islands vísit- erar í Eyjafjarðar- prófastsdæmi BISKUP íslánds, herra Ólafur Skúlason, mun vísitera í Eyjafjarðar- prófastsdæmi 22. september til 3. oktober næstkomandi. Biskups- visitasia hefur ekki verið í Eyjafjarðarprófastsdæmi frá því árið 1965, er herra Sigurbjörn Einarsson biskup vísiteraði prófasts- dæmið. Herra Ólafur Skúlason biskup mun skoða kirkjur, sem alls eru 22, predika við guðsþjónustur og ræða við sóknarbörn eftir messu. Þá mun hann skoða kirkjugripi- og garða og fara yfir emb- ættisbækur sóknarnefnda og presta. Biskup íslands hefur ferð sín með kirkjuskoðun á Möðruvöllum í Hörgárdag sunnudaginn 22. sept- ember, en þar hefst síðan messa kl. 11. Messað verður í Glæsibæjar- kirkju kl. 14 og í Glerárkirkju kl. 21. um kvöldið. Mánudaginn 23. september verður messað í Kaup- angskirkju kl. 14 og í Munkaþverár- kirkju kl. 21. Dagskráin hefst kl. 10.30 á þriðjudagsmorgun, 24. - september, með stund á Kristnessp- ítala, en síðan verður kirkjan að Grund skoðuð og messað verður þar kl. 14. Um kvöldið verður helgi- stund í Lögmannshlíðarkirkju kl. 18. Helgistund verður að Hólum kl. 10.30 á miðvikudagsmorgun og messað verður í Möðruvallakirkju kl. 14 og kl. 21. í Saurbæjarbæjar- kirkju. Daginn eftir, 26. september, verður messað í Bægisárkirkju kl. 14, stund verður á Skjaldarvík kl. 17 og messað verður í Bakkakirkju kl. 21 um kvöldið. Herra Ólafur Skúlason biskup verður síðan í Grímsey fimmtudag- inn 26. september og verður messað í Miðgarðakirkju kl. 14. Um kvöldið verður messað í Vallarkirkju kl. 21. I Stærri-Árskógskirkju verður messað kl. 11 á föstudagsmorgun, 28. september og í Hríseyarkirkju kl. 20.30. Næsta dag verður biskup í Ólafsfirði, en þar hefst dagskráin með helgistund að Kvíabekk kl. 10.30, en messað verður í Ólafs- fjarðarkirkju kl. 14. Messa verður í Akureyrarkirkju kl. 20.30 á sunnudagskvöld, 29. september. Á mánudag, 30. september verð- ur messa í Tjarnarkirkju kl. 14 og í Urðarkirkju kl. 21. Helgistund verður á Dalbæ kl. 15.15 á þriðju- dag, 2. október og messa í Dalvíkur- kirkju kl. 20.30. Ferðinni lýkur 3. október, en þá verður stund í Menntaskólanum á Akureyri kl. 10.30 og helgistund á Dvalarheimil- inu Hlíð kl. 16.30. Fj órðungssjúkra- húsið á Akureyri: Júlíus Gests- son ráðinn yfirlæknir JÚLÍUS Gestsson hefur verið ráðinn yfirlæknir Bæklunar- deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. . Júlíus fæddist árið 1945. Hann lauk almennu læknisprófi frá Há- skóla íslands árið 1974 og fékk sérfræðingsleyfi í bæklunarlækn- ingum 1981 eftir sérnám í bæklun- arlækningum í Svíþjóð 1976-1981. Júlíus hefur starfað sem sérfræð- ingur í bæklunarlækningum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri frá árinu 1982. Eiginkona hans er Rannveig Guðnadóttir hjúkrunar- fræðingur. Júlíus tekur við starfinu af Hall- dóri Baldurssyni, sem starfað hefur Morgunblaðið/Rúnar I»ór Július Gestsson yfirlæknir Bækl- unardeildar FSÁ. sem yfirlæknir á FSA frá 1981 og veitt bæklunardeild sjúkrahússins forstöðu frá stofnun deildarinnar árið 1982. Morgunblaðið/Rúnar Þór Deiliskipulag fyrir 3. og 5. áfanga Giljahverfis hefur verið samþykkt í bæjarsljórn Akureyri, en gert er ráð fyrir að um 370 íbúðir verði byggðar í fjölbýlis- og raðhúsum í þessum áföngum. 370 íbúðir byggðar í 3. og 5. áfanga Giljahverfis BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt deiliskipulagstillögu að 3. og 5. áfanga Giljahverfis. í 3. áfanga er gert ráð fyrir um 320 íbúðum í fjölbýlis- og raðhúsum, en i 5. áfanga verða 50 íbúðir í rað- og parhúsum. Alls verða því um 370 íbúðir í þessum áföngum Giljahverfis, en gert er ráð fyrir að í hverfinu öllu verði 700-750 ibúðir. í 3. áfanga, sem er í miðju hverf- isins, verða raðhús, fjölbýlishús, hverfisverslun, leikskóli og grunn- skóli ásamt útivistarsvæðum. Gert er ráð fyrir að greint verði á milli gangandi og akandi umferðar þann- ig að unnt verði að komast frá hverri íbúð á svæðinu að útivistar- svæði, skóla, dagheimiii eða verslun án þess að fara yfir akbraut, en Héraðsráð Eyjafjarðar: Húsatryggingar í hend- ur sveitarfélaganna? HÉRAÐSRÁÐI Eyjafjarðar hefur verið falið að kanna hvort hag- kvæmt sé að sveitarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu stofni félag er hafi með húsatryggingar að gera, líkt og Húsatryggingar Reykjavíkur. Nú er í gildi samningur við Vátryggingarfélag Islands um húsatrygg- ingar á svæðinu, en hann rennur út árið 1995. Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, sem sæti á í Héraðs- nefnd Eyjaijarðar sagði að fram hefði komið tillaga frá Heimi Ingi- marssyni um að héraðsráð kannaði hvort hagkvæmt yrði að stofna til félags er tæki við húsatryggingum á Eyjafjarðarsvæðinu, á svipuðum nótum og Húsatryggingar Reykja- víkur. Samningar við Vátrygginga- félag íslands eru nú í gildi, en þeir renna út árið 1995. Bjarni sagði að Héraðsnefnd hefði fallist á tillögu Heimis og var hún samþykkt á fundi nefndarinnar sem haldinn var í vikunni. Það væri því verkefni héraðsráðs, að kanna hvort hagkvæmt væri að sveitarfélögin á Eyjaíjarðarsvæðinu tækju að sér húsatryggingar þegar samningurinn væri útrunninn. Húsatryggingar Reykjavíkur hafa staðið undir rekstri Slökkviliðs Reykjavíkur sem og framkvæmdum vatnsveitu er tengj- ast starfsemi slökkviliðsins. eftir svæðinu miðju liggur göngu- stígur sem mun verða megingöngu- leið milli byggðar sunnar Glerár og Síðuhverfis. Þessum áfanga er skipt niður í fimm meginhluta, húsaraðir með- fram vestanverðu Merkigili, þar sem gert er ráð fyrir 158 íbúðum í ijölbýlishúsum og 22 í raðhúsum, þremur punkthúsum með 20 íbúð- um í hveiju húsi, húsagörðum, þ.e. fjölbýlishúsum sem byggð eru í fer- hyrning umhverfis garðrými, versl- un, leikskóla og skóla og loks úti- vistarsvæðum. í 5. áfanga, sem kemur beint norður af 3. áfanga er gert ráð fyrir að verði 50 íbúðir, en þar verða eingöngu rað- og parhús. Þijár lóð- ir verða fyrir raðhúsaþyrpingar með 11-15 íbúðum og þijár lóðir fyrir fjögurra íbúða raðhús. ---------------- Skák: Norðurlanda- mót grunn- skólasveita Norðurlandamót grunnskóla- sveita í skák fer fram á Akur- eyri um helgina, en mótið er haldið árlega til skiptis á Norður- löndum. Fyrsta umferð hefst kl. 10. á morgun, föstudag, en mót- inu lýkur á sunnudag. Sex sveitir taka þátt, þar af tvær íslenskar, sveit Gagnfræðaskóla Akureyrar, sem sigraði á íslands- móti grunnskólasveita síðastliðið vor, og sveit Æfingadeildar Kenn- araháskóla íslands, sem varð í öðru sæti. Hinar sveitirnar koma frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Færeyingar sáu sér ekki fært að senda sveit á mótið og þess vegna eru sveitirnar frá Islandi tvær. Hver sveit er skipuð fimm kepp- endum, fjórum aðalmönnum og ein- um varamanni. Telft verður í sal Gagnfræða- skóla Akureyrar og hefst 1. umferð kl. 10 á föstudag og 2. umferð kl. 17. sama dag, en 3. og 4. umferð verða tefldar á laugardag, kl. 10 og 17. Lokaumferðin byijar síðan kl. 10 á sunnudag. Umhugsun- aitími er tvær klukkustundir á 40 leiki og síðan eru 30 mínútur til að ljúka skákinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.